Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 19 HAGFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hag.hi.is Morgunverðarfundur Hagfræðideildar HÍ Föstudaginn 6. júní kl. 8:30-10 – Háskólatorgi, HT 105 Samkeppnishæfni þjóða og sóknarfæri Xavier Sala-i-Martin, prófessor í þjóðhagfræði og ráðgjafi World Economic Forum í Davos, Sviss Í fyrirlestri sínum mun Xavier fjalla sérstaklega um aðferðafræði World Economic Forum við mælingar á samkeppnishæfni. Hann mun einnig fjalla um samkeppnisstöðu efnahagslífsins á Íslandi og langtímahorfur auk þess að beina sjónum að því á hvaða sviðum Ísland geti aukið samkeppnishæfni sína. Kaffi og rúnstykki frá kl. 8:00. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Trine Lundgaard Olsen farsími nr. +45 61 62 05 25 netfang: tlo@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is TÓNLISTAR- og ráðstefnuhúsið er orðið býsna áberandi í miðborg Reykjavíkur og sjálfsagt margir sem bíða spenntir eftir því að sjá það fullklárað um áramótin 2009/2010. Framkvæmdir eru á áætlun og vinna um 200 manns að jafnaði 22 klst. á sólarhring. Búið er að ráða Theódór S. Halldórsson sem fram- kvæmdastjóra Ago ehf., rekstr- arfélagsins sem sér um markaðsmál og daglegan rekstur hússins. Hann segir að verið sé „að vinna að því að skipuleggja reksturinn á húsinu“. „Þar er margs að gæta því þetta er auðvitað bæði tónlistar- og ráð- stefnuhús. Þarna verða veitingahús, verslanir og ýmis konar þjónusta og eitt af því sem þarf að gera er að ráða starfsfólk til starfa og þar er listrænn stjórnandi náttúrulega lyk- ilstarfsmaður. Þetta er hlutur sem þarf að vanda vel til og tekur svolít- inn tíma,“ segir Theódór. Hann mun skipuleggja rekstrarmál, markaðs- setningu, starfsmannahald og fleira sem viðkemur daglegri starfsemi hússins. „Þá berum við okkur saman við það sem er að gerast í öðrum lönd- um, hvernig menn skipuleggja svona hús,“ segir Theódór. Í haust á að vera búið að ramma reksturinn meira og minna inn. Ráðgjafar koma með tillögur „Við erum að vinna í því að ráða listrænan stjórnanda og njótum ráð- gjafar Jaspers Parrott, umboðs- manns Vladimírs Ashkenazy, sem er líka ráðgjafi hjá okkur,“ segir Theó- dór um stöðuna í ráðningarferli list- ræns stjórnanda hússins. „Við erum að leita að aðila og ég vona að þetta skýrist í næsta mánuði.“ Starf listræns stjórnanda við hús- ið hefur ekki verið auglýst heldur var ákveðið að leita til ráðgjafa, í það minnsta til að byrja með, en ekki er útilokað að starfið verði auglýst síð- ar. Parrott var fenginn til að koma með hugmyndir að listrænum stjórnanda og hvernig starfslýsing hans ætti að vera segir Theódór. Ekki er tímabært að nefna nein nöfn á mögulegum stjórnendum að svo stöddu en Theódór gerir ráð fyrir því að listrænn stjórnandi hefji störf í haust. Hann segir vinnu að list- rænni dagskrá þegar hafna hjá Tón- listar- og ráðstefnuhúsinu og ráð- gjöfunum tveimur fyrrnefndu. Morgunblaðið/Golli Húsið rís hratt Theódór með Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í bakgrunni. Listrænn stjórnandi lykilstarfsmaður Í HNOTSKURN » Theódór var ráðinn fram-kvæmdastjóri Ago ehf. í febrúar sl. Ago ehf. er dótt- urfélag Eignarhaldsfélagsins Portus hf. og sér um mark- aðsmál og rekstur Tónlistar- og ráðstefnuhússins. » Undirbúningur, hönnun,bygging, starfsemi og rekstur hússins er í aðskildum félögum sem eru að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Portus hf., annars vegar To- tus ehf. og hins vegar Ago ehf. » Totus ehf. er fasteigna-félag sem hannar, byggir og fjármagnar Tónlistar- og ráðstefnuhúsið á bygging- artíma og annast stjórnun og rekstur fasteigna eftir opnun. Unnið er að því að skipuleggja reksturinn í nýja Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Morgunblaðið/RAX Gengur vel Framkvæmdir við byggingu hússins eru á áætlun. ÞEIR sem áhuga hafa á Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu fagna sjálfsagt þeim fréttum að opna eigi gesta- stofu til kynningar á húsinu og framkvæmdum í nágrenni þess. Gestastofa Tónlistar- og ráðstefnu- húss verður á efstu hæð hússins að Hafnarstræti 20, sem jafnan er nefnt Strætóhúsið. Gestastofan verður um 500 fermetrar og geta gestir fengið ítarlegar upplýsingar þar um þetta umfangsmikla verk- efni. Henning Larsen arkitektar, sem hanna Tónlistar- og ráðstefnu- húsið, koma að hönnun stofunnar. María Björk Óskarsdóttir er framkvæmdastjóri Gestastofu Tón- listar- og ráðstefnuhúss og segir búið að rýma efstu hæð hússins og mála það kolsvart að utan, í tengslum við verkefnið, gera það hlutlausara í útliti og um draga um leið meiri athygli að því. „Hugmyndin með þessari gesta- stofu er að þar verði sýning sem segir frá sögunni og uppbygging- unni. Þarna geta almenningur og allir fagaðilar komið og fengið allar upplýsingar, lesið sér til, skoðað myndir, líkön og þrívíddarefni sem og sótt viðburði af ýmsum toga, s.s. fundi, fyrirlestra, pallborðs- umræður, tónleika eða annað sem verður í boði í Gestastofunni. Til- gangurinn með þessu er auðvitað að gefa innsýn í það sem koma skal þegar húsið verður risið og búið að opna það. Það er mikill áhugi fyrir þessu og eftirspurn eftir upplýs- ingum,“ segir María Björk. Svör við spurningum Vinnulíkön Ólafs Elíassonar tengd glerhjúpnum utan á húsinu verða til sýnis og eiga án efa eftir að vekja miklar umræður og vanga- veltur gesta. María Björk segir framkvæmdina gríðarlega um- fangsmikla og ljóst að bygging- arnar muni hafa mikil áhrif á ásýnd miðborgarinnar. „Við teljum það okkar skyldu að varpa sem bestu ljósi á þetta og gefa fólki kost á að setja sig inn í málin og fá svör við sínum spurningum. Sérfræðingar sem þekkja ólíkar hliðar fram- kvæmdarinnar verða oft kallaðir til og munu fræða gesti um þær.“ Gestastofa opnuð í júlí Morgunblaðið/Golli Undirbúningur María Björk og Gunnar Einarsson byggingarstjóri. Gott útsýni Á þeirri hlið Gestastofu sem snýr norður verður stór gluggi, um tíu metra breiður, með útsýni yfir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.