Morgunblaðið - 20.05.2008, Side 4
Ég er á stöðugu tónleika-ferðalagi,“ segir Logansem er staddur um borð ísnekkju við borgina
Hamborg í Þýskalandi þegar blaða-
maður nær tali af honum. Síðasta
plata Logans, The Irish Connection,
hefur notið töluverðra vinsælda og
segist hann hafa verið að fylgja
henni eftir allt frá því hún kom út
fyrir um ári síðan. Það er þó aldrei
meira að gera í tónleikahaldi hjá
Logan en einmitt í kringum Evr-
óvisjón-keppnina, og segist hann
varla fá frið síðustu dagana fyrir
keppni. „Þá er ágætt að fela sig á Ís-
landi,“ segir hann og hlær. Hann
segir þó eðlilegt að fólk vilji fá hann
til tónleikahalds í kringum keppn-
ina. „Það er líklega eðlilegt í ljósi
þess að ég sigraði í keppninni í þrí-
gang. Hins vegar halda sumir að ég
sé einhver Evróvisjón-sérfræðingur,
en svo er ekki. Ég horfi ekki einu
sinni alltaf á keppnina og veit ekkert
alltaf hvaða lög vinna. Það er fullt af
fólki sem veit allt um keppnina, sögu
hennar og svona. Ég tilheyri ekki
þeim hópi,“ útskýrir Logan.
Þakklátur Evróvisjón
Logan flutti lagið „What’s Anoth-
er year“ sem sigraði í Evróvisjón ár-
ið 1980, samdi svo og flutti „Hold Me
Now“ árið 1987 og samdi loks sig-
urlagið „Why Me?“ sem Linda
Martin flutti árið 1992. Þá má einnig
geta þess að hann samdi lagið
„Terminal 3“ sem Martin flutti í
keppninni árið 1984, og hafnaði í
öðru sæti. Það er því ekki að furða
að hann hefur fengið viðurnefnið
Mister Eurovision, eða Herra Evr-
óvisjón. Aðspurður segist Logan
ekkert sérstaklega þreyttur á því að
vera sífellt tengdur við keppnina.
„Það er fullt af fólki í þessum
bransa allt sitt líf án þess að ná til-
ætluðum árangri. Ég hef náð mikl-
um árangri og er nokkuð þekktur,
og það á ég Evróvisjón að miklu leyti
að þakka. Ég hef selt um 14 milljónir
platna með Evróvisjón-lögunum
mínum og lag eins og „Hold Me
Now“ varð á sínum tíma nokkuð vin-
sælt í bæði Asíu og Ástralíu, og þar
fylgjast menn náttúrulega ekki með
keppninni, þannig að þetta er
kannski ekki eingöngu Evróvisjón
að þakka.“
Kalkúnninn er hneyksli
Þegar Logan er spurður hvort
hann hafi heyrt af hinum gríðarlega
Evróvisjón-áhuga Íslendinga segir
hann svo vera.
„Er þetta ekki bara eins og á Ír-
landi, þar sem menn annað hvort
elska eða hata keppnina?“ spyr
hann, og blaðamaður segir honum að
Íslendinga dreymi um að sigra í
keppninni, og rifjar meðal annars
upp fyrir honum hversu nálægt því
Selma Björnsdóttir komst árið 1999.
„Það væri frábært ef Ísland ynni, og
að keppnin yrði svo haldin á Íslandi í
kjölfarið. Hún snýst að miklu leyti
um að þjóðir innan Evrópu kynnist
betur, og það er fullt af fólki í Evr-
ópu sem veit ekkert um Ísland.
Þetta snýst nefnilega ekki bara um
tónlistina heldur er þetta sjónvarps-
þáttur sem á að sameina ríki álf-
unnar, og fá fólk til að líta á aðra
Evrópubúa sem nágranna sína, en
ekki útlendinga. Þetta skiptir miklu
máli.“
Framlag Íra til keppninnar í ár
hefur vakið mikla athygli, en þar er
á ferðinni kalkúnninn Dustin með
lagið „Irelande Douze Pointe“. Lag-
ið, og raunar atriðið í heild sinni, er
hálfgerður farsi sem minnir um
margt á framlag Íslands árið 2006;
„Til hamingju Ísland“ með Silvíu
Nótt.
„Mér finnst það algjört hneyksli,“
segir Logan um framlag þjóðar sinn-
ar. „Undanfarin tíu ár höfum við
sent heilan helling af lélegum lögum
í keppnina, og okkur hefur því eðli-
lega gengið mjög illa. Við erum hins
vegar sú þjóð sem oftast hefur sigr-
að í keppninni, eða sjö sinnum, og
þegar okkur gekk vel í keppninni
höfðu menn mikinn áhuga á henni.
Núna er hins vegar eins og menn
hafi ákveðið að gefa skít í hana.
Sumum Írum finnst þetta að vísu
mjög fyndið atriði, en ég efast um að
öðrum Evrópubúum verði skemmt.
Þegar kalkúnninn sigraði í for-
keppninni á Írlandi púuðu sumir, og
ég er hræddur um að það verði enn
meira gert af því í Serbíu. Þarna
verður fullt af fólki sem er komið til
að njóta keppninnar, fólk sem hrein-
lega elskar hana, og ég er viss um að
það verður mjög móðgað þegar það
sér írska atriðið,“ segir Logan.
Aldrei að segja aldrei
Þetta verður ekki fyrsta heimsókn
Logans hingað til lands því hann
hélt tónleika í Reykjavík í upphafi
níunda áratugarins. „Það var á stað
sem mig minnir að hafi heitið Holly-
wood. Þetta var á gamlárskvöld, en
ég man ekki hvort það var 1981 eða
1982,“ segir hann og rifjar í kjölfarið
upp kynni sín af Björgvini Halldórs-
syni sem hann segist enn vera í
nokkru sambandi við.
Logan ætlar að spila efni frá öllum
ferli sínum á tónleikunum hér. „Ég
mun auðvitað spila Evróvisjón-lögin
þrjú, en svo verður töluvert af rokki
og sálar- og gospeltónlist. Þannig að
Íslendingar munu fá að heyra brot
af hinum ýmsu tónlistarstefnum sem
ég hef komið nærri í gegnum árin.
Umfram allt eiga þetta að vera
skemmtilegir tónleikar, og ég veit að
þeir sem koma á þá skemmta sér
vel.“
Ekki er hægt að sleppa Logan án
þess að spyrja hann hvort hann geti
hugsað sér að taka aftur þátt í Evr-
óvisjón-keppninni.
„Ég hef aðeins verið að velta því
fyrir mér, en ég held að ég ætti eng-
an möguleika nema ég færi í kyn-
skiptiaðgerð, og breytti nafninu
mínu í Jenna Loganowitz. Þá ætti ég
kannski smá möguleika á sigri,“ seg-
ir hann og hlær.
„En í alvöru talað þá sé ég það
ekki fyrir mér. En maður á víst aldr-
ei að segja aldrei.“
jbk@mbl.is
Herra Evróvisjón
Haltu mér Logan syngur „Hold Me Now“ í fyrsta sætið árið 1987.
Flottur Logan kom, söng og sigraði með „What’s Another Year“ árið 1980.
Tónleikar Logans verða á
Broadway á föstudags-
kvöldið. Miðasala stendur
yfir á midi.is. Miðaverð er
3.490 kr. en 7.490 kr. með
þriggja rétta máltíð. Nánari
upplýsingar á midi.is.
Írski tónlistarmaðurinn Jo-
hnny Logan hefur sigrað í
Evróvisjón-keppninni í þrí-
gang, en þekktastur er
hann fyrir lagið
„Hold Me Now“
sem sigraði árið
1987. Logan
hefur þó
komið víðar
við en í
Evróvisjón,
og hefur gefið
út fjölda platna
sem náð hafa tölu-
verðum vinsældum.
Jóhann Bjarni Kolbeins-
son ræddi við kappann
sem heldur tónleika á
Broadway næstkomandi
föstudagskvöld.
Sigurvegari Írski söngvarinn
Johnny Logan segist þakklátur
Evróvisjón, enda skaut keppnin
honum upp á stjörnuhimininn.
4|Morgunblaðið
EVRÓVISJÓN var komið á koppinn 1955,
þótt fyrsta keppnin hafi ekki verið haldin
fyrr en 1956, og því var haldið upp á fimmtíu
ára afmæli keppninnar fyrir þremur árum.
Það var gert með heilmiklu húllumhæi í
Kaupmannahöfn og byggðist á samkeppni
þar sem valin voru bestu Evróvisjónlög
allra tíma.
Þátttakendur gátu valið þau lög sem þeim
hugnaðist best á vefsetri Evrópska sjón-
varpssambandsins, EBU. Tíu efstu lögin í
því vali komust áfram en síðan valdi sérstök
dómnefnd fjögur lög til viðbótar. Af lög-
unum fjórtán voru þrjú sem ekki komust á
verðlaunapall, Nel blu di pinto di blu, sem
Domenico Modugno söng 158 og lenti þá í
þriðja sæti (almennt kallað Volare), Congra-
tulations, sem Cliff Richard söng í annað
sætið 1968, og Eres Tú sem hljómsveitin
Mocedades söng 1973 og náði í annað sætið
það ár. Afmælisútsendingin var svo áþekk
því sem um raunverulega keppni væri að
ræða og atkvæði talin frá dómnefndum og í
símakosningu, en hálf þriðja milljón at-
kvæða barst. Úrslitin urðu svo þessi (segir sitt
um sess Johnnys Logans í Evróvisjónsögunni
að hann átti tvö lög á listanum):
Waterloo ABBA
Nel blu dipinto di blu Domenico Modugno
Hold Me Now Johnny Logan
My Number One Helena Paparizou
Save Your Kisses for Me Brotherhood of Man
Fly on the Wings of Love Olsen Brothers
Ein bisschen Frieden Nicole
Congratulations Cliff Richard
Every Way That I Can Sertab Erener
Ne partez pas sans moi Celine Dion
What’s Another Year? Johnny Logan
Eres tú Mocedades
Diva Dana International
Poupée de cire, poupée de son France Gall
Reuters
Magnaðar Agnetu og Anni-Frid var varpað á risaskjá
þegar menn mærðu Abba í Kaupmannahöfn í október
2005. Besta Evróvisjónlag allra tíma var niðurstaða dóm-
nefndar og áheyrenda.
Bestu Evróvisjónlögin
Eurovision tilboð
frítt 2L gos með