Morgunblaðið - 25.05.2008, Page 6

Morgunblaðið - 25.05.2008, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Vinnutími er milli kl. 08-17 á reyklausum vinnustað. Boðið er upp á starf á fullkomn- asta rafeindaverkstæði á sínu sviði hérlendis, við hlið hæfustu manna með áratuga reynslu í þjónustu á ofangreindum búnaði. Gott vinnuumhverfi og nýjasti tækjabúnaður er til staðar. Námskeið í þjónustu á búnaðinum eru haldin bæði hérlendis og erlendis. Starfið felst einkum í upp- setningu vélstýringa í vinnu- vélar. Búnaðurinn byggir m.a. á GPS, laser eða alstöðvatækni. Viðkomandi starfsmaður hefur samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins varðandi þjónustu og leiðbeiningar um notkun tækjanna. Leitað er að drífandi laghentum og þjónustulunduðum einstak- lingi sem er fljótur að tileinka sér nýjungar og getur unnið undir miklu álagi á álagstímum. Gott vald á ensku og tölvukunnátta er skilyrði. Til greina koma t.d. vélvirkjar, rennismiðir, vélstjórar og aðrir með góða reynslu af vinnu við vinnuvélar eða aðra járna eða vélavinnu. Leitað er að einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir Jón Tryggvi í síma 5105100. Umsóknir sendist á tölvupósti á póstfangið jon@ismar.is ásamt upplýsingum um umsækjanda fyrir 2. júní 2008. VEGNA AUKINNA UMSVIFA OG MIKILLAR VINNU VIÐ UPPSETNINGAR Í VINNUVÉLAR, ÓSKUM VIÐ EFTIR AÐ RÁÐA TÆKNIMANN Ísmar, sem var stofnað 1982, er sérhæft fyrirtæki á sviði hvers konar mælingatækni s.s. GPS, alstöðvum eða lasertækni. Fyrirtækið býður heildarlausnir hátæknibúnaðar fyrir verktaka, verkfræðistofur, jarðvísinda- menn og ýmis ríkisfyrirtæki á sviði mælitækni og vélstýringa auk um- ferðaröryggisbúnaðar fyrir löggæslu, sveitarfélög, verktaka o.fl. Ísmar er umboðsaðili fyrir framleið- endur sem eru leiðandi á sínu sviði í heiminum. Við mælum með því besta Ísmar :: Síðumúla 28 :: 108 Reykjavík Sími 510 5100 :: ismar@ismar.is Tónlistarskóli Árnesinga Píanókennari í uppsveitum Árnessýslu Gítarkennari á Selfossi Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa píanókennara í fullt starf í uppsveitum Árnessýslu (Flúðir, Reykholt, Þjórsárskóli) og gítarkennara í hlutastarf á Selfossi. Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 482 1717 eða 861 3884. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2008. Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti á tonar@tonar.is Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsin með starfsemi á 11 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 600 og starfa 30 kennarar við skólann. mest í löndum Vestur-Evrópu þar sem Skandinavía og Bene- lux-löndin hafi trónað á toppn- um. „Umtalsverð aukning hefur einnig orðið í Bretlandi og Ír- landi en Tyrkland bættist í hóp- inn árið 2006. Í dag eru 7 af hverjum 10 drykkjarílátum gerð úr áli. Endurvinnsla áldósa held- ur áfram að vera mikil, eða í kringum 92% í löndum sem hafa úrræði til þess sbr. Sorpa á Ís- landi. Gríðarlegur orkusparn- aður fylgir endurvinnslu áls og er hægt að spara upp undir 95% af orku með endurvinnslu. Hið endurunna ál er notað t.d. við framleiðslu nýrra bíla, í vél- arhluta, byggingarklæðningar og reiðhjól. Í Evrópu kemur um helmingur áls sem notað er í drykkjardósir úr endurunnu áli. Þetta samsvarar spörun á 8 kg af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli,“ segir m.a. í tilkynningunni. Heildarendurvinnsla áldósa í Vestur-Evrópu jókst umtals- vert árið 2006 og stendur nú í 57,7%, að því er fram kemur á vefsíðu Alcans á Íslandi. Átaksherferðir Aukningin telur nærri 6% samanborið við 52% heildar- endurvinnslu árið 2005. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir að þessa þróun megi nærri eingöngu rekja til átaksherferða og skipulagðra aðgerða til að auka endur- vinnslu í Evrópu. „Heildarfjöldi/notkun áld- rykkjardósa í Evrópu hefur aukist úr 25,1 milljarði dósa upp í 28,3 milljarða dósa með 68% markaðshlutdeild drykkjaríláta. Í Mið- og Austur- Evrópu hefur heildarnotkunin aukist um 1,4 milljarð áldósa og er nú 10 milljarðar dósa árlega, sem er aukning um 15% miðað við árið 2005.“ Í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að markaður áld- rykkjardósa hafi stækkað sífellt, Endurvinnsla áldósa nálægt 60% Aukning Heildarendurvinnsla áldósa í Vestur-Evrópu hefur aukist umtalsvert. Föstudaginn 30. maí mun EURES, samevrópsk vinnumiðlun sem rekin er á vegum Vinnumálastofnunar, efna til ráðstefnu þar sem fjallað verður um fyrirséðan skort á sér- fræðingum og samkeppni um hæf- asta fólkið á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Í tilkynningu frá EURES segir að ein helsta áskorun evrópsks vinnu- markaðar í framtíðinni verði að laða til sín hæfa sérfræðinga og stjórn- endur á alþjóðavísu, m.a. vegna öldr- unar þjóða Evrópu. Er þetta talin ein meginforsenda áframhaldandi hagvaxtar og samkeppnishæfni svæðisins. Ráðstefnan markar upphaf sam- starfs EURES á Íslandi, Noregi, Ír- landi og Danmörku um aðgerðir til að laða til landanna sérhæft starfs- fólk. Þróunin í löndunum hefur um margt verið svipuð. Mikil þensla hef- ur verið á vinnumarkaði og framboð á starfsfólki ekki haldið í við eftir- spurn. Því hefur verið mætt með vinnuframlagi erlends starfsfólks frá nýju aðildarríkjum ESB. EURES segir að nú sé þörfin á sérhæfðu starfsfólki að verða meira aðkallandi og munu forstöðumenn EURES í fyrrgreindum löndum fara yfir stöðu mála og ástand á vinnumarkaði. Ráðstefnan er haldin á Flughót- elinu í Keflavík hinn 30. maí nk. og hefst kl. 9. Ráðstefnan fer fram á ensku og eru allir velkomnir, að því er segir í tilkynningunni. Framtíðarhorfur á evr- ópskum vinnumarkaði Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.