Morgunblaðið - 20.05.2008, Qupperneq 31
Morgunblaðið |31
ÞÓ EVRÓVISJÓN sé ekki pólitískt
fyrirbæri við fyrstu sýn hefur þó
sitthvað komið uppá í sögu keppn-
ina. Þannig neitaði spænski söngv-
arinn Joan Manuel Serrat að
syngja kassagítarballöðuna La La
La á spænsku 1968, hann vildi
syngja lagið á katalónsku, móð-
urmáli sínu. Einræðisherrann
Fransisco Franco, sem þá réði lög-
um og lofum á Spáni, aftók það með
öllu og því varð að finna nýjan
keppanda. Úr varð að Massiel söng
lagið sem útsett var upp á nýtt, nú
fyrir stóra hljómsveit, og sigraði í
keppninni (með svikum segja sumir
- Franco á að hafa keypt stigið sem
vantaði til að leggja Cliff Richard).
Nellikubyltingin var það kallað
þegar herforingjastjórninni í
Portúgal var steypt 1974. Fjöldi
lýðræðissinna kom sér saman um
valdaránið og sammæltust um að
þegar Paulo de Carvalho byrjaði að
syngja portúgalska lagið í Evr-
óvisjón kvöldið 25. apríl myndu
þeir láta til skarar skríða.
Þótt nokkuð sé um liðið síðan
þetta bar við eru fjölmörg nýleg
dæmi um pólitískan skjálfta í Evró-
visjón, síðast í keppninni 2005 þeg-
ar úkraínsku keppendurnir breyttu
texta lagsins Razom nas bagato
vegna þess að skipuleggjendum
keppninnar þótti hann of pólitískur
og við lá að ísraelska laginu Push
the Button sem Teapacks söng í
síðustu Evróvisjónkeppni yrði vís-
að úr keppni vegna pólitísks inni-
halds.
Svo má ekki gleyma því að að Sil-
víu Nótt var hótað að lagi hennar
yrði vísað úr keppni fyrir klúryrði í
texta. Ekki beint pólitískt, en
kannski má flotta það sem menn-
ingarpólitíska deilu.
Skipti Massiel, eða María de los Ángeles Santamaría Espinosa, kom í stað Jo-
an Manuel Serrat sem var meinað að syngja á móðurmáli sínu, katalónsku.
Evróvisjónpólitík
Kraftmikil Bretar gerðu sér miklar vonir með Lulu og hún stóð undir
væntingum og vel það - sigraði 1969 með hinu lærða lagi La La La.
MENN deila iðulega hart um lög-
in í Evróvisjón og sýnist sitt
hverjum; sumir telja tónlista
hreinasta afbragð en aðrir hörm-
ung eins og gengur. Flestir eru þó
sammála um að heiti laganna eru
ansi oft eiginlega út úr kú, ótta-
legt bull, þó að menn verði að
vara sig á því að það sem okkur
finnst hrognamál er kannski ekk-
ert hrognamál – „Wadde hadde
dudde da?“ þýðir „hvað ertu
með?“ á þýskum mállýskum og
„A-ba-ni-bi“ þýðir „ég elska þig“
á hebresku.
Að því sögðu þá eru mörg heiti
laganna sem komist hafa í úrslit í
Evróvisjón óttalegt bull, sjá til
dæmis „Voi voi“, „Tipi-tii“,
„Diggi-loo diggi-ley“, „Sanomi“
og „Ninanajna“, að ógleymdu lag-
inu „Sjúbídú“ sem Anna Mjöll
söng svo eftirminnilega um árið.
Þegar litið er yfir sérkennileg
lagaheiti má glöggt sjá að frænd-
ur okkar eru sérstaklega gefnir
fyrir slíkt. Norðmenn hafa þannig
sent í keppnina lög undir heit-
unum „Do re mi“ og „Voi voi“,
Finnar sendu inn lögin „Tipi-tii“,
„Tom tom tom“, „Pump-pump“ og
„Yamma-yamma“, Svíar státa af
„Diggi-loo diggi-ley“ og „Boo-
galoo“, og Danir af „Boom boom“.
Tipi-tii,
Tom tom
tom og
Diggi-loo
diggi-ley
Sætir Herreys hinir sænsku sungu lagið Diggi-loo, Diggi-ley, en enginn veit hvað þeir voru að segja.
Partýbúðin
Grensásvegi 8
Fu
ll
bú
ð
af
f
jö
ri
f
yr
ir
Eu
ro
vi
si
on
p
ar
tý
ið
Fu
ll
bú
ð
af
f
jö
ri
f
yr
ir
Eu
ro
vi
si
on
p
ar
tý
ið