Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 11 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Norðfjarðarbók - Þjóðsögur,sagnir og örnefnaskrár er komin út hjá bókaútgáfunni Hólar. Hálfdan Haraldsson, sem var skóla- stjóri á Kirkju- mel í Norðfirði í 43 ár, skráði og safnaði efni í bókina og er sögusviðið allir hlutar Norðfjarð- arhrepps hins forna: Norð- fjörður, Hellis- fjörður, Við- fjörður, Suðurbæir og Sandvík. Þegar Hálfdán fluttist til Norð- fjarðar haustið 1952 áttaði hann sig fljótlega á því að hann var kominn í lifandi þjóðsagnaveröld. Allt um- hverfið var þrungið dulúð fjöl- breytilegra sagna sem samofnar voru stórbrotnu landslaginu. Í ná- grenni skólans sem hann stýrði var til dæmis Draugadýið, en niðri í því voru bundnir tíu draugar. Og í skólahúsinu sjálfu bjó álfkona sem flutti þangað inn er hús hennar var eyðilagt. Í Staðargjánni sem er beint ofan við skólann heyrðist klukknahringing þegar Norðfirð- ingar til forna leituðu sér að nýjum kirkjustað eftir firnin öll sem urðu á Ásmundarstöðum þegar upp komst að presturinn væri hálfur draugur og ætlaði að sökkva kirkjunni niður í það neðsta með öllum kirkjugest- unum. Þetta eru dæmi um magnað efnið í bókinni. Norðfjarðarbók er 438 blaðsíður að lengd og er hún prýdd fjölda lit- mynda og korta.    Hestar er nýjasta bók landslags-og náttúruljósmyndarans Sig- urgeirs Sigurjónssonar. Þetta er glæsileg 160 síðna bók með lit- myndum af íslenska hestinum. Bók- in kemur út á ís- lensku, þýsku og ensku. Í bókinni eru myndir af stóðum og stökum hest- um og enn frem- ur myndir af ís- lenskum keppnishestum. Inngang að bók- inni skrifar Krist- ján B. Jónasson og skrifar hann einnig myndatexta. Við vinnslu bókarinnar naut Sig- urgeir aðstoðar Ragnars Tóm- assonar hestamanns með meiru. Sigurgeir stundaði ljósmyndanám á Íslandi árunum 1965 til 1966 og var í framhaldsnámi í Stokkhólmi og San Diego. Eftir hann liggur fjöldi bóka. Sú fyrsta, Svip-myndir, kom út árið 1982 og árið 1992 kom út fyrsta bók hans með landslags- myndum, Íslandslag. Í kjölfarið komu fleiri afar vinsælar ljós- myndabækur um Ísland og Íslend- inga: Ísland - landið hlýja í norðri, Amazing Iceland, Íslandssýn, Land- ið okkar og Made in Iceland. Með Unni Jökulsdóttur vann Sigurgeir bókina Íslendingar.    Heitar lummur eftir HjálmarFreysteinsson er komin út hjá Bókaútgáfunni Hólum. Undirtitill bókarinnar er Ráðlagður skammtur ein limra tvisvar á dag gegn ólund. Í bókinni eru limrur eftir Hjálmar, sem er Mývetningur, varð stúdent frá MA og las lækn- isfræði við Há- skóla Íslands. Hann starfar sem heim- ilislæknir á Ak- ureyri. Hjálmar er með vinsælustu hag- yrðingum landsins og hefur marg- sinnis troðið upp á hagyrð- ingamótum, við góðan orðstír. Í Heitum lummum er úrval úr limr- um Hjálmars en hann þykir afar slyngur í því formi. BÆKUR Sigurgeir Sigurjónsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Við að fylgjast með fréttum frá Simbabveþessa dagana, af því harðræði semstjórnarandstæðingar eru beittir ogbrjálæðinu sem fylgir því sem vonandi eru fjörbrot stjórnar Roberts Mugabe, leitar hug- urinn til bókarinnar Dark Star Safari - Overland from Cairo to Cape Town eftir einn helsta meist- ara ferðasagna á liðnum áratugum, Paul Theroux. Eftir að hafa lesið hana fyrir nokkrum árum, vissi maður einhvern veginn að einmitt svona yrði þetta. Theroux hefur skrifað fjölda ágætra skáldsagna en þær jafnast engan veginn á við meistaralegar ferðafrásagnir hans. Bækurnar sem hann skrifaði um lestaraferðalög hafa lengi verið í uppáhaldi. The Great Railway Bazaar, um Indland, og Riding the Iron Rooster, um Kína, auk The Old Patag- onian Express, þar sem sagt er frá ferð höfund- arins frá heimaborg hans, Boston, landleiðina suð- ur til Argentínu. Greinasafnið Sunrise with Seamonsters er afar forvitnilegt, svo ekki sé minnst á uppgjör Theroux við gamlan vin sinn, rit- höfundinn V.S. Naipaul; Sir Vidias Shadow. Í öll- um þessum verkum nýtur írónískur frásagnarmáti heimsferðalangsins sín vel, snyrtilega dregin port- rettin af fólki sem hann rekst á og sérstök athygl- isgáfan. Líklega er Dark Star Safari þó hans áhrifamesta bók. Hún kom fyrst út fyrir fimm ár- um og seldist strax gríðarlega vel og fékk afar góða dóma. Gagnrýnandi Boston Herald sagði að það sem kæmist næst því að fara sjálfur til Afríku væri að lesa þessa bók og í The Washington Post var staðhæft að fáar ef nokkrar bækur frá síðustu árum fjölluðu á jafnopinskáan hátt um vandamál Afríku, en að um leið féllu lesendur í stafi yfir heimsálfunni. „Allar fréttir sem berast frá Afríku eru slæmar. Þess vegna vildi ég fara þangað.“ Þannig hefst bókin, og Theoux sem kenndi sem ungur maður í álfunni, sneri aftur, alvanur ferðalangur og tók nokkra mánuði í að þokast suður á bóginn, land úr landi, með fólksbílum og óhæfum rútum, eintrján- ingum, gripaflutningabílum, lestum og ferjum. Hann lýsir ólíkum menningarheimum og fólki, þar sem trúarbrögðin eru ólík og ástandið ýmiss kon- ar, gott og slæmt. Hann upplifir bæði fegurð og ljótleika og eitt af því sem gerir frásögnina svo heillandi, er að hann lýsir því sem lesandanum finnst vera sönn Afríka, ekki bara Afríka fyr- irsagna og vandamála. Umsögn Throux og lýs- ingar á hjálparstarfi og hjálparstarfsmönnum eru afar harðar, vægast sagt. „Hverjir nema ekki stað- ar fyrir þurfandi í vegkantinum?“ spyr hann. Og svarar: „Erlendir hjálparstarfsmenn. Þeim er lýst sem sníkjudýrum sem skapa fleiri vandamál en þeir leysa.“ Talandi um vandamál, þá eru þó þau hvergi meiri en í Simbabwe. Theroux fór fyrst þar um ár- ið 2001, þegar verðbólgan var enn undir 100 pró- sentum. Landið var áður kallað „brauðkarfa Afr- íku“ og við þekktum það sem Ródesíu. Hvítir bændur ræktuðu þá stórar og frjósamar jarðir sín- ar og ástandið var gott að mörgu leyti. En þegar Theroux var á ferðinni höfðu fyrrum hermenn Mugabes einræðisherra fengið að ryðjast inn á jarðir hvítu bændanna og búta þær í sundur; þegar hann talar við bóndann Drummond höfðu yfir 3.000 jarðir verið gerðar upptækar – og þær skil- uðu ekki nema broti af þeirri uppskeru sem þær gerðu áður. „Allt var á niðurleið og ástandið var enn að versna: hættulegt, andlaust, gjaldþrota,“ skrifar Theroux. Hann bætir við að landið hafi samt verið fallegt, en afar fáir bílar á ferð og fátt fólk, „eins og plága hafi herjað á landið.“ Og þegar maður les áfram sést að það eru hin óhæfu stjórnvöld sem eru plágan sem hafa breytt frjósömu landinu í hel- víti fyrir íbúana, og ekki bara þá hvítu. Í eftirmála lýsir Theroux annarri ferð um Sim- babve árið 2004, þegar verðbólgan var komin upp í nokkur hundruð prósent og ástandið var enn þá verra en fyrr. Þeir hvítu voru reknir á brott eða drepnir og örbirgð blasti við öðrum en gæðingum Mugabes, sem Desmond Tutu lýsir á ensku sem „bonkers.“ Manninum er lýst sem óðum. Dark Star Safari gefur lesandaum tilfinningu fyrir raunverulegri Afríku, vinalegri en sums stað- ar virðast vandamálin vart yfirstíganleg. Slæmar fréttir frá Afríku ERINDI »Hann bætir við að landið hafi samt verið fallegt, en afar fáir bílar á ferð og fátt fólk, „eins og plága hafi herjað á landið.“ Og þegar maður les áfram sést að það eru hin óhæfu stjórnvöld sem eru plágan sem hafa breytt frjó- sömu landinu í helvíti fyrir íbúana, og ekki bara þá hvítu. Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@gmail.com R ocko Schamoni (rétt nafn Tobias Albrecht) er nokkuð þekktur fýr í þýsku samfélagi. Til tekna hefir hann sér helst unnið að vera tón- listarmaður, skemmtikraftur, leik- ari, sjónvarpskynnir og annar eig- anda hins þekkta klúbbs Der Golden Pudel í Hamborg. Er hann stundum kallaður póstpönk- skemmtikraftur. Hann er fæddur árið 1966 í Slésvíkur smábæn- um Lütjenberg, þar sem hann taldist til fyrstu pönkaranna. Var enda fljótlega ljóst að hann ætlaði sér annað lífshlaup en bróðurpartur samborgara sinna. Um þennan tíma má fræðast um í annarri skáldsögu Rockos frá 2004, Dorfpunks (Þorps- pönkarar). Sú saga hefir, líkt og þessi sem hér er tekin til umfjöllunar sjálfsævisögulega drætti. Í viðkomandi bók segir frá ungum pilti sam- nefndum höfundinum, er fæðist til nýs lífs þegar pönkið hefur innreið sína í smábæi Slésvíkur. Inn- reið sú átti sér, líkt og á Íslandi, seint stað, eða í kringum 1980. Þessar tvær pönksenur eru og and- lega skyldar, enda báðar með þorpslegum brag og snerust um að vera á skjön fremur en pólitíska framkvæmdagleði og tískugreddur, sem pönkið er vissulega ekki laust við. Markaðurinn aðlagar sig að öllum uppreisnum. Í hnotskurn mætti draga innhald bókarinnar saman í setningunni „pönksögur úr smábænum, allt annað en normið.“ Enda er form sagnanna kannski fremur safn pönksagna, sem tengjast í gegnum aðalpersónuna og annað jaðarfólk, en skáldsaga. Fyrsta skáldverk Rocko, og jafnframt það verk sem lokkaði hann út á rithöfundarbrautina (hann var beðin um að skrifa bók af forlaginu) heitir Ri- siko des Ruhms (Áhætta frægðarinnar). Kom hún út 2003 og er ævintýrasaga sem greinir frá manni sem flakkar um heiminn sem listmálari, ræningi, sirkuslistamaður, samkynhneigður sjómaður o.fl. Hún kom honum á kortið, en Dorfpunks var gegn- umbrotið. Þess má svo til gamans geta að Rocko hefir unnið með nóbelsverðlaunahafanum Elfriede Jelinek við leikhúsuppfærslu hennar á Banbury Oscars Wilde. Sternstunden der Bedeutungslosigkeit sver sig í ætt við fyrri verk (og þá ekki bara rithöfundaverk) og er eins konar sjálfstætt framhald Dorfpunks; þorpspönkarinn er kominn á mölina til Hamborg- ar. Að vísu er hér þó ekki nákvæmlega sama per- sóna á ferð. Persónugallerí af hliðarlífstoga Hér segir Michael Sonntag, uppgjafalisthá- skólanemi frá því sem á daga hans drífur eða öllu heldur hvernig hann lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Dagar hans litast einkum af slarki; hann er á bótum og ráfar stefnulaust um götur borgarinnar með viðkomu á knæpum, í stórmörk- uðum og hjá geðlækninum. Svo vinnur hann öðru hvoru fyrir sér með að hengja upp auglýs- ingaplaköt fyrir Maff, „spíttara“ með ónýtt nef frá Braunschweig, sem talar þó Berlínarmállýsku. Stíll bókarinnar er enda mikið litaður af mállýskum og slettum. Sonntag vinnur líka fyrir sér sem rótari og barþjónn. Svo er hann annaðhvort veikur eða þunnur. Persónugallerí verksins er, líkt og Sonntag sjálf- ur, af hliðarlífstoga. Persónur eins og Bruno með- leigjandi hans, sem borgar enga leigu og Sonntag hirti nokkurn veginn upp af götunni líkt og flæk- ingshund. Bruno gerir fátt annað en að stunda kyn- líf, ganga um íbúðina með fullri reisn og gista hjá lögreglunni. Annar félagi, Tobbs, er ginkeyptur fyrir heróíni, en getur ekki leyft sér að verða háður sakir bágborinnar fjárhagsstöðu. Ástin hans Mia þjónar svipuðu hlutverki og elskan hans Þórbergs Þórðarsonar, eitthvað sem Sonntag tilbiður en fær ekki. Hún vinnur fyrir sér sem fylgdardama af dýr- ari gerðinni. Inn í söguna blandast svo fleiri týpur í mismiklu vímuástandi af áþekku sauðakyni og fjöldinn allur af kvenfólki sem Sonntag serður. Sauðakyn þetta kallar Sonntag „óþarft fólk“ og sjálfan sig nefnir hann „fursta hinna óþörfu.“ Kyn hans fetar í áttina að engu og „fyrir engan yfirleitt“ og er stillt upp sem andstæðu hins venjulega borg- ara, sem vaknar snemma, fer í vinnuna, á krakka- gemlinga, borgar skuldirnar og reynir að áorka einhverju og eignast eitthvað; fólk sér sem sér til- gang með því sem það gerir. Þetta sér Sonntag fyr- ir sér sem sjúkdóm lífsins. Getur hann þó á tíðum séð fyrir sér svona líf. Líf þar sem hann getur verið sáttur við guð og menn, laus við þá kvöl sem ex- istensíalískir þankar hans valda honum. Hið venjulega tákngerist svo í fjölskyldu hans, sem býr í litlum bæ út á landi og stendur jafnframt fyrir það sem Sonntag vill brjótast burt frá. Er hún og viðmið hans, enda hafa allir „rebellar“ norm til að miða sig við og ganga út frá. Málið við Sonntag er þó að hann veit ekki almennilega af hverju hann er svona og er því fremur aumur uppreisn- arseggur … alltént er sagan svona í grunninn og líkt fyrri verk Rockos, full af tvískiptingunni; hinir „normal“ gegn hinum „abnormal.“ Daður við níhilisma og existensíalisma Ef haldið er áfram á viðmiðsslóðum er óhætt að kalla Sonntag óttalegan „lúser“ og er hann þannig kominn í beinan karllegg andlegra bræðra líkt og Herr Lehmann Svens Regeners í Herr Lehmann (2001) og Simon Peters í Vollidiot (2004), eftir Tommy Jaud. Hann er svo aðeins fjarskyldari rík- isbubbanum og nafnlausa partíljóninu í skáldsögu Christian Kracht, Faserland (1995). En sá síðast- nefndi telst með skáldsögunni Faserland hafa markað upphaf nýrrar þýskrar poppbókmennta- bylgju, sem Rocko vissulega tilheyrir. Eitt af einkennum þessarar bylgju, eða bóka í þeim dilk, er að innan hennar rúmast lifandis býsn af áfengi, reykingum, eiturlyfjum, „melankólíu“ og þeim síamsbörnum tóm- og tilgangsleysi að við- bættu vonleysi. Ofan á bætist daður við níhilisma og existensíalisma, þótt oftast risti það ekki djúpt, enda eru þessar uppdiktuðu sálir fremur hug- sjónadruslur en hugsjónafólk og falla ekki að stöðl- um, enda kannski lítið gaman að sögum um 100% fólk. Húmor er einnig mikilvægur innan þessa pakka (Þjóðverjar hafa húmor) og er oftast nær kaldhranalegur og kaldlyndur. Allt þetta ber umrædd bók með sér. Það er og barasta ágætisskemmtun að lesa um fólkið á hlið- arlínunni. Saga af hliðarlínunni Nýjasta bók Rocko Schamoni, Sternstunden der Bedeutungslosigkeit (Stjörnustundir tilgangs- leysisins), kom út hjá Dumont á síðasta ári. Höf- undurinn er áberandi í þýsku samfélagi og kem- ur víða við en skáldverk hans þykja hafa áberandi sjálfsævisögulega drætti. Sjálfsævisögulegur Rocko Schamoni er stund- um kallaður póst–pönk–skemmtikraftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.