Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 10
Skemmtun Dægurmenning er síst ómerkilegri en önnur menning,“ skrifar þjóðleikhússtjóri og fjallar m.a. um árásir gagnrýnenda á söngleikinn Ástin er diskó - lífið er pönk. V iðburðaríkt leikár í Þjóðleikhús- inu er nú senn á enda og því gefst kærkomið tækifæri til þess að líta um öxl. Þjóðleikhúsið er eign ís- lensku þjóðarinnar, eins og seg- ir í leiklistarlögum og skyldur þess við þjóðina eru því margvíslegar. Því er ætlað að efla áhuga landsmanna á leiklist og vera í far- arbroddi hvað varðar faglega úrvinnslu og list- ræn gæði. Það á að efla innlenda leikritun, um leið og það á að bjóða upp á fjölbreytni í verk- efnaval og höfða til áhorfenda á öllum aldri. Þjóðleikhúsinu er þannig ætlað að vera miðstöð nýsköpunar um leið og það er ætlað að ná til breiðs áhorfendahóps, og vera leikhús allra landsmanna. Allar þessar skyldur er okkur ljúft að reyna að uppfylla eftir fremsta megni, þó örðugt geti reynst að sinna þeim öllum á einu leikári. Á þessu leikári hefur fjölbreytnin verið með besta móti og boginn verið spenntur hátt í list- rænu tilliti og við í Þjóðleikhúsinu erum harla ánægð með árangurinn. Vitanlega er mat á list- rænum árangri alltaf afstætt í sjálfu sér, enda byggir það í ríkum mæli á persónulegri afstöðu og tilfinningu þess sem upplifir og nýtur. En þegar við í leikhúsinu reynum að meta árang- urinn, getum við notast við ýmsa mælikvarða auk okkar huglæga mats, eins og til dæmis að- sóknartölur, tilnefningar til leiklistarverðlauna og viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda. Ef litið er til aðsóknar er hún afar góð þetta leikárið og sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með því hvernig ungu fólki fjölgar stöðugt í röðum leikhúsgesta. Fjöldi tilnefninga og verð- launa á Grímuhátíðinni segir líka sína sögu, en árangur Þjóðleikhússins á þeim vettvangi er stórglæsilegur. Hvað viðbrögð áhorfenda varð- ar, þá höfum við orðið vör við þakklæti þeirra og ánægju bæði með beinum viðbrögðum á leiksýningum og eftir þær, og svo blogg- færslum, sem eru ný leið til að kynnast við- horfum hins almenna áhorfanda til leiksýninga og leikhússins almennt. Viðbrögð gagnrýnenda við sýningum leikársins hafa hins vegar verið nokkuð misjöfn þó yfirleitt hafi þau verið góð. Skrif þeirra um nýjar innlendar leiksýningar vekja í þessu samhengi sérstaka athygli og þá fyrst og fremst vegna þess að þau hafa verið óvenjuvægðarlaus. Innlend leikritun Innlend leikritun er einn af máttarstólpum leiklistarinnar í landinu, og mikilvægur liður í menningarlegu sjálfstæði okkar og þroska leik- hússins. Við í Þjóðleikhúsinu vinnum með ýms- um hætti að því að efla leikritun og hvetja leik- ritaskáld til dáða. Á því leikári sem nú er að renna sitt skeið sýndum við til að mynda sjö innlend leikrit, auk tveggja verka frá fyrra ári. Af þessum sjö verkum voru fimm ný, þar af þrjú barnaleikrit, en það er meðvituð stefna leikhússins að efla allt starf í þágu barna og ungmenna. Það er ekkert áhlaupaverk að ætla sér að skrifa fyrir leikhús, hvað þá á jafnlitlu landi og okkar og það er í raun kraftaverk hve mikið er skrifað af frambærilegum leikverkum hér. Vonandi er þar að þakka sterkri stöðu leik- hússins og því að leik- húsheimurinn leggur sitt af mörkum til að styðja við ís- lenska leikritun, en einnig ber að þakka skáldunum fyrir að leggja út á þessa grýttu braut. Það krefst mikillar þjálf- unar og lærdóms að skrifa fyrir leikhús, og færni af sérstöku tagi. Leikrit- unarformið krefst ekki einungis þess að höf- undurinn sé fær og frjór, heldur þarf hann að hafa tilfinningu fyrir og þekkingu á leikhúsinu og möguleikum þess. En jafnvel þótt allt þetta sé fyrir hendi er björninn ekki unninn. Tæki- færin til að fá sett upp eftir sig leikverk eru ör- fá, og sagan segir okkur að viðbrögð gagnrýn- enda við nýjum leikritum hafa í mörgum tilfellum verið afar hörð. Okkur þykir oft sárt að etja leikskáldum út í þá ljónagryfju sem ís- lensk leikhúsgagnrýni getur orðið. Af ein- hverjum ástæðum virðast gagnrýnendur setja sig í sérstakar stellingar þegar kemur að um- fjöllun um ný leikrit, og eru gjarnan með ein- dæmum óvægnir í garð íslenskra leikskálda. Vitanlega er mikilvægt að „rýna til gagns“ þeg- ar fjallað er um ný leikrit, það er að segja fjalla um það sem betur mætti fara á þann hátt að skáldinu verði til gagns og hvetja þannig fólk áfram til dáða. Vandi gagnrýnenda Starfi gagnrýnandans fylgir mikil ábyrgð. Honum ber að upplýsa lesendur um hvað leik- húsin bjóða upp á hverju sinni og leitast við að skilja og fjalla um hverja leiksýningu á hennar eigin forsendum. Hann verður að hafa hæfi- leika til að greina hvert var stefnt með sýning- unni, hver markmiðin voru og hvernig tókst til. Ef gagnrýnandi er ekki tilbúinn til þess, er viðbúið að honum mistakist eða yfirsjáist margt. Að fjalla um leiklist er mikil kúnst, og krefst ekki einungis reynslu og þekkingar, heldur umburðarlyndis, víðsýni og virðingar fyrir störfum og skoðunum annarra. Gagnrýnandinn ber líka mikla ábyrgð gagn- vart leikhúslistafólki og leikhúsinu í heild. Hon- um ber að meta af eins mikilli hlutlægni og honum er unnt hvernig listafólkinu hefur tekist upp og verður því að kunna að leggja til hliðar fordóma sína, persónuleg tengsl og tilfinn- ingalega afstöðu. Í hörðum samkeppnisheimi, þar sem tækifærin til að sýna hvað í hverjum og einum býr eru ekki mörg er sérstaklega mikilvægt að allrar sanngirni sé gætt í umfjöll- un um ungt listafólk. En ef til vill ber gagnrýn- andinn þó hvað mesta ábyrgð gagnvart ný- sköpun í sínum ólíku myndum. Þegar horft er yfir þá dóma sem fallið hafa í vetur, ekki aðeins yfir listafólki Þjóðleikhússins heldur einnig leikhúslistafólki annarra atvinnu- leikhúsa er þar ýmislegt sem vekur furðu – persónulegar árásir eru ekki óalgengar, gíf- uryrðin mörg og ekki laust við að í þeim gæti ákveðinnar beiskju. Að rýna til gagns Það er ekki vettvangur hér til að rekja gagn- rýni um íslensk leikrit á liðnum árum og ára- tugum, þótt slíkt væri vissulega rannsókn- arefni, en ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á nokkur atriði sem varða sýningar þessa leikárs. Að mínu viti hefðu að minnsta kosti sumir gagnrýnendur mátt taka talsvert betur við sér þegar þeir fjölluðu um Óhapp! eftir Bjarna Jónsson, skáld sem við getum þakkað fyrir að hafa helgað sig leikritun með góðum árangri eftir að hafa menntað sig í sínu fagi. Óhapp! var að margra dómi besta verk þessa höfundar sem hefur verið að sækja í sig veðrið með hverju nýju leikriti, og leggur sig fram um að fjalla um málefni líðandi stundar og gera tilraunir með leikritunarformið í hverju nýju verki. Hug- leikur Dagsson og félagar lögðu upp í spenn- andi tilraunavinnu með leiklistarformið í Bað- stofunni, þar sem hárbeitt kímni höfundar og sérstök sýn hans á íslenska fortíð var efniviður- inn. Í uppsetningunni voru farnar ótroðnar slóðir í að búa til hljóðheim með hljóðfærum byggðum á fornu íslensku handverki. Svo sannarlega áhugaverð og voguð tilraun, sem skilaði einstakri sýningu. Krafan um faglega umfjöllun verður hvað áleitnust þegar gerðar eru leikhústilraunir sem þessar, en því miður er tæplega hægt að segja að henni hafi verið mætt af hálfu gagnrýnenda í umfjöllun þeirra um sýninguna. Að sjá það sem er Nýlegasta dæmið um árásir gagnrýnenda á ís- lenskt leikskáld er umfjöllun í fjölmiðlum um söngleikinn Ástin er diskó – lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason, með tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og fleiri. Í umfjöllun sinni um sýninguna hafa gagnrýnendur veist harka- lega að höfundi og látið í það skína að það sé ekki Þjóðleikhúsinu samboðið að sýna „létt- meti“ af þessu tagi. Með þessari síðustu uppfærslunni leikársins býður leikhúsið þó upp á sýningu sem hefur alla burði til að höfða til breiðs hóps áhorfenda. Þegar lagt er upp með söngleik af þessu tagi, þar sem markmiðið er fyrst og fremst að skemmta og gleðja áhorfendur, af fagmennsku okkar listafólks, er það ánægjulegt að geta teflt fram nýju verki eftir íslenskan höfund, með ís- lenskri tónlist. Hugsanlegt er að einhverjir gagnrýnendur hafi mætt á sýninguna með væntingar um að finna þar enduróm af þeirri skörpu samfélags- umfjöllun um málefni líðandi stundar sem Hall- grímur hefur látið frá sér fara, eða sjá hann taka upp þráðinn úr einhverjum af skáldsögum sínum. Efnislýsing verksins og fyrstu mínútur sýningarinnar hefðu þó átt að geta beint þeim af þeirri braut í tæka tíð. Staðreyndin er sú að Hallgrímur Helgason er að fara nýjar leiðir – eins og hann hefur stöðugt verið að gera á sín- um listamannsferli. Í samvinnu við leikstjóra, tónskáld og aðra aðstandendur sýningarinnar býður Hallgrímur okkur hér upp á verk, þar sem litið er til baka í íslenskri dægurmenningu, í þeim tilgangi fyrst og fremst að skemmta fólki í leikhúsinu og gefa því tækifæri til að skoða kafla í sögu þjóðarinnar í spéspegli. Dægurmenning er síst ómerkilegri en önnur menning. Hún er vissulega aðgengileg og þannig séð léttmeti, en hana ber að taka alvar- lega í ljósi þess áhrifamáttar sem hún hefur. Dægurmenning er fyrst og fremst unglinga- menning og menning ungs fólks, og sem slík hefur hún mótað smekk og viðmið heilu kyn- slóðanna og sú mótun varir langt fram á full- orðinsárin. Dægurmenning hefur líka orðið afl- vaki mikillar gerjunar og sköpunar, ekki síst á tónlistarsviðinu. Þennan efnivið nýta þeir Hall- grímur og Þorvaldur sér á bráðskemmtilegan hátt. Viðtökur áhorfenda hafa heldur ekki látið á sér standa, en strax á forsýningu á verkinu í vor ætlaði allt um koll að keyra af gleðilátum gesta. Vissulega hafði neikvæð blaðagagnrýni lamandi áhrif eftir frumsýningu, hjá því verður ekki komist, og nokkrir þeirra gesta sem þegar höfðu tryggt sér sæti á sýninguna, afpöntuðu sæti sín. Hið gleðilega er þó að þessi sæti fyllt- ust jafnharðan aftur og ekkert lát hefur verið á aðsókn eða góðum viðbrögðum gesta. Sanngirni og virðing Þjóðleikhúsið er og verður umdeild stofnun og það verður hlutverk gagnrýnenda vafalaust líka. Til þess að taka megi mark á leikhúsinu verður listafólk þess að nálgast viðfangsefni sín af virðingu. Er það ósanngjörn krafa að ætlast til þess að gagnrýnendur geri slíkt hið sama? Líkt og þjóðin í landinu á sanngjarna kröfu á að leikhúsið þeirra sýni þeim góða leiklist í allri sinni fjölbreytni, á leikhúsið kröfu á fjölmiðla þessa lands að fjallað sé um allar sýningar þess af hlutlægni, virðingu og ást á leiklistinni. Það er einn þáttur í umfjöllun um leiklist sem ég sakna sérstaklega, og það er almenn umfjöllun um leiklistina í fjölmiðlum, auk þess sem auka mætti aðra umfjöllun um leiklist á al- mennum vettvangi. Fjölmiðlar kynna flestir sýningar skömmu fyrir frumsýningu, og senda svo gagnrýnendur sína til að fjalla um þær. En það er miður að oft og tíðum er það einungis hið persónulega mat gagnrýnandans sem stendur eftir sem minnisvarði um það sem gerst hefur á leiksviðinu. Eins og við vitum hefur umfjöllun gagnrýnenda sínar takmarkanir, hún getur lit- ast af persónu og stöðu hvers gagnrýnanda, og viðleitni hans til að koma á framfæri sínum per- sónulegu skoðunum á leikhúspólitík, auk þess sem gagnrýni er iðulega unnin á skömmum tíma, og hana skortir þar af leiðandi yfirlegu og þá yfirsýn sem tíminn getur veitt okkur. Það stendur vitanlega upp á leikhúsfólk að taka þátt í umræðunni um sína listgrein, láta til sín taka á þeim vettvangi enda flestir á þeirri skoð- un að efla þurfi faglega umræðu um leiklist hér á landi. Áhorfendum þökkum við hjartanlega fyrir samfylgdina í vetur. Við í Þjóðleikhúsinu ósk- um landsmönnum öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu á næsta leikári. Orðum fylgir ábyrgð Viðtökur og vandi gagnrýnenda » Líkt og þjóðin í landinu á sanngjarna kröfu á að leikhúsið þeirra sýni þeim góða leiklist í allri sinni fjöl- breytni, á leikhúsið kröfu á fjölmiðla þessa lands að fjallað sé um allar sýningar þess af hlutlægni, virðingu og ást á leiklistinni. Höfundur er þjóðleikhússtjóri Morgunblaðið/Eggert Tinna Gunnlaugsdóttir 10 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.