Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 20
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is GÓÐAR viðtökur neytenda er ástæða þess að íslenskum paprikum er í langflestum tilfellum pakkað saman í ólíkum litum í neyt- endapakkningar að sögn stærsta paprikuframleiðanda landsins. Neytendur hafa því ekki val um að kaupa stakar íslenskar paprikur eða fleiri íslenskar paprikur í einum lit eingöngu. Það getur valdið gremju að standa frammi fyrir grænmetis- borðinu úti í búð og uppgötva að ef til stendur að nota rauða papriku í salatið um kvöldið sé ekki val um annað en að kaupa græna eða gula papriku með – vilji viðkomandi ís- lenska framleiðslu. Sjái menn ekki not fyrir þá grænu eða vilji forða henni frá skemmdum í ísskápnum þurfa þeir að leita í erlenda græn- metið. Friðrik Friðriksson, grænmetis- bóndi á Jörfa sem er langstærsti paprikuframleiðandi landsins, segir að menn hafi farið að pakka inn paprikum fyrir nokkrum árum svo hægt væri að auðkenna þær sér- staklega sem íslenskar og þannig koma í veg fyrir að erlendar papr- ikur væru seldar sem innlendar. Hann segir að um leið hafi verið byrjað á því að pakka fleiri en einni papriku saman og í mismunandi lit- um. „Áður seldust grænar, rauðar og gular paprikur í jafnmiklu magni svo þegar við fórum að pakka þessu reyndum við að hafa alla liti þannig að bakkinn yrði sem litskrúðug- astur. Þá tóku neytendur þessu fagnandi og þess vegna höfum við haldið þessu áfram. Við höfum ekki fengið neina athugasemd um þetta fyrr.“ Ekki forræðishyggja Aðspurður tekur Friðrik fyrir að um einhvers konar forræðishyggju sé að ræða; að með þessu séu fram- leiðendur að ákveða fyrir neytendur hvaða paprikuliti þeir fái. Misjafnt sé hversu margar paprikur fram- leiðendurnir setji saman í bakka, en á Jörfa innihaldi pakkningarnar tvær paprikur. Helmingur pakkn- inganna innihaldi aðra paprikuna græna en í hinum helmingnum séu Ekki val um lit eða fjölda neytendur |fimmtudagur|5. 6. 2008| mbl.is Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Dansandi stúlkur í stutt-pilsum að fetta sig ogbretta með dúska í hendiog bros á vör er sennilega eitthvað sem flestir tengja við banda- rískar unglingabíómyndir, fremur en grunnskólapíur á Kjalarnesi. Engu að síður hefur hópur þeirra síðarnefndu staðið í ströngu við slíkar æfingar í vetur. Tilefnið var klappstýrunámskeið á vegum Ungmennafélags Kjalarness sem haldið var í íþróttamiðstöðinni Klébergi. Var ekki annað að sjá en stúlkurnar væru vel þjálfaðar þegar Daglegt líf bar að garði. Hin átján ára gamla Maríanna Þórðardóttir hafði veg og vanda af námskeiðinu. „Kúnstirnar lærði ég á klappstýrunámskeiði á íþróttalýðhá- skóla í Danmörku. Ég hef kennt fim- leika á Kjalarnesi og fékk þá hug- mynd að standa fyrir klappstýrunámskeiði hjá UMFK þeg- ar ég kom heim frá Danmörku. Hug- myndinni var vel tekið svo ég lét til skarar skríða,“ segir Maríanna sem hefur æft fimleika, dans og fleiri íþróttir síðan hún man eftir sér. „Klappstýruæfingar eru íþróttir út af fyrir sig enda eru klappstýrur ekki eingöngu hugsaðar til að hvetja aðra íþróttamenn til dáða. Æfingarnar eru blanda af dansi og fimleikum, auk þess sem séreinkenni æfinganna eru hin svokölluðu „stunts“ þar sem klappstýrunum er kastað upp í loftið með alls kyns snúningum. Þetta er erfið en stórskemmtileg íþrótt sem er iðkuð sem keppnisíþrótt í Danmörku og víðar.“ Maríanna telur langt í að klapp- stýrur verði landlægar á Íslandi. Ásókn í námskeiðið hafi þó verið von- um framar og íslensku stúlkurnar voru bæði duglegar og áhugasamar. „Auðvitað voru æfingarnar erfiðar á tímum fyrir stelpurnar en þær voru mjög duglegar og ákveðnar og að lok- um náðu þær öllum töktunum.“ Hápunktur námskeiðsins var síðan þegar stelpurnar sýndu kúnstir og stökk á vorhátíð UMFK þar sem til- þrif þeirra vöktu verðskuldaða at- hygli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Klappstýrur Stelpurnar fóru létt með að stilla sér upp í glæsilegan píramída. Þjálfarinn Maríanna lærði klappstýrukúnstir á íþróttalýðháskóla í Danmörku. Með dúska í hendi og bros á vör daglegtlíf Paprikan er einkar rík af B- og C-vítamíni. Rauðar papr- ikur innihalda þrisvar sinnum meira C-vítamín en appels- ínugular og grænar. Í þeim er einnig mikið af A-vítamíni, steinefnum og trefjum. Vegna þess að græn papr- ika er tínd óþroskuð inniheld- ur hún minna af vítamíni en litríkari paprika. Heimild: www.islenskt.is Rauðar, gular og grænar MEÐAL þeirra sem tóku þátt í námskeið- inu á Kjalarnesi voru Aþena Valý Orradóttir og Agnes Ýr Gunnarsdóttir. Þær voru sam- mála um að það væri gaman að vera klappstýra. „Ég æfi fim- leika sem nýtist mér í klapp- stýruæfingum,“ segir Agnes Ýr. „Æfingarnar byggja að- allega á dansi en síðan gerum við ýmis stunts sem er mikið fjör,“ segir Aþena Valý. Bún- ingana völdu allar stelpurnar í sam- einingu úr ýms- um fötum sem þær fundu í Kringlunni. Gaman að vera klappstýra Kátar Aþena Valý og Agnes Ýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.