Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 32

Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Matthildur Guð-brandsdóttir húsfreyja fæddist í Garpsdal í Austur- Barðastrandarsýslu 23. maí 1921. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykja- vík 22. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- brandur Benedikts- son, f. 16. janúar 1887, d. 29. sept- ember 1979, og Sig- rún Helgadóttir, f. 5. júlí 1898, d. 25. maí 1925, úr mislingum. Foreldrar Matthildar byrjuðu búskap í Garpsdal 1920 og þar fæddist önnur dóttir þeirra, Sigurbjörg, 10. mars 1923, dáin 1984. Árið 1927 fluttist Matthildur með Guðbrandi föður sínum og seinni konu hans, Ing- unni Þorsteinsdóttir, f. 23. júlí 1897, d. 30. september 1998, að Broddanesi í Strandasýslu. Á Broddanesi eignaðist hún sjö hálfsystkini, þau eru: Sigurður, f. 1927, d. 1928, Ingunn Sigurrós, f. 1928, Björn, f. 1930, Þorsteinn Helgi, f. 1931, Benedikt, f. 1933, Sigurður Ingvi, f. 1934 og Sigríð- ur, f. 1936. Áður átti Guðbrandur d. 13. maí 1992, m. Þórólfur Þor- leifsson, f. 18. október 1940, hún eignaðist 2 börn, 4 barnabörn og 1 barnabarnabarn. 2) Guð- brandur, f. 3. júní 1944, m. Guð- laug Þorkelsdóttir, f. 8. sept- ember 1944, þau eiga 2 börn og 4 barnabörn. 3) Þorvaldur Helgi, f. 28. júlí 1945, m. Sigurlaug Gísla- dóttir, f. 12. janúar 1946, þau eiga 4 börn, 10 barnabörn og 1 barnabarnabarn. 4) Birgir, f. 22. janúar 1953, m. Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 24. október 1954, þau eiga 3 börn og 4 barnabörn. 5) Sigrún, f. 18. mars 1954, m. Hall- dór Stefánsson, f. 29. janúar 1949, þau skildu, hún á 4 börn og 2 barnabörn. 6) Steinþór, f. 17. október 1959, m. Hildur Guð- björnsdóttir, f. 18. maí 1958, þau áttu 3 syni, einn þeirra, Benedikt, er látinn. Matthildur og Benedikt fluttu búferlum frá Hólmavík árið 1981 að Krummahólum 6, Reykjavík, þar sem hann vann sem hús- vörður og hún vann við heim- ilisþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Að Hrafnistu fluttu þau í apríl ár- ið 2006. Matthildur verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. dótturina Sigrúnu, f. 4. júní 1904, d. 11. maí 1981, móðir Ólöf Pálsdóttir, f. 1870, d. 1946. Matthildur byrjaði ung að ann- ast systkini sín sem fæddust hvert af öðru á Broddanesi og hjálpaði til við heimilisstörfin. Matt- hildur tók barna- skólapróf, eins og al- gengt var til sveita á þessum árum. Hún fór í Gagnfræðaskól- ann á Laugavatni veturinn 1938- 39. Matthildur hóf búskap í Þorp- um í Steingrímsfirði, Stranda- sýslu, árið 1942 með Benedikt Þorvaldssyni, húsasmið, f. 22. júlí 1915, í sambýli við foreldra hans. Foreldrar hans voru Þorvaldur Jónsson skósmiður, f. 4. maí 1893, d. 30. mars 1980, og Val- gerður Jónsdóttir, f. 7.apríl 1885, d. 9.september 1954. Í Þorpum bjuggu þau til ársins 1945, þá fluttust þau til Hólmavíkur við Steingrímsfjörð og gengu þar í hjónaband 24. desember 1945 og varð þeim 6 barna auðið. Þau eru: 1) Valgerður, f. 17. júlí 1943, Elsku mamma, nú ertu farin frá okkur til æðra tilverustigs. Það er sárt að sjá á eftir þér, þú hefðir orðið 87 ára 23. maí, daginn eftir að þú andaðist. Fyrstu minningar mínar um þig mamma mín eru hversu umhyggju- söm og góð þú varst við okkur. Á þessum árum var ekki auðvelt að kaupa föt en þú saumaðir mikið eða allt á okkur. Þú varst góð móðir, og aldrei skorti okkur neitt. Ég man eft- ir hversu dugleg þú varst við að eiga allt til heimilisins, búrið þitt var ein- stakt, þar var alltaf til nægur matur til vetrarins, tunnur fullar af slátri, súrmat og kjöti, hillur fullar af berja- og rabbabarasultu, berjasaft og öll kökuboxin og ýmsu sem þurfti til heimilisins. Allt þetta þurfti fyrir stóra fjölskyldu og alla þá gesti sem komu í heimsókn. Eldhúsið var oft eins og umferðarmiðstöð, enda margir ættingjar og vinir úr sveitinni sem komu í heimsókn. Alltaf varstu boðin og búin til að aðstoða alla. Elsku mamma, þú varst íslensk al- þýðukona. Þú vannst í frystihúsinu, í rækjunni og sláturshúsinu með öll- um heimilisstörfunum, ég heyrði þig aldrei kvarta… Eins og ég segi, heimilið var opið fyrir öllum og vinnudagur þinn langur. En þú kunnir að gleðjast og ég man þegar þú hafðir til trogin fyrir þorra- og góufagnað, það greinilega gladdi þig. Þið fluttuð til Reykjavíkur 1981, það var mikil breyting en það varst þú sem hvattir pabba til þess. Öll börnin farin suður og öll barnabörnin þar. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér þegar þú komst til okkar. Þið bjugguð í Krummahólum 6 í 10 ár. Þú vannst við heimilishjálp á ýmsum stöðum og ferðaðist alltaf með strætó og þú landsbyggðarkon- an varst fljót að læra á allar leiðir strætó og ég man eftir því að þú fékkst pabba með þér í strætóferð á sunnudögum vestur í bæ og heim aft- ur, bara til að kynnast borginni bet- ur. Eftir að þú hættir að vinna tók við áhugamálið. Það voru hannyrðir, þú fékkst aðstöðu hjá eldri borgurum í Gerðubergi og þar kunnir þú vel við þig. Það er mikið og margt sem ligg- ur eftir þig. Þú prjónaðir, málaðir á postulín, perlaðir og margt fleira. Í mörg ár gafstu öllum eitthvað eftir þig í jólagjöf og það var ekki lítill hópur af börnum og barnabörnum og ættliðirnir nú orðnir fimm. Ég man að þú byrjaðir á sumrin að undirbúa jólagjafir, því allir fengu eitthvað. Þið dvölduð á Hrafnistu þín síð- ustu tvö ár. Þú kunnir vel við þig þar þessi tvö ár, fékkst góða umönnun af starfsfólki og ekki síst studdi og að- stoðaði pabbi þig. Síðasta mánuðinn þegar þú varst orðin rúmliggjandi var það einnig Sigrún systir sem annaðist þig af mikilli kostgæfni og á hún bestu þakkir fyrir. Elsku mamma, það var alltaf nota- legt að heimsækja þig á alla þá staði þar sem þú hélst heimili og það voru forréttindi að fá að senda krakkana til Hólmavíkur í nokkrar vikur til að vera hjá ömmu og afa. Elsku mamma, ég vil þakka þér alla þá að- stoð sem þú veittir okkur Sigrúnu þegar við þurftum á að halda. Það var einstakt að eiga þig að. Elsku pabbi, guð varðveiti þig og styrki um ókomna tíð. Þinn sonur Birgir. Elsku amma Matta! Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn til ykk- ar afa Bensa. Góðsemin geislaði af þér og mikið jafnaðargeð, enda var mikil virðing borin fyrir þér. Þú varst sérstaklega handlagin og dugleg kona. Þakka þér fyrir alla fallegu hlutina sem þú bjóst til og gafst mér, koddann, könnuna, kökubakkann, plattana og fleira. Þegar ég var lítil fylgdist ég með þér mála og skreyta dúka, man hvað þú varst nákvæm í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég man eftir leikföngunum sem þú hafðir fyrir börnin, litlu dýrunum og fleira. Þú varst sérstaklega barngóð og mér leið alltaf vel hjá þér. Amma, þú varst svo ljúf og góð og ég hlakk- aði alltaf til að koma til ykkar afa. Ég vil þakka þér fyrir yndislegar og ómetanlegar stundir sem við átt- um saman síðustu vikurnar. Takk fyrir þakklætið, takk fyrir kossana og brosin sem þú gafst mér, ég fann að þér leið þér vel og það veitti mér mikla ánægju. Ég mun aldrei gleyma þessum góðu stundum. Nú ertu kom- in á sælustað í kyrrð og ró. Vertu sæl, elsku amma mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Sigrún Heiða Birgisdóttir. Það er með mikilli væntumþykju og virðingu sem ég minnist tengda- móður minnar, Matthildar Guð- brandsdóttur, en hún var alveg einstaklega hjartahlý og góð mann- eskja, sem alltaf vildi allt gott fyrir alla gera. Alveg frá okkar fyrstu kynnum tók hún mér af sinni alkunnu gestrisni og hlýju og bauð mig vel- komna í fjölskylduna. Eitt af því sem ég mat svo mikils og sýndi mér skýrt hversu stórt hjarta hún tengdamóðir mín hafði, það var hvernig hún tók Matthildur Guðbrandsdóttir ✝ RagnheiðurGuðnadóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1933. Hún lést á Lands- spítala háskóla- sjúkrahúsi laug- ardaginn 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðni Jósep Björnsson verka- maður, f. 17.12. 1912, d. 11.7. 1955 og Sigurbjörg Ingi- leif Ólafsdóttir verkakona, f. 23.1. 1917, d. 23.2. 1987. Systkini Ragnheiðar eru Björg, f. 1940, maki Skúli Guð- mundsson, f. 1941 og Einar, f. 1945, maki Haflína Hafliðadóttir, f. 1937, d. 1994. Fyrri maður Ragnheiðar var Hreiðar S. Jónsson, f. 1929, d. 1991. Börn þeirra eru:1) Kolbrún S., f. 1951, hennar börn eru El- ísabet Kolbrún, f. 1979, Björgvin Einar, f. 1981, stúlka, f. andvana 1985 og Gunnbjörg María, f. 1986; 2) Margrét, f. 1952, hún var ættleidd við fæðingu, hennar dóttir er Ásta María, f. 1969; 3) Guðný Rut, f. 1956, hennar dæt- ur eru Linda Ýr, f. 1973 og Selma Rut, f. 1988. Seinni maður Ragnheiðar var Karl Bergdal Sigurðsson, f. 1935, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Gyða, f. 1960, gift Þórarni Björnssyni, þeirra börn eru Sólveig, f. 1984 og Hjálmar, f. 1986; 2) Linda Em- ilía, f. 1962, hennar börn eru Alma Rut, f. 1982, Thelma Rún, f. 1984, Tanja Sól, f. 1993, Em- ilíanna, f. 1994 og Helena Diljá, f. 2003; 3) Páll, f. 1966, kvæntur Huldu Hrefnu Mar- teinsdóttur, þeirra synir eru Mikael Páll, f. 1993, Dagur Hrafn, f. 1994 og Hróbjartur, f. 1999. Ragnheiður ólst upp á Þórs- götu 15 ásamt foreldrum sínum og fleiri skyldmennum. Hún var fyrst í námi við Austurbæj- arskólann en gekk síðan í Mið- bæjarskólann. Samhliða húsmóð- urstörfum vann hún við ýmis verslunar- og veitingastörf um ævina. Hún rak í nokkur ár teppaverslun með þáverandi eig- inmanni sínum. Einnig starfaði hún lengi við smurbrauðsgerð og stofnaði fyrirtæki á því sviði. Síðustu starfsár sín vann hún á Hrafnistu. Útför Ragnheiðar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ég er 45 ára og mér líður eins og lítilli stelpu sem langar að hoppa upp í fangið á mömmu sinni og kúra þar. Ég er 45 ára og sit við dánarbeð þitt, mamma, og held í hönd þína, ekkert bærist nema erfiður andar- dráttur þinn, öll skynvitund horfin en samt vil ég hafa þig hér hjá mér, finna fyrir nærveru þinni, en ég verð að sleppa takinu. Þín vegna, leyfa þér að fara til Jesú og elsku ömmu þinnar sem þér þótti svo vænt um. Samt langar mig svo að hafa þig. Ég er 45 ára kona, sem þú hefur alið upp og hlúð að alla mína ævi. Ég hef alltaf verið mömmustelpa og hangið í pilsfaldinum þínum. Þegar ég var lítil og við bjuggum öll á Arn- argötunni þá var oft spilað lag í út- varpinu sem var mjög vinsælt á þeim tíma í mínum huga, „Ég skal mála allan heiminn, elsku mamma“. Þetta var svo mikið lagið mitt til þín, ég sá fyrir mér sjálfa mig mála litrík blóm út um allt, gul og rauð, græn og blá. En veistu, mamma, þú mál- aðir heiminn fyrir mig, þú varst höndin sem „málaði“ og í litríkum blómunum varst þú styrkurinn. Elsku mamma, það getur enginn frá mér tekið þær yndislegu minn- ingar sem ég á með þér og þær stundir sem við áttum saman. Oft sat ég með þér og útdeildi tilfinn- ingum mínum og þú hlustaðir, þú hafðir þann mannkost að geyma að þau leyndarmál sem fóru inn um þín eyru fóru aldrei út fyrir þínar varir. Í fjölskyldunni okkar varst þú horn- steinninn, þú vissir allt um alla og allir sögðu þér allt. Ljúfmennska þín og gæska gagnvart fólkinu „þínu“ er ómetanleg. Það sýndi sig líka svo vel síðustu vikur og daga hversu upp- skera sáningar þinnar er mikil og dýrmæt. Þú áttir að allt það fólk sem umvafði þig og þá sérstaklega Guð- nýju systur sem sleppti varla úr degi til að hugsa um þig. Við sitjum eftir með mynd af þér í brjósti okkar, fal- lega mynd sem þú málaðir af kær- leika í öllum regnbogans litum. Ég bið drottin að varðveita anda þinn, elsku mamma, og þakka þér fyrir allt. Ég elska þig heitt. Þín dóttir Linda Emilía. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar Ragnheiðar Guðnadóttur sem nú hefur yfirgefið þetta tilverustig en hvílir þess í stað í faðmi horfinna ástvina sinna. Þegar ég hugsa til baka þá eru þeir nú ófáir kaffibollarnir sem sötr- aðir voru við eldhúsborðið hjá henni Rögnu ömmu eins og hún var gjarn- an kölluð. Það var ósköp notalegt að kíkja við í kaffi á föstudagssíðdegi að lokinni vinnuviku og skrafa svolítið um daginn og veginn og taka púlsinn á fjölskyldunni því yfirleitt höfðu fleiri fengið þessa sömu hugmynd, að kíkja við í kaffi á leiðinni heim. Þannig hefur þetta verið svo lengi sem ég man, alltaf einhver í heim- sókn og fullt hús af börnum. Það voru þessi rólegheit, yfirveg- un, hlýja og staðfesta sem ein- kenndu þessa góðu konu svo mjög. Síðan þegar við Palli eignuðumst strákana okkar var hún alltaf tilbú- in, boðin og búin, með opið hús handa „englunum sínum‘‘ eins og hún kallaði þá stundum. Hún var al- veg óskaplega mikil og góð amma sem sárt verður saknað. Fjölskyldan, börnin hennar, barnabörnin og barnabarnabörnin voru hennar ær og kýr og þessi ver- aldlegu gæði sem svo margir eltast við voru neðarlega á listanum henn- ar. Elsku Ragna. Takk fyrir samferð- ina. Samúð mína á öll fjölskyldan, því missirinn er mikill. Hulda Hrefna Marteinsdóttir Mér er bæði ljúft og skylt að minnast elskulegrar tengdamóður minnar sem lést laugardaginn 31. maí síðastliðinn. Allt frá fyrsta degi, er ég fór að renna hýru auga til dótt- ur hennar, og til þess síðasta, er ég heimsótti hana á endurhæfingar- deild Grensáss á dögunum sem „Huldumaðurinn“, hef ég verið vel- kominn í hennar návist og jafnan farið glaðari heim en ég kom. Hún hafði einstaklega góða nærveru og hlýja sem laðaði til sín alla í fjöl- skyldunni. Hún var miðdepillinn. Kletturinn. Rósin. Börnin áttu sér athvarf hjá henni. Barnabörnin elsk- uðu hana og dáðu. Hvergi leið þeim betur en skoppandi í kringum hana, í leik við hana eða á spjalli við hana. Hún var umburðarlynd og skilnings- rík en lá ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta. Oftlega var hún glettin og kankvís og uppnefndi mig til dæmis „Huldumanninn“ eitt af síðustu skiptunum sem ég heimsótti hana. Það kom til af því að 1. maí síðastliðinn var hún sofandi þegar ég kom við hjá henni. Ég vildi ekki raska ró hennar og sagði starfsfólk- inu að ég myndi líta aftur til hennar síðar um daginn, án þess að kynna mig með nafni! Það var síðan gesta- þraut Ragnheiðar fram eftir degi að reyna að komast að því hvaða „myndarlegi huldumaður“ hefði ver- ið þarna á ferðinni! Áttum við hið skemmtilegasta spjall saman þegar sannleikurinn kom í ljós síðar um daginn. Já, minningarnar hrannast upp en hér er einungis rúm fyrir brotabrot. Mikla ánægju hafði ég af því að ræða við Ragnheiði um hennar bernskuár á Þórsgötunni þar sem hún ólst upp í sama húsi og við Gyða byrjuðum búskap saman. Það er sannarlega notaleg tilhugsun að vita að við Gyða skyldum fá tækifæri til að hefja lífsgöngu okkar saman í sömu kjallarastofu og Ragnheiður sleit fyrstu barnsskónum. Seinna flutti hún á næstu hæð fyrir ofan, óx úr grasi, fékk nýja skó og gat rölt á þeim á sunnudagsmorgnum í sunnu- dagaskóla KFUM á Amtmannsstíg eða í miðri viku á saumafund í KFUK. Aðrir skór voru notaðir til að leika sér í „kíló“, „yfir“, „ó“ og „þrautakóng“ eða skreppa með Erlu frænku að heimsækja Ólaf afa í Olís og fara þar í skrifstofuleik. Enn aðra skó notaði hún síðan til að renna sér á skautum á Tjörninni eða á skíðum í Öskjuhlíðinni. Já, það var bjart yfir bernsku Ragnheiðar og hún naut þess að segja frá, líkt og ég að hlusta. Hún naut þess einnig ríkulega að skreppa stundum með okkur Gyðu á fornar fjölskylduslóðir, til dæmis austur að Gljúfurholti við Hvera- gerði þar sem hún dvaldi oft lang- dvölum á sumrin sem barn eða suð- ur að Kvíavöllum þar sem amma hennar ólst upp. Við gleymum held- ur ekki gleðinni sem skein úr augum hennar þegar hún fékk tækifæri til að heimsækja okkur Gyðu til Ed- inborgar fyrir fáeinum misserum. Mikil var einnig okkar gleði. En gleðin og bjartar minningar eru trega blandnar því öll hefðum við svo gjarnan viljað fá að njóta elskusemi hennar og kærleika langt- um lengur. Dauða hennar bar bráð- ar að en við hugðum og vonuðum. Ég bið góðan Guð að styrkja og hugga hvern þann sem unni Ragn- heiði Guðnadóttur. Blessuð sé minn- ing hennar. Þórarinn Björnsson. Ragnheiður Guðnadóttir  Fleiri minningargreinar um Ragn- heiður Guðnadóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.