Morgunblaðið - 20.05.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.05.2008, Qupperneq 14
14|Morgunblaðið gera hvað sviðsframkomu varðar í ballöðunum, og Sigga flutti lagið með miklum glans. Á þessum tíma var keppnin a.m.k. ekki orðin jafn- víruð og hún er í dag, þarna var fyrst og fremst verið að flytja lög með einhverju skrauti í kring en í dag er eins og áherslan sé orðin þveröfug. Björgvin Halldórsson (Bo) – Núna (1995) Nú þótti loksins heillaráð að senda sjálfan meistarann, Bo, út. Verst að lagið sem hann hafði til umráða var ekkert sérstakt. Lagið er ballaða, reykfylltur aftan- söngur, og Björgvin, fagmaðurinn sem hann er, flutti lagið af mikilli andagift í úrslitunum. Svona „crooner“-bragur á því, eiginlega svona Las Vegas sjó-fílingur. Myndbandið var þá nokkuð vandað og skemmtilegt; ber með sér tölu- verða fágun og þjónar laginu bara býsna vel. En allt kom fyrir ekki og lagið hafnaði í fimmtánda sæti. Anna Mjöll – Sjúbídú (1996) „Sjúbídú, sjúbídú/Menn skilja jafnt á Skagaströnd og Timbúktú.“ Ætli þessa blessaða lags verði ekki helst minnst fyrir þessar mögnuðu línur. Gamaldags lag í stórsveit- arstíl og lag að búa til eitthvað í kringum það, ekki rétt? Hafa þetta svolítið „kvikmyndalegt“. Þannig var myndbandinu háttað og þannig stýrðu menn hlutunum einnig í útslitunun, sjónræni þátt- urinn kom loksins nokkuð sterkur inn. Anna Mjöll var dressuð í svartan síðkjól og að baki henni karlmannabakraddir í hvítum jakkafötum. Einfalt og sterkt og byggði undir lagið einhvers konar fjórða áratugar MGM dans- og söngvamyndaanda. Toppeinkunn fyrir framsetningu þó að lagið hafi verið svona la la. Páll Óskar – Minn hinsti dans (1997) Bylting. Evróvisjónsérfræðing- urinn Páll Óskar kom og sneri öllu bósktaflega á haus, dró landann spriklandi inn í stuð stuð stuð, hvort sem hann vildi það eður ei. Samkynhneigðarminni og ýjað að gælum og gutli fyrir neðan belti. Páll Óskar sneri reyndar sjálfri keppninni á haus og framsetning hans, sú sviðslist sem hann bauð upp á, með eftirminnilegri atriðum í gervallri sögu keppninnar. Upp- hafssenan, þegar hann strýkur hendinni nær og nær klofinu, er kynngimögnuð. Fáklæddar konur allt í kring og augnsvipurinn djöf- ullegur. Algjör snilld. Nýir tímar í Evróvisjón voru gengnir í garð. Selma – All out of Luck (1999) Þetta frábæra lag er örugglega eitt það allra besta sem við höfum sent inn í keppnina. Sviðs- framkoman þurfti eðlilega að vera í takt við hljóðmyndina, en lagið er drífandi og ofurgrípandi poppsmíð. Selma stóð sig eins og hetja en hvað … hvað voru þessir frakka- klæddu fábjánar að gera á svið- inu!? Til eru nokkrir sem eru handvissir um að þessir flaksandi gráu frakkalarfar hafi kostað Ís- lendinga sigurinn, en lagið hafnaði í öðru sæti á eftir ódýrri ABBA- eftirhermu frá Svíþjóð. Svo stóðu þrír bakraddasöngvarar til hliðar við sviðið eins og múmíur. Mjög skringilegt allt saman, svo ekki sé nú meira sagt. Myndbandið er hins vegar glæsilegt, rétt hefði verið að taka eitthvað upp úr því þegar hugað var að framsetning- unni Telma og Einar Ágúst – Tell Me! (2000) Afskaplega rokkað lag (miðað við það sem á undan var gengið a.m.k.) og Íslendingar komnir í frískan og fjörugan gír eftir margra ára ballöðumoð og lá- deyðu. Hinn eldhressi Skítamór- alsmaður Einar Ágúst var paraður saman við hina lítt þekktu Telmu og átti flutningurinn eftir að verða nokkuð sögulegur. Fyrir það fyrsta voru danstakt- arnir í upphafi stolnir frá „Eitt lag enn“-uppsetningunni, Telma dillar sér og Einar Ágúst kemur skokk- andi til hennar. Hér er margt mjög furðulegt í gangi; Einar skartar allsvakalegu húðflúri og er auk þess í hvítu leðurpilsi, en slíkt hafði greinarhöfundur séð síðast þegar Martin gamli Gore fór mik- inn með hljómsveit sinni Depeche Mode um miðjan níunda áratug- inn. Einar tekur síðan á rás og rennir sér á hnjánum yfir hálft sviðið með tilþrifum. Þrátt fyrir þetta var frammistaðan nokkuð stirðbusaleg og allar þessar æfing- ar urðu til lítils, þar sem lagið endaði einhvers staðar í miðri stigatöflu. Two Tricky – Angel (2001) Það voru nú meiri lætin í kring- um þetta lag Einars Bárðarsonar, íslenskufasistar og alþjóðasinnar tókust á í gríðarlegum fjölmiðla- sirkus fram að keppni. En hvernig gekk svo að flytja það? Gunni Óla, Skítamóralsmaður, var sjóaður sveitaballahundur og tók þetta í nefið, ekki stress að sjá á mínum manni, og hinn Tricky- félaginn, Kristján Gíslason, var sömuleiðis svellkaldur. Klæðnaður var „fútúrískur“ og „töff“, sér- staklega í myndbandinu, en nú var orðin lenska að snara upp sæmi- lega fagmannlegu myndbandi með framlaginu. Annars stóðu þeir bara þarna og sungu, Gunni að vísu með gítar í hendi sem kom nokkuð „kúl“ út. Svo voru hopp- andi og skoppandi kvendansarar til hliðanna, nokkuð sem var á skjön við heildarmyndina. Lagið hafnaði í næstneðsta sæti með ein- ungis þrjú stig á bakinu. En lagið er flott … og hækkunin í endann er glæsileg. Birgitta – Open your heart (2003) Nú var að sjálfsögðu lag að senda hina einu og sönnu poppd- rottningu Íslands, Birgittu Hauk- dal, í keppnina. Lagið er án efa „stærsta“ lag sem við höfum sent í keppnina, strengir og læti og byggingin dramatísk og voldug. Algjört kraftpopplag og allt sam- an undirstrikað með gríðarstórum ljósastöfum sem mynduðu BIRG- ITTA (í myndbandinu það er). Flutningurinn var eftir þessu, rokksveit á sviðinu og allt á fullu blasti. Nákvæmlega ekkert út á þetta að setja en níunda sætið engu að síður staðreynd. Fjanda- kornið, lagið hefði eiginlega átt að vinna bara Jónsi – Angel (2004) Þá var röðin komin að öðrum stórpoppara, Jónsa, kenndum við hljómsveitina Í svörtum fötum. Lagið ballaða og alveg afskaplega kauðsleg og því lítið fyrir okkar mann að gera, sem gat nú fleytt slælegum smíðum ansi langt með sjarma og útgeislun. Sviðs- framkoma var þá nákvæmlega engin, Jónsi stóð bara aleinn á sviðinu og söng. Og gerði það ágætlega. Á meðan sviðslistapæl- arinn og hans menn voru í fríi Selma – If I had your love (2005) Balkanlöndin voru nú orðin æ frekari og farin að setja mark sitt á keppnina á ýmsan hátt. Þor- valdur Bjarni, sá naski smella- smiður, snaraði því fram nýmóð- ins Evróvisjónlagi með arabískum takti og öllum græjum. Selma söng af mikilli list og dansatriðið, þar sem hún var sveipuð fjórum dönsurum, var glettilega vel út- fært. Rætnar tungur voru hins vegar á því að þarna væri kominn leikari sem væri að leika söng- konu – og að baki henni væru leikarar sem væru að leika dans- ara. Útkoman því yfirborðsleg og hol. Hvað sem þessu reiptogi líður varð árangurinn ekki sem skyldi og nú voru allir orðnir sannfærðir um að Rússarnir væru búnir að stela keppninni. Sylvía Nótt – Congratulations (2006) Nú voru aftur tímamót hvað varðar þátttöku Íslands í keppn- inni. Í fyrsta sinn fór keppandi út sem var í „hlutverki“ allan tím- ann, þó að aðrir keppendur úti og aðstandendur keppninnar vissu ekkert um þetta. Hér heima var nokkuð hart deilt um þetta, og sú sérkennilega staða komin upp að menn töldu framlag Sylvíu vera móðgun við keppnina, það ætti ekki að skopast að henni. En um leið er nánast innbyggt í hana að hana ber að taka svona hæfilega alvarlega. Eða hvað? Hvað sem því líður fóru Sylvía og hennar lið á kostum, jafnt uppi á sviði sem utan þess, gerðu hreinlega allt vitlaust og margir vissu hreinlega ekki hvernig ætti að bregðast við. Eiríkur Hauksson – Valentine Lost (2007) Rokk alla leið í þetta skiptið og enginn aukvisi kvaddur til í þeim efnum, sjálfur Eiríkur Hauksson, sem gerði garðinn frægan sem þungarokkari með íslensku sveit- inni Drýsli og síðar norsku sveit- inni ARTCH. Uppsetningin var einföld í keppninni, rokksveit á sviði sem hamaðist á hljóðfær- unum sínum. Var sem hljóðfæra- leikararnir væru í óopinberri loft- gítarkeppni sín á milli, slíkur var rembingurinn. Fremst stóð svo Eiríkur og flutti lagið óaðfinn- anlega, með alla rokktakta á hreinu. Myndbandið er þá af- skaplega skemmtilegt, en þar fylgjumst við með Eiríki reyks- póla um íslenskar grundir á for- láta fornbifreið með sveit sinni. Mikil skelfing greip þó um sig í íslensku samfélagi eftir að mynd- bandið var frumsýnt – svo virtist sem Eiríkur Hauksson væri orð- inn dökkhærður, sem þótti dauðasynd, enda rauði makkinn eitt af einkennismerkjum hetj- unnar. Morgunblaðið/Ásdís Bylting Páll Óskar sneri Evróvisjón á haus og framsetning hans 1997 er með eftirminnilegri atriðum í gervallri sögu söngvakeppninnar. Sannkallaður boðberi nýrra tíma eins og sagan átti eftir að leiða í ljós. Morgunblaðið/Sverrir Leikur Þegar Selma tók þátt öðru sinni blönduðu menn saman arabísku diskói og klæðnaði en höfðu ekki árangur sem erfiði. AP Poppdrottning Birgitta Haukdal náði í níunda sætið 2003 með lag sem þrugnið var dramatík, strengir og læti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.