Morgunblaðið - 05.05.2008, Page 24
24 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Ingi-marsdóttir var
fædd í Reykjavík 1.
október 1923. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
í Fossvogi aðfara-
nótt 28. apríl síðast-
liðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Ingimar
Hallgrímur Jóhann-
esson skólastjóri, f.
13.11. 1891 að
Meira-Garði í Dýra-
firði, d. 2.4. 1982,
og Sólveig Eugenia Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f. 26.2. 1893 að
Stóru-Háeyri á Eyrabakka, d.
25.1. 1971. Ingimar átti ættir að
rekja til Vestur-Barðastrand-
arsýslu og í Önundarfjörð og Sól-
veig til Eyrarbakka og Vestur-
Skaftafellsýslu.
Systkini Sigríðar eru: Sólveig, f.
1925, búsett í Reykjavík, maki
Kristinn Gunnarsson. Guðmundur,
f. 1927, búsettur í Birtingaholti í
Hrunamannahreppi, maki Ásthild-
ur Sigurðardóttir. Ásgerður, f.
1929, búsett í Reykjavík, maki Vic-
tor Ágústsson.
Sigríður giftist Vilhjálmi Árna-
syni hæstaréttarlögmanni 21.6.
1946.
Vilhjálmur var frá Hánefs-
stöðum í Seyðisfirði, f. á Skálanesi
15.9. 1917, d. 8.3. 2006. Foreldrar
hans voru Árni Vilhjálmsson
(1893-1973) frá Hánefsstöðum og
Guðrún Þorvarðardóttir (1891-
1957) úr Keflavík. Sigríður og Vil-
hjálmur bjuggu lengst af í Njörva-
sundi 2 í Reykjavík.
Börn Vilhjálms og Sigríðar eru :
1) Sólveig, f. 10.3. 1947, d. 26.7.
1995, vistmaður að Skálatúni.
2) Guðrún, f. 31.5. 1949, verk-
efnastjóri dvalarheimilinu Grund.
Maki: Pétur Björnsson, f. 1949, að-
alræðismaður Ítalíu. Börn: a)
Marta Sigríður, f. 1983, sambýlis-
maður Guðmundur Thoroddsen.
b) Valgerður, f. 1985 og c) Svava,
Ungmennafélags Reykjavíkur á
námsárunum.
Auk húsmóðurstarfa var hún
ritstjóri kvennablaðsins Feminu
1946 til 1948, í stjórn Kvenstúd-
entafélags Íslands 1950 til 1960.
Hún starfaði sem dönsku- og
enskukennari við Samvinnuskól-
ann. Hún var stofnfélagi í Styrkt-
arfélagi vangefinna og var ritari
stjórnar frá stofnun félagsins 1958
til 1975. Hún var í stjórn Ör-
yrkjabandalags Íslands frá 1961
til 1986, í stjórn dagheimilisins
Lyngáss 1961-1971 og stjórn-
arformaður þjálfunarheimilisins
Bjarkaráss 1971-1981. Hún var
stjórnarformaður Þroskaþjálfa-
skólans 1971-1976. Hún var í
stjórn Nordisk Forbund Psykisk
Udviklingshæmning (NFPU) 1963-
1983 og fulltrúi Öryrkjabandalags
Íslands hjá Alþjóða-endurhæfing-
arsamtökunum (Rehabilitation
International) 1978-1988. Hún var
í undirbúningsnefnd og fram-
kvæmdastjóri Árs fatlaðra 1980-
1981. Hún var í stjórn og vara-
stjórn Bandalags kvenna í Reykja-
vík 1971-1981 og varaforseti
Kvenfélagasambands Íslands
1987-1991. Hún var í ritnefnd
tímaritsins Húsfreyjunnar 1977 til
1991 og ritstjóri 1981-1989.
Sigríður hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu 1971 og
var heiðursfélagi í Kvenfélaga-
sambandi Íslands og í Styrkt-
arfélagi vangefinna og hlaut einn-
ig heiðursmerki
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Sigríður var vel ritfær og hag-
yrðingur góður og orti og þýddi
m.a. fyrir barnatíma ríkisútvarps-
ins á 6. og 7. áratugnum og urðu
nokkrir texta hennar kunnir eins
og „Við litum og við litum“ og
„Dýrin úti í Afríku“. Hún var vel
lesin og unni kveðskap, innlendum
sem erlendum.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13. Jarðsett verður í
Lágafellskirkjugarði í Mosfellsbæ.
f. 1986, sambýlis-
maður Ísak Jarl Þór-
arinsson, þeirra son-
ur er Vilhjálmur Jón,
f. 2008.
3) Árni f. 4.11.
1952, lögmaður hjá
LOGOS. Maki:Vigdís
Einarsdóttir, f. 1953,
d. 2006, líffræðingur.
Börn: a) Hulda, f.
1974, maki Atli Björn
Þorbjörnsson, þeirra
dætur: Þórdís Huld, f.
2001, og Vigdís
Helga, f. 2005. b) Sól-
veig, f. 1981, sambýlismaður
Tryggvi Hákonarson. 4) Stúlka,
fædd andvana 17. september 1955.
5) Guðbjörg, f. 14.12. 1956, lekt-
or í náms- og starfsráðgjöf við Há-
skóla Íslands. Maki: Torfi H. Tul-
inius, f. 1958, prófessor í frönsku
og miðaldabókmenntum við Há-
skóla Íslands. Börn: a) Kári, f.
1981, b) Sigríður, f. 1986. 6) Ar-
inbjörn, f. 14.2.1963, arkitekt,
skipulagsstjóri Garðabæjar. Maki:
Margrét Þorsteinsdóttir, f. 1965,
fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit
Íslands og fiðlukennari. Börn: a)
Arna, f. 1986, barnsmóðir María
Kristjánsdóttir b) Þorsteinn f.
1992. c) Steinunn f. 1994.
7) Þórhallur, f. 14.2. 1963, mark-
aðs- og kynningarstjóri Portus hf.,
Tónlistar- og ráðstefnuhússins í
Reykjavík. Maki: Glenn Barkan, f.
í New York 1968, teiknari og graf-
ískur hönnuður.
Sigríður ólst upp á Eyrarbakka
til 6 ára aldurs en fluttist að Flúð-
um í Hrunamannahreppi 1928 þar
sem faðir hennar gegndi starfi
skólastjóra barnaskólans til ársins
1938 er fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur.
Sigríður lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 17.
júní 1944 og tók próf í forspjalls-
vísindum frá HÍ 1945. Hún var í
ritnefnd Skólablaðs MR, í stjórn
Framtíðarinnar, í stjórn Góð-
templarastúkunnar Sóleyjar og
Sigríður tengdamóðir mín tók mér
undir eins vel í fyrsta skiptið sem ég
hitti hana fyrir ekki svo mörgum ár-
um með tilgerðarlausri hlýju. Kímni-
gáfa hennar og andríki gerði það að
verkum að það var auðvelt að ná
sambandi við hana. Hún hafði ein-
staklega afslappaða nærveru og sem
betur fer fyrir mig sem græningja í
nýju landi talaði hún fullkomna
ensku. Hún hvatti mig samt alltaf til
þess að læra málið í mínu nýja landi.
Sigríður skilur eftir sig arf inn-
blásturs vegna baráttu sinnar fyrir
rétti þroskaheftra, reisn þeirra sem
á hallar í samfélaginu, ljóð sín og
söngtexta en fyrst og fremst fyrir
þann manndóm sem hún skilur eftir í
börnum sínum og barnabörnum sem
hvert af öðru eru einstakar mann-
eskjur sem ég hef verið svo heppinn
að kynnast. Styrkur hennar, viska,
kímni og sköpunargáfa hennar renn-
ur í æðum þeirra.
Ég er þakklátur fyrir að fá að
kynnast Sigríði og fylgja henni síð-
ustu árin á langri ævi og ég er svo
glaður yfir því að foreldrar mínir
fengu að hitta hana og Vilhjálm fyrir
nokkrum árum er þau voru í heim-
sókn.
Foreldrar mínir, Paul og Lorraine
Barkan svo og systkini mín senda
tengdafjölskyldu minni samúðar-
kveðjur sínar frá New York, borg
sem ég veit að Sigríður og Vilhjálm-
ur unnu alveg síðan þau byrjuðu að
koma þangað snemma á sjötta ára-
tug síðustu aldar.
Bless, momma,
Glenn Barkan.
Elsku Sigga mágkona hefur kvatt
þetta jarðlíf. Enn einu sinni gerðu
örlögin ekki boð á undan sér. Við
kynntumst sumarið 1944 þegar Vil-
hjálmur elsti bróðir minn kom aust-
ur á Seyðisfjörð með unnustu sína og
nýbakaðan lýðveldisstúdent, Sigríði
Ingimarsdóttur. Ég var eina stelpan
í fjölskyldunni og fannst strax eins
og ég hefði eignast stóra systur.
Þetta sumar var stórkostlegt, sólríkt
og bjartsýnt og tíminn hefur engu
breytt um það nema síður sé. Ekki
skemmdi fyrir að við Sigga áttum
sama afmælisdaginn, 1. október
enda höfum við margoft fagnað hon-
um saman. Við vorum farnar að
skipuleggja stórafmæli okkar
beggja í haust, skemmtum okkur vel
og hlógum mikið að ýmsu sem okkur
datt í hug varðandi veisluhaldið.
Sigga mágkona hefur verið stór-
vinkona mín allar götur í 64 ár og það
hefur aldrei fallið skuggi á vináttu
okkar. Það mætti tala lengi um
mannkosti og hæfileika Siggu sem
voru svo ríkulegir, en ég læt mér
nægja að þakka henni allt það gamla
og góða. Það er svo ótal margt sem
leitar á hugann þessa dagana og ljúf-
sárt að rifja upp liðna tíð.
Sigríðar Ingimarsdóttur er sárt
saknað af fjölskyldu, stórfjölskyldu
og stórum vinahópi sem syrgir sann-
kallaða sómakonu. Ég geymi minn-
ingu hennar innst í hjarta mér.
Margrét Árnadóttir.
Þegar ég var tíu ára og sem oftar í
pössun hjá ömmu eftir að skóla lauk,
bað hún mig um að skrifa aldrei um
sig minningargrein sem byrjaði:
„Það var svo gott að koma heim til
ömmu og fá hjá henni grjónagraut.“
Hún átti til að vera ákaflega fyndin
og var húmor hennar oft svartur.
Einu sinni í sumarbústaðarferð
sagði hún við mig: „Ef ég hefði verið
lifandi fyrir hundrað árum, þá hefðu
allir kallað mig ellikellinguna enda-
lausu.“ Það var ekki fyrr en ein-
hverjum árum seinna sem ég fór að
skilja hvað þessar athugasemdir
hennar voru fyndnar.
Amma var ein af mínum helstu
uppalendum og hafði sérstaklega
gaman af því að segja mér sögur,
bæði sannar og skáldaðar. Hún hélt
að mér klassískum bókum, gaf mér
til dæmis Þúsund og eina nótt í jóla-
gjöf, eitt bindi á ári. Einn eftirmið-
daginn eftir skóla hjálpaði hún mér
að semja fyrstu tvö ljóðin sem ég
skrifaði, í tilefni af einhverri sam-
keppni, eitt um lóm, hitt um hest.
Þetta voru mín fyrstu kynni af því að
nota penna til einhvers annars en að
klára heimavinnuna.
Ást hennar og þekking á bók-
menntum var mikil. Þegar ég var
smákrakki sagði hún mér sögur sem
hún hafði samið. Þær sem ég man
best voru um þrjá dverga sem hétu
Ljúfur, Stúfur og Stóri. Eftir því
sem ég eltist fórum við meir og meir
að tala um sögur í staðinn fyrir að
segja þær, spjölluðum til dæmis allt-
af saman um nýjustu jólabækurnar.
Seinasta skiptið sem ég hitti ömmu
mína sat ég hjá henni í tvo tíma og
við ræddum um Jónas Hallgrímsson.
Sömu vikuna og amma dó var ég
að ljúka við að setja saman handrit
að skáldsögu. Seinasta árið hafði
sjón hennar hrakað mikið, en það
skipti mig máli að hún læsi bókina.
Ég hugsaði mikið um það hvernig ég
ætti að koma sögunni til hennar. Ég
hafði ákveðið að best væri að ég læsi
textann inn á segulband og svo gæti
hún hlustað. Satt að segja kveið ég
dálítið fyrir því að lesa alla söguna
upphátt, en nú sakna ég þess að hafa
ekki lengur ástæðu til að gera það.
Kári Tulinius.
Ljósmynd af Siggu umkringdri
fimm litlum frænkum. Það er afmæli
og verið að gæða sér á kökum. Þó
beinist athygli telpnanna öðru frem-
ur að ömmu sem er að segja þeim
sögu. Tengdamamma kunni listina
að fanga barnshjartað með frjóu
ímyndunarafli sínu og djúpri, hlýrri
rödd sem seiddi hugann inn í æv-
intýraheimana sem hún töfraði fram.
Hún hafði unun af skáldskap, var
sjálf hög á íslenskt mál, og eftir hana
liggja ókjörin öll af vísum og kvæð-
um, m.a. textar við sönglög sem enn
heyrast í útvarpinu og fjalla um „Jól
norður við pól“ eða „Dýrin út í Afr-
íku, og apana og fleira“. Og rétt fyrir
andlátið orti hún fyrir yngsta barna-
barnið, Steinunni sem fermdist á
sumardaginn fyrsta, yndislega vísu
sem tjáir undurvel þá ríku væntum-
þykju sem hún og „afi hinum megin“
báru til alls síns fólks.
Sigríður gekk menntaveginn, sem
enn var sjaldgæft fyrir konur af
hennar kynslóð, og varð stúdent árið
sem lýðveldið var stofnað. Stuttu síð-
ar giftist hún Vilhjálmi og börnin
komu hvert af öðru, sjö alls, sex sem
lifðu. Hún bjó þeim gott og ástríkt
heimili. Minnast börnin sagnanna og
söngvanna en ekki síður hvað móður
þeirra var lagið að skapa þeim
skemmtilegar stundir bæði í hvers-
deginum og á hátíðum. Hjartfólgn-
ust voru henni jólin og sumardag-
urinn fyrsti.
Börn og heimili tóku tíma en Sigga
gaf einnig mikið til samfélagsins,
einkum í baráttunni fyrir mannrétt-
indum fatlaðra. Sólveig, elsta barnið,
var með Downs-heilkenni og sam-
félagið illa í stakk búið til að hlúa að
henni. Viðbrögð Siggu og Villa var
að breyta þessu ófullnægjandi
ástandi. Drjúgur hluti af ævi Sigríð-
ar var helgaður því málefni og voru
henni falin margvísleg trúnaðar-
störf. Fjölskyldan er stolt af fram-
lagi hennar, en aðeins tvær vikur eru
síðan hún flutti ávarp á fimmtíu ára
afmæli Styrktarfélags vangefinna,
nú Áss styrktarfélags. Hún var einn
af stofnendum þess, ritari fyrstu
stjórnar og lengi síðan.
Ellin var Siggu erfið vegna geð-
hvarfasýki sem herti að síðustu árin.
Þá gat lamandi þunglyndið lagst yfir
hana eins og dimmt ský. Gott var þá
að eiga Villa að og börnin, sem ávallt
voru tilbúin að styðja hana. Nú þeg-
ar hún hefur fengið lausn frá erfiðum
sjúkdómi stendur eftir æðruleysi
hennar í þjáningunum. Það er hugg-
un að veikindin plöguðu hana ekki
síðustu vikurnar og hún gat notið
sumarkomunnar og góðra stunda
með fjölskyldunni.
Litlu stelpurnar á ljósmyndinni
eru orðnar ungar konur sem hafa
mikinn styrk af ömmu sinni, eins og
barnabörnin öll. Samkennd hennar
með öðrum og umbótavilji knúðu
hana til góðra verka. Áhugi hennar á
lífinu og ást á landinu, sögu þess og
bókmenntum gerðu hana að óþrjót-
andi lind fróðleiks og skemmtunar.
Eins og allar miklar sálir bar hún
heilan heim með sér og það gerði Vil-
hjálmur raunar líka. Samspil þess-
ara tveggja heima um sex áratuga
skeið var auðugt og gæfuríkt. Nú
býr heimur Siggu og Villa í ástvinum
þeirra, dýrmætt veganesti á lífsins
leið.
Heimilis- og starfsfólki Dvalar-
heimilisins á Dalbraut flyt ég kveðju
fjölskyldu Sigríðar og þakkir fyrir
góðar samvistir og aðhlynningu.
Torfi H. Tulinius.
Amma sagði einu sinni við mig: ,,ef
minningargreinar um mig verða um
kleinur og lummur þá geng ég aft-
ur“. Ég held að amma hafi ekki þurft
að hafa áhyggjur því þótt lummurn-
ar hafi vissulega verið mjög góðar þá
var amma svo mikill og skemmtileg-
ur persónuleiki að það var ekki
bragðið af lummunum sem sat eftir.
Þegar ég var lítil skynjaði ég strax
hvað amma mín var sérstök. Hún var
algjör viskubrunnur, sagði okkur
alls konar sögur, kynnti okkur hinar
ýmsu bókmenntir, hjálpaði okkur
með íslensku og dönsku og maður
gat iðulega leitað til hennar ef maður
átti í einhverjum vandræðum með
námið. Við barnabörnin hennar vor-
um svo heppin að fá að eyða miklum
tíma með henni. Hún tók mikinn þátt
í uppeldi okkar. Hún skammaði okk-
ur rækilega ef við höguðum okkur
illa og tók ekkert mark á neinu væli.
En aftur á móti vissi maður ekkert
betra en skríða upp í til hennar og
afa og fá að kúra á milli þeirra í hol-
unni meðan amma las og þýddi í
senn ævintýri upp úr dönskum blöð-
um.
Eftir að ég varð eldri var það per-
sónuleiki hennar sem heillaði mig.
Amma leyfði bæði sínum sterku og
veiku hliðum að skína. Hún reyndi
aldrei að vera neitt annað en hún var,
stórkostleg og ófullkomin allt í senn.
Að því leyti hefur hún alltaf verið
mikil fyrirmynd. Einu sinni spurði
ég hana hvað hún gæti ráðlagt mér,
ungri manneskju sem væri að taka
sín fyrstu skref út í lífið. Eftir að
hafa hugsað sig um stutta stund
sagði hún mér að vera alltaf heið-
arleg við sjálfa mig. Þannig var
amma manneskja sem maður gat
alltaf leitað til ef maður þurfti upp-
lýsingar eða ráðleggingar og hún var
fyrirmynd fyrir þá sem fengu að
kynnast henni. Nú lifir hún jafn-
sterkt í minningunni og hún var
sterkur karakter.
Daginn áður en hún lést vorum við
fjölskyldan svo heppin að fá að vera
með henni í veislu. Ég horfði á hana
og var að virða hana fyrir mér. Hún
var svo sérstaklega falleg og glæsi-
leg þennan dag. Ég hélt að hún sæi
mig ekki því sjónin hennar var byrj-
uð að daprast en þá eins og svo oft
áður kom hún mér á óvart og brosti
svo blíðlega til mín og vinkaði mér.
Þannig hugsa ég um hana núna uppi
á himni með afa og Sollu vinkandi til
okkar.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þín nafna
Sigríður.
Sú minning sem fyrst kemur upp í
hugann, nú þegar móðuramma okk-
ar Sigríður Ingimarsdóttir er látin,
er reyndar samsett úr mörgum
minningum. Amma að segja sögur,
amma að segja okkur sömu uppá-
haldssöguna aftur og aftur, sögu sem
er okkur svo hugleikin að við spurð-
um hana um bókina sem hún var í,
,,Norsk ævintýri“ þegar við vorum
hjá henni í síðustu heimsókninni.
Það var ,,Sagan af svarta bola“ og
bókin er núna týnd. En minningin
um söguna, og ekki síst ömmu að
segja okkur söguna lifir. Þannig var
amma Sigga, óþrjótandi brunnur
fróðleiks og sagna. Það var reyndar
eins og umhverfið tæki oft á sig goð-
sögulegar víddir með ömmu. Þegar
hún fór með okkur í sund í lauginni í
Efstaleitinu (sem var jafn oft og hún
sagði okkur söguna af svarta bola)
breyttist amma í dularfulla sjávar-
veru sem bar okkur bakka á milli. Á
leiðinni í Kringluna fórum við iðu-
lega í gegnum ,,rauðhettuskóginn“
sem þurfti að fara sérstaklega var-
lega í gegnum og helst fela sig á bak
við hvert tré en hættuförin var á sig
leggjandi vegna þess að hinum meg-
in við skóginn beið manns ljúffengur
ís. Einu sinni sátum við agndofa á
meðan amma galdraði fram með
skærum og Merrild kaffipoka gyllt-
an ævintýrakastala sem lifnaði við í
sögu sem hún sagði okkur um prinsa
og prinsessur. Einn gamlársdaginn
fór svo amma með allan barnabarna-
skarann út í hraun að leita að álfum.
Þegar við vorum orðnar eldri gát-
um við leitað til ömmu fyrir íslensku-
próf og hún þuldi með okkur mál-
fræði- og stafsetningarreglur og
yfirleitt fylgdi eitt eða tvö kvæði
með.
Við erum svo ótrúlega þakklátar
fyrir að hafa fengið að kynnast
ömmu Siggu svona vel því hún var að
sönnu ótrúleg kona. Þrátt fyrir að
hún hefði oft átt erfitt síðustu árin
sökum veikinda sinna þá var nú oftar
en ekki stutt í brosið og húmorinn
hjá henni. En núna hvílir amma í
friði og við yljum okkur við ljúfar
minningarnar sem hjálpa okkur í
gegnum sorgina. Við getum ekki að
því gert, en þær eru hjúpaðar lokk-
andi kleinu- og lummuilmi.
Marta Sigríður,
Valgerður og Svava.
Sigríður Ingimarsdóttir
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði Ingimarsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Guð blessi þig.
Þín æskuvinkona,
Guðrún Jónsdóttir,
Stóra-Lambhaga.
HINSTA KVEÐJA