Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ / kringlunni/ álfabakka Sýnd í álfabakka, kringlunni og akureyri Sýnd í álfabakka og akureyri Sýnd í álfabakka Sýnd í kringlunni og keflavík Forbidden Kingdom er einhver skemmtilegasta og óvæntasta ævintýramynd sumarsins og ætti að gleðja alla enda húmorinn skammt undan þar sem Jackie Chan er. Jackie Chan og Jet Li eru loksins mættir í sömu mynd þar sem snilli þeirra í bardagaatriðum sést glöggt. Nú er spurning hvor er betri!? SEX & THE CITY kl. 5 - 8 - 10:50 B.i. 14 ára INDIANA JONES 4 kl. 6:30D - 9D - 11:30D B.i. 12 ára Digital NEVER BACK DOWN kl. 11:30 B.i. 14 ára IRON mAN kl. 6:30 - 9 B.i. 12 ára THE fORBIDDEN KINGDOm kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára INDIANA JONES 4 kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára Digital INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:40 lúxus ViP LOVE IN THE TImE Of CHOLERA kl. 8 B.i. 7 ára NEVER BACK DOWN kl. 10:40 B.i. 14 ára u2 3D kl. 63D síðustu sýningar 3D-Digital Sýnd í kringlunniSýnd í álfabakka NIm'S ISLAND kl. 5:30 LEYFÐ IRON mAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára IN THE VALLEY Of ELAH kl. 8 síðustu sýn. B.i.16 ára THE HuNTING PARTY kl. 10:40 síðustu sýn. B.i.12 ára STELPURNAR ERU MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ eeeee K.H. - DV eeee 24 stundir eee H.J. - mBL ÞÓTT nokkuð sé liðið frá Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva er plata með öllum lögunum í keppninni í efsta sæti Tónlistans að þessu sinni. Hún veltir því úr sessi plötunni 100 Eurovisionlög sem var í efsta sæti í síðustu viku, en situr nú í því fimmta. Og þá eru ekki all- ar Evróvisjón-plötur á Tónlistanum upp taldar því plata Eurobandsins, This Is My Life er komin upp í þriðja sætið. Um er að ræða fyrstu breiðskífu Eurobandsins sem inni- heldur m.a. framlag Íslands til Evr- óvisjón, „This is my life“. Einnig er þar að finna þekkt lög úr Evr- óvisjón ásamt lögum sem þau Frið- rik og Regína hafa sungið í und- ankeppnum undanfarin ár. Svo skemmtilega vill hins vegar til að plata með næstum því sama nafni situr í 20. sæti listans þessa vikuna, nefnilega This Is The Life með hinni skosku Amy Macdonald. Ann- að sem vekur athygli á lista vik- unnar er að ný plata Barða í Bang Gang, Ghosts From The Past, stekkur beint í tíunda sætið. Platan fær afar lofsamlega umsögn í Morgunblaðinu í dag, og gefur Orri Harðarson henni 4,5 stjörnur af fimm mögulegum. Loks má benda á Gling gló með Björk, góðkunningja í 13. sætinu. | jbk@mbl.is Þetta er lífið og þetta er mitt líf Reuters Á toppnum Chris Martin, hinn við- kunnanlegi söngvari Coldplay. FYRSTA smáskífulagið af óútkom- inni plötu bresku hljómsveitarinnar Coldplay er í efsta sæti Lagalistans þessa vikuna. Allt sem sveitin hefur sent frá sér hingað til hefur orðið að gulli og virðist engin breyting ætla að verða þar á, enda er „Violet Hill“ hið frambærilegasta lag. Páll Óskar Hjálmtýsson gerir hins veg- ar nokkuð harða hríð að Bretunum því lag hans „Er þetta ást?“ situr nú í öðru sætinu, en var í því þriðja fyrir viku. Þá er hann Eyþór Ingi, sigurvegari í Bandinu hans Bubba, á hraðri uppleið með lagið „Hjartað þitt“ sem Bubbi samdi fyrir hann. Lagið situr í þriðja sæti og hækkar um fjögur sæti á milli vikna. Og talandi um Bubba Morthens þá mun kappinn vera hástökkvari vikunnar að þessu sinni. Titillagið af nýrri plötu kappans, Fjórir nagl- ar, var í 76. sæti í síðustu viku, en er nú komið alla leið í fjórða sætið og líklegt verður að teljast að það komist nær toppnum á næstu vik- um. Þá gerir nýtt lag með henni Dísu góða hluti á Lagalistanum, en „Temptation“ er nú komið í 11. sæt- ið. Annað lag Dísu, „Anniversary“ hefur einnig notið mikilla vinsælda að undanförnu og því ljóst að Dísa verður ekkert „one hit wonder“. Loks vekur athygli að nýtt lag með The Cure kemur sér vel fyrir í 19. sætinu. | jbk@mbl.is Fjólubláa hæðin heldur toppsætinu BON Iver mætti setja í sama mengi og Jose Gonzales, Elliot Smith og jafnvel Will Oldham. Hér ráða söngrödd og gítar ferð- inni en platan er tekin upp af listamann- inum sjálfum þar sem hann var í sjálfskip- aðri einangrun í afskekktum skúr í Norður-Karólínu yfir hávetur. Þetta gefur plötunni einmanalegan og stundum fjarlægan blæ og fer Bon Iver langt á þeirri stemningu. Sum laganna fá þó aðeins meiri meðferð með trommuslætti og brassi án þess að farið sé út fyrir hinn hráa og frumstæða hljóm sem mér finnst vera einn helsti styrkur plötunnar. Útkoman er falleg, einlæg og virki- lega góð plata. Virkilega gott Bon Iver – For Emma, Forever Ago Ágúst Bogason EINU sinni þurftu auðsveipir aðdáendur Trent Reznors að bíða í a.m.k. fimm ár eftir næstu plötu en meistarinn dælir þessu út um þessar mundir. Fyrir tveimur mánuðum síð- an komu út ósungnar plötur, Ghosts I-IV, og nú þessi, sem birtist óforvarandis á heima- síðu NIN. Platan fékkst gefins, „ég býð“, eins og Reznor sagði í tilkynningu. Sagt hefur verið að platan jafnist á við The Downward Spiral (1994) en það er ofsagt. Rez- nor hefur þó ekki verið svona frískur og fjörugur lengi vel en það vantar þó nokkuð upp á að þessi plata komist í meistara- deildina. Og þið þarna, NIN-dýrkendur, getið bara farið í meið- yrðamál! Dælir þessu út Nine Inch Nails – The Slip Arnar Eggert Thoroddsen HENNI kippir í kynið, litlu systur Rufusar Wainwright, og svífur raddböndum þöndum upp og niður tónstigann alveg eins og bróðir hennar, og það jafn auðveldlega og við dauð- legir skolum niður vatni. Lögin eru marg- slungin og það er mikið að gerast í þeim, gnótt hljóðfæra prýðir þau og sum þeirra eru kammerlegin með strengjum og blæstri. Undir öllu ólgar einhver reiði og spenna, líkt og titillinn gefur til kynna. Söng- rödd Wainwright er fókusinn hér, hún spannar vítt tilfinn- ingasvið og er einlæg og sönn út í gegn en dramatíkin á það þó til að keyra úr hófi fram. Sterk plata, sem spólar samt aðeins yfir sig á köflum. Blóðbönd Martha Wainwright – I Know You’re Married... Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.