Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIRYAM Shomrat, sendiherra
Ísraels á Íslandi skrifaði grein í
Morgunblaðið 17. mars sl. með fyr-
irsögninni „Hryðjuverk
og viðbrögð við þeim“
Kjarni greinarinnar
er þessi: Ef hryðju-
verkamennirnir í Ha-
mas hætta að skjóta
eldflaugum, ráðast á
ísraelsk heimili, sjúkra-
hús, trúarskóla og
barnaheimili þá muni
ríkja friður. Ísraelsher
hefði þá enga ástæðu til
þess að ráðast á Palest-
ínumenn.
Sendiherrann reynir
að telja lesendum
Morgunblaðsins trú um
að andspyrna Palest-
ínumanna sé orsök
átakanna, hún lýsir Ísr-
aelum sem fórn-
arlömbum. Við eigum
að trúa því að þjóð sem
á fjórða sterkasta her-
inn og nýtur stuðnings
öflugasta herveldisins,
sé fórnarlamb þjóðar í
herkví!
Það er fróðlegt að
kynnast málflutningi
sendiherrans, hún er
opinber talsmaður Ísr-
aelsstjórnar og flytur
því afstöðu stjórn-
arinnar og sjónarmið síonista ómeng-
uð til okkar. Hún opinberar það sem
er svo mikilvægt að almenningur
skilji: Talsmenn Ísraela segja aldrei
satt og rétt frá þegar þeir ræða átök-
in við Palestínumenn. Sendiherrann
er að verja málstað þeirra sem eru
hægt og bítandi að reyna að útrýma
heilli þjóð! Það er ekki góður mál-
staður og þess vegna verður að bera
fram miklar blekkingar
Sendiherra síonistanna er djörf í
grein sinni; hún hikar ekki við að vísa
Palestínumönnum leiðina til lífsham-
ingjunnar og skrifar: „ef hryðju-
verkaáætlanir, vopnasmíð og upp-
hafning haturs vikju fyrir eðlilegri
atvinnustarfsemi“. Þessi leiðarvísir
sendiherrans hlýtur að vekja spurn-
ingu: Hvað er eðlileg atvinnu-
starfsemi hjá þjóð sem hefur verið
undirokuð í áratugi? Er hægt að
stunda eðlilega atvinnustarfsemi þar
sem hernámslið setur
upp mörg hundruð
vegatálma – þar sem
akrar eru eyðilagðir –
þar sem húsnæði er
lagt í rúst – þar sem
fólki er meinaður að-
gangur að vatni – þar
sem fólki eru meinuð
afnot af vegum – þar
sem skattatekjum er
stolið – þar sem fólki er
neitað um lífsnauðsyn-
legan aðgang að heil-
brigðisstofnunum – þar
sem fullkomnustu her-
þotur varpa sprengjum
á þéttbýli – þar sem
stöðugt er skotið úr
skriðdrekum og stór-
skotaliðsbyssum – þar
sem ekki er hægt að fá
einföldustu varahluti –
þar sem rafmagn getur
farið fyrirvaralaust –
þar sem ríkir hafnbann
– þar sem flugvöllurinn
hefur verið sprengdur í
loft upp – þar sem
margra metra hár múr
skilur að þorp og akra –
þar sem fatlað fólk er
drepið með jarðýtum –
þar sem menn geta átt
von á fyrirvaralausri fangelsun – þar
sem börn horfa á foreldra sína nið-
urlægða – þar sem börn eru skotin til
bana á leið í skóla eða við leik – þar
sem skólakerfi er skipulega lagt í
rúst – þar sem tölvum með upplýs-
ingum um þjóðina er stolið – þar sem
holræsakerfi eru eyðilögð – þar sem
skriðdrekum er ekið vísvitandi yfir
bíla í eigu einstaklinga – þar sem land
heimamanna er tekið með hervaldi
og lagt undir nýbyggingar vopnaðra
landtökumanna – þar sem fjöldamorð
eru regla en ekki undantekning?
Orð sendiherrans um „eðlilega at-
vinnustarfsemi“ afhjúpa takmarka-
lausan hroka Ísraelsstjórnar gagn-
vart umheiminum.
Almenningur á Íslandi veit að það
eru Palestínumenn sem eru sviptir
landi sínu, mannréttindum og mögu-
leikum til þess að lifa því lífi sem allar
þjóðir eiga rétt á. Og það eru Ísraelar
sem hafa hertekið þessa þjóð, drepið
þúsundir, fangelsað þúsundir, eyði-
lagt heimili tugþúsunda og svipt 10,5
milljónir Palestínumanna landi sínu.
Allir Palestínumenn eru í helj-
argreipum Ísraela; 4,5 milljónir eru í
herkví í Gazagettóinu og á Vest-
urbakkanum, 1,3 milljónir lifa við
skert réttindi í Ísrael og milljónir eru
flóttamenn um allan heim og fá ekki
að snúa heim. Andspyrna Palest-
ínumanna er réttmæt barátta fyrir
réttindum sínum. Þetta er hinn ein-
faldi sannleikur og blekkingatilraunir
sendiherra síonistanna geta ekki falið
raunveruleikann.
Hvað segja íslenskir ráðamenn um
þetta ástand? Hvernig geta þeir sam-
þykkt með aðgerðaleysi sínu að
svona sé farið með eina þjóð?
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir að því miður hafi Ísraelar
„leiðst út í ógöngur“ þegar hann
fjallar um nýleg fjöldamorð þeirra í
Gazagettóinu. Ingibjörg Sólrún utan-
ríkisráðherra heimsótti svæðið, skoð-
aði rörasprengjur í Sderot og sá með
eigin augum fangelsismúrinn sem
Ísraelar stækka daglega. Hún skrif-
aði bréf til utanríkisráðherra Ísrael
og mótmælti framferði þeirra á Gaza.
En þetta eru máttlausar aðgerðir,
hryðjuverkamenn Ísraela hlusta ekki
á svona aðfinnslur – það er margs-
annað.
Ofbeldisstjórninni í S-Afríku var
komið á kné með baráttu heima-
manna og stuðningi umheimsins. Það
var sett viðskiptabann á stjórn hvíta
minnihlutans í S-Afríku og flest ríki
frystu sín samskipti við hana (Ísrael
var eitt fárra ríkja sem hélt góðu
sambandi).
Ríkisstjórn Íslands á að fylgja
hvatningu Desmond Tutu biskups, en
hann hefur hvatt til viðskiptabanns á
Ísrael. Ef utanríkisráðherra Íslands
vill freista þess að hafa áhrif á
ástandið þá verður hún að taka skref-
ið og rjúfa öll samskipti við stjórn-
völd í Ísrael. Það er það eina sem fær
þau til að skilja að umheimurinn
muni ekki líða framferði þeirra. Eftir
60 ára kúgun er kominn tími til að-
gerða.
Gazagettóið og
sjónarmið síonistans
Hjálmtýr Heiðdal skrifar
vegna greinar sendiherra
Ísraels, Miryam Shomrat
Hjálmtýr Heiðdal
Höfundur er
kvikmyndagerðarmaður.
» Sendiherr-
ann reynir
að telja lesend-
um Morgun-
blaðsins trú
um að and-
spyrna Palest-
ínumanna sé
orsök átakanna,
hún lýsir Ísra-
elum sem
fórnarlömbum.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÁRLEGA berast yf-
ir 500 óskilakettir í
Kattholt og einungis
fjórðungur þeirra er
sóttur af eigendum
sínum. Fjórðungi er
lógað og helmingur
fær ný heimili.
Kattholt reynir
eftir bestu getu að sinna öllum þessum
dýrum sem til þeirra koma en oft er
það erfitt og dýrin of mörg. Oftar en
ekki eru kettirnir ekki örmerktir þó
svo að eigendum sé skylt að örmerkja
þá samkvæmt reglugerð Reykjavíkur-
borgar. Einnig er greint frá því í bækl-
ingi um kattahald að skylda sé að hafa
hálsól með heimilisfangi og síma svo
unnt sé að ná í eigandann ef kötturinn
fer á flakk eða er að valda tjóni eða
ónæði hjá nágrönnum.
Því miður eru líka margir sem
trassa það að láta gelda kettina eða
taka úr sambandi til þess að koma í
veg fyrir óæskileg got. Vegna þess eru
smáauglýsingar fullar af litlum kett-
lingum í heimilisleit og því miður eru
ansi margir sem finna aldrei ný heim-
ili.
Núna ríkir neyðarástand í Katt-
holti, um 130 kettir
dvelja þar nú, þá eru
kettlingar ekki með-
taldir. Fjárhagurinn
er bágur og útlitið er
svart. Það er sorgleg
tilhugsun að hugsa
til þess hvað mun
gerast ef kattholt
lokar. Hvað verður
um alla óskila-
kettina?
Það er mjög þarft starf sem unnið
er í Kattholti og hvet ég fólk til þess
að leggja þessu málefni lið. Hægt er
að fara inn á heimasíðu Kattholts;
kattholt.is, til þess að fá frekari upp-
lýsingar.
Einnig velti ég fyrir mér hvað bæj-
arfélög í kringum Reykjavík eru að
gera til þess að styrkja Kattholt því
það er ekki bara að hýsa og bjarga
köttum frá Reykjavík.
Einnig vil ég minna á að því fylgir
ábyrgð og kostnaður að eiga dýr. Það
þarf að bólusetja, gelda og orma-
hreinsa dýr árlega jafnvel oftar. Dýrin
þurfa ást og umhyggju frá okkur en
veita okkur í staðinn einn besta fé-
lagsskap sem hægt er að hugsa sér.
BIRNA HELENA CLAUSEN,
meðlimur í Kattavinafélaginu.
Hver hugsar um
dýrin okkar?
Frá Birnu Helenu
Clausen
Ómótstæðilegir Þessar litlu
kisur fengu allar gott heimili.
MORGUNBLAÐIÐ birti hinn 21.
maí sl. leiðara undir fyrirsögninni
„Jarðgufa og vatnsafl“. Þar segir:
„Vatnsaflsvirkjanir hafa verið mjög
umdeildar hin síðari ár, kannske
fyrst og fremst vegna þess, að þeim
hefur fylgt mikið rask í óbyggðum
og að margra mati eyðilegging á
náttúruverðmætum“. Síðar í leið-
aranum segir um þessar virkjanir:
„Og jafnvel þótt þær séu ekki í
óbyggðum eru þær umdeildar eins
og sjá má af deilunum sem standa
um virkjanir í neðri hluta Þjórsár“.
Ennfremur segir: „Það er áreið-
anlega víðtæk samstaða meðal þjóð-
arinnar um að útiloka frekari fram-
kvæmdir á miðhálendinu, hvort sem
um er að ræða virkjanir eða aðrar
framkvæmdir, svo sem vegafram-
kvæmdir“. Það blæs þannig ekki
byrlega fyrir frekari nýtingu vatns-
orku á Íslandi að mati leiðarahöf-
undar.
Í framhaldi segir höfundur: „Þess
vegna hefur verið spurt, og Morg-
unblaðið hefur m.a. varpað þeirri
spurningu fram, hvort jarð-
gufuvirkjanir gætu orðið einhvers
konar málamiðlun milli virkjana-
sinna og umhverfisverndarsinna“.
Hann rekur síðan nýlegar deilur um
jarðgufuvirkjanir á Hellisheiði (sem
ekki getur nú talist til miðhálend-
isins) og segir síðan:
„Ef líka þrengir mjög
að jarðgufuvirkj-
unum fer þetta að
verða spurning um
hvort við treystum
okkur til að halda yf-
irleitt áfram að nýta
orkuauðlindir þjóð-
arinnar að einhverju
marki“.
Hér má skjóta inn
að eftir Kára-
hnjúkavirkjun höfum
við nýtt um 30% af
efnahagslega nýt-
anlegri vatnsorku
landsins og enn
lægra hlutfall nýt-
anlegs jarðhita. Sam-
bærilegt nýting-
arhlutfall
efnahagslegrar
vatnsorku í öðrum
iðnríkjum er frá um
65% upp í yfir 90%.
Höfundur leið-
arans heldur áfram: „Við höfum þeg-
ar sett okkur ströng mörk í sam-
bandi við nýtingu á auðlindum
hafsins“ og spyr síðan: „Treystum
við okkur til að ganga ekki lengra að
sinni í nýtingu auðlinda okkar? Er-
um við tilbúin að taka á okkur þær
takmarkanir á lífskjarabata á næstu
árum sem því mundi fylgja?“ Hann
svarar ekki þeirri spurningu en
bendir á að það hafi einn-
ig reynst vera sveiflur í
þekkingariðnaðinum á
Íslandi og að nú síðast
hafi orðið bakslag í trú
almennings á fjár-
málasnilli Íslendinga.
„Þetta eru álitamálin,“
segir höfundur að lokum.
Hér mætti svo bæta
við að ef ekki er öðrum
ætlað að geta ferðast um
miðhálendið en úthalds-
góðum göngugörpum,
eða þeim sem treysta sér
til að vera hristir dag-
langt á óvegum, er hætt
við að þeir sem hafa
troðnustu veskin sneiði
hjá miðhálendinu – og þá
kannske Íslandi um leið
– til tjóns fyrir íslenska
ferðaþjónustu. Kröfur
ferðamanna um aðbúnað
og þjónustu fara stöðugt
vaxandi og þeir eru
reiðubúnir til að greiða
fyrir hana.
Mitt svar – og að ég held mikils
meirihluta þjóðarinnar – er nei. Við
erum ekki tilbúin að taka á okkur
þær takmarkanir á lífskjarabata á
næstu árum sem því mundi fylgja að
nýta íslensku orkulindirnar ekki
frekar en orðið er.
Í leiðaranum gætir algengrar til-
hneigingar til að greina iðnað í
Nei! Við erum ekki
reiðubúin til lakari lífskjara
Jakob Björnsson skrifar um
nýtingu orkuauðlinda
Jakob Björnsson
» Það er hrein
bábilja og
fjarstæða að við
munum eyði-
leggja náttúru
landsins þótt við
nýtum hreinar
orkuauðlindir...
HUGARAFL fagnar 5 ára afmæli
sínu hinn 5. júní með táknrænum
gjörningi, sem hefst klukkan 13:00
við Klepp og endar í
Grasagarðinum. Sam-
tök notenda erlendis
hafa staðið fyrir svip-
uðum gjörningi og
kallað hann „bedpush“
(www.bedpush.com).
Hugarafl var stofnað
af sex einstaklingum.
Bæði var það fólk sem
notið hafði þjónustu
geðheilbrigðiskerf-
isins, svokallaðir not-
endur, og iðjuþjálfar.
Þeim var það sameig-
inlegt að vilja breyta
geðheilbrigðisþjónust-
unni en höfðu ekki
fundið farveg til áhrifa,
hvorki innan stofnana
né hagsmunasamtaka.
Þegar fólk lendir í
hremmingum og ræð-
ur ekki lengur við dag-
legt líf eiga hvorki
sjúkdómsgreiningar
né lyfjataka að vera
forsenda aðstoðar. Það
hefur komið í ljós að
sjúklingshlutverkið og
sjúkdómsgreining get-
ur valdið meiri skaða
en upphaflega vandamálið. Erlend
hagsmunasamtök fólks með geð-
raskanir hafa undanfarið sett val-
möguleika í geðheilbrigðisþjónstu
sem aðalmarkmið. Ástæðan er m.a.
að innan notendahreyfinga eru
skiptar skoðanir á því hvaða leiðir
séu áhrifaríkastar til að ná bata og
sýna batarannsóknir/notendarann-
sóknir það sama. Fólk nær bata eft-
ir ólíkum leiðum og oft án atbeina
heilbrigðisstarfsfólks. Viðhorfs-
munur er meðal notenda. Annars
vegar þeir sem ánægðir eru með
þjónustuna, hafa kannski veitt mót-
spyrnu í upphafi en síðan fengið lyf
og tengst fagfólki sem hvort tveggja
hefur skipt sköpum. Þessu fólki
sárnar því neikvæð gagnrýni á kerf-
ið. Hinn hópurinn hefur náð tökum á
lífinu og segir sjálft að það sé „þrátt
fyrir“ aðferðir kerfisins. Meðferðin
hafi dregið úr lífsgæðum, lyf farið
illa í þá og óumbeðnar sjúkdóms-
greiningar hafi skert stöðu þeirra á
atvinnumarkaði og í líf-
inu. Þessir ein-
staklingar eru tor-
tryggnir gagnvart
lyfjarisunum og telja
það mannréttindi að
mega hafna lækn-
isfræðilegu inngripi og
meðferð. Þeirra bar-
áttumál er að aðrar að-
ferðir fái notið sömu
virðingar og lækn-
isfræðileg úrræði.
Margar not-
endahreyfingar hafa
fengið sig fullsaddar á
því að eyða orkunni í
innbyrðis átök. Enn
þann dag í dag hafa
ekki fengist nægar
sannanir um orsakir
geðrænna truflana og
þ.a.l. geti enginn leyft
sér skoðanahroka.
Fólk á að vera vel upp-
lýst um kosti og galla
mismunandi aðferða.
Lög og reglugerðir
eiga að tryggja að fólk
með geðraskanir hafi
val. Kjósendur velja
hvaða flokki þeir
treysta best til að stjórna landinu og
það sama á að gilda um notendur
geðheilbrigðisþjónustunnar. Þeir
eiga að fá að taka ákvörðun um það
hverjum þeir treysti best til að að-
stoða þá við að ná sem best tökum á
lífi sínu. Það er ekki tilviljun að við
höfum valið lýðræði sem stjórn-
skipulag. Það að eiga val og geta
tjáð sig án þess að óttast afleiðing-
arnar hefur áhrif á almenna heilsu
og vellíðan. Gerð var rannsókn um
einstaklinga sem annars vegar
höfðu val milli hefðbundinnar bráða-
þjónustu og óhefðbundinna leiða
innan geðheilbrigðisþjónustunnar, –
og þeirra sem ekkert val höfðu.
Hugarafl fagnar
5 ára afmæli
Elín Ebba Ásmundsdóttir
skrifar um gildi þess að fólk
hafi val innan geðheilbrigðis-
þjónustunnar
»Kjósendur
velja hvaða
flokki þeir
treysta best til
að stjórna land-
inu og það sama
á að gilda um
notendur geð-
heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir