Morgunblaðið - 25.05.2008, Page 2

Morgunblaðið - 25.05.2008, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Menntaskólinn í Kópavogi Náms- og starfsráðgjafi Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi til réttinda í náms- og starfsráðgjöf ásamt háskólaprófi. Sóst er eftir einstaklingi með mikla samskiptahæfni og áhuga á að vinna með ungu fólki. Auk þess er gerð krafa um góða tölvukunnáttu. Um laun fer eftir kjarasamningi fjármálaráð- herra og Kennarasambands Íslands skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi. Ráðning verður frá 1. ágúst 2008. Umsóknarfrestur er til 9. júní nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti. Umsóknir skal senda til Margrétar Friðriks- dóttur skólameistara Menntaskólans í Kópavogi sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 594 4000. Einnig er unnt að senda fyrir- spurnir á netfangið mf@mk.is. Á heimasíðu skólans mk.is eru að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.