Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.05.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 23                          ingargrein frá þýskum vini pabba sem hófst á þessum orðum á ensku. Að vísu hafði hún verið skrifuð af mikilli geðshræringu og margt þar sem ekki stóðst samkvæmt minni þekkingu á enskri tungu eða innsýn í almennt velsæmi. Einhvern veginn þykir mér fráfall Jóns tengdapabba og pabba vera undarlega líkt, sami mánuður, sama orsök og kannski sömu „örlög“. Þó þegar ég hugsa til baka þá voru Jón og pabbi eins og svart og hvítt, hvunndags var Jón klæddur í verka- mannaföt og pabbi í sínum skrif- stofulörfum. En á jólunum þegar við buðum þeim í mat þá var eins og Bogart og Leppalúði væru í heim- sókn. Jón í hlutverki Rick Blaine úr Casablanka gljáandi einsog túskild- ingur, en pabbi eins og faðir jóla- sveinanna. En líkt og synir Leppalúða kom Jón oft til okkar færandi gjafir sem hann hafði fengið eftir túra og kenndi þar marga grasa. Helst minnist ég allra tölvuhlutana sem hann kom með vegna tölvuáhuga míns, held ég gæti stofnað lítið tölvufyrirtæki eftir allar þær sendingar. En ekki var hægt að leggja á allar sendingar Jóns veraldlegan mælikvarða. Eins og öll þau skipti sem hann fór með strák- ana mína í sund og sunnudagsbíltúra. Fyrir utan hreinleikann af sundferð- unum held ég að þeir strákar hafi fengið mest úr samvistum við afa sinn og frænda og búi að því út lífið. Þó svo að ég hafi tíundað hér um hvað pabbar mínir voru ólíkir þá áttu þeir eitt sameiginlegt, að öllum þótti vænt um þá. Jón hafði nokkrum sinn- um haft á orði, þegar honum þótti ég eitthvað utanveltu í fjölskyldumál- um, að honum þætti vænt um mig. Veit ekki hvort það er orðið of seint að segja það núna að mér þótti vænt um þig líka. Þinn tengdasonur Brjánn Fransson.  Fleiri minningargreinar um Jón Albert Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hjalti Þór-arinsson fæddist að Hjaltabakka, Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatns- sýslu 23. mars 1920. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 23. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þór- arinn Jónsson, f. 1870, d. 1944, al- þingismaður, hrepp- stjóri og bóndi á Hjaltabakka, og Sigríður Þorvalds- dóttir, f. 1875, d. 1944, húsfreyja á Hjaltabakka. Hjalti var yngstur af 11 systk- inum, eitt systkini hans dó í æsku, Ingibjörg, 2 ára. Systkini hans í aldursröð voru: a) Þorvaldur, f. 1899, d. 1981, b) Ingibjörg Jóninna, f. 1903, d. 1994, c) Aðalheiður, f. 1905, d. 1999, d) Brynhildur, f. 1905, d. 1994, e) Skafti, f. 1908, d. 1936, f) Sigríður, f. 1910, d. 1956, g) Jón, f. 1911, d. 1999, h) Hermann, f. 1913, d. 1965, i) Magnús, f. 1915, sá eini af systkinunum sem er á lífi, j) Þóra, f. 1916, d. 1947. Hinn 22. október árið 1946 kvæntist Hjalti Ölmu Önnu Þór- arinsson, (fædd) Thorarensen, Ak- ureyri, f. 12.8.1922, svæfing- arlæknir á Landakoti, síðan yfirlæknir Krabbameinsleit- arstöðvarinnar og síðast sérfræð- ingur í geðlækningum við Land- spítalann. Foreldrar hennar voru Oddur Carl Thorarensen, lyfsali á Akureyri, f. 1894, d. 1964, og Gunn- laug Júlíusdóttir Thorarensen frá Hvassafelli í Eyjafirði, f. 1901, d. 1987. Börn Hjalta og Ölmu eru: 1) Þórarinn, f. 1947, verkfræðingur og MBA, maki Halla Halldórs- dóttir, f. 1948, eiga þau 2 börn a) Hjalti, f. 1975, kvæntur Ernu Mar- gréti Geirsdóttur, f. 1975, og eiga þau 2 börn, b) Freyja Vilborg, f. hús í Madison. Hjalti kom heim til Íslands 1954 og tók að sér sérfræð- ingsstöðu og síðar stöðu sem yf- irlæknir handlækningadeildar Landspítalans. Hjalti var frum- kvöðull á sviði brjósthols- skurðlækninga og einnig varðandi meðferð á berklum. Hjalti var bæði kennari og í skólastjórn Hjúkr- unarskóla Íslands og trún- aðarlæknir Þjóðleikshússins í mörg ár. Hjalti var skipaður prófessor við læknadeild Háskóla Íslands árið 1973 og gegndi þeirri stöðu til 1990. Hjalti og Alma bjuggu í Reykjavík alla tíð eftir að þau luku sérnámi, fyrst á Leifsgötu, síðan í Hamrahlíð og síðustu 35 árin að Laugarásvegi 36. Hjalti hafði mik- inn áhuga á ljóðagerð, Íslend- ingasögum og varðveislu íslenskr- ar tungu. Hann var einnig ötull í félagsmálum þrátt fyrir miklar annir. Hann var meðlimur í Lions- klúbbnum Ægi og starfaði ötullega með honum, og er hann Melvin Jon- es ævifélagi. Hjalti hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist ætíð vel með þeim. Hann stundaði m.a. golf, bridge og skák. Einnig stund- aði hann mikið laxveiðar ásamt fjölskyldu og vinum, aðallega í Laxá á Ásum sem tilheyrir að hluta til jörðinni þeirra, Hjaltabakka í Húnavatnssýslu. Hjalti fór margar námsferðir ut- anog var Alma eiginkona hans yf- irleitt með í för. Þau sameinuðu gjarnan vinnu og skemmtun í þess- um ferðum sínum og eignuðust marga vini á ýmsum stöðum í heim- inum. Hjalti var mjög hagmæltur og gaf út tvær bækur. Önnur heitir „Hraðskeytlur og fréttaljóð,“ gefin út 1997. Seinni bókin heitir „Glefs- ur – minningabrot úr ævi og starfi læknis“, gefin út 2006. Einnig skrif- aði Hjalti kafla um föður sinn í bók- ina „Faðir minn bóndinn“. Alma Anna, eiginkona Hjalta, lifir mann sinn og dvelur hún á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Hjalti verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 5. maí, og hefst athöfnin kl. 15. 1980, sambýlismaður Magnús Halldórsson, f. 1980, eiga þau eitt barn. 2) Oddur Carl Gunnlaugur, f. 1949, tæknifræðingur, maki Ingibjörg Hall- dóra Jakobsdóttir, f. 1952, þau eiga 3 börn a) Alma Anna, f. 1972, gift Kristni Þorkels- syni og eiga þau þrjá syni, b) Ari Hermann, f. 1975, maki Ragn- heiður Þorvalds- dóttir, f. 1980, og eiga þau tvo syni, c) Brynhildur Ingi- björg, f. 1980, sambýlismaður Jak- ob Lárusson, f. 1977, eiga þau eina dóttur. 3) Sigríður, f. 1951, lífeinda- fræðingur og BFA, gift Þóri Ragn- arssyni, f. 1952, eiga þau 3 syni a) Hjalti Már, f. 1974, kvæntur Höllu Björgu Lárusdóttur og eiga þau 3 börn, b) Arnar, f. 1979, maki Jó- hanna Sigurðardóttir og á hann tvo syni, c) Ragnar, f. 1988. 4) Hrólfur, f. 1953, viðskiptafræðingur og 5) Gunnlaug, f. 1954, lífeindafræð- ingur og MSc í heilbrigðisvísindum, sonur a) Hjalti Kristinsson, f. 1982, unnusta Eva María Pálsdóttir, f. 1983. Hjalti lauk stúdentprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1941 og fór síðan um haustið í lækn- isfræði við Háskóla Íslands og lauk lokaprófi þaðan 1948 með hæstu einkunn. Lauk hann kandidats- árinu sínu sem héraðslæknir í Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri og Selfossi og Landspítalanum og öðl- aðist almennt lækningaleyfi á Ís- landi 1950. Héldu þau hjónin, Hjalti og Alma, árið 1952 til Universal Hospital, Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Hjalti stundaði þar sérfræðinám í brjósthols- skurðlækningum. Einnig starfaði hann við vísindarannsóknir í svæf- ingum, handlæknis- og brjósthols- aðgerðum við sama háskólasjúkra- Fyrstu kynni mín af Hjalta tengdaföður mínum voru í gegnum síma. Það var árið 1973 er hann hringdi á deildina „sína“ um mið- nætti til að fá fréttir af sjúklingi sem hann hafði gert aðgerð á. Ég var á vaktinni og gaf honum þær upplýsingar sem hann bað um. Þetta var lýsandi dæmi um það hvernig tengdafaðir minn sinnti læknisstarfinu, hann fór ekki að sofa fyrr en hann var búinn að fullvissa sig um hvernig sjúkling- arnir hans hefðu það. Við Hjalti höfðum ekki hist á þessum tíma en ég var nýbúin að kynnast Þórarni elsta syni hans sem er eiginmaður minn í dag. Hvort Hjalti vissi um samskipti okkar þá, veit ég ekki, en hann heilsaði mér mjög kumpánlega þegar ég hitti hann nokkrum dög- um síðar. Fyrir utan það að vera frábær læknir og mikill frumkvöðull í sínu starfi var Hjalti listamaður á mörgum sviðum. Hann samdi mik- ið af vísum og tók þá oft fyrir fréttaefni sem var efst á baugi á hverjum tíma. Alma tengdamóðir mín sagði eitt sinn við mig að það „lægi við að Hjalti jafnvel klæmdist í vísunum þegar sá gállinn væri á honum, eins og hann væri yfirleitt orðvar maður“. Oft var mjög mikið að gera hjá tengdaföður mínum og lítill tími til að spjalla. Mér er minnisstætt þegar ég byrjaði afskipti mín af stjórnmálum að hann hafði ákveðnar skoðanir á málefnum, einkum landsmálunum, og æði oft vorum við sammála. Honum fannst við eiginlega búa uppi í sveit, að vera búsett í Kópa- vogi. Eitt sinn er hann kom í heimsókn til okkar fyrir allmörg- um árum hafði hann orð á því að bæjarfélagið okkar væri að verða borg og bætti við: „Þeir mega passa sig í Reykjavík ef þið haldið svona áfram“. Hjalti fylgdist vel með öllu og hlustaði á fréttir þar til undin lokin. Eftir að hann sett- ist í helgan stein horfði hann mikið á íþróttaþætti, einkum golfþætti. Það var mikill heiður fyrir okk- ur hjónin er við létum skíra son okkar á 55 ára afmælisdegi Hjalta heima hjá þeim á Laugarásvegi. Á þessum tíma hafði Hjalti þurft að fara í aðgerð nokkrum dögum áður en „fékk bæjarleyfi“ eins og hann orðaði það því hann vildi ekki missa af skírn alnafna síns. Mér er það minnisstætt hversu ánægjulegt það var að fá Hjalta og Ölmu í heimsókn til okkar hjónanna, þegar Þórarinn stundaði nám í Danmörku. Þau dvöldu hjá okkur í nokkra daga. Þeim fannst það ekkert tiltökumál að gista hjá okkur í 36 fermetra íbúðinni okkar í Lyngby. Eftir að Hjalti og Alma fluttu í Sóltún hafa börnin þeirra verið dugleg að hafa þau hjá sér um jól- in. Oft höfum við sjálf verið er- lendis um jólin. Þess vegna var sérstaklega dýrmætt fyrir okkur að fá þau í heimsókn til okkar í Austurgerðið um jólin 2006. Þetta var dýrmæt stund fyrir okkur öll þótt veikindi þeirra væru farin að segja til sín. Ég þakka elskulegum tengda- föður mínum fyrir samfylgdina og bið guð að blessa hann. Guð verndi Ölmu tengdamóður mína og henn- ar afkomendur. „Í rauninni eru það tengslin við fólk sem gefa lífinu gildi“ (Wilhelm von Humboldt). Þín tengdadóttir Halla. Það er erfitt að kveðja. En ég er þakklátur að hafa fengið að þekkja afa Hjalta. Ég er feginn því að við náðum að verja talsverðum tíma saman um nýliðna páska á meðan ég og fjölskylda mín vorum á Ís- landi. Ég er þakklátur að hafa fengið að þakka fyrir mig og kveðja. Það er óhætt að segja að afi Hjalti stóð sína plikt. Afrekin inn- an læknisfræðinnar, í félagsmálum og ýmsum áhugamálum voru gríð- armörg og aðdáunarverð. En sú mynd sem eftir situr hjá mér er þessi; Ég, 10 ára strákpolli að draga kylfurnar hans afa um Korpúlfsstaðavöll a laugardags- morgni. Fullur aðdáunar á hæfn- inni og að skemmta mér konung- lega. Það voru einfaldlega góðar stundir. Þar lærði ég ýmsar lexíur um golfið sem reynslan hefur sýnt mér að eiga ágætlega við um lífið sjálft. Það er betra að slá beint en langt. Leikurinn snýst um hversu mörg högg maður notar en ekki hversu glæsilegir tilburðirnir eru. Og svo var brosað og gengið eftir brautinni saman, sáttir og glaðir. Afi verður mér alltaf fyrirmynd og hvatning í öllu sem ég tekst á við. Hans verður sárt saknað. Hjalti Már. Þeim fækkar óðum Ægisfélög- unum, sem létu að sér kveða á blómaskeiði klúbbsins á seinni hluta síðustu aldar. Hjalti Þórar- insson, fyrrverandi yfirlæknir og prófessor, var einn þessara manna, sem nú er látinn í hárri elli. Hjalti gerðist félagi í Ægi í nóv- ember árið 1960 og formaður klúbbsins var hann starfsárið 1965-1966, þegar byggt var við Sólheimahúsið og hann flutti vígsluræðuna á hátíðarsamkomu 7. maí 1966. Hann var einlægur Lionsmaður og sótti fundi klúbbsins samvisku- samlega alla tíð. Hjalti Þórarinsson var löngum með í ráðum fyrir Lionshreyf- inguna, varðandi fé vegna sölu á rauðri fjöður. Árið 1983 var Hjalti formaður nefndar Fjölumdæmis- ins, sem gera átti tillögu um ráð- stöfun söfnunarfjárins. Í ítarlegri greinargerð hans segir svo. „Gam- alt kóbalttæki á Landspítalanum til lækninga á illkynja sjúkdómum er enn í notkun, en úrelt, og 20 ár- um á eftir tímanum. Ég mæli með kaupum á línuhraðli, sem er geislalækningartæki, sem beitir geislum til meðferðar á illkynja æxlum, en 6-700 sjúklingar á Ís- landi greinast ár hvert með ill- kynja sjúkdóma. Brýn þörf er því fyrir slíkt tæki.“ Flutti Hjalti er- indi um verkefnið í fjölda Lions- klúbba auk þess sem hann kom fram í sérstökum sjónvarpsþætti. Árangur þessarar kynningar varð sá, að fjáröflunin gekk feikna- vel. Línuhraðallinn var keyptur og komið fyrir í K-álmu Landspítal- ans, þar sem hann var afhentur af umdæmisstjóra við hátíðlegt tæki- færi að viðstöddum alþjóðaforseta Lions. Í tilefni af afmæli Ægis kom ný- lega út bókin „Fimmtíu ára starfs- saga í máli og myndum.“ Sá sem þessar línur ritar kom að máli við Hjalta og spurði hann hvort hann ætti ekki í fórum sín- um eitthvert efni í bókina. Tók hann vel í það og sendi mér ým- islegt efni, sem sjá má í bókinni. Af þessu efni vil ég sérstaklega nefna ritgerðina „Minni kvenna“ sem er einstök fyrir snilldar efn- istöku. Hjalti var oft í embætti siða- meistara klúbbsins og þar sem hann var gæddur næmu skopskyni og þar að auki hagmæltur vel fór hann oft á kostum í þessu embætti og oft fengu félagar hans að kenna á græskulausi gamni hans og hnyttni. Klúbburinn sæmdi Hjalta heið- ursnafnbótinni „Melvin Jones-fé- lagi“ 23. apríl árið 1993. Mætur Lionsfélagi er genginn. Hann átti flesta þá lífsþætti sem prýða góðan mann. Við Ægisfélagar söknum góðs félaga og þökkum farsælt Lionssamstarf. Eiginkonunni Ölmu, börnunum og öðrum ástvinum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Æg- is, Þórhallur Arason. Hjalti Þórarinsson  Fleiri minningargreinar um Hjalta Þórarinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. fylgjast með því hvað hann gat sporðrennt mörgum pulsum, jafn grannur og hann var. Ég var sólgin í súkkulaðiköku með hvítu kremi sem mamma hans bakaði. Elli var snemma duglegur að bjarga sér og kom sér alls staðar vel, fór að selja dagblöð og seldi mest allra. Einn samstarfsmanna Ella á Fossunum sagði hann besta bryta sem hann hefði siglt með. „Ég borð- aði aldrei milli mála, maturinn var svo góður hjá honum og hann bjó til bestu fiskibollur sem ég hef bragðað. Einu sinni sá ég hann með grálúðu og spurði hvort hann ætlaði að láta okkur borða þetta. Já, sagði Elli, bíddu bara rólegur. Það varð allur matur góður hjá Ella bryta. Elli missti pabba sinn og síðan elsta bróður sinn. Eftir voru þeir tveir bræður Elli og Georg eða Golli. Samband þeirra við móður sína var einstakt. Þeir voru henni ákaflega góðir og hugsuðu vel um hana ásamt eiginkonum sínum. Söster sagðist einu sinni hafa spurt Ella af hverju hann væri svona góður við sig. Hann svaraði: „Af því að þú varst svo góð við mig þegar ég var lítill.“ „Og mér sem finnst ég alltaf hafa verið að skamma hann í gamla daga,“ sagði hún. Sterkir eiginleikar í fari Ella voru jákvæði og bjartsýni. Það hjálpaði honum mikið í veikindum hans sem hann tók af karlmennsku og hug- prýði eins og verkefni til að vinna að, með Stínu sína sér við hlið og Golla bróður alltaf nálægan. Hann bar mikið traust til lækna sinna og hjúkrunarfólks og var þeim þakklát- ur. Ég kveð Ella með þakklæti og trega. Stínu, Golla, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum vottum við systkinin, Elín, Guðrún, Hans og Júlíus Agnarsbörn úr Skólastræti 1, innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Elín Agnarsdóttir (Ella.)  Fleiri minningargreinar um Er- lend Hauksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.