Morgunblaðið - 05.06.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 05.06.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 31 ur þróaðist góð og traust vinátta. Alla var glæsileg og fáguð kona sem vakti athygli alls staðar sem hún kom. Hún naut sín vel hvort sem var í galaveislu eða á sveitasamkomum enda hafði hún yndi af því að syngja og dansa. Áhugamálin voru mörg t.d. tónlist, myndlist og bókmenntir en golfið tók allan hennar tíma á sumrin. Hana munaði ekki um að fara tvo hringi ef vel viðraði. Þau Baldvin ferðuðust víða í gegnum árin. Uppáhaldsborg þeirra var Róm, bæði vegna sögu hennar og matarmenningar. Við átt- um ófá millilandasímtölin því það þurfti auðvitað að ræða hvað var borðað, í hvaða dressi og ekki síður hvernig hún sjálf myndi elda svipaða rétti þegar heim kæmi. Hún reiddi fram veislurétti af bestu gerð og allt svo lekkert og í stíl. Þekktar eru mat- arveislur hennar sem fjölskylda og vinir nutu út í æsar og kunni hún vel að meta lofið. Alla hafði góða hæfi- leika á ýmsum sviðum og lagði metn- að sinn í að gera vel það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún lá ekki á skoð- unum sínum hvað varðaði fataval, snið og liti og var því sjálfskipaður tískuráðgjafi og innanhúshönnuður fjölskyldunnar við misgóðar undir- tektir. Alla mátti ekkert aumt sjá og hafði ríka samkennd með öðrum. Ein- læg hjartahlýja hennar endurspegl- aðist vel í umhyggju fyrir móður sinni og tengdaföður. Áttu þau góðar sam- verustundir. Alla var mjög trúuð og kveið ekki endalokum lífsins. Hún var fullviss um að við tæki annar staður þar sem allt væri gott og bjart. Með þakklæti og söknuði kveð ég vinkonu mína. Sæunn Grendal. Nú um stundir er viðkvæmum vor- dögum að ljúka og spennandi sum- ardagar framundan. Golfvöllurinn kominn í gott ástand, garðurinn að blómstra og frítíminn að koma. Nú skyldi aldeilis tekið á sveiflunni í sum- ar. En það var svo að segja líka það eina sem Alla Rósa þurfti hugsanlega að bæta. Alla Rósa mágkona mín var afar vönduð og glæsileg kona. Hún var sú sem stóð vaktina með ótrúlega marga hluti, einmitt þessi kjölfesta sem er svo dýrmæt í hverri fjölskyldu. Hún var „aðal“ og alltaf til staðar og því hætt við að nú komi margir afmælis- og tyllidagar til með að gleymast, svo ekki sé nú meira sagt. Það kallast happ að eiga samferða- fólk eins og Öllu Rósu í þessari jarð- vist og ýkjulaust þá hefur hún kennt mér og mínum nánustu ótrúlega margt. Mér dettur í hug sagan af kon- unni sem hafði fengið svo undurfal- lega silkislæðu að gjöf og geymdi hana í gjafaöskjunni til að geta notað hana við sérstakt tækifæri en naut hennar svo aldrei. Sá var ekki hátt- urinn í Hæðarbyggðinni. Alla Rósa var einmitt sú sem kunni að njóta hvers dags sem sérstaks. Það var ekki nauðsynlegt að bíða tilefnis til að hóa í veislu, nota sparistellið, klæðast fallegum fötum, setja á sig uppáhalds skartgripina, hlusta á fallegasta söng- inn, elda dýrindis rétti og nota til alls þessa besta fáanlega hráefnið. Hún naut þessa að lifa og sló jafnvel ekkert af í glæsileik eftir að hún greindist með óviðráðanlegt krabbamein fyrir aðeins um 5 mánuðum síðan. Segja má með sanni að hún hafi staðið öld- una með stæl fram á síðustu mínútu. Hún lifði meðan hún lifði. Það er með þakklæti, virðingu og miklum söknuði sem ég kveð góða mágkonu, yndislega vinkonu og „systur“. Mínar hlýjustu kveðjur fá Baldvin, Björt, Magnús, Drífa, Hrund og fjölskyldur. Sigríður Erla Jónsdóttir. Fallin er frá langt um aldur fram góður vinur okkar og samstarfskona til margra ára, Aðalheiður Rósa Em- ilsdóttir. Alla Rósa hóf störf hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali Útsýn árið 1991 og starfaði þar óslitið síðan. Margs er að minnast og margt ber að þakka þegar litið er yfir margra ára vináttu og samskipti. Það gustaði af Öllu Rósu og gáfum við henni viðurnefnið „Alla forstjóri“. Henni líkaði það ekki illa, því hún lét sér annt um allt er viðkom fyrirtæk- inu og samstarfsfólki sínu. Alla Rósa var afar glæsileg kona, ávallt vel til höfð, fallega klædd og bar sig eins og drottning. Hún var mikill listunnandi og fagurkeri, hafði sterkar skoðanir á því sem hún sá og heyrði og deildi þeim með okkur hinum umbúðalaust. Hún elskaði lífið, ferðalög og listir, golf og góðan mat hvort sem eitthvað „brjálæðislega gott“ var eldað heima eða þess neytt á góðum veitingastað. Alla Rósa elskaði að spila golf, var orðin ágætlega liðtæk með kylfuna og vildi helst eyða sumrinu á golfvellin- um. Eins og gengur og gerist á stórum vinnustað er margt brallað og eigum við margar skemmtilegar minningar frá ferðum okkar hérlend- is og erlendis þar sem Alla var hrókur alls fagnaðar og sýndi að í henni bjó prakkari, sem var til í alls kyns grall- araskap. Við samstarfsfólkið kveðjum Öllu Rósu, þökkum henni áralöng farsæl samskipti. Hennar er sárt saknað. Við sendum Baldvini og fjölskyldunni innilegrar samúðarkveðjur. F.h. starfsfólks Ferðaskrifstofu Ís- lands, Úrvals Útsýnar, Steinunn Tryggvadóttir.  Fleiri minningargreinar um Aðalheiði Rósu Emils- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hana æ síðan. Hún giftist ung Guð- mundi Einarssyni málarameistara og áttu þau afar farsælt hjónaband í 60 ár, sem fagnað var á heimili þeirra 10. apríl sl. Þau Guðmundur settu saman bú við Vesturvallagötuna í byrjun árs 1948. Heimilið varð að mestu starfsvettvangur Hönnu; hún sá fyrir stóru og smáu og lagði alúð við að búa það sem best og skapa þar ákjósanlega umgjörð festu og reglu- semi með umhyggju og útsjónar- semi. Hönnu hafði lærst það ungri að búa að sínu og að iðjusemi væri dyggð. Hún var handverkskona og hagleikskona. Hún vann aðdáunar- verð útsaumsverk stór og smá og prjónaði af listfengi og dæmalausri vandvirkni. Fallegra handbragð á lopapeysum er vandfundið. Hanna sá svo glögglega muninn á því venju- lega og því vandaða, hvort sem það var í frágangi nytjahluta, fatnaði, listmunum, myndlist eða tónlist. Hún var ljóðelsk og hennar menn voru Jónas og Einar Ben. Hún hafði gaman að því torræða, það var henn- ar andlega leikfimi. Hanna var af þeirri kynslóð Íslendinga sem fékk ekki notið mikillar formlegrar skóla- göngu en kom fróðleiksþyrst að þeim gnægtabrunnum menningar, mennta og lista sem Íslendingum opnust þegar leið á 20. öldina. Hún var vel lesin og þau Guðmundur stunduðu bæði leikhús og tónleika sér til mikillar ánægju. Hún hafði yndi af ferðalögum, vökul um það sem athyglisverðast var á nýjum stað, áhugasöm um þjóðmál og fylgdist vel með, tók afstöðu heima við en forðaðist deilur útífrá. Hanna var dul og hleypti ekki hverjum sem var nærri sér eða sínum. Hún var traustur vinur vina sinna, örlát og stórhuga, umhyggjusöm og hlý móð- ir og tengdamóðir. Hún var frænd- rækin, áhugasöm um fólk og minnug með afbrigðum. Ég kynntist Hönnu á mótunarárunum og þau kynni voru bæði þroskandi og ánægjuleg frá fyrsta degi. Hún var dætrum okkar Ásdísar afar gefandi amma og raun- ar um margt kjölfesta fjölskyldunn- ar. Þau Guðmundur áttu sér sameig- inlegt áhugamál í trjárækt austur við Þingvallavatn sem við njótum nú. Þar er fallegur vitnisburður um elju- semi og árangur. Hann stendur eftir og margar kærar minningar um ætt- móður, sem sárt er saknað. Þórarinn V. Þórarinsson. Ömmur eins og amma mín munu brátt allar heyra sögunni til: Heima- vinnandi húsmæður sem barnabörn- in dvelja hjá drjúgan hluta úr æsku sinni, konur sem virðast í minning- unni baka pönnukökur og prjóna lopapeysur án afláts. Amma mín var slík amma, með öllu því sem til- heyrði, og henni fórst hlutverkið vel úr hendi. En Hanna Ragnarsdóttir var langt frá því að vera bara amma eins og þær gerast í barnabókunum. Því þrátt fyrir sameiginlegt átak ömmu og handavinnukennara í vest- urbænum lærði ég aldrei að prjóna undir hennar handleiðslu, en engu að síður kveð ég hana í dag, með kærri þökk fyrir ærið veganesti af öðrum toga. Amma var borinn og barnfæddur Vesturbæingur og ól svo til allan sinn aldur á sama blettinum. Enda þekkti hún þar hvern reit og hvert götuhorn og í barnsminni mínu veit hún hverjir búa – og höfðu áður búið – í næstum öllum húsunum. Göngu- ferðir okkar ömmu niður í JL-hús eða í Svalbarða að kaupa harðfisk eru drjúgur hluti af landslagi æsku minnar. Amma var bæði orðheppin og kaldhæðin – stundum óvægin – en svo skörp í hugsun að erfitt var að komast hjá því að glotta þegar hún tjáði sig um menn og málefni. Þær svipmyndir af henni sem vitja mín þessa dagana eru allar af henni þar sem hún lyftir brúnum, brosir út í annað, og viðstaddir flissa. Augljós- lega ómótstæðileg fyrirmynd ungrar dótturdóttur. Orðalag hennar og heimssýn á eftir að bergmála í orð- um okkar afkomendanna um ára- tuga skeið. Amma mín var glæsikvendi, iðu- lega með óaðfinnanlegt hár og lakk- aðar neglur – enda var eitt það síð- asta sem hún gerði í þessu lífi að fara í hárgreiðslu. Þessi alúð við útlitið var bara ein af mörgum birtingar- myndum þess hvað hún amma mín var vandvirk og nostursöm í öllu því sem hún gerði. Það er hálfur annar mánuður síðan þau afi minn fögnuðu því að sextíu ár voru liðin frá því að þau gengu í hjónaband. Í því sam- bandi var enn ein lífslexían fyrir okk- ur afkomendurna: Amma sýndi nefnilega sömu alúðina þegar kom að þessu ástarsambandi eins og öðr- um hlutum í sínu lífi og uppskar í samræmi við það. Ömmur eins og amma mín var eru kannski orðnar fágætar, en ég vona að konur á borð við Hönnu Ragnarsdóttur verði allt- af til, því þökk sé þeim tilveran er lit- ríkari staður en ella. Arndís. Hanna Ragnarsdóttir er látin eftir langvinn veikindi, tæplega 79 ára að aldri. Hönnu þekkti ég í röska þrjá áratugi eða frá því að ég kynntist Ás- dísi yngri dóttur hennar og við urð- um bestu vinkonur fyrir utan að vera þremenningar að frændsemi. Ásdís bjó þá enn í foreldrahúsum og kom ég nokkrum sinnum á heimili Hönnu og Guðmundar á Meistaravöllum. Heimilið bar húsmóðurinni fagurt vitni, sérlega smekklegt og fallegt. Síðan hef ég hitt Hönnu og Guð- mund reglulega við ýmis tækifæri á heimili Ásdísar og Þórarins eigin- manns hennar. Alltaf hefur verið jafnánægjulegt að hitta þau og ræða um efstu mál á baugi hverju sinni. Hanna hafði ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim. Eftir að Hanna veiktist var það ekki hennar stíll að kvarta yfir hlutskipti sínu. Hún virtist taka því sem hverju öðru verkefni að fara í hverja lyfjameðferðina á fætur ann- arri, eftir því sem gangur sjúkdóms- ins kallaði á. Hún bar sig alltaf vel og tók því sem að höndum bar með aðdáunarverðu æðruleysi og þreki. Auðsætt var hve samhent hjón og samtaka þau Guðmundur voru. Guð- mundur sér nú á bak ástríkri eig- inkonu, lífsförunaut til sex áratuga, en upp á 60 ára brúðkaupsafmælið héldu þau fyrir nokkrum vikum. Þau áttu miklu barnaláni að fagna í dætr- unum Kristínu og Ásdísi, syninum Árna og svo dætradætrunum Hönnu Kristínu, Arndísi og Hildi. Öll vöfðu þau Hönnu ást og umhyggju í erf- iðum veikindum hennar, sem urðu þess valdandi að fyrir röskum tveim- ur árum flutti Hanna á hjúkrunar- heimilið Sóltún og bjó þar til síðasta dags. Ég flyt Guðmundi og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hönnu Ragnars- dóttur. Dögg Pálsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hönnu Ragnarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali ✝ Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts ÞÓRÐAR ÞÓRARINSSONAR, síðast til heimilis að hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Aldís Drífa Þórðardóttir, Jóhann Sigurbergsson, Gunnþór Georg Þórðarson, Ingunn Lind Þórðardóttir, Sæmundur Ferdinandsson, Guðrún Valný Þórarinsdóttir, Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Sviðholti, Bessastaðahreppi, Vogatungu 31, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 29. maí á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju Garðaholti föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Geir Guðjónsson, Guðrún Ólína Geirsdóttir, Sigmundur Jónsson, Eyþór Sigmundsson, Hjalti Sigmundsson, Jón Ingvi Geirsson, Silja Stefánsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG HALLDÓRA JÓELSDÓTTIR, sem lést í Sóltúni 29. maí, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 9. júní kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minning- arsjóð K.F.U.M. og K.F.U.K. Valgeir Ástráðsson, Emilía Björg Möller, Sigurður Ástráðsson, Guðný Bjarnadóttir, Herdís Ástráðsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORGRÍMS JÚLÍUSAR HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks á deild 12G á Landspítalanum Hringbraut fyrir frábæra aðhlynningu af mikilli hlýju. Þuríður Þórarinsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, fyrrum bóndi á Brúarreykjum, Borgarbyggð, sem lést föstudaginn 23. maí, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 7. júní kl. 11.00. Kristjana S. Leifsdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.