Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 16
Ræðumenn í Markerville Við hús Stephans G. Stephanssonar. Frá vinstri: Markús Örn Ant-
onsson sendiherra, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrahjónin Einar K. Guðfinnsson og
Sigrún Þórisdóttir og Hallgrímur Benediktsson, ræðismaður í Calgary.
Heiðursfélagar og stjórnarmenn Fremri röð frá vinstri: Carol Blyth (heiðursfélagi 2007),
Susan Anderson, Dilla Narfason, Mavis Marteinson og Linda Bjarnason. Aftari röð frá vinstri:
Dr. Hallgrimur Benediktsson ræðismaður, Andrew Anderson, Brent Grisdale, formaður Ís-
lendingafélagsins í Calgary, Larry Johnson sonur Laurence Johnson, Gary Oddleifson, fráfar-
andi formaður Þjóðræknisfélagsins, og Lorne Bjarnason.
Ljósmynd/Karl Torfason
Heiður Dilla Narfason með viðurkenninguna.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
DILLA Narfason á Gimli var sæmd æðstu
viðurkenningu Þjóðræknisfélagsins (INL),
Lawrence-Johnson Lifetime Achievement
Award, á þinginu í Calgary í Kanada um liðna
helgi. Þetta var 89. þing Þjóðræknisfélagsins
og verður það næst haldið á Gimli í Manitoba
undir kjörorðunum Komið heim til Nýja Ís-
lands.
Walter Sopher í Edmonton var heiðraður
fyrir óeigingjarnt starf fyrir INL í átta ár og
sagði þetta besta þing sem hann hefði sótt.
Hann bætti við að héldu félögin áfram að efla
grasrótina, styrkja hana og styðja, þyrfti ekki
að hafa áhyggjur af framtíðinni.
Lawrence-Johnson viðurkenningin er veitt
fyrir frábær störf í þágu íslenska samfélagsins
í Norður-Ameríku og var fyrst veitt á þinginu í
Edmonton í Alberta 2003. Neil Ófeigur Bardal,
þáverandi aðalræðismaður á Gimli, var þá
sæmdur viðurkenningunni. Dr. T. Kenneth
Thorlakson, læknir í Winnipeg, fékk viður-
kenninguna á þinginu á Heclu í Manitoba 2004.
Stella Stephanson, einn af stofnendum Íslend-
ingafélagsins í Vatnabyggð í Saskatchewan,
var verðlaunuð á þinginu í Wynyard 2005. Lill-
ian Gudmundson frá Árborg í Manitoba var
heiðruð á þinginu í Victoria 2006 og Stefán J.
Stefánson, fyrrverandi fógeti á Gimli í Mani-
toba, á þinginu í Winnipeg í fyrra.
Íslendingafélagið á Gimli hefur notið krafta
Dillu Narfason í aldarfjórðung og gegnir hún
nú stöðu fyrrverandi formanns. Hún var fjall-
kona Íslendingadagsnefndar 1994, sat í bæj-
arstjórn í níu ár og er heiðursfélagi Þjóðrækn-
isfélagsins.
Áður en Larry Johnson afhenti Dillu við-
urkenninguna gat hann þess að hún sæi ávallt
til þess að allir tækju þátt í að viðhalda íslensku
arfleifðinni, án hennar kæmi félagið á Gimli
ekki eins miklu í verk og án hennar væri ekki
eins mikið í Gimli spunnið.
Susan og Andrew Anderson, Linda og Lorne
Bjarnason og Mavis Marteinson voru útnefnd
heiðursfélagar INL.
Dilla Narfason
á hæsta stalli
16 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
ÚR VESTURHEIMI
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
ÞAÐ verður mikil knattspyrnuhátíð á öðr-
um í hvítasunnu í knattspyrnubænum Akra-
nesi en kallaðar hafa verið saman allar
helstu kempur Skagaliðsins í karla- og
kvennaflokki. Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, verður viðstaddur hátíðina þar
sem að rúmlega 150 knattspyrnumenn og
-konur munu taka þátt í kynslóðaleik í
knattspyrnu.
Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi
Akraneskaupstaðar, segir að tilgangurinn
með þessari hátíð sé margþættur. „Þessi
hugmynd varð til fyrir um þremur árum en
það hefur ekki gefist tími til þess að fram-
kvæma hana fyrr en nú. Í fyrstu ætluðum
við að halda slíka hátíð á 60 ára afmæli
Íþróttabandalags Akraness árið 2006 en það
er bara tilviljun að þessi hátíð fer fram á
þessum degi árið 2008,“ segir Tómas en
samkvæmt heimildum þess sem þetta skrif-
ar þá á Tómas þessa hugmynd með húð og
hári.
„Þeir sem lifa og hrærast í þessari knatt-
spyrnumenningu sem ríkir á hér á Akranesi
upplifa þessa sögu og hefð með öðrum hætti
en ég sem kem inn í þetta bæjarfélag fyrir
nokkrum árum. Ég veit ekki hvort þetta er
hógværðin í Skagamönnum sem hefur gert
að verkum að menn eru ekki vanir því að
halda slíkar hátíðir. Ef litið er yfir sögu ÍA
í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki þá er
ótrúlegt hvað þetta litla samfélag hefur náð
langt. Kannski finnst þeim sem búið hafa á
Akranesi lengi ekki ástæða til þess að rifja
upp söguna og gleðjast yfir glæsilegri sögu
félagsins. Mér fannst þetta tilvalið tækifæri
til þess að brúa kynslóðarbilið með slíkum
hætti.“
Hefðin til staðar
Tómas segir að það sé markmiðið með
hátíðinni sé að styrkja í sessi þá ríku knatt-
spyrnuhefð sem er á Akranesi og undir-
strika hversu samofin hún er menningu og
mannlífi bæjarfélagsins. „Það eru margir
leikmenn sem hafa komið við sögu hjá ÍA í
gegnum tíðina en tekin var sú ákvörðun að
kalla saman rúmlega 150 leikmenn sem
munu klæðast sérstökum ÍA búningi sem
þeir fá að gjöf. Hátíðarbúningurinn er að
sjálfsögðu svartur og hvítur. Það eru marg-
ir leikmenn sem hafa ekki farið í ÍA-
búninginn í langan tíma og það verður sér-
stakt að sjá þessa leikmenn koma saman á
þessum degi. Ekki má gleyma að þessi há-
tíð er ekki síður hugsuð fyrir stuðnings-
menn liðsins sem hafa margir hverjir staðið
við hliðarlínuna í áratugi.“
Tómas segir að það sé mikill heiður fyrir
þá sem að hátíðinni standa að fá hr. Ólaf
Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á hátíð-
ina. „Hátíðin hefst kl. 15 á öðrum degi
hvítasunnu og munu hátíðargestir ganga frá
íþróttahúsinu við Jaðarsbakka og út í Akra-
neshöllina. Þar mun Ólafur Ragnar heilsa
upp á leikmenn og þekkt stuðningslög úr
sögu ÍA verða leikin. Ég veit ekki hvort
Ólafur Ragnar er stuðningsmaður ÍA-liðsins
en ég geri ráð fyrir að hann hafi fylgst með
árangri liðsins í gegnum tíðina.“
Mjög margir aðilar koma að undirbúningi
hátíðarinnar og segir Tómas að vel hafi
gengið að fá fólk til starfa. „Hróður ÍA hef-
ur borist víða og nýverið var sýnt mynd-
band á heimasíðu UEFA þar sem sér-
staklega var fjallað um litla knatt-
spyrnubæinn á Íslandi sem hefur alið af sér
ótrúlega marga góða knattspyrnumenn. Það
eru ekki aðeins leikmenn og þjálfarar sem
hafa komið liðinu á kortið. Þeir aðilar sem
hafa starfað í sjálfboðavinnu fyrir félagið í
gegnum súrt og sætt í gegnum tíðina við
ýmis störf eiga einnig stóran þátt í sögu
félagsins,“ sagði Tómas Guðmundsson.
Kynslóðaleikurinn verður ekki eini
kappleikurinn sem fer fram á Akranesi um
hvítasunnuhelgina. Fyrsta umferð
Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu
hefst laugardaginn 10. maí og fá Skaga-
menn lið Breiðabliks í heimsókn í fyrsta
leiknum.
Kynslóðaleikur í knattspyrnubænum
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Efnilegar Þessar hressu Skagastelpur verða kannski þátttakendur í kynslóðaleik á Akranesi eftir nokkur ár í knattspyrnubænum.
Ástæða til þess að rifja
upp söguna og gleðjast