Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Side 12
Eftir Önnu Björk Einarsdóttur abe3@hi.is Í kvöld eru stórtónleikar Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum. Tónleikarnir eru haldnir til að vekja athygli á stóriðjustefnu rík- isstjórnarinnar sem Björk og Sig- ur Rós hafa lýst yfir andstöðu við. Meginröksemdin sem liggur að baki málflutningi Bjarkar gegn stóriðju á Íslandi er sú að stóriðjan skaði ímynd Íslands erlendis og eyðileggi þannig atvinnu- tækifæri annarra Íslendinga sem byggja lifi- brauð sitt á þeirri ímynd að Ísland sé ósnortið land, kröftugt og ótamið. Með virkjunum, álver- um og olíuhreinsunarstöðvum skaðist ímyndin um ósnortna og villta íslenska náttúru og þar með markaðsstaða þeirra framleiðsluvara sem markvisst hafa verið tengdar íslenskri náttúru; t.d. tónlist Bjarkar og Sigur Rósar sem og land- búnaðar- og fiskafurðir. Í greininni „Myndanir og myndbreytingar“ greinir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræð- ingur mikilvægi íslenskrar náttúru í ímynd og verkum Bjarkar og þá sérstaklega í mynd- böndum hennar. Úlfhildur segir að íslensk nátt- úra leiki til að mynda stóran þátt í myndbandi Bjarkar við lagið „Jóga“ en þar „sveiflast hið rómaða landslag Íslands hjá, hver póst- kortaímyndin rekur aðra, ár flæða um sanda, leir skiptir litum, mosi, hraun og eyðileg fjöll“ (bls. 411-412). Úlfhildur segir að í raun minni þessi framsetning á náttúru Íslands á ljós- myndir Páls Stefánssonar sem hún segir að hafi mótað sjónræna ímynd Íslands að nokkru leyti en hún bendir þó réttilega á að Björk snúi í myndbandinu upp á þessa ímynd þar eð í ljós kemur að landslagið sem Björk er stödd í er tölvugert og í raun er Björk í myndbandinu einnig tölvugerð vera. Þennan umsnúning sem finna má í mynd- bandinu, þegar ósnortin náttúra (sem ef til vill er hvergi til nema á póstkortum) breytist í tölvugert landslag, greinir Úlfhildur sem hluta af upplausn þeirra andstæðukerfa sem hingað til hafi einkennt vestræna hugsun og heimspeki. Samkvæmt Úlfhildi þá leitar Björk ekki ein- ungis út úr „þessu þrönga kerfi, heldur stefnir hún því sjálfu í hættu“ með því að blanda saman náttúruímynd Íslands og tækni (bls. 413). Úlf- hildur leggur þó áherslu á að með þessu sé Björk ekki að hafna ósnortinni náttúru heldur sé náttúru og tækni stillt upp samhliða: „náttúr- an tekur á sig tæknilegan blæ, og tæknin verður náttúruleg, lifandi“ í meðförum Bjarkar (bls. 416). Rómantík og krútt Í greiningu sinni stillir Úlfhildur Dagsdóttir notkun Bjarkar á náttúru Íslands upp sem and- stæðu þeirrar rómantísku náttúruímyndar sem birtist í „ættjarðarkveðskap skáldanna“ (bls. 414). Úlfhildur nefnir ekki nákvæmlega hvaða skáldskap hún á við þegar hún talar um „ætt- jarðarkveðskap skáldanna“ en ætla má að hér sé verið að vísa til nokkuð breiðs hóps íslenskra skálda sem kenndir eru við rómantík. Þó má benda á að samhliða náttúrudýrkun má finna í rómantískum skáldskap mikla trú á tækni og framfarir. Gott dæmi um skáld sem sameinar í ímynd sinni og verkum, á svipaðan hátt og Björk gerir, íslenska ósnortna náttúru og nýj- ustu vísindi og tækni síns tíma er ættjarð- arskáldið Jónas Hallgrímsson. Í Íslenskri bók- menntasögu III er skáldskapur Jónasar til að mynda settur í samhengi við vísindastörf hans og áhersla lögð á samruna þessara sviða í skáld- skap Jónasar frekar en aðskilnað (bls. 330-335). Ef til vill er samruni náttúru og tækni/vísinda í ímynd íslenskra listamanna og þar með upp- lausn þeirrar tvíhyggju sem Úlfhildur telur að hafi einkennt vestræna hugsun fram til þessa ekki jafn ný af nálinni og hún vill vera láta. Hugsanlega eru fleiri sameiginlegir fletir, á verkum og ímynd Bjarkar og skálda á borð við Jónas Hallgrímsson, en andstæðir. Þá er mun nærtækara að skoða muninn á birtingarmynd íslenskrar náttúru í verkum Bjarkar og Sigur Rósar því sú andstæða sem Úlfhildur sér á verkum Bjarkar og rómantískra ættjarð- arskálda má einnig finna á milli Bjarkar og Sig- ur Rósar því þótt íslensk náttúra skipi veiga- mikinn sess í myndböndum Sigur Rósar og í öllu kynningarefni um hljómsveitina þá er ekki að finna í verkum þeirra samruna íslenskrar náttúru og tækni líkt og er algengt í verkum Bjarkar. Gott dæmi um hlutverk íslenskrar náttúru í verkum og ímynd Sigur Rósar er heimildarmynd um tónleikaferðalag þeirra um Ísland síðastliðið sumar, Heima. Þar birtist ís- lensk náttúra frekar sem bakgrunnur hljóm- sveitarinnar en efniviður hennar, hún er sá heimur sem Sigur Rós kemur úr, stórfenglegur en jafnframt einfaldur heimur eða eins og Kjartan Sveinsson segir í Heima: „It́s kind of a safe haven for us, Iceland. We are left on our own here.“ Ef Úlfhildur á hins vegar við síðrómantísk skáld þegar hún talar um „ættjarðarkveðskap skáldanna“ þá blasir við ákveðin andstæða milli Bjarkar og þeirra, þ.e. síðrómantíkin einkennist frekar en skáldskapur Jónasar Hallgrímssonar af upphafningu á ósnortinni náttúru í andstæðu við hið mannlega, þ.e.a.s. af tvíhyggju milli nátt- úru og manns og náttúru og tækni. Það er hins vegar áhugavert hve auðvelt er að tengja verk Sigur Rósar síðrómantíkinni á svipaðan hátt og hægt er að tengja verk Bjarkar við rómantík. Ef við föllumst á það að Björk sé Jónas Hall- grímsson okkar tíma þá mætti ennfremur segja að Sigur Rós sé okkar tíma Steingrímur Thor- steinsson, eitt höfuðskálda síðrómantíkurinnar. Í verkum Steingríms birtist náttúran sem griðastaður langt í burtu frá mannheimum og gegnir svipuðu hlutverki og hún gerir í mynd- böndum Sigur Rósar og í myndinni Heima. Þá mætti ef til vill segja að Sigur Rós endurveki hjarðljóð Steingríms, því hjá báðum má finna sömu nostalgíuna eftir hreinni og tærri bernsku ómengaðri af heimi þeirra fullorðnu. Margt er nefnilega líkt með ljóðum eins og „Smaladreng- urinn“ og „Draumur hjarðsveinsins“ og þeirri drengja- og bernskufílíu sem er svo áberandi í verkum Sigur Rósar og nægir þar að nefna „barnslega“ texta, lög og myndbönd eins og „Flugufrelsarann“, „Viðrar vel til loftárása“, „Glósóla“ og síðast en ekki síst glænýtt mynd- band við lagið „Gobbledigook“ þar sem bernska ósnortin af syndafalli fullorðinsáranna er í for- grunni. Það er mikilvægt að sjá vinnu Bjarkar og Sig- ur Rósar í samhengi við íslenska bókmennta- Ímyndin Ísland Hafa Björk og Sigur Rós hagsmuna að gæta þegar kemur að ímynd Íslands og áhrifum stóriðjustefnu á þá ímynd? Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins taldi ímynd Íslands veika erlendis en að sterk ímynd og aðgerðastefna geti komið að góðum notum þegar áföll dynja á ímyndinni.Greinarhöfundi þykir athyglisvert hversu keimlíkur málflutningur náttúruverndarsinna og ráðuneytisins er; báðir byggja á tengingu við náttúru, hreinleika, kraft og frið. sögu, frekar en í andstöðu við hana eða sem rof, því eins og við höfum séð eru fleiri sameig- inlegir fletir á rómantík og því sem er stundum kallað krútt í íslenskri menningarumræðu en andstæðir. Þróun rómantíkurinnar til síðróm- antíkur er ef til vill ekki svo ósvipuð þróun krúttsins (Björk) yfir í síðkrútt (Sigur Rós). Í upphafi stefnanna birtist íslensk náttúra í sam- spili við tækni og vísindi síns tíma en þróast síð- an yfir í að leika annað hlutverkið í andstæðup- arinu góðkunna maður/náttúra. Það getur því verið takmarkandi að skoða verk Bjarkar, krúttanna eða póstmódernistanna almennt sem rof við bókmenntasöguna frekar en framhald hennar. Slík heimsrofasýn einkennir oft á tíðum umræður og skilgreiningar á póstmódernisma, sérstaklega þegar honum er stillt upp sem and- stæðu stefna á borð við módernisma, húm- anisma og upplýsingar. Þá er póstmódernism- anum eignaðar ýmsar hugmyndir í andstöðu við þessar stefnur þótt sömu hugmyndir leiki stórt hlutverk innan þeirra og eigi jafnvel rætur sínar að rekja til þeirra.1 Póstmódernismi Það er auðvitað rétt hjá Úlfhildi Dagsdóttur að staðsetja Björk fræðilega innan heimspeki póst- módernismans því í verkum Bjarkar og ímynd hennar má finna mörg af einkennum hans. Úlf- hildur bendir til að mynda á hvernig Björk vinn- ur með ólíkar tónlistarstefnur og form á plötum sínum frekar en að búa til einn Bjarkartón. Þá má benda á hversu gjöfult samstarf Bjarkar við aðra listamenn hefur verið, í verkum Bjarkar megi finna verk annarra listamanna þótt allir starfi þeir undir formerkjum og stjórn hennar. Sérstaða Bjarkar sem póstmódernísks lista- manns felst þó í því hversu mikið vald hún hefur á hinu póstmóderníska formi (eða formleysi), þ.e. rödd Bjarkar og persóna myndar ákveðinn kjarna í verkum hennar sem Úlfhildur telur að skapi þá hugmynd að ímynd Bjarkar sé „ein- lægari“ en margar af þeim ímyndum sem birt- ast og hverfa á stjörnuhimnum dægurmenn- ingar“ (bls. 396). En Úlfhildur bendir réttilega á að slík einlægni sé að sjálfsögðu ómöguleg í hin- um meðvitaða heimi dægurmenningar og segir að réttara væri að tala um „eins konar meðvit- aða einlægni“ í þessu samhengi. Þessa „meðvituðu einlægni“ segir Úlfhildur að Björk skapi með „barnslegri ímynd sinni“ sem tengist náið ímynd náttúrubarnsins sem Björk heldur á lofti en þar gegnir hugmyndin um Ísland sem land frumkrafta og hreinnar og villtrar náttúru mikilvægu hlutverki og þá sér- staklega tenging þessara hugmynda við upp- runaleika og hreinleika landsins. Þessi tenging Bjarkar við Ísland og þær hugmyndir sem fylgja landinu hefur gert það að verkum að Björk hefur tekist að skapa ákveðinn kjarna í verkum sínum og ímynd með söngrödd sinni og persónu. Það eina sem breytist aldrei við Björk er röddin og persóna hennar, allt annað: útlit, tónlist, stíll og stefna er háð breytingum. Þessu má líkja við virkni vörumerkja í markaðs- væddum samfélögum dagsins í dag. Vörumerki eru oftar en ekki það eina sem fyrirtæki breyta ekki, þótt markaðsherferðir og varan sjálf, t.d. útlit eða bragð geti breyst. Vörumerkið gegnir því hlutverki að skapa trúverðugleika, einlægni og hefð. Eitt besta dæmið um langlífi vöru- merkja er merki Coca-Cola-fyrirtækisins. Þótt kók sé framleitt um allan heim, á ólíkan hátt og við misjöfn skilyrði (kók í Bandaríkjunum er framleitt úr kornsírópi á meðan íslenskt kók er framleitt úr sykri og íslensku vatni svo dæmi sé tekið) og markaðsherferðir kóks breytist, þá er vörumerkið ávallt hið sama: „Always Coca- Cola“. Breytingin frá módernisma yfir í póstmód- ernisma er oft sett í samhengi við breytingar á efnahagskerfinu á 20. öld, þ.e. frá kapítalisma yfir í síðkapítalisma. Þá er upplausn póstmód- ernismans, stílleysi hans, söguleysi og fleiri ein- kenni sett í samhengi við virkni stórfyrirtækja síðkapítalismans. Það er ekki erfitt að sjá Björk í samhengi við þessar breytingar því eins og Úlfhildur bendir á þá hefur Björk engan einn stíl sem einkennir list hennar. Segja má að starf hennar felist fyrst og fremst í því að halda utan um ímyndina og vörumerkið Björk. Hún fær aðra listamenn til að vinna fyrir sig undir sínu merki (t.d. grænlenskan stúlknakór, tónlistar- fólk, kvikmyndagerðarmenn, fatahönnuði, ljós- myndara, grafíska hönnuði og svo mætti lengi telja) sem kalla mætti undirverktaka hennar. Í þessu samhengi má velta fyrir sér hvort Björk sem listamaður vinni ekki á svipaðan hátt og á sömu forsendum og alþjóðleg risafyrirtæki (multinational corporation) gera í dag. Ímynd Íslands Sá munur sem er á notkun íslenskrar náttúru í höfundarverki og ímynd Bjarkar og Sigur Rós- ar kemur ekki í veg fyrir að þau sameinist í bar- áttu fyrir íslenskri náttúru og ímynd hennar. Tónleikarnir í kvöld eru haldnir að frumkvæði Bjarkar og markmið þeirra er „að fá fólk til að huga að náttúru og náttúruvernd á Íslandi og á heimsvísu“ eins og segir í fréttatilkynningu fyr- ir tónleikana á heimasíðu Smekkleysu. Þá er ætlunin að safna fjármunum til að koma á fót nýrri heimasíðu um náttúruvernd þar sem hægt verður að skoða ósnortna náttúru og áhrif stór- iðjunnar á hana auk þess sem ýmiskonar fræðsluefni um íslenska náttúru sem og hring- itónar fyrir farsíma verða aðgengilegir á síðunni (sem er auðvitað frábært dæmi um samruna tækni og náttúru). Síðunni er ætlað að veita „skemmtun og fræðsl[u]“ frekar en áróður frá „fúlum náttúruverndarskæruliðum“ að sögn Bjarkar (24 Stundir 06.06.08). Íslensk, ósnortin og kröftug náttúra gegnir veigamiklu hlutverki í ímyndarsköpun Bjarkar og Sigur Rósar og því má ætla að Björk og Sig- ur Rós hafi hagsmuna að gæta þegar kemur að ímynd Íslands og áhrifum stóriðjustefnu rík- isstjórnarinnar á þá ímynd. Björk ræddi þessa hlið málsins á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við tónleikana en þar lagði hún áherslu á að ímynd Íslands myndi óhjákvæmi- lega skaðast af stóriðjustefnunni og þar með ferðaþjónusta í landinu sem og þeir listamenn sem eru „að ná árangri erlendis“ en sá árangur „gengur mikið út á að við séum hrein, tengd náttúrunni og fleira í þeim dúr“ (Mbl 31.05.08). Björk leggur ennfremur áherslu á að stór- iðjan hefti aðra atvinnuvegi í landinu, komi í veg fyrir nýsköpun og fjölbreytni og geri Íslendinga háða einu amerísku álfyrirtæki sem skaði sjálf- stæði þjóðarinnar. Sjálfstæði Íslendinga er Björk hugleikið en í opnuviðtali í síðasta tölu- blaði Grapevine líkir hún þjóðum við listamenn og segir það mikilvægt fyrir þá að halda í sjálf- stæði sitt í stað þess að grípa á lofti lausnir og Kraftar „Ímyndarkortið sýnir lykilatriðin í ímynd Íslands, kjarnann og sérstöðuna.“ - Úr skýrslu Forsætisráðuneytisins um ímynd Íslands. Ef við föllumst á það að Björk sé Jónas Hallgrímsson okkar tíma þá mætti ennfremur segja að Sigur Rós sé okkar tíma Steingrímur Thorsteinsson, eitt höfuðskálda síðrómantíkurinnar. 12 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.