Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 27

Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 27
„þekkingariðnað“ svonefndan ann- arsvegar og hinsvegar í það sem kalla mætti „náttúruauðlindaiðnað“. Slík aðgreining er gjörsamlega úr- elt. Allur iðnaður, undantekning- arlaust, byggist núorðið á þekkingu enda þótt hann lúti að nýtingu nátt- úruauðlinda. Framleiðsla á heitu vatni og raforku úr jarðhita á Íslandi byggist vissulega á tilvist nátt- úruauðlindar. En hún byggist að minnsta kosti jafnmikið á þekkingu. Það er þekking – að verulegu leyti þróuð á Íslandi – sem hefur gert það mögulegt að hita hús með jarðhita hér á svæðum þar sem engin merki eru um hann á yfirborði og engum datt í hug að hann væri þar að finna. Olíuvinnsla á hafi úti byggist vissu- lega á tilvist olíu undir hafsbotninum en jafnframt og ekki síður á þekk- ingu og tækni sem ekki var til fyrir fáeinum áratugum. Íslenskur áliðn- aður byggist vissulega á súráli og raforku. En það er ný þekking og tækni sem hefur gert honum mögu- legt að draga úr losun á fjölflúorkol- efnum – mjög öflugum gróðurhúsa- lofttegundum – á hvert kg af áli um meira en 90% á fáum árum að und- anförnu. Þekking er hvarvetna órjúfanlega samofin nútíma iðnaði. Og það er hrein bábilja og fjar- stæða að við munum eyðileggja nátt- úru landsins þótt við nýtum hreinar orkuauðlindir þess í svipuðum mæli og önnur iðnríki hafa gert fyrir ára- tugum. Það sýnir reynslan frá þess- um löndum. Í ljósi hættunnar af gróðurhúsaáhrifunum ber okkur raunar siðferðileg skylda til að nýta þær. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. ✝ Emil Ragn-arsson fæddist á Akureyri 11. desem- ber 1946. Hann lést á líknardeild LSH föstudaginn 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ragnar Sig- urðsson, bifreið- arstjóri og sölumað- ur, f. 27. júní 1916, d. 29. mars 2000, og Kristín Mikaels- dóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1918, d. 28. apríl 1984. Systkini Emils eru: 1) Mikael, f. 28. mars 1945, d. 21. maí 2005, kvæntist Auði Halldórs- dóttur, þau skildu, 2) Gunnlaug Hanna, f. 27. maí 1949, maki Gísli Guðjónsson, f. 29. desember 1951, 3) Brynja, f. 14. apríl 1952, og 4) Ragna Kristín, f. 1. mars 1957, sambýlismaður Jan Christiansen, f. 7. júní 1957. Emil kvæntist 25. desember 1968 Birnu Brynveigu Bergs- dóttur, f. 22. nóvember 1945. For- eldrar Birnu voru Bergur Þorkels- son, f. 12. júlí 1912, d. 5. ágúst Emilsdóttir, f. 12. maí 1984, sam- býlismaður Karl West Karlsson, f. 2. nóvember 1984. Emil lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1966. Hann lauk fyrrihlutaprófi í véla- verkfræði frá Háskóla Íslands 1969 og M.Sc.-prófi í skipaverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1972. Eftir nám starfaði Emil sem verkfræðingur hjá tæknideild Fiskifélags Íslands og Fiskveiða- sjóðs Íslands til ársins 1996 og veitti deildinni forstöðu. Hann var sjálfstætt starfandi verkfræðingur frá 1996; stofnaði VER skiparáð- gjöf ehf. árið 2000. Stundakennari við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Fjöltækniskóla Íslands 1993-2008. Stundakennari við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna frá 2003. Lektor í hluta- starfi við Háskólann á Akureyri frá 2004. Emil tók þátt ýmsum nefndar- og félagsstörfum um æv- ina, sat t.a.m. í stjórn knatt- spyrnudeildar Víkings um árabil, sat í stjórn Vélskólans 1972-1985, m.a. sem formaður, sat í rannsókn- arnefnd sjóslysa 1998-2003. Hann söng með karlakórnum Stefni síð- ustu árin og hafði mikla ánægju af. Útför Emils fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1961, og Þórey Hans- ína Björnsdóttir, f. 30. desember 1910, d. 22. október 1968. Emil og Birna áttu fyrir hvort sína dótt- ur, þær eru: 1) Krist- ín Emilsdóttir, f. 18. janúar 1966, maki Helgi G. Björnsson, f. 8. apríl 1961. Börn þeirra eru: Hlynur, f. 1991, Heiðrún Björk, f. 1992, og Álfrún Lind, f. 2005. 2) Sól- veig Berg Emils- dóttir (ættleidd), f. 26. janúar 1966, maki Guðmundur Árnason, f. 20. september 1963. Börn þeirra eru Birna, f. 1992, og Kristján, f. 1999. Börn Emils og Birnu eru: 3) Ragn- ar Þór Emilsson, f. 13. ágúst 1968, maki Hildur Hrólfsdóttir, f. 3. apríl 1969. Börn þeirra eru Sunna Rut, f. 1989, og Fannar Þór, f. 1995. 4) Bergur Már Emilsson, f. 10. ágúst 1976, sambýliskona Helena Dögg Hilmarsdóttir, f. 4. ágúst 1976. Sonur þeirra Matthías Már, f. 2006. 5) Emil, f. 2. desember 1980, d. 16. desember 1980. 6) Eva María Elsku pabbi, á þessari stundu renna óteljandi hugsanir og minning- ar gegnum hugann. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért ekki leng- ur hjá okkur. Ég er dofin á sál og lík- ama. Allt gerðist svo hratt, ég hélt ég hefði miklu lengri tíma með þér. Það er mín huggun að nú ertu laus úr fjötrum þessa miskunnarlausa sjúk- dóms og gengur frjáls um á ný á fal- legum stað. Þú varst besti pabbi sem hægt er að hugsa sér. Ég þyki lifandi eftir- mynd þín bæði í útliti og háttum, það er ekki leiðum að líkjast. Kostir þínir voru óteljandi. Þú varst heiðarlegur, traustur, ósérhlífinn og ljúfur svo fátt eitt sé nefnt. Glæsileiki þinn var bón- us. Þú sýndir öllu sem ég gerði áhuga, hvort sem það var skólinn, körfuboltinn eða bara lífið sjálft. Þú fylgdir mér alltaf eftir, last ritgerð- irnar mínar yfir og mættir á nánast hvern einasta körfuboltaleik, og hvattir mig áfram. Þannig spurðir þú mig alltaf hvernig hefði gengið á æf- ingu, hverjar mættu o.s. frv., við köll- uðum það alltaf skýrslu og hlógum að. Þú stóðst oftast í glugganum og horfðir á eftir mér þegar ég keyrði burt úr Seiðakvíslinni, sérstaklega ef það var hálka. Það er einnig svo sterkt í minningunni að við fórum alltaf saman með flöskur í endur- vinnsluna og svo gafstu mér alltaf peninginn. Þá varstu búinn að reikna í huganum hve há upphæðin yrði og alltaf var hún rétt. Ég man líka eftir því þegar þú stofnaðir þitt eigið fyr- irtæki V.E.R. Skiparáðgjöf á Hverf- isgötunni. Ég var svo stolt af þér og hringdi til þín á hverjum degi til að heyra í þér og leita til þín ef ég þurfti. Það var alltaf svo mikil öryggistil- finning að hafa þig. Við gerðum svo margt saman og óhætt er að segja að samband okkar hafi verið náið og því er söknuðurinn sár. Hann er sífellt innan seilingar þegar syrtir í álinn kaleikur bölsýni og kjarkleysis, fleytifullur af myrkri. Fjær stendur bikar vonar og bjartsýni, barmafullur af ljósi. Teygðu þig í hann. (Ólafur Ragnarsson.) Elsku pabbi minn. Það er erfitt að halda áfram án þín en ég mun reyna að tileinka mér seinni hluta þessa ljóðs því allar minningarnar sem tengjast þér eru svo ljúfar. Ég veit að þú munt alltaf vaka yfir mér og vera í hjarta mínu. Ég fékk 24 ár með þér og þó að mér finnist það of stuttur tími mun ég margfalda hann með gæðunum, því það veganesti sem þú gafst mér mun ávallt auðga líf mitt. Þín elskandi dóttir Eva María. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Þakklæti er það sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég minnist Emils tengdaföður míns. Þakklæti fyrir það hve vel mér var tekið þegar ég tengd- ist fjölskyldunni í Seiðakvíslinni fyrir 21 ári og hlýjuna í minn garð alla tíð síðan. Það er mér ómetanlegt að hafa eignast slíka tengdafjölskyldu með Emil og Birnu í broddi fylkingar. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum frábæra manni. Hann var sá áreiðanlegasti, sterk- asti, stoltasti og heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst. Klettur. Hann reyndist ómetanlegur bakhjarl allri fjölskyldunni, ávallt fyrstur til að styðja þá sem áttu í erfiðleikum og jafnframt samfagna á gleðistundum. Það var þó aldrei rætt af hans hálfu, honum þótti það svo sjálfsagt. Leiftr- andi húmorinn sem hann laumaði út eftir aðstæðum, hárfínir brandarar sem ávallt hittu í mark. Þakklæti fyr- ir það að þessi persónueinkenni hans fylgdu honum jafn-sterkt og alltaf, til síðasta dags. Þó að líkaminn væri að láta í minni pokann var hann jafn- stoltur, ljúfur, orðheppinn og glæsi- legur og fyrrum. Þakklæti fyrir það hve yndislegur afi Emil reyndist börnunum mínum. Hann hafði óend- anlegan áhuga á þeim og áhugamál- um þeirra. Hann var þeim traustur vinur og góð fyrirmynd. Áhrif hans hafa mótað persónuleika þeirra sem og allra sem fengu að kynnast honum náið. Það er með þakklæti sem ég kveð að sinni. Hildur. Í dag er til moldu borinn Emil Ragnarsson, sem fæddur var og upp- alinn á Akureyri. Hann lést eftir bar- áttu við illvígan sjúkdóm, sem hann háði af stöku æðruleysi. Emil lauk námi í verkfræði við HÍ og síðar Tækniháskólann í Kaup- mannahöfn. Þegar heim kom réðist hann til starfa hjá tæknideild Fiski- félags Íslands, sem hann veitti for- stöðu. Þar byggðist upp einstæð þekking á íslenskum fiskibátum og skipum. Emil var í eðli sínu vísinda- maður, nálgaðist viðfangsefni sín með aðferðum eðlis- og stærðfræði og í skrifum, fyrirlestrum og sam- ræðu kom glöggt fram afburðaþekk- ing hans. En þótt nálgunin væri fræðileg voru honum alltaf hugföst tengslin við daglegt líf og störf ís- lenskra sjómanna og sjófarenda. Þau voru í fyrirrúmi og Emil var sæmd í því að helga sig höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Eftir að Emil hætti störfum hjá Fiskifélaginu sinnti hann margvíslegum ráðgjafarverkefnum; drjúgur tími fór í þróun stærðfræði- legra líkana fyrir orkunýtingu skipa og hann lagði ómælda vinnu, einnig í bókstaflegum skilningi, í fjölmörg verkefni sem hann vann fyrir Rann- sóknarnefnd sjóslysa um árabil. Honum var það mikið alvöru- og metnaðarmál að vinna þau verkefni af kostgæfni. Síðari ár sinnti Emil kennslu í vaxandi mæli, við Vélskól- ann, síðar Fjöltækniskólann, sem lektor við Háskólann á Akureyri og við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Þar var hann í hlutverki sem hæfði honum vel – að miðla til annarra. Fleiri brýn verkefni biðu þessa verkfúsa ákafamanns, m.a. að ljúka við ritun sögu íslenska fiski- skipaflotans, sem var langt komin. Það er einkenni sumra að vera sí- fellt að ala önn fyrir öðrum og veita þeim liðsinni. Þeir sem svo er um far- ið eru sjaldnast öðrum háðir um hygli eða aðstoð og það gilti sannarlega um Emil Ragnarsson. Boðinn og búinn að hjálpa, styrkja og styðja og það var honum alltaf ljúft. Hann var ör- látur maður og í hjarta sér átti hann gnægð af því sem skipti hans nánustu mestu, umhyggju og kærleika. Hann var börnum sínum stoð og stytta og barnabörnin voru elsk afa sínum. Hann fylgdist grannt með vegferð hvers um sig og lét sig varða öll þeirra ólíku hugðarefni. Þegar er auðvitað hverjum manni áfall að greinast með illkynja mein en einmitt þá komu mannkostir Emils svo berlega í ljós. Hógværð og æðru- leysi. Þessi sterkbyggði maður var ákveðinn í að láta brotna á sjálfum sér og hlífa og skýla sínum nánustu, eins og hann hafði alltaf gert. Hann kvartaði aldrei, ekki einu orði, þótt sjúkdómurinn væri grimmur og vægðarlaus. Fráfall Emils fyrir aldur fram er ástvinum hans áraun og litlu breytir að vitað hafi verið hvert stefndi. Söknuðurinn er sár, ekki síst Birnu, eftir ríflega fjögurra áratuga sam- heldni og samfylgd, barna, barna- barna og systra. Orð Kolbeins Tuma- sonar eru þeirra: Guð, heit ég á þig, að þú græðir mig. Minnst þú, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Þegar frá líður verður það lifandi minning um glaðlyndan elskandi eig- inmann, föður, afa og vin sem mun ylja og hvetja. Emil var gæfuríkur maður og gæfa hans var um leið gæfa hans nánustu, sem búa að því sem hann veitti. Minningin um hann er björt og hlý, eins og sumarmorgunn- inn þegar hann kvaddi. Vertu sæll Emil Ragnarsson, heið- ursmaður. Guðmundur Árnason. Elsku Emil afi minn er dáinn. Við vorum mjög góðir vinir og félagar og ég mun sakna hans mjög mikið. Ég gisti mjög oft í Seiðakvíslinni hjá ömmu og afa. Þá tefldum við afi oft og spjölluðum mikið saman. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur, í tónlistinni, íþrótt- unum og skólanum. Þó hann væri orðinn mjög veikur vildi hann alltaf vita allt um það sem ég var að gera. Ég var mjög heppinn að eiga svona góðan afa og það verður tómlegt að koma í Seiðakvíslina þegar hann er farinn. Ég er þakklátur og stoltur af að hafa átt hann fyrir afa og mun passa ömmu Birnu fyrir hann. Guð geymi Emil afa. Fannar Þór. Elsku afi minn, nú er þessu erfiða en jafnframt stutta stríði lokið. Mér þykir sárt að hugsa til þess að sjá þig aldrei framar, svo ótal margar góðar minningar streyma um huga minn þegar ég hugsa um þig. Þú varst frá- bær afi, hafðir áhuga á öllu sem við barnabörnin tókum okkur fyrir hendur, alltaf með brandara á reiðum höndum en jafnframt alvarlegur þeg- ar við átti. Ég minnist þess sérstak- lega þegar ég heimsótti þig uppá líknardeild í síðasta sinn, ég labbaði inn og heilsaði uppá þig og það fyrsta sem þú sagðir við mig var: „hvernig líður svo sjúklingnum?“ en ég hafði puttabrotnað fyrir stuttu. Áhuginn á líðan okkar barnabarnanna og gengi í skóla var alltaf til staðar þrátt fyrir alvarleg veikindi þín og alltaf stutt í húmorinn. Einnig man ég eftir því að fyrir stuttu hélstu í höndina á mér, eins og þú gerðir svo oft og spurðir mig hvort mér væri ekki sama þótt þú myndir mæta í hjólastól að horfa á mig keppa í sumar. Mér hefði auðvit- að verið alveg sama. En nú veit ég að þú munt mæta á alla leiki hjá mér í sumar og þú munt ekki þurfa á nein- um hjólastól að halda. Ég mun hugsa til þín í hvert skipti. Núna þegar ég kem heim í Seiða- kvíslina bíð ég alltaf í smá stund eftir því að þú komir askvaðandi á móti okkur eins og vanalega með risastórt bros, heilsir okkur og knúsir okkur svo með þessu sérstaklega hannaða afa-knúsi sem veldur því að hárið verður úfið og fötin krumpuð. Þau voru svo góð þessi svokölluðu afa- knús. Elsku afi, ég sakna þín óendanlega mikið en ég veit að þér líður betur núna þar sem þú ert. Þín sonardóttir Sunna Rut. Emil RagnarssonÞeim sem val höfðu batnaði frekar,upplifðu frekar stjórn á eigin lífi og meira sjálfstæði og þörf þeirra fyrir bráðaþjónustu minnkaði. Þessi hóp- ur varð jafnframt gagnrýnni á geð- heilbrigðisþjónustuna almennt og kaus síður að líta á sig sem sjúk- linga. Á Íslandi er staðan sú að með- ferðaraðilar fólks í bráðavanda hafa oft ekkert annað en lyfseðil eða sjúkrarúm fram að færa. Þó að þeir vildu gjarnan fara aðrar leiðir eru þær vandfundnar eða ófærar. Í rannsókn dr. Sigrúnar Ólafsdóttur um sjúkdómsvæðingu geðheilbrigðis tók hún m.a. viðtöl við fólk í lyk- ilstöðum á Íslandi; fagfólk, stjórn- endur, notendur og stjórn- málamenn. Í ljós kom að margir stjórnmálamenn voru sammála not- endum um þörf fyrir fleiri leiðir að bata, en þá læknisfræðilegu. Þrátt fyrir þessa skoðun, virðast valdhaf- ar ekki hafa fylgt þessari sannfær- ingu sinni eftir með styrkari fjár- framlögum í nýsköpun. Með góðum stuðningi, hvatningu, trú og mikilvægum hlutverkum er hægt að lengja virk og ánægjuleg tímabil fólks með alvarlegar geð- truflanir. Hugarafli hefur með ýms- um verkefnum tekist að glæða lífs- neistann hjá fólki sem hélt að ekkert annað biði þess en sjúklings- hlutverkið. Meðlimir Hugarafls hafa verið öflugir í að fræða almenning, aðstoða þá sem útskrifast af geð- deildum, komið á Hlutverkasetrinu, sem er atvinnuleg endurhæfing, og haldið opna fræðslufundi fyrir al- menning. Nú síðast kom út ljóða- bókin „Geðveik ljóð“ þar sem sköp- unarkraftur kvenna með geðraskanir var virkjaður. Næsta stóra verkefni Hugarafls er að koma upp heimili sem yrði valkostur við bráðageðdeildir. Heimilið verður staður þar sem fólk reynir að ná átt- um og forsendur fyrir aðstoð ekki endilega læknisfræðilegar. Víða er- lendis hefur slíkum heimilum verið komið á fót sem vali við hefðbundna nálgun og kallast griðastaðir (save house). Flest starfsfólkið hefur sjálft reynslu af geðröskun, t.d. geð- hvörfum. Oft eru þessi heimili rekin af notendum í samstarfi við fagfólk en fjármagnað af hinu opinbera. Við hlökkum til að sjá sem flest ykkar á gjörningi Hugarafls og taka þannig þátt í þeim viðhorfsbreyt- ingum sem eru að eiga sér stað í geðheilbrigðismálum. Höfundur er iðjuþjáfli/dósent við HA. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 27 MINNINGAR HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt okkur eftir erfið og stutt veikindi. Þú barðist hetjulega við sjúkdóm þinn og neitaðir að gefast upp. Þú og mamma eruð hetjur mínar og mun ég ávallt verða þakklátur fyrir að hafa snúið heim úr námi og verið með ykkur síðustu þrjá mán- uðina. Takk fyrir allt, pabbi. Bergur Már.  Fleiri minningargreinar um Emil Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.