Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 40

Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 40
prenthæfur. En lítum á nokkur ætt- leidd fótboltalög: You’ll Never Walk Alone – lag úr söngleik Rodgers & Hammerstein sem nú er líklega þekktast allra fót- boltalaga. Sungið hástöfum af stuðn- ingsmönnum enska liðsins Liverpool sem og kollegum þeirra í Glasgow Celtic. Go West – Þetta lag Vil- lage People gekk í end- urnýjun lífdaga þegar Pet Shop Boys gerðu nýja útgáfu af því og af þeirri útgáfu gerðu aðdáendur Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞAU eru óteljandi lögin sem hafa ver- ið samin fyrir hin ýmsu fótboltalið – en gæðin hafa oft ekki verið meiri en svo að jafnvel hörðustu aðdáendur hafa átt í erfiðleikum með að hlusta á lagasmíðarnar. Frægasta undantekn- ingin er líklega ógleymanlegur óður danska landsliðsins 1986 til rauðhvíta litarins og samstöðunnar, sem Bjarni Fel kynnti rækilega fyrir Íslend- ingum á sínum tíma. Eins náði Kom- um fagnandi, lag sem þeir Leifur Geir Hafsteinsson og Ívar Bjarklind sömdu fyrir Eyjamenn á velgengn- isárum þeirra í lok síðustu aldar, ágætri spilun á meginlandinu. Þá er merkileg tilviljun að FH-ingar byrj- uðu loksins að vinna titla þegar með- limir hljómsveitarinnar Botnleðju fóru að semja FH-lög í stórum stíl. Eins vilja sumir KR-ingar meina að Bubbi hafi fyrst staðið undir konungs- titlinum þegar hann fór að kyrja KR- söngva. Fyrsta íslenska fótboltaliðið sem náði verulegri hylli er svo Skaga- menn skoruðu mörkin með Skagakv- artettnum – og stuttu síðar samdi Ómar Ragnarsson Jóa útherja, fyr- irtakslag sem eitthvert íslenskt lið mætti vel taka upp á sína arma. Loks má geta eftirminnilegasta lagsins sem enska landsliðið hefur tekið með sér á stórmót, Three Lions, sem samið var fyrir Evrópukeppnina í Englandi 1996. Hins vegar gerðust erkifjendurnir Þjóðverjar svo grófir að stela laginu – fyrir utan auðvitað að vinna keppnina á Wembley. Hins vegar hefur oftast gefið betur ytra að taka þekkt lög og gera að sín- um. Enskir stuðningsmenn eru raun- ar vanir að snúa út úr þeim laglínum sem henta gangi leiksins hverju sinni, oft þannig að textinn verður seint Arsenal svo enn eina útgáfu þar sem hin gullvæga setning „one-nil Arsen- al“ kemur vitaskuld fyrir. Winter Wonderland er notað af ófáum liðum en vetrinum er venju- lega skipt út fyrir vinsælasta leik- manninn hverju sinni, sbr. „I’m Walking in a Ronaldo Wonderland.“ I Will Survive – Lag Gloriu Gaynor hjálpaði franska landsliðinu að þrauka alla leið á heimsmeist- aramótinu árið 1998. I’m Forever Blowing Bubbles – Þetta lag stuðningsmanna Íslend- ingaliðsins West Ham fjallar um að byggja skýjakastala, sem svo hrynja ávallt á endanum og virðist almennt ekki bera vitni um mikla bjartsýni á þeim bænum. Simply the Best með Tinu Turner og We are the Champions með Queen hafa svo vitaskuld verið notuð af ófáum liðum á sigurstundu af aug- ljósum ástæðum. Loks má svo nefna einfaldasta lagið af þeim öllum, Olé! Olé!, er spænsk upphrópun upp- runnin í nautaati og flam- engódansi – en orðið kemur þó úr arab- ísku máranna, dregið af wa- Allah – Allah veri lofaður. Frakkasigur Baráttusöngur Gloriu Gaynor hjálpaði Frökk- um til heimsmeistaratitils. Listin og fótboltinn – EM-upphitun Rauð-hvítir Danir og Dýragarðsdrengir Rauð-hvítur Preben Elkjær tekur flugferð á HM 1986.  Evrópukeppnin í fótbolta hefst á laugardag og því er tilvalið að nota tímann fram að keppni og kanna listrænar hliðar íþróttarinnar  Við hitum upp með nokkrum vel völdum fótboltaslögurum 40 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ég fékk heldur óvenjulegagjöf þegar ég fagnaði sexára afmæli mínu fyrir tæp- um 28 árum. Það var hljómplatan Geislavirkir með Utangarðs- mönnum. Ekki veit ég hver gaf mér plötuna en hún lá lengi í kassa óspiluð, í nokkur ár, allt þar til tón- listaráhuginn náði út fyrir Dýrin í Hálsaskógi og Mini Pops. „Þið mun- ið stikna, þið munið brenna,“ söng Bubbi, ávarpaði feður og mæður, sagði börn þeirra eiga eftir að stikna. Ekki beinlínis réttu skila- boðin fyrir sex ára pjakk. Platan varð nokkrum árum síðar að mikilli gersemi í plötukassanum og liggur enn í plötukassa en nú alsett rispum eftir margra ára þeyting undir nál- inni.    Það var um 10 eða 11 ára aldursem ég fékk áhuga á Bubba Morthens, hlustaði á plöturnar hans af mikilli einbeitingu og áhuga. Egó, Das Kapital, Utangarðsmenn, Bubbi einn með kassagítarinn, ég lá yfir þessu með félögum mínum sem deildu þessum áhuga með mér á kónginum. Aðdáunin á kappanum lifði lengi og í raun dáist ég enn að Bubba en á talsvert annan hátt en ég gerði áður. Ég held að Bubbi verði, þegar fram líða stundir, einn merkasti listamaður sem Ísland hefur alið. Og hana nú! Þegar platan Kona kom út 1988 var hún spiluð daginn út og inn í herbergi bólugrafins unglings, í laumi reyndar af því það þótti ekk- ert sérstaklega töff að hlusta á hjartnæmar ballöður um glataða ást. Bubbi var svalastur, harður rokkari en mjúkur inn við beinið. Bubbi virðist í grunninn ekki hafa breyst mikið, enn er hann jafn óhræddur við að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum og það er alltaf jafngaman að hlusta á hann rífa sig. Það finnst þó ekki öll- um og svo virðist sem menn ýmist hati Bubba eða elski og varla til nokkur vegur þar á milli.    Það segir sína sögu um áhrifBubba og stöðu í íslensku tón- listarlífi að honum hefur tekist að fá til liðs við sig unga og vinsæla tónlistarmenn á borð við Barða Jó- hannsson og Pétur Ben. „Bubbi er alltaf til í eitthvað rugl, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og reyna sig þannig sem listamann,“ segir Pétur í nýlegu samtali við Arnar Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu um samstarfið við kónginn. Bubbi er nefnilega fyrirmyndarlistamaður að þessu leyti. Hann er forvitinn, vill gera tilraunir með verk sín og sjálfan sig, vill þróast sem listamað- ur í áður ókannaðar áttir. „Einfald- asta leiðin til að deyja sem lista- maður er að loka sig af í einhverju ákveðnu rými og stíga ekki út úr því,“ segir Bubbi við Arnar Eggert og hittir naglann á höfuðið. Hann sé vakandi og leitandi, reyni að ögra sér sem listamanni og fari ekki auðveldustu leiðirnar.    Mikið vildi ég að listamenn al-mennt hefðu þetta viðhorf til eigin verka og listsköpunar. Það er því miður ekki svo. Margir lista- menn virðast hjakka í sama farinu svo árum skiptir eða jafnvel áratug- um. Hver kannast ekki t.d. við að fara á myndlistarsýningu ákveðins listamanns sem var alveg eins og síðasta sýning og sýningin þar áð- ur? Eða hlusta á plötu tónlistar- manns sem er alveg eins og síðasta platan. Listamaður sem leitar ekki, reynir ekki að bæta einhverju við list sína og þróa hana og sættir sig við sífelldar endurtekningar er, að mínu mati, ekki listamaður lengur. Hann er færiband. Bubbi byggir upp » „Þið munuð stikna,þið munuð brenna,“ söng Bubbi, ávarpaði feður og mæður, sagði börn þeirra eiga eftir að stikna. Ekki beinlínis réttu skilaboðin fyrir sex ára pjakk. Morgunblaðið/Einar Falur Á sviði og í sveit Bubbi þá og Bubbi nú. Svarthvíta myndin var tekin á tónleikum Egó í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík árið 1983. Sú seinni var tekin af honum fyrir nokkrum dögum á heimili hans við Meðalfellsvatn í Kjós. Þó að maðurinn hafi breyst að ýmsu leyti í skoðunum er listamaðurinn enn sá sami, sífellt leitandi og sífellt að ögra sjálfum sér. helgisnaer@mbl.is AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.