Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 11
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
GÓÐAR líkur er á því að hrygning-
arstofn þorsks fari vaxandi á næstu
árum. Hins vegar er ekki von til þess
að aflamark verði aukið á næstunni.
Sérfræðingar Hafrannsóknastofn-
unarinnar kynntu í gær veiðiráðgjöf
sína fyrir komandi fiskveiðiár. Lagt
er til að dregið verði úr veiði þorsks,
ýsu, ufsa, karfa og grálúðu og fleiri
tegunda. Á móti kemur aukning á
humri. Tillögurnar koma ekki á
óvart en fulltrúar hagsmunasamtaka
efast. Verði farið að fullu eftir til-
lögum Hafró mun útflutnings-
verðmæti sjávarafurða minnka um
tæpa 15 milljarða króna.
Ákvörðun sem tekin var fyrir ári
um að draga mjög úr þorskveiðum til
að reyna að ná stofninum upp á ný er
farin að skila sér, að mati Björns Æv-
arrs Steinarssonar fiskifræðings hjá
Hafrannsóknastofnuninni. Aflinn var
170 þúsund tonn á árinu 2007 en áætl-
að er að hann verði 135 þúsund tonn í
ár.
Sérfræðingarnir telja að ef farið
verði að þeirra ráðleggingum séu
góðar líkur á að hrygningarstofninn
fari vaxandi og yfirgnæfandi líkur á
að viðmiðunarstofninn, sem kvótinn
er reiknaður út frá, verði að minnsta
kosti jafnstór eftir fjögur ár og hann
er nú og jafnvel stærri. Hins vegar
er ekki búist við að aflamark fari
vaxandi á næstu árum, sérfræðing-
arnir telja frekar líkur á að það fari
minnkandi, vegna þess hversu slakir
þorskaárgangarnir hafa verið allar
götur frá árinu 2001.
Hafró leggur til að þorskkvótinn
verði minnkaður um 6 þúsund tonn,
úr 130 þúsund tonnum í 124 þúsund
tonn og miðar þá við 20% aflareglu
sem ákveðin var í fyrra. Við þá
ákvörðun gaf sjávarútvegsráðherra
út að kvótinn í ár yrði ekki lægri en
130 þúsund tonn sem lið í aðlögun að
nýrri aflareglu og er því þegar ljóst
að þorskkvótinn verður óbreyttur.
Mikil veiði á ýsu undanfarin ár
byggist á einum stórum árgangi. Ár-
gangarnir sem taka við eru hins veg-
ar í meðallagi og telja sérfræðingar
Hafró tímabært að draga úr ýsu-
veiði. Svipaða sögu er að segja af
ufsa og gullkarfa. Þá er grálúðan,
sem er sameiginlegur stofn þriggja
ríkja, mikið ofveidd en ekki hefur
tekist að ná samkomulagi um skyn-
samlega nýtingu stofnsins.
Ekki er von á betri tíð
Hafró leggur til að dregið verði úr veiðum á þorski, ýsu, ufsa og karfa en humarveiðar verði auknar
Þorskstofninn er byrjaður að hjarna við en ekki er von á aukningu kvóta á allra næstu árum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þorski landað Ekki er útlit fyrir að sjómenn geti farið að veiða meiri þorsk, að mati sérfræðinga Hafró.
( ) * + ,-,! ./0
1 ,-, 2 !
" # $
% &
'
()*
+
)
!,- )
+ .
/012
$ +4
2
56 1(1
7*
56 1(136)87*
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
&''()'*
+ ,!
&''()'*
-
.
.
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
,34
#4
4
34
,4
4
4
4
4
,4
# 4
4
4
,4
,4,
3
4
90
90
90
90
90
90
90
9
9
9
90
90
9
+ ,!
&''*)'/
LÍÚ telur að auka eigi þorskkvótann í 150 til 160 þúsund
tonn og leggur til að ekki verði dregið eins mikið úr
veiði annarra tegunda og Hafró leggur til.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsam-
bands íslenskra útvegsmanna, segir að þorskstofninn sé
vissulega of lítill og þurfi að byggja hann upp en vísar til
tillagna LÍÚ í fyrra um að fara ekki of skarpt í niður-
skurð. „Við teljum að ráðlegra hefði verið að gera þetta
hægar. Það hefði ekki verið tekin áhætta með því að
veiða 150 til 160 þúsund tonn. Það er okkar tillaga aftur
núna,“ segir Friðrik.
„Sem betur fer er auðvelt að veiða þorsk og margir telja að stofninn sé
ekki eins slakur og Hafró metur. Það eru góðu fréttirnar enda slæmt ef
saman færi slakt fiskirí og mat á því að stofninn sé þetta lítill,“ segir hann.
Of skarpur niðurskurður
„MÉR sýnist í heildina að þetta sé heldur til verri veg-
ar. Það er aukning í dálítið verðmætum tegundum,
eins og t.d. humri, á móti minnkun í ufsa og ýsu og
einnig karfa en þar er meiri óvissa,“ segir Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Hann telur að færa megi viss rök fyrir því að
minnka kvóta í ýsu og ufsa. „Það má segja að allan
tímann hafi verið rangt að halda því fram að hægt
væri að veiða 95 þúsund tonn af ýsu en ekki nema 130
þúsund tonn af þorski. Þetta eru tegundir sem fara
mikið saman í veiði. Ég er ekki viss um að það muni skaða sjómenn
mikið.“ Hann kveðst hins vegar hundfúll yfir tillögum um að minnka
hrefnukvótann úr 400 dýrum í 100.
Rök fyrir minnkun ýsukvóta
„ÉG hef vissar efasemdir. Sérstaklega finnst mér ég
ekki fá svör um áhrif hvalanna. Með hvaða hætti tekið er
tillit til þeirra í líkönum og hvort að það er fast eða hafi
breyst í gegnum tíðina,“ segir Árni Bjarnason, forseti
Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Hann segir að auðvelt sé að veiða þorsk, menn séu al-
mennt á flótta undan honum á miðunum. Þá vitnar hann
til skipstjóra á Vestfjarðamiðum sem telur að mikið sé
að vaxa upp af yngstu árgöngum þorsks sem ekki
stemmir við upplýsingar Hafró. „Þeir eru með ákveðin
niðurnegld vinnubrögð sem byggjast á ansi stórum hluta á togararallinu
sem margir telja að sé ofmetið. Það er eins og menn komist ekkert úr þessu
fari,“ segir Árni.
Vill svör um áhrif hvala
SJÁVARÚTVEGS- og landbúnaðarráðherra stefnir
að því að ákvörðun um aflamark á næsta fiskveiðiári
verði tekin fyrir lok mánaðarins. Hann segir að
þorskkvótinn fari ekki niður fyrir 130 þúsund tonn,
eins og ákveðið var í fyrra.
Einar K. Guðfinnsson segir að tillögur Hafrann-
sóknastofnunarinnar um þorskkvóta séu mjög í sam-
ræmi við mat hennar á síðasta ári. „Það er annað
mál að sjómenn hafa almennt metið það svo að meiri
þorskur sé á ferðinni en áður. Vitaskuld hafði það
kveikt með manni vonir.“
Hafró beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að reynt sé að ná stjórn
á veiðum grálúðustofnsins sem veiddur er í lögsögu Grænlands og
Færeyja, auk Íslands, en grálúðan er mikið ofveidd. Einar segir að ís-
lensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að ná samkomulagi um stjórnun
sameiginlegra stofna. Það hefði ekki tekist varðandi grálúðuna. „Þetta
er tilefni til að við herðum okkur í þeirri fyrirætlun okkar að ná
samningum um grálúðuna. Það er verið að ofveiða hana. Þetta mun
enda illa, ef við náum ekki utan um stjórnunina,“ segir Einar K. Guð-
finnsson.
Mjög í samræmi við
mat Hafró fyrir ári
Barnavernd
flytur á
Höfðatorg
Barnavernd Reykjavíkur flytur um helgina í nýtt húsnæði að Höfðatorgi, Borgartúni 10-12.
Vegna flutninganna verður lokað hjá Barnavernd frá hádegi fimmtudaginn 5. júní og allan
daginn föstudaginn 6. júní. Við opnum aftur mánudaginn 9. júní.
Í neyðartilvikum er hægt að ná í starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur gegnum neyðarsíma
112 en einnig munu þjónustumiðstöðvar í hverfum taka á móti erindum viðskiptavina á
meðan lokað verður.
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar hjá símaveri borgarinnar, 411 1111, sem mun
jafnframt annast símaþjónustu fyrir Barnavernd Reykjavíkur héðan í frá.
Reykjavíkurborg
„MÉR líst afspyrnuilla á þetta, eins og mér hefur litist á
þeirra þorskveiðiráðgjöf til margra ára. Við höfum bent
á það lengi að reynsla veiðimanna og sú mæling Hafró
að allt sé í sögulegu lágmarki varðandi þorskstofninn fái
ekki staðist,“ segir Arthur Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda. „Persónulega veit ég ekki
um nein vísindi sem hafa afsannað reynslu manna og
veit ekki af hverju fiskivísindin ættu að vera eitthvað
undanþegin þeirri reglu.“
Arthur vill auka þorskveiðiheimildir verulega. „Það
byggi ég fyrst og fremst á samtölum við félagsmenn sem lýsa því hvernig
veiðarnar gangi.“ Hann segir að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því
að þorskkvótinn náist ekki, þótt menn geri allt sem þeir geti til að forðast
það að veiða þorsk.
Ekki reynsla veiðimanna