Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÉG ÞURFTI að komast burtu því ég vildi ekki
vera á staðnum. Ég var ekkert sérstaklega að
hugsa um sjálfsvíg en var eiginlega alveg sama
um hvað gæti komið fyrir,“ sögðu tveir viðmæl-
endur Ágústs Mogensen, forstöðumanns Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa, sem voru
drukknir þegar þeir settust undir stýri og voru
síðan teknir fyrir ölvunarakstur. Að sögn Ágústs
hefur komið í ljós að deilur og andlegt uppnám
eru oftar en ekki undirliggjandi ástæður þess að
fólk ekur undir áhrifum áfengis eða hegði sér að
öðru leyti með óviðunandi hætti í umferðinni.
Þetta er grafalvarlegt mál því talið er að and-
legt uppnám hafi verið undanfari fjögurra af 15
banaslysum í umferðinni á síðasta ári, í þremur
tilfellanna hafði áfengi einnig komið við sögu.
Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum „Gefðu
þér tíma“ var kynnt fyrir fjölmiðlum í gær og við
það tækifæri miðlaði Ágúst niðurstöðum úr
djúpgreiningaraðferðum RNU, sem gefa aukna
innsýn í ástæður umferðaslysa.
Rannsóknirnar sýni að ökumenn sem fara út í
umferðina í andlegu uppnámi séu hættulegir.
„Þeir aka hratt og eru skeytingarlausir um um-
hverfi sitt og aðra vegfarendur,“ segir Ágúst.
Erfitt sé að taka á þessum vanda. Byrja verði á
því að vekja athygli á honum og ræða opinskátt.
Andlegt uppnám á þátt í banaslysum
Deilur eða rifrildi voru undanfarar fjögurra af 15 banaslysum í umferðinni á síðasta ári
Djúpgreiningaraðferðir Rannsóknarnefndar umferðarslysa gefa innsýn í ástæður slysa
Í HNOTSKURN
»Fimm banaslys semurðu í umferðinni á ár-
unum 2001 til 2005 eru tal-
in sjálfsvíg.
»Vinir og ættingjar getakomið í veg fyrir að
manneskja í uppnámi fari
út í umferðina eða tilkynnt
slík tilfelli til lögregl-
unnar.
»Of margir ökumenneru með ökuleyfi þrátt
fyrir að vera óhæfir öku-
menn m.a. vegna lyfjanotk-
unar að mati Rannsókn-
arnefndar umferðarslysa.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Banaslys VÍS útbjó sjö grafreiti til minningar um þá sem hafa látist í umferðarslysum á árinu.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt ummæli sem finna
mátti í tímaritsgrein Ísafoldar um
skemmtistaðinn Goldfinger í júní á
síðasta ári ómerk. Alls voru sjö af
22 ummælum dæmd ómerk og
vörðuðu fimm þeirra meint man-
sal.
Í niðurstöðu dómsins segir að
mansal sé skýrt sem þrælasala í Ís-
lenskri orðabók, og engar sönnur
hafi verið færðar fyrir að mansal
þrífist á staðnum. Þáverandi rit-
stjóri tímaritsins og blaðamaður
voru auk þess dæmd til að greiða
Ásgeiri Þór Davíðssyni, eiganda
Goldfinger, eina milljón króna í
miskabætur, 300 þúsund kr. til að
standa straum af birtingu dómsins
og 400 þúsund kr. í málskostnað.
Áfrýjað til Hæstaréttar
Af hálfu ritstjórans og blaða-
mannsins hefur verið ákveðið að
áfrýja málinu til Hæstaréttar. Í yf-
irlýsingu frá þeim kemur fram að
dómurinn sé aðför að málfrelsinu
og móðgun við þá sem starfa við
baráttuna gegn mansali, sem og
fórnarlömb þess. Með honum hafi
fótunum verið kippt undan um-
ræðu um mansal. | andri@mbl.is
Þrælasala
þrífst ekki á
Goldfinger
Ummæli ómerk
UM 30 vagnstjórar hjá Strætó söfnuðust saman á
Hlemmi í gær til að veita Ármanni Kr. Ólafssyni,
stjórnarformanni fyrirtækisins, áminningu,
meðal annars. vegna meintrar ólögmætrar upp-
sagnar Jóhannesar Gunnarssonar vagnstjóra.
Segjast vagnstjórar ítrekað hafa reynt að fá
fundi með Ármanni til að ræða afstöðu og fram-
komu framkvæmdastjóra fyrirtækisins í garð
starfsmanna.
Ármann Kr. Ólafsson afþakkaði boðið á úti-
fundinn. Sagði hann í tölvupósti til fundarbjóð-
enda að hvorki þeir né starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar hefðu óskað eftir fundi með honum,
hvað þá ítrekað. Undrast stjórn Strætó ýmsar
ásakanir starfsmanna. | orsi@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Vagnstjórar vildu áminna stjórnarformanninn
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
NIÐURSTÖÐUR samræmdra
prófa í grunnskólum nú í vor eru í
takt við tölur undanfarinna ára.
Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri
prófadeildar hjá Námsmatsstofn-
un, segir samanburð við fyrri ár í
fljótu bragði ekki sýna mikinn
mun. Meðaleinkunnir nemenda í
Suðvesturkjördæmi og Reykjavík
eru almennt ívið hærri en á lands-
byggðinni og segir hann þá mynd í
raun óbreytta frá fyrra ári.
Meðaleinkunnir reykvískra nem-
enda hækka lítillega í öllum þrem-
ur kjarnagreinum, íslensku, stærð-
fræði og ensku. Meðaleinkunn
nemenda í öðrum landshlutum ým-
ist hækka eða lækka í mismunandi
fögum, en Norðausturkjördæmi er
eina svæðið þar sem meðalein-
kunnir lækka í öllum þremur
greinum.
Sigurgrímur tekur hins vegar
eftir breytingu hvað varðar þátt-
töku yngri bekkinga í samræmdum
prófum. „Hún er að breytast mjög
hratt. Í ár tóku 17,5% 9. bekkinga
og 1% 8. bekkinga enskuprófið.
Þetta hefur aukist rosalega hratt á
síðustu árum og í ár er meira að
segja talsverð aukning í þátttök-
unni í stærðfræðiprófinu. Stærð-
fræðin er að koma sterk inn,“ segir
Sigurgrímur. Fimmtán 8. bekking-
ar og ríflega fjögur hundruð 9.
bekkingar (um 9% árgangsins)
tóku stærðfræðiprófið. Áður voru
enska og Norðurlandamál vinsæl-
ust meðal yngri nemendanna en
stærðfræðin virðist í sókn.
Þátttaka yngri bekkinga eykst hratt
!
"
#
$
% &
'
!
! " ! #
$% %
GUNNAR Þorsteinsson, nemandi í 8. bekk
Grunnskóla Grindavíkur, var einn af fimmtán í
sínum árgangi á landsvísu sem tók þátt í sam-
ræmdu prófi í stærðfræði fyrir 10. bekk. Gunn-
ar ákvað snemma í vetur að leggja harðar að
sér við stærðfræðina og ljúka öllu grunnskóla-
námsefni í faginu strax í vor. „Ég hef alltaf átt
frekar auðvelt með að læra stærðfræði og hef-
ur þótt það áhugavert fag,“ segir Gunnar.
Krafinn um frekari útskýringar segir hann:
„Ég á bara mjög auðvelt með að muna tölur. Það er eitthvað við stærðfræð-
ina sem ég skil vel og finnst skemmtilegt. Mér finnst hún ekki flókin.“
Þetta er líklega ekki ofsagt hjá Gunnari, hann fékk tíu á prófinu, sá eini í
öllum skólanum sem náði þeirri einkunn. „Ég þurfti að læra rosalega mikið
en það háði mér ekkert. Ég hef yfirleitt klárað efnið í skólanum áður en ég
fer heim, nema í undantekningartilvikum.“ Gunnar þurfti að skipuleggja sig
vel því hann spilar fótbolta með fjórða flokki Grindavíkur og æfir íþróttina
að sögn átta til tíu sinnum í viku. Fótboltinn er áhugamál númer eitt, en
stærðfræðin situr í öðru sæti. „Næsta vetur fer ég í Fjölbrautarskóla Suð-
urnesja til að læra stærðfræðina þar, en verð samt áfram nemandi í Grunn-
skóla Grindavíkur. Eftir grunnskólann ætla ég á afreksbraut fyrir íþrótta-
menn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja,“ segir Gunnar að lokum.
Fótboltinn í fyrsta sæti
Gunnar Þorsteinsson