Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ KristjánTryggvason
fæddist á Meyjarhóli
á Svalbarðsströnd
24. apríl 1920. Hann
lést á gjörgæslu-
deild sjúkrahússins
á Akureyri 28. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Tryggvi Krist-
jánsson, f. 22. des-
ember 1888, d. 18.
febrúar 1990, og Jó-
hanna Valdimars-
dóttir, f. 20. júli
1886, d. 4. maí 1965. Systkini
Kristjáns eru Laufey og Jón, sem
bæði eru látin, og Friðrika sem
býr á Dvalarheimili aldraðra á Ak-
ureyri.
Eiginkona Kristjáns var Þórdís
Ellertsdóttir, f. 8. janúar 1924, d.
18 nóvember 1982. Börn þeirra
eru: óskírður drengur, f. 1961, d.
1961, og Alda Hrönn, f. 30. mars
1963, maki Gísli Freyr Ármanns-
son, f. 6. apríl 1962. Börn þeirra
eru: 1) Íris Ósk, f. 3. febrúar 1988,
dóttir hennar og
Friðriks Jóns Stef-
ánssonar er Natalía
Rós, f. 6. júní 2006,
og 2) Kristján Þór, f.
19. mars 1991.
Kristján lenti í
slysi aðeins 13 ára
gamall sem varð til
þess að hann varð
blindur. Hann fór í
Blindraskólann í
Reykjavík í kjölfarið
og stundaði þar nám
í nokkur ár. Þar
lærði hann m.a.
körfu- og dýnugerð sem síðar varð
ævistarf hans. Kristján fluttist til
Akureyrar með foreldrum sínum
1944 og hefur alla tíð síðan búið í
Brekkugötu 15 þar í bæ. Hann rak
vinnustofu í Oddeyrargötunni þar
sem hann bjó til körfur, bursta og
dýnur. Kristján hélt miklum
tengslum við Blindrafélag Íslands
og átti þar marga góða vini.
Útför Kristjáns fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku Kristján, eða bara afi, eins
og ég kallaði þig vanalega. Ég vil
þakka þér fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman, allt sem við gerðum
saman og allt sem þú kenndir mér.
Fyrir það er ég ólýsanlega þakklátur.
Allur þessi tími sem við eyddum sam-
an, hvort sem það var heima, í summ-
anum eða á verkstæðinu þínu, er mér
afskaplega dýrmætur og ég mun
geyma þessar minningar til æviloka.
En nú er komið að kveðjustund og ég
kveð hér ekki bara tengdaföður minn
heldur einnig góðan mann sem var
mér eins og faðir og minn besti vinur.
Megi guð geyma þig.
Gísli F. Ármannsson.
Elsku afi minn, nú hefur það gerst
sem ég hræddist mest. Ég sakna þín
svo ógurlega mikið en ég á svo ótrú-
lega margar fallegar minningar um
þig sem hjálpa mér að komast í gegn-
um sorgina. T.d. var fyrsta orðið sem
ég sagði „afi“ og fyrstu skrefin sem
ég tók voru þegar ég stóð við hnéð
þitt og sleppti. Og ég tala nú ekki um
allar ferðirnar í sumarbústaðinn.
Þær eru mér ofarlega í huga núna því
þessum stað unnir þú mest. Þarna
varstu kominn þar sem þú vildir vera.
Þrátt fyrir að þú hafir misst sjónina
þína ungur gleymdirðu aldrei hvern-
ig ströndin þín leit út, þú vissir hvar
allar hæðir og hólar voru.
Þú varst búinn að bíða í allan vetur
eftir sumrinu því þá myndum við
skjótast í bústaðinn. Ég er þakklát
fyrir að þú gast komið þangað í vor
en því miður misstir þú af því að geta
legið þar í lautinni þinni í sólinni. Ég
vona að þú liggir þar núna með ömmu
sem þú saknaðir svo mikið.
Ég man að þegar ég var yngri kom
ég oft til þín þar sem þú lást í lautinni
og skellti einu gleym-mér-ey blómi á
peysuna þína og þú hlóst alltaf að
mér. Ég vona að þú gleymir mér ekki
því ég ætla alltaf að muna eftir þér,
besta afa í heimi, sem alltaf varst til
staðar, duglegasta og yndislega
manni sem til var. Þú lést aldrei neitt
stoppa þig og orðið „get ekki“ var
ekki í þínum orðaforða.
Í meira en einn og hálfan sólar-
hring barðistu fyrir lífi þínu og lækn-
arnir áttu ekki orð yfir hvað þú hafðir
sterkt hjarta, en þetta hjarta var fullt
af ást og kærleik sem þú barst til
okkar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa
getað legið í rúminu hjá þér og haldið
í höndina þína þegar þú kvaddir
þennan heim. Ég veit að þú ert á góð-
um stað umvafinn hlýju og ég vona
innilega að nú hafirðu fengið sjónina
þína aftur. Ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir bæði mig og dótt-
ur mína og ég mun segja henni frá
þér. Við sjáumst þegar minn tími
kemur, en þangað til, hvíldu í friði,
elsku afi minn.
Ég elska þig. Þín
Íris Ósk.
Elsku Kiddi, það er komið að
kveðjustund. Það eru þær stundir
sem mörgum reynast erfiðar og sér í
lagi kveðjustundir sem þessar. Það
eru 3 ár síðan við kvöddum pabba og
nú ferð þú. Líf þitt hefur oft verið erf-
itt. Þegar þú varst 13 ára varð breyt-
ing sem fylgdi þér alla tíð.
Þú og pabbi voruð að leika ykkur
úti, þið funduð sprengju sem því mið-
ur sprakk í höndunum á þér og varð
þess valdandi að þú misstir bæði aug-
un. Þetta var mikil lífsreynsla fyrir
ykkur litlu strákana á Meyjarhóli og
alla fjölskylduna. Pabbi sagði mér oft
frá þessu. Það er ekki hægt að gera
sér í hugarlund hvernig ungum
strákum líður við slíkar aðstæður.
Fyrir örfáum árum sá ég bréf sem þú
hafðir sent foreldrum þínum þegar
þú varst í Blindraskólanum í Reykja-
vík því þangað fórstu þegar þú hafðir
heilsu til. Æðruleysið sem lá á milli
línanna í þessum bréfum var engu
líkt. „Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt“ eru orð sem þú tileinkaðir
þér alla tíð.
31. maí 1952 var bræðrabrúðkaup,
pabbi giftist mömmu og þú giftist
Dísu. Þið Dísa eignuðust tvö börn,
dreng sem náði því miður ekki að lifa
nema örfáa daga og Öldu Hrönn sem
nú býr í Brekkugötunni með sinni
fjölskyldu, en þar bjóst þú líka fram á
síðasta dag. Þú og pabbi byggðuð
ykkur sumarbústaði á Svalbarðs-
ströndinni á ykkar eigin landi, fyrir
handan eins og við sögðum alltaf, og
þar dvöldum við oft á sumrin.
Það var oft gaman á sumrin í
summanum. Mér eru minnisstæðar
margar bjartar sumarnætur þegar
þið pabbi voruð orðnir svolítið hressir
og fóruð að syngja lög eins og Bjartar
vonir vakna og Blessuð sértu sveitin
mín, raddir ykkar ómuðu um Strönd-
ina. Þið voruð í miklu stuði og lékuð á
als oddi. Ekki má nú gleyma
Dummdumm-hátíðunum á haustin,
þá var kveikt í gömlu rusli og grein-
um og setið við eldinn fram á nótt og
sungið, þetta voru okkar einkaútihá-
tíðir. Ég man líka þegar félagar þínir
úr Reykjavík komu og gistu í og við
sumarbústaðina, þá var nú mikið fjör.
Við fórum nokkrum sinnum saman
stórfjölskyldan í ferðir á sumrin og
þá var oft mikið fjör. Þið hélduð oft
uppi fjörinu, þú, pabbi og Kiddi
Skarphéðins. Þið áttuð eitt sameig-
inlegt og það var að í ykkur leyndust
hrekkjalómar sem spruttu fram ljós-
lifandi í þessum ferðum. Eiginkona
þín, Dísa, dó 1982 eftir veikindi. Eftir
það bjugguð þið Alda saman í
Brekkugötunni ásamt afa Tryggva
þar til hann fór á Dvalarheimili aldr-
aðra. Síðan bjóst þú með Öldu og
hennar fjölskyldu í Brekkugötunni
fram til dauðadags. Þú varst snilling-
ur á mörgum sviðum, sérstakleg í
körfu-, bursta- og dýnugerð. Alla
daga fórst þú einn upp á verkstæðið í
Oddeyrargötunni.
Elsku Kiddi, við kveðjumst í þessu
lífi, þú ert farinn í annað líf þar sem
þú hittir þína nánustu sem farnir eru
á undan þér. Þú færð sjónina aftur og
þið bræður getið farið að syngja göm-
ul ættjarðarlög og halda Dummd-
umm-hátíðir á nýjum stað. Ég kveð
þig að sinni og þakka þér fyrir allt á
liðnum árum. Ég minnist þín sem
einstaks manns með æðruleysi að
leiðarljósi í gegnum lífið á þessari
jörð.
Far þú í friði, elsku Kiddi.
Björk Jónsdóttir.
Frændi minn og móðurbróðir
Kristján Tryggvason er látinn, 88 ára
að aldri. Hann fæddist að Meyjarhóli
á Svalbarðsströnd 1920. Fjórtán ára
varð frændi minn fyrir slysi sem varð
til þess að hann missti sjónina og hef-
ur hann því verið í myrkri á áttunda
áratug. Hann hóf fljótt nám í körfu-
gerð hjá Guðmundi í Víði í Reykjavík.
Eftir heimkomuna stofnaði Kristján
sitt eigið fyrirtæki sem hann nefndi
Dívanavinnustofa K.T. hér á Akur-
eyri og starfrækti til dauðadags.
Kristján bjó alla sína tíð eftir slysið
að Brekkugötu 15 með foreldrum
sínum og síðar konu sinni Þórdísi
Ellertsdóttur, en hana missti hann
fyrir rúmum 20 árum og bjó eftir það
með dóttur sinni og hennar fjöl-
skyldu. Á sjötta áratug síðustu aldar
hóf hann ásamt konu sinni að reisa
sumarhús í litlum hvammi við lítinn
læk úr landi Meyjarhóls. Fyrstu
minningar mínar um þau hjón eru
þær er ég var fóstraður hjá þeim 6
eða 7 ára gamall og svaf hjá þeim í
nýfokheldu sumarhúsinu. Ég man að
við sváfum á steingólfinu með striga-
leppa sem undirlag, en í minningunni
var það ekkert tiltökumál. Árin liðu
og fjölskyldan sótti í sveitina á sumr-
in og ekki leið á löngu áður en Jón
bróðir Kristjáns hóf einnig að reisa
sér sumarhús á sömu slóðum. Oft
hjálpaði ég til við framkvæmdir og að
endingu tók ég sóttina og reisti mér
og mínum sumarhús þar í grennd.
Þeir bræður hjálpuðu mér mikið við
bústaðinn, Jón innréttaði kofann og
Kristján smíðaði glugga og útihurð.
Ég og mín fjölskylda þökkum inni-
lega fyrir allar samverustundirnar
og hjálpina í gegnum árin. Kristján
var alla tíð sívinnandi, meðal annars
byggði hann sér lítið hús við hlið
sumarbústaðarins fyrir vinnuað-
stöðu, þar gat hann dregið í uppþvot-
tabursta eða hina sívinsælu bílkústa
sem eldra fólk man eftir. Allir tóku
þátt í því sem þurfti að gera í sveit-
inni, hvort það var að laga sumarhús-
in eða laga heimreiðar. Eitt sinn var
ég að leggja drög að sólpalli hjá mér,
var að brasa við að koma upp ramma
eða sökkli, eithvað fannst mér þetta
ekki vera alveg í lagi svo ég sótti
frænda sem var mjög næmur á tré-
verk. Sá gamli skreið um svæðið,
þuklaði timbrið góða stund, reis svo
upp, sneri sér að mér og sagði: Nafni,
sérðu ekki hvað þetta er hornskakkt
hjá þér? Þá var mér öllum lokið. Mik-
ið var hlegið að þessu.
Kæri vinur, um leið og ég kveð þig
með trega sendi ég Öldu, Gísla, Írisi
Ósk, Kristjáni Þór og Natalíu Rós
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Kristján Viðar Skarphéðinsson.
Góður maður er fallinn frá. Slökkt
hefur verið á æviklukku hans og
hans tími er kominn í eilífðina, hinum
megin við tjaldið.
Ótrúlegu lífi lifði þessi maður.
Hann var blindur allt frá því að hann
var barn. Myrkrið var hans griðar-
staður og þótt hann gæti ekki séð fór
hann sínar eigin leiðir. Í öll þau skipti
sem við hittum hann var eins og hann
gæti séð það sem fór fram í herberg-
inu..
Hann var fíngerður og alveg ein-
staklega handlaginn og gat gert allt
sem honum datt í hug. Hann hafði
dula kímnigáfu sem laðaði alla þá að
sem kynntust honum.
Við hjónin kynntumst Kristjáni
afa eins og hann var alltaf kallaður
fyrir rúmum 20 árum þegar dóttir
hans Alda kom inn í líf okkar og varð
unnusta Gísla Freys.
Margar urðu ferðirnar norður til
þeirra í gegnum árin og alltaf var
reynt að fara í bústaðinn sem Krist-
ján afi smíðaði á sinn ótrúlega hátt.
Árin liðu og börnin uxu og alltaf
var Kristján afi nálægur, hægur og
þægilegur og undi hag sínum með
börnunum eða á verkstæðinu sínu.
Í dag hefur hann fengið hvíldina,
þreyttur og lúinn eftir yfir 80 ár sem
hann hefur lifað. Hann skilur eftir sig
yndislega fjölskyldu sem misst hefur
mikið dýrmætan afa, föður og tengd-
arföður sem var honum Gísla Frey
svo undurgóður.
Elsku Alda, Gísli Freyr, Íris Ósk,
Kristján Þór og litla Natalía Rós..
minninginn um góðan mann er
geymd í hjörtum okkar og við send-
um ykkur ljós þessa erfiðu daga sem
eiga eftir að koma.
Við vottum ykkur okkar innilegu
samúð og megi Guð styrkja ykkur í
ykkar miklu sorg og söknuði.
Nú legg ég augun aftur.
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Matthias Jochumsson .)
Guðmundur Þór og Ásdís Elva.
Kristján Tryggvason
✝
Elskuleg móðir, tengdadóttir, amma og langamma,
SVANHVÍT SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 31. maí.
Egill Svanur Egilsson, Maggý Guðmundsdóttir,
Sturla Egilsson, Hildur Erlingsdóttir
og langömmubörn.
✝
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GESTUR STEFÁNSSON
verkfræðingur
frá Haga í Gnúpverjahreppi,
Hørsholm,
Danmörku,
lést laugardaginn 31. maí.
Jarðarförin fer fram frá Hørsholmskirkju laugardaginn 7. júní kl. 13.30.
Hjördís Stefansson,
Stefán Gestsson Stefansson,
Björn Gestsson Stefansson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Skipholti 26,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut,
fimmtudaginn 22. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Björn Ómar Jónsson, Kristbjörg Þórðardóttir,
Friðrik Jónsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ALEXANDER STEFÁNSSON
fyrrverandi alþingismaður og ráðherra
frá Ólafsvík,
Lækjasmára 4,
Kópavogi,
er lést miðvikudaginn 28. maí á hjúkrunarheimilinu
Eir, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju
föstudaginn 6. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Ólafsvíkurkirkju.
Björg H. Finnbogadóttir,
Finnbogi H. Alexandersson, Sigríður M. Halldórsdóttir,
Svanhildur Alexandersdóttir, Marinó H. Sveinsson,
Stefán Alexandersson, Laila Michaelsdóttir,
Lára Alda Alexandersdóttir, Þórður Ólafsson,
Örn Alexandersson, Aðalheiður St. Eiríksdóttir,
Atli Alexandersson, Elfa Eydal Ármannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín og tengdamóðir,
HJÖRDÍS HREIÐARSDÓTTIR,
lést á lungnadeild Landspítalans þriðjudaginn
3. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
10. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Rannveig Ása Guðmundsdóttir og Ásmundur Eiður Þorkelsson.