Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 1
Laugardagur 28. 6. 2008 81. árg. lesbók ÍMYNDIN? ERU ÁHERSLUR BJARKAR OG FÉLAGA RANGAR? » 12 Gagnrýnendur nálgist viðfangsefni sín af virðingu » 10 Morgunblaðið/Frikki Símaskráin var kærkominhindrun fyrir mig, því núfékk ég loks tækifæri til aðsjá hvort ég gæti gert eitt- hvað án vessanna og ofbeldisins,“ segir Hugleikur Dagsson um myndasöguna sem birtist í nýju símaskránni í um 500 römmum. Hann bætir við að það hafi samt ekki alveg tekist hjá sér, því sagan byrjar á því að jólasveinn drepur kind með sveðju. Samt lítur hann á þetta sem ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Á síðustu vikum hafa margir orðið vitni að því hvar fólk á öllum aldri flettir gegnum nær alla símaskrána og les ævintýri Hugleiks, um strák- inn sem fer í sögulega ferð í sveit. Ýmsar þjóðsagnapersónur blandast inn í ævintýrið og virðist samtím- anum helst standa ógn af þeim. Ekki eru allir jafnhrifnir en víst er að sérstakur húmor Hugleiks nær til margra. Ný bók hans, Ókei bæ tvö, er heldur styttri en símaskráin en í beinu framhaldi af fyrri ævintýrum höfundarins, sem eru smám saman að öðlast hylli víðar en hér á landi. Enda gefur hið virta forlag Penguin verk hans út. Í nýju bókinni er fylgst með geimförum, risaeðlum, Lúsífer, þar er snjókarli nauðgað, fylgst með sérkennilegum heimi dýranna og fyrirmyndarfaðirinn gubbar yfir fjölskyldu sína. Í bókarlok er gefinn forsmekkur að Ókei bæ þrjú, þar sem meðal annars má sjá mann með eistu í stað augna berjast við sófa með geislasverði og þrjú píanó falla á þrjú feit börn með ís. Hugleikur segir ekkert í heim- inum ósnertanlegt þegar kemur að kímni, en í myndum hans birtist allt frá pólitík til sifjaspella. „Kímni er náttúrulega bara ákveðið form af umræðu og umræða er alltaf nauð- synleg,“ segir hann og kveðst ekki fá mikil viðbrögð við bókunum. „Örfáir hafa kvartað yfir verkum mínum, en aldrei við mig. Ég vildi að einhver gerði það því ég er með fullt af svörum á reiðu.“ Hugleikur telur að myndasögur svífi enn undir rat- sjánni hjá þeim sem vilja þagga ákveðna umræðu niður. „Ef Da Vinci Code hefði verið myndasaga hefði kaþólska kirkjan aldrei mót- mælt henni. Fólk lítur ekki á mynda- söguna sem ógn. Ekki enn.“ Hugleikur teiknaði þessa sjálfs- mynd fyrir Lesbók.» 4 Hugleikur Dagsson hefur sent frá sér nýja bók og segir ekkert ósnertanlegt þegar kemur að gríni Kannski skil ég ekki alveg hvað heilagt þýðir Hugleikur Dagsson HEITAR LUMMUR eftir Hjálmar Freysteinsson lækni holar@simnet.is Tvær limrur á dag koma skapinu í lag. 2. prentun VIÐURNEFNI Í VESTMANNAEYJUM eftir Sigurgeir Jónsson STALÍNGRAD eftir Antony Beevor A N T O N Y B E E V O R STALÍNGRAD Einstök bók um Sæma afturábak og áfram, Gústa bauk, Jón alýfát, Koppa-Mundu, Sigurgeir æsku- lýðsbruggara og tæplega 700 aðra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.