Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 7
Útgefandi Marel Food Systems hf., kt. 620483-0369, Austurhrauni 9, Garðabæ, sími 563 8000, www.marelfoodsystems.com. Umsjónaraðili útboðs og töku hlutanna til viðskipta Landsbanki Íslands hf., kt. 540291-2259, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, sími 410 4000, www.landsbanki.is. Tilgangur útboðs og heimild til hlutafjárhækkunar Stjórn Marel Food Systems hf. ákvað þann 6. maí 2008 að nýta heimild í samþykktum félagsins og hækka hlutafé þess með sölu nýrra hluta. Seldir verða 156.440.000 nýir hlutir í Marel Food Systems hf. Verði umframeftirspurn í útboðinu hefur stjórn Marel Food Systems hf. áskilið sér rétt til þess að fjölga þeim hlutum sem boðnir verða til sölu í útboðinu, þannig að heildarfjöldi seldra hluta verði allt að 196.555.000 hlutir. Útboðsgengi og heildarsöluvirði útboðs Útboðsgengið er 89 kr. fyrir hvern hlut í Marel Food Systems hf. og nemur heildarsöluvirði útboðsins kr. 13.923.160.000. Nýti stjórn Marel Food Systems hf. rétt sinn til fjölgunar seldra hluta í útboðinu verður heildarsöluvirði útboðsins allt að kr. 17.493.395.000. Afrakstri útboðsins verður varið til endurgreiðslu á brúarfjármögnun vegna kaupa Marel Food Systems hf. á Stork Food Systems. Sölutímabil Frá klukkan 10:00 fimmtudaginn 5. júní 2008 til klukkan 16:00 föstudaginn 6. júní 2008. Sölutrygging Útboðið er sölutryggt af Landsbanka Íslands hf. miðað við útboðsgengi. Eyrir Invest ehf. hefur skuldbundið sig gagnvart Landsbanka Íslands hf. til að skrá sig að lágmarki fyrir hlutum í útboðinu sem eru að söluvirði jafngildi 59 milljónum evra. Grundtvig Invest ApS hefur skuldbundið sig gagnvart Landsbanka Íslands hf. til að skrá sig fyrir hlutum í útboðinu sem eru að söluvirði jafngildi 7 milljónum evra. Gjalddagi Áskrift í útboðinu er skuldbindandi. Greiðsluseðlar verða sendir áskrifendum í pósti í kjölfar áskriftar, auk þess sem þeir munu birtast í netbönkum. Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla er 13. júní 2008. Hlutir sem kunna að vera ógreiddir eftir gjalddaga, er stjórn Marel Food Systems hf. heimilt að innheimta með tilheyrandi kostnaði eða fella úr gildi og ráðstafa til þriðja aðila án sérstakrar tilkynningar eða fyrirvara. Afhending og taka hluta til viðskipta Hinir nýju hlutir verða gefnir út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Stefnt er að því að afhending hluta fari fram eigi síðar en 16. júní 2008. Stefnt er að því að hlutirnir verða teknir til viðskipta í kauphöll OMX Nordic Exchange Iceland hf. 18. júní 2008. Fyrirkomulag útboðs Hluthöfum Marel Food Systems hf., sem skráðir voru í hluthafaskrá félagsins þann 2. júní 2008 er heimilt að taka þátt í útboðinu. Auk hluthafa geta aðrir fjárfestar skráð sig fyrir hlutum í útboði Marel Food Systems hf., enda skrái þeir sig fyrir a.m.k. 75.000 hlutum í útboðinu. Einungis er hægt að skila áskriftum rafrænt á vef Landsbankans, www.landsbanki.is, á sölutímabilinu gegn því að gera grein fyrir sér með kennitölu og lykilorði. Hluthafar fengu sent lykilorðið bréfleiðis þann 28. maí 2008. Rafræn staðfesting, sem birtist í lok áskriftar og hægt er að prenta út, er skilyrði fyrir gildri áskrift. Hluthafar verða að lágmarki að skrá sig fyrir 200 hlutum í útboðinu. Ekkert hámark er á áskriftum. Úthlutun áskrifta Stjórn Marel Food Systems hf. mun úthluta hlutum til áskrifenda að loknu sölutímabilinu og hefur stjórnin heimild til að hafna áskriftum í útboðinu í heild eða að hluta. Við úthlutun mun stjórnin hafa eftirfarandi viðmið til hliðsjónar: a) Að allir hluthafar, óháð eignarhlut þeirra í Marel Food Systems, verði úthlutað a.m.k. 2.500 hlutum, ef þeir hafa óskað eftir því. b) Að hluthafar haldi hlutfallslegum eignarhlut sínum í Marel Food Systems hf., fyrir og eftir útboð, í samræmi við áskriftir þeirra, að teknu tilliti til viðmiðs a) og c). c) Að öðrum fjárfestum sem eru ekki hluthafar í Marel Food Systems hf. eða eiga lítinn hlut í félaginu fyrir útboð verði gefinn kostur á að verða hluthafar í Marel Food Systems hf. í samræmi við áskriftir þeirra að teknu tilliti til viðmiða a) og b). Áskrifendur geta nálgast upplýsingar um úthlutun áskrifta til sín í útboðinu, frá og með 9. júní 2008 á vef Landsbanka Íslands hf., www.landsbanki.is, með því að slá inn sömu auðkenni og lykilorð og þeir notuðu við skráningu áskrifta sinna. Hlutafjárútboð Marel Food Systems hf. 5. og 6. júní 2008 Hlutafjárútboð í Marel Food Systems hf. verður dagana 5. og 6. júní 2008. Seldir verða 156.440.000 nýir hlutir í Marel Food Systems hf. í útboðinu. Verði umframeftirspurn í útboðinu hefur stjórn félagsins heimild til að fjölga þeim hlutum sem seldir verða í útboðinu um allt að 40.115.000 hluti. Hluthafar skráðir í hluthafaskrá Marel Food Systems hf. þann 2. júní 2008 hafa heimild til að taka þátt í útboðinu. Aðrir fjárfestar en hluthafar geta einnig skráð sig fyrir hlutum í útboði Marel Food Systems hf., enda skrái þeir sig fyrir a.m.k. 75.000 hlutum í félaginu. Ráðgjafar Landsbankans veita upplýsingar um útboðið í síma 410 4040 frá klukkan 9-18 meðan á útboðinu stendur. Marel Food Systems hf. hefur gefið út og birt lýsingu vegna útboðsins og töku hinna nýju hluta til viðskipta í kauphöll OMX Nordic Exchange Iceland hf. Lýsinguna er hægt að nálgast á vef Marel Food Systems hf., www.marelfoodsystems.com. Jafnframt er hægt að nálgast prentuð eintök af lýsingunni á skrifstofu Marel Food Systems hf., Austurhrauni 9, Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.