Morgunblaðið - 25.05.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.05.2008, Qupperneq 14
14 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Traustur einstaklingur Foreldrar einhverfs unglings óska að ráða traustan einstakling í hlutastarf. Starfið felst í umönnun sonar okkar sem er ljúfur og þægilegur í umgengni. Vinnutími þarf að vera sveigjanlegur og viðkomandi þarf meðal annars að geta annast unglinginn í nokkra daga í senn vegna ferðalaga foreldr- anna. Manngæska æskilegri en önnur hæfisskilyrði. Sérstakrar fagþekkingar er ekki krafist. Góðir hæfileikar í mannlegri umgengni eru nauðsynlegir. Gæti hentað námsmanni eða góðri ,,ömmu”. Ítarlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt með- mælum óskast sendar: traustureinstaklingur@gmail.com KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Frá Kársnesskóla Laus störf skólaárið 2008-2009: • Sérkennari • Þroskaþjálfi • Stærðfræðikennari á unglingastig • Náttúrufræðikennari á unglingastig • Umsjónarkennari á miðstig Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Upplýsingar gefur skólastjóri, Guðrún Pétursdóttir, í síma 570 4100 og 898 4107. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin Landbúnaðarháskóli Íslands Verkefnisstjóri ylræktarrannsókna Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) auglýsir eftir sérfræðingi til þess að taka að sér verkefnisstjórn á sviði ylræktarrann- sókna. Um er að ræða sameiginlegt átaksverkefni til næstu fjögurra ára milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Sambands garðyrkjubænda í nánu samstarfi og með faglegum stuðn- ingi Martens Trädgårdsstiftelse í Finnlandi. Rannsóknarsam- starfið mun fyrst og fremst beinast að þáttum er snúa að aðlögun nýrrar tækni við raflýsingu í ylrækt annars vegar og umhverfisstýringu í lokuðum eða hálflokuðum gróðurhúsum hins vegar. Rannsóknir verða unnar í tilraunagróðurhúsi LbhÍ á Reykjum í Ölfusi og hjá samstarfsaðilanum í Finnlandi. Menntunar- og hæfniskröfur: Meistara- eða doktorspróf á sviði náttúrufræði, verk- og tæknifræði eða skyldra greina. Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt. Um fullt starf er að ræða og eru launakjör samkvæmt kjara- samningi opinberra starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Helgadóttir, prófessor við LbhÍ (aslaug@lbhi.is) í síma 843- 5325. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2008. Upplýsingar um Landbúnaðarháskóla Íslands má nálgast á www.lbhi.is. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311, Borgarnes eða með tölvupósti til Hafdísar Pétursdóttur (hafdis@lbhi.is). www.lbhi.is Háskóli í hörkusókn Sérfræðingur á deild náttúruverndar Meginstarfssvið sérfræðingsins eru umsagnir vegna skipulagsáætlana, mats á umhverfisáhrifum, umhverfismats áætlana auk annarra umsagna sem tengjast lögbundnu hlutverki stofnunarinnar. Sérfræðingurinn mun starfa í verkefnateymi Umhverfisstofnunar um framangreinda starfsþætti. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: Háskólamenntun á sviði náttúruvísinda, t.d. líffræði, landfræði, jarðfræði eða umhverfisfræði Þekking og/eða reynsla á starfssviðinu Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri náttúruverndar. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðríður Þorvarðar- dóttir deildarstjóri og Hjalti J. Guðmundsson sviðsstjóri, sími 591 2000. Sérfræðingur á deild hollustuverndar Sérfræðingurinn mun vinna að verkefnum er varða förgun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs og eru á verksviði Umhverfisstofnunar. Í þeim felst m.a. vinna við stefnumótun og áætlanagerð, öflun og úrvinnsla gagna, gerð fræðslu- efnis, starfsleyfa og eftirlit. Sérfræðingurinn mun starfa í verkefnateymi stofnunarinnar um framangreinda starfsþætti. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða raunvísinda. Framhaldsmenntun æskileg Þekking og/eða reynsla af umhverfismálum og opinberri stjórnsýslu Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri hollustuverndar. Nánari upplýsingar um starfið veita Elín G. Guðmundsdóttir deildarstjóri og Gunnlaug Einarsdóttir sviðsstjóri, sími 591 2000. Lögfræðingur á sviði laga- og stjórnsýslu Meginstarfssvið lögfræðingsins verður undirbúningur stjórnvaldsákvarðana, gerð tillagna tengdum löggjöf Evrópusambandsins, undirbúningur reglugerða, umsagnir um þingmál, umsagnir um stjórnsýslukærur auk leiðbein- inga og ráðgjafar um önnur lögfræðileg málefni á verkefna- sviði stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir nánu samstarfi við önnur svið stofnunarinnar en starfið felur einnig í sér samskipti við ráðuneyti, hliðsett stjórnvöld, stjórnvöld á sveitarstjórnarstigi og eftir atvikum alþjóðastofnanir. Sviðið ber ábyrgð á eftirliti með lögfræði- og stjórnsýsluþáttum innan stofnunarinnar. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: Kandídatspróf eða meistarapróf í lögfræði Þekking á stjórnsýslurétti, umhverfisrétti og Evrópurétti Reynsla af opinberri stjórnsýslu Þverfagleg þekking á umhverfismálum Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Næsti yfirmaður sérfræðingsins er sviðsstjóri sviðs laga og stjórnsýslu. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigrún Valgarðsdóttir starfsmannastjóri og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri, sími 591 9100. Við val á umsækjendum um ofangreind störf verða eftirfarandi kröfur um hæfni hafðar til viðmiðunar: Tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi Er skipulagður og með ríka þjónustulund Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin. Æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir um störfin skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 21. apríl 2008. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á www.ust.is Umhverfisstofnun auglýsir starf lögfræðings og störf tveggja sérfræðinga laus til umsóknar. Í boði eru störf með margvíslegum þróunarmöguleikum hjá nýlega endurskipulagðri stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi. Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími: 591-2000 Fax: 591-2020 Veffang: www.ust.is Netfang: ust@ust.is Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.