Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 39
NÆSTSÍÐUSTU tónleikar starfs-
ársins hjá Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands verða haldnir í kvöld, en þeir
verða harla óvenjulegir. Þar stíga á
stokk þau Barði Jóhannsson og Ker-
en Ann Zeidel og flytja tónlist sína í
splunkunýjum hljómsveitarbúningi
Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.
Um er að ræða lög sem þau hafa
unnið í sameiningu undir merkjum
Lady and Bird, en einnig verða á
efnisskránni lög úr smiðju hvors um
sig.
Barða þarf vart að kynna fyrir
tónlistaráhugamönnum, enda einn
fjölhæfasti og snjallasti tónlist-
armaður þjóðarinnar. Hljómsveit
hans, Bang Gang, er nýbúin að
senda frá sér plötuna Ghosts From
The Past og verða lög af henni á efn-
isskrá tónleikanna, auk verka Lady
And Bird og Keren Ann.
Keren Ann Zeidel er af ísr-
aelskum, rússneskum og indónes-
ískum uppruna, en hefur aðsetur í
Frakklandi og nýtur mikilla vin-
sælda þar og víðar um lönd. Hún
hefur gefið út fimm hljóðversplötur
sem allar hafa fengið góðar viðtökur.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
Listahátíðar í Reykjavík og njóta
stuðnings franska sendiráðsins.
Morgunblaðið/Golli
Lady and Bird Keren Ann og Barði á æfingu í Háskólabíói í gær.
Draugar fortíðar og fleira
Lady & Bird koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í kvöld Tónlistin í nýjum búningi Þorvaldar Bjarna
Miele ryksugur
Miele S381 Tango Plus 1800W mótor
Meðal fáanlegra fylgihluta:
Hepafilter: Hreinsar loftið
af ofnæmisvaldandi efnum.
Kolafilter: Hreinsar óæskilega lykt.
Góður fyrir gæludýraeigendur.
Parketbursti: Skilar parketinu glansandi.
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með
stillanlegu röri og úrval fylgihluta er innbyggt í vélina.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
-hágæðaheimilistæki
TILBOÐ kr.: 17.900
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is
- kemur þér við
Hetjusaga hjartveiks
drengs frá Hólmavík
Geðveikir leika lausum
hala og minna á sig
Svefnlausar helgar í
tölvuleikjaspili
Íslendingurinn sem ólst
upp með hvítabjörnum
Sægreifinn gefur góð
ráð fyrir grillið
Gúmmílaunaseðlar
Iceland Airwaves
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?