Morgunblaðið - 25.05.2008, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Leikskólastjóri
óskast til starfa hjá Húnavatnshreppi
Húnavatnshreppur auglýsir eftir leikskólastjóra
við nýjan leikskóla á Húnavöllum. Starfsemi
leikskólans hefst í haust. Æskilegt er að leik-
skólastjóri geti hafið störf þann 1. ágúst 2008.
Húnavatnshreppur er nýtt sveitarfélag sem
varð til við sameiningu fimm sveitahreppa í
Austur-Húnavatnssýslu. Íbúar í Húnavatns-
hreppi eru um 450. Grunnskóli er starfræktur á
Húnavöllum.
Leitað er eftir starfskrafti með leikskólakennara-
menntun, góða skipulagshæfileika, hæfni í
mannlegum samskiptum og metnað til að taka
þátt í mótun á nýju starfi hjá Húnavatnshreppi.
Leikskólinn er ein deild, en einnig er áætlað að
í leikskólanum sé aðstaða fyrir vistun barna í
fjórum yngstu bekkjum grunnskóla í allt að sjö
tíma á viku.
Þegar starfstími leikskóla hefst er gert ráð fyrir
að leikskólastjóri vinni megnið af starfstíma
sínum á deild.
Greiddur er flutningsstyrkur. Íbúðarhúsnæði er
til staðar.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Húnavatnshrepps í síma 452 4660, 452 4661,
netfang hunavatnshreppur@emax.is.
Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu
Húnavatnshrepps á Húnavöllum.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2008.
Húnavatnshreppur Húnavöllum, 541 Blönduós.
Vatnamælingar leita að sérfræðingi á sviði straumfræði til starfa við rannsóknir
og gagnaúrvinnslu. Viðkomandi getur hafið störf strax. Í boði er fjölbreytt og
krefjandi framtíðarstarf þar sem unnið er að rannsóknum og mælingum á vatna-
fari.
Starfið felst m.a. í:
• Umsjón með gerð straumfræðilegra líkana til notkunar m.a. við gerð rennslis-
lykla og mat á áhrifum íss á vatnshæðar- og rennslisgögn.
• Gerð og gæðaeftirliti rennslislykla, m.a. vegna flóðaathugana og athugana á
þurrðum, svo og við túlkun ístruflana.
• Vatnafræðilegri líkangerð.
• Úrvinnslu mæligagna og skýrslugerð.
Sérfræðingnum er ætlað að taka þátt í að móta stefnu í rannsóknum og mæling-
um og vinna með sérfræðingum frá ýmsum sviðum, bæði sjálfstætt og í hópum.
Starfið krefst útivinnu við mælingar og mælikerfisrekstur.
Hæfniskröfur:
• Verkfræðingur, tæknifræðingur eða sambærileg menntun.
• Fagleg vinnubrögð, áhugi og metnaður.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi.
Vatnamælingar leita að sérfræðingi á sviði aurburðarrannsókna til starfa við
rannsóknir og gagnaúrvinnslu. Viðkomandi getur hafið störf strax. Í boði er fjöl-
breytt og krefjandi framtíðarstarf þar sem unnið er að rannsóknum og mælingum
á aurburði
í ám.
Starfið felst m.a. í:
• Mælingum á aurburði í íslenskum ám og úrvinnslu mæligagna.
• Skýrslugerð um mælingar.
• Umsjón með rannsóknum á aurburði
• Umsjón með gagnagrunnum um aurburð
Sérfræðingnum er ætlað að taka þátt í að móta stefnu í aurburðarmælingum og
vinna með sérfræðingum frá ýmsum sviðum, bæði sjálfstætt og í hópum. Starfið
krefst útivinnu við mælingar.
Hæfniskröfur:
• Jarðfræðingur með framhaldsgráðu eða sambærileg menntun.
• Fagleg vinnubrögð, áhugi og metnaður.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi.
Vatnamælingar leita að sérfræðingi á sviði reksturs vatnafarsmælikerfa. Við-
komandi getur hafið störf strax. Í boði er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf
þar sem unnið er að mælingum á vatnafari með nýjustu tækni. Viðkomandi mun
taka þátt í að móta stefnu í mælingum og vinna með sérfræðingum frá ýmsum
sviðum, bæði sjálfstætt og í hópum. Starfinu fylgir útivinna við mælingar og
mælikerfisrekstur.
Starfið felst m.a í:
• Umsjón með rekstri, viðhaldi og uppbyggingu vatnshæðarmæla og mælikláfa.
• Umsjón með mælingavinnu.
• Umsjón með úrvinnslu og endurskoðun gagna, rennslislyklagerð og mati á
áreiðanleika gagna, stuðla að faglegum vinnubrögðum.
• Uppfærsla yfirlits um nauðsynlegar endurbætur á mælakerfinu á hverjum tíma
og tillögugerð um nýjar mælingar eða mæliaðferðir, sem stuðla að auknu
rekstraröryggi, öryggi starfsmanna og aukinni hagræðingu í rekstri kerfisins.
• Fjareftirlit með vatnafari og tengdum umhverfisþáttum.
• Eftirlit með innsetningu og meðhöndlun mæligagna.
• Samstarf um aðrar mælingar á vatnafari og tengdum umhverfisþáttum.
Hæfniskröfur:
• Verkfræðingur, tæknifræðingur eða sambærileg menntun.
• Fagleg vinnubrögð, áhugi og metnaður.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi.
Við val á umsækjendum verður reynsla af rekstri mælikerfa talinn kostur.
Hlutverk Vatnamælinga er að veita almenningi, fyrirtækjum og hinu opinbera
áreiðanlegar upplýsingar um vatnafar og vatnsbúskap.
Orkustofnun stefnir að því að auka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði
sínu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veita starfsmannastjóri Orkustofnunar, forstöðu-
maður Vatnamælinga og sviðsstjórar Vatnamælinga. Sími Orkustofnunar er 569-
6000.
Sérfræðingur á sviði aurburðarrannsóknaa
Sérfræðingur á sviði straumfræði
Sérfræðingur á sviði vatnamælinga
Lögfræðingur
Félag íslenskra stórkaupmanna óskar að ráða í
starf lögfræðings. Lögfræðingur heyrir undir
framkvæmdastjóra félagsins og vinnur náið
með honum að hagsmunamálum aðildar-
fyrirtækja félagsins. Æskilegt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Lögfræðingur ber ábyrgð á úrlausn
lögfræðilegra álitamála á fjölbreyttum sviðum
atvinnulífsins, auk gerð kjarasamninga og
umsagna um lagafrumvörp.
Æskileg menntun og reynsla:
Kandídats- eða meistarapróf í lögfræði
skilyrði
Menntun og reynsla sem nýtist í
vinnuréttarmálum
Menntun og reynsla sem nýtist í stjórnsýslu-
og samkeppnismálum
Menntun og reynsla sem nýtist í málum
tengdum útboðum og innkaupum opinberra
aðila.
Hæfniskröfur:
Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna
Sjálfstæð vinnubrögð
Hæfni í samskiptum
Færni í rituðu máli
Tungumálakunnátta
Félag íslenskra stórkaupmanna eru hagsmuna-
samtök lítilla sem stórra fyrirtækja í inn- og
útflutningi, heildsölu og smásölu. Hlutverk
félagsins er að gæta hagsmuna
aðildarfyrirtækja sinna með því að vera
framvörður heilbrigðra verslunarhátta sem
tryggir réttlátar leikreglur í samkeppni og eflir
hag verslunar á Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir Knútur Sigmarsson,
framkvæmdastjóri félagsins, í síma 588 8910
og netfanginu: knutur@fis.is. Áhugasömum er
jafnframt bent á heimasíðu félagsins,
www.fis.is