Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
London. AFP. | Boris Johnson var eitt
sinn afskrifaður sem stjórn-
málamaður, var sagður pólitískur
trúður, en þrátt fyrir hrakspárnar
var þessi litríki íhaldsmaður kjörinn
borgarstjóri London í vikunni sem
leið. Nokkrir stjórnmálaskýrendur
telja þó að sigur Johnsons geti
reynst tvíeggjaður og komið íhalds-
mönnum í koll síðar.
Með sigrinum á Ken Livingstone,
fráfarandi borgarstjóra, varð John-
son fyrstur íhaldsmanna til að kom-
ast í eitt af valdamestu embættunum
í Bretlandi frá því að Íhaldsflokk-
urinn missti völdin til Verkamanna-
flokksins undir forystu Tonys Blairs
fyrir ellefu árum.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur
sögðu sigur Johnsons og íhalds-
manna í sveitarstjórnarkosning-
unum á fimmtudag marka upphafið
að endalokum stjórnar Gordons
Browns forsætisráðherra og end-
urreisn Íhaldsflokksins undir for-
ystu Davids Camerons fyrir þing-
kosningar sem eiga að fara fram
innan tveggja ára.
Aðrir benda hins vegar á að John-
son hefur verið hætt við axarsköft-
um og sigur hans geti því komið
Íhaldsflokknum í koll. „Ef Johnson
klúðrar höfuðborginni get ég skrifað
vígorð Verkamannaflokksins fyrir
næstu kosningar: Ekki leyfa Cam-
eron að gera það við Bretland sem
Boris hefur gert við London,“ skrif-
aði Andrew Rawnsley í Observer.
Álitinn sérvitur furðufugl
Johnson er 43 ára, fyrrverandi
blaðamaður The Daily Telegraph og
ritstjóri hægrisinnaða tímaritsins
Spectator. Því fer fjarri að hann hafi
verið óumdeilt borgarstjóraefni inn-
an Íhaldsflokksins og sumir litu á
hann sem sérvitran furðufugl þegar
hann hóf kosningabaráttuna. Hann
er oft hnyttinn en á það til að fara yf-
ir strikið og hneyksla fólk með um-
deildum yfirlýsingum.
Johnson kom þó mörgum á óvart
með málflutningi sínum í kosninga-
baráttunni. Hann lagði áherslu á lof-
orð um að stemma stigu við glæpum
og notfærði sér vaxandi óánægju
með frammistöðu stjórnar Gordons
Browns. Hann sótti í sig veðrið eftir
því sem leið á kosningabaráttuna á
sama tíma og Livingstone, sem er 62
ára, virtist þreytast. Ástralski kosn-
ingastjórinn Lynton Crosby sá til
þess að Johnson gætti tungu sinnar,
færi ekki í fjölmiðlaviðtöl sem gætu
komið honum í vanda, og lagði mesta
áherslu á að fá atkvæði kjósenda í
úthverfunum, fjarri höfuðvígjum
Livingstones í miðborginni og ná-
grenni hennar.
„Hvaða gera menn við vandamál
eins og Boris er?“ sagði Cameron
fyrir nokkrum árum þegar hann var
spurður um ástarsamband Johnsons
við blaðakonu Spectator og ýmis
umdeild ummæli hans.
Svo virðist sem svarið sé að koma
honum í eitt af áhrifamestu emb-
ættum Bretlands. Liam Fox, tals-
maður íhaldsmanna í varnarmálum,
sagði að það væri „óskhyggja“ af
hálfu andstæðinga þeirra að halda
að störf Johnsons í London myndu
hafa úrslitaáhrif á gengi íhalds-
manna í næstu þingkosningum.
Sigurinn gæti reynst tvíeggjaður
Talið að kosningasigur Boris Johnsons í London geti komið breska Íhaldsflokknum í koll
AP
Vinsæll orðhákur Boris Johnson á leið í ráðhúsið í London á laugardag.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
TIL átaka kom í gær milli stuðnings-
manna og andstæðinga Evo Mor-
ales, forseta Bólivíu, þegar atkvæða-
greiðsla fór fram í auðugasta héraði
landsins, Santa Cruz, um hvort það
ætti að fá aukin sjálfstjórnarréttindi.
Samkvæmt útgönguspám sjónvarps-
stöðva í gærkvöldi samþykktu íbúar
héraðsins tillöguna um aukna sjálf-
stjórn með 85% atkvæða.
Morales hafði lagst gegn atkvæða-
greiðslunni, sagt hana brot á stjórn-
arskrá landsins og tilraun til að
skipta landinu í tvennt. Óttast er að
átökin breiðist út eftir að úrslit at-
kvæðagreiðslunnar liggja fyrir.
Atkvæðagreiðslan var haldin þrátt
fyrir að dómstóll hefði fyrirskipað að
henni yrði frestað. Her landsins
hafði lýst því yfir
að hann liti á at-
kvæðagreiðsluna
sem ógn við ein-
ingu landsins.
Þrjú önnur
héruð í austur-
hluta Bólivíu ætla
að efna til sams-
konar atkvæða-
greiðslu í júní.
Tvö héruð til viðbótar íhuga að fara
að dæmi þeirra.
Deilt um skiptingu tekna
Leiðtogar Santa Cruz vilja að hér-
aðið fái stærri hluta af tekjum af
jarðgasvinnslu í héraðinu og koma í
veg fyrir að Morales geti tekið hluta
af stærstu búgörðunum og úthlutað
þeim til fátækra bænda úr röðum
indíána eins og hann hefur lofað.
Flestir íbúa Santa Cruz eru af evr-
ópskum eða blönduðum uppruna og
héraðið hefur lengi barist fyrir auk-
inni sjálfstjórn. Leiðtogar héraðsins
hertu baráttuna eftir að Morales
sigraði í forsetakosningum árið 2005
og varð fyrsti forseti landsins úr röð-
um indíána með loforðum um að
bæta kjör þeirra. Forsetinn hefur
reynt að breyta stjórnaskránni til að
gera honum kleift að bæta kjör ind-
íána og takmarka stærð búgarða.
Bólivía er fátækasta ríki Róm-
önsku Ameríku. Santa Cruz og hin
héruðin, sem sækjast eftir aukinni
sjálfstjórn, hafa mikla þýðingu fyrir
efnahag landsins. Þar eru stærstu
gasvinnslusvæðin og nær allt rækt-
anlegt land Bólivíu.
Að minnsta kosti tuttugu manns
særðust í átökum sem blossuðu upp í
héraðinu í gær vegna atkvæða-
greiðslunnar. Hugo Chavez, forseti
Venesúela og bandamaður Morales,
sakaði Bandaríkjastjórn og auðug
handbendi hennar í Bólivíu um að
hafa staðið fyrir átökunum.
Leiðtogar Santa Cruz neita því að
þeir stefni að aðskilnaði frá Bólivíu.
Samkvæmt tillögu þeirra á héraðið
að fá svipuð sjálfstjórnarréttindi og
ríki Bandaríkjanna, fá t.a.m. eigið
þing og lögreglulið.
Branko Marinkovic, einn leiðtoga
héraðsins, sagði að þeir vildu samn-
ingaviðræður við stjórn Morales eft-
ir atkvæðagreiðsluna um hvernig
standa ætti að breytingunum.
Fréttaskýrendur sögðu að það
myndi styrkja stöðu leiðtoga Santa
Cruz í viðræðunum ef sjálfstjórnar-
tillaga þeirra yrði samþykkt með
miklum meirihluta í atkvæðagreiðsl-
unni.
Ólga vegna atkvæða-
greiðslu um sjálfstjórn
Sjálfstjórnartillaga samþykkt í ríkasta héraði Bólivíu þrátt fyrir andstöðu Morales
Reuters
Spenna Stuðningsmenn Evo Morales, forseta Bólivíu, úr röðum indíána í La Paz mótmæla atkvæðagreiðslu í Santa Cruz um hvort héraðið eigi að fá auk-
in sjálfstjórnarréttindi. Santa Cruz er auðugasta hérað Bólivíu og hefur mikla þýðingu fyrir þau áform Morales forseta að bæta kjör bólivískra indíána.
Evo Morales
Amstetten. AP,
AFP. | Mágkona
Josefs Fritzls,
Austurríkis-
manns sem hélt
dóttur sinni fang-
inni í kjallara í 24
ár og eignaðist
með henni sjö
börn, segir að
hann hafi stjórn-
að fjölskyldunni eins og „harðstjóri“
og hafi afplánað fangelsisdóm fyrir
nauðgun á sjöunda áratugnum.
Mágkonan, sem vill ekki koma
fram undir fullu nafni en kallar sig
Christine R., sagði í viðtali við AP-
fréttastofuna að Elisabeth, dóttir
Fritzl, hefði strokið að heiman þegar
hún var sautján ára. Það kynni að
skýra það hvers vegna faðir hennar
ákvað um hálfu ári síðar að loka hana
inni í hljóðeinangraðri og glugga-
lausri kjallaraprísund í húsi fjöl-
skyldunnar.
Christine R. sagði Fritzl hefði ver-
ið harðstjóri og haldið allri fjölskyldu
sinni í heljargreipum. Hann hefði
talið fjölskyldunni trú um að Elisa-
beth hefði gengið til liðs við sértrúar-
söfnuð og enginn hefði efast um þá
sögu.
„Þegar hann sagði að hlutirnir
væru svartir þá voru þeir svartir,
jafnvel þótt þeir væru skjannahvít-
ir,“ sagði Christine. „Hann þoldi
engar mótbárur. Ég var sjálf hrædd
við hann í fjölskylduboðum og þorði
ekki að segja neitt sem gæti hugs-
anlega komið honum úr jafnvægi og
þess vegna er hægt að ímynda sér
hvernig konunni, sem bjó með hon-
um í öll þessi ár, hefur liðið.“
Christine sagðist viss um að ef
Rosemarie systir hennar hefði reynt
að andæfa manni sínum hefði hann
brugðist ókvæða við og misþyrmt
henni.
Segir Fritzl ósakhæfan
Christine sagði að Fritzl hefði ver-
ið dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun
árið 1967 og verið í um eitt og hálft
ár í fangelsi. Austurrískt dagblað
sagði á laugardag að í dómskjali frá
1967 kæmi fram að Fritzl hefði verið
dæmdur fyrir að brjótast inn í íbúð
24 ára gamallar hjúkrunarkonu og
nauðga henni. Lögreglan staðfesti
ekki fréttina og sagði að samkvæmt
fyrningarlögum ætti að vera búið að
eyða svo gömlum skjölum.
Lögmaður Fritzls kvaðst telja að
hann væri ósakhæfur og ætla að
óska eftir því að hann yrði dæmdur
til vistar á geðsjúkrahúsi en ekki í
fangelsi.
Sat í fang-
elsi fyrir
nauðgun
Josef Fritzl