Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 8
Tennis Leikur Mimi
Eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur
meo@simnet.is
Þ
egar spurt er um upphaf nýmiðla-
lista1 ber flestum fræðimönnum2
saman um að tiltekinn við-
burður, sem átti sér stað í New
York haustið 1966, hafi markað
ákveðin þáttaskil. Viðburðurinn
bar yfirskriftina 9 Evenings:
Theater and Engineering og var
lengi vel umlukinn goðsögulegum blæ sem byggði
allt í senn á stórhug aðstaðdenda og neikvæðu orð-
spori. Á allra síðustu árum hefur aðgegni fræði-
manna að gögnum í skjalasöfnum Getty Institut í
Los Angeles og Fondation Daniel Langlois3 í Mont-
réal átt sinn þátt í að varpa nýju ljósi á 9 Evenings. Í
þessi gögn leitaði Catherine Morris sýningarstjóri
þegar hún ákvað að minnast fjörutíu ára afmælis
kvöldanna með sýningunni 9 Evenings Reconside-
red. Sýningin var fyrst opnuð vorið 2006 í MIT List
Visual Arts Center í Cambridge í Bandaríkjunum en
er nú á ferðalagi um Evrópu4. Hún samanstendur af
ljósmyndum, kvikmyndum, hljóðupptökum og teikn-
ingum frá kvöldunum og undirbúningi þeirra, sem
fæstar hafa áður komið fyrir sjónir almennings.
Hreyfiskúlptúr Tinguely
Saga 9 Evenings er órjúfanlega tengd manni sem
hét Billy Klüver og því varla hægt að segja hana án
þess að minnast á hann. Klüver fæddist í Mónakó ár-
ið 1927 en átti uppruna sinn að rekja til Svíþjóðar
þangað sem fjölskyldan flutti fljótlega eftir fæðingu
hans. Klüver lagði stund á verkfræðinám við
Tækniháskólann í Stokkhólmi og var á sama tíma
formaður kvikmyndaklúbbs hugvísindadeildar
Stokkhólmsháskóla. Hann hafði brennandi áhuga á
kvikmyndum og sá fyrir sér að þær gætu nýst til að
uppfræða almenning um vísindi. Hann fékk leyfi til
að skila lokaverkefni sínu í verkfræði í formi kvik-
myndar, en tókst ekki að selja Encyclopedia Brit-
annica þá hugmynd að kvikmyndir hentuðu til vís-
indafræðslu. Að prófi loknu fór Klüver til Parísar og
starfaði í eitt ár hjá Companie Générale Thomson-
Houston, þar sem hann fékk tækifæri til að prófa
neðansjávarkvikmyndun. Þaðan fór hann til Banda-
ríkjanna árið 1954 og innritaði sig í framhaldsnám
við Berkeley-háskóla. Árið 1958 réð Klüver sig til
starfa hjá Bell Laboratories og átti sú ráðning eftir
að reynast afdrifarík.
Klüver hafði ekki aðeins áhuga á kvikmyndum
heldur listum almennt. Í París hafði hann kynnst
svissneska myndlistarmanninum Jean Tinguely sem
kom í sýningarferð til Bandaríkjanna árið 1960.
Honum var í framhaldinu boðið að gera verk fyrir
MoMA, Nútímalistasafn New York-borgar og ákvað
að leita til Klüvers með ákveðið tæknilegt vandamál
sem þarfnaðist úrlausnar. Hann hafði í huga að
byggja stóran hreyfiskúlptúr sem átti að eyðileggja
sjálfan sig eftir ákveðinn tíma og þarfnaðist aðstoðar
Klüvers5. Hreyfiskúlptúrinn Til heiðurs New York
6var tímabundinn gjörningur, sem átti sér stað í
garði MoMA að kvöldlagi þann 17. mars árið 1960.
Frásagnir herma að þetta hafi verið mikið sjónarspil
sem stóð yfir í rúmar tuttugu mínútur og endaði á
því að skúlptúrinn féll saman undan eldslogum. Við-
burðurinn vakti gríðarlega athygli og birtust frá-
sagnir af honum í dagblöðum strax daginn eftir.
Klüver, sem hafði stolist úr vinnunni hjá Bell til að
hjálpa Tinguely, bjóst allt eins við því að verða rek-
inn þegar hann mætti aftur til vinnu, en það eina
sem yfirmaður hans John Pierce gagnrýndi hann
fyrir var að hafa ekki látið sig vita af uppákomunni.
Pierce var hreint ekkert fráhverfur því að Klüver
legði lag sitt við listamenn og eyddi jafnvel hluta
vinnutímans í að aðstoða þá. Þetta varð því upphafið
að samstarfi Klüvers við marga af framsæknustu
listamönnum New York-borgar á þessum tíma.
Næstur til að knýja dyra var Robert Rauschenberg
en saman gerðu þeir Klüver gagnvirka umhverfis-
hljóðverkið Oracle frá 19657. Verkið var þrjú ár í
þróun en Klüver átti síðar eftir að uppfæra tækni
þess nokkrum sinnum. Aðrir listamenn sem leituðu
til Klüvers á þessu tímabili voru Jasper Johns, sem
vildi geta sett þráðlausan neonljósastaf inn í mál-
verkið Field Painting (1963-64) og Andy Warhol sem
fékk hjálp við að raungera hugmyndina um svífandi
Silfurský (1965). Klüver sá einnig um að setja upp
búnað sem gerði dönsurum kleift að stjórna tónlist-
inni í Variations V (1965) eftir John Cage og Merce
Cunningham.
Hátíðin í Armory
Samstarf Klüvers við listamennina leiddi loks til
hinna sögulegu kvölda 9 Evenings. Ævintýrið hófst
þegar Fylkingen8 í Svíþjóð bað Klüver um að útvega
framlag frá bandarískum listamönnum á hátíð til-
einkaða listum og tækni sem halda átti í Stokkhólmi
sumarið 1966. Ekkert varð úr ferðalaginu til Sví-
þjóðar en hópurinn sem ætlaði að taka þátt ákvað að
halda sínu striki og efna til eigin hátíðar í New York
um haustið. Henni var fundinn staður í 69th Regi-
ment Armory9 þar sem hún var haldin dagana 13. til
23. október undir yfirskriftinni 9 Evenings: Theater
and Engineering.
Listamennirnir sem áttu verk á 9 Evenings höfðu
flestir áður sýnt gjörninga á Lower East Side og
framúrstefnulegan listdans í dansleikshúsi Judson
Memorial Church á Manhattan. Þarna voru auðvitað
Robert Rauschenberg og John Cage, en einnig Öy-
vind Fahlström, Lucinda Childs, Alex Hay, Deborah
Hay, Steve Paxton, Yvonne Rainer, David Tudor og
Robert Whitman. Þátttakendur voru í rauninni
miklu fleiri, því verkin kröfuðust aðstoðar dansara,
tónlistarmanna, leikara, myndlistarmanna10 og jafn-
vel atvinnutennisleikara að ógleymdum verkfræð-
ingunum þrjátíu frá Bell sem voru lykillinn að því að
verkefnið væri framkvæmanlegt. Samhöfundar
listamannanna að verkunum voru verkfræðingarnir
Per Biorn, Cecil Coker, Ralph Flynn, Larry Heilos,
Peter Hirsch, Harold Hodges, Robert V. Kiernoski,
Jim McGee, Robby Robinson, Herb Schneider,
Fred Waldhauer, Witt Wittnebert og Dick Wolff.
Enginn listamannanna hefði getað komið hug-
myndum sínum í framkvæmd án samstarfs við verk-
fræðingana, sem buðu fram þekkingu sína á tækni
sem var aðeins að finna á tilraunastofum11.
Þekktasti gjörningur kvöldins, Open Score eftir
Rauschenberg, hófst á tennisleik Mimi Kanarek og
Franks Stella. Þau notuðu tennisspaða með nemum
til að magna upp hljóðin í tennisboltanum sem
slökktu á ljóskösturunum, hverjum á eftir öðrum,
þar til salurinn var í myrkri. Þá kviknaði á skjám í
loftinu framan við sviðið og á þeim birtust myndir af
hópi fólks. Þegar ljósin kviknuðu aftur gátu áhorf-
endur séð hópinn á sviðinu. Myndirnar höfðu verið
teknar upp með innrauðri sjónvarpsmyndavél og
sýndar beint í lokaðri rás. Markmiðið var að skapa
spennu milli myndar og líkamlegrar nærveru.
Tæknin sem þarna var notuð var alveg ný af nál-
inni og það sama átti við í öðrum verkum. Steve Pax-
ton fyllti sviðið með uppblásnu völdunarhúsi úr
glæru plasti og turni úr sama efni sem náði upp und-
ir loft. Áhorfendum var boðið að gerast þátttak-
endur í verkinu, sem hét Physical Things, með því að
ganga í gegnum völdunarhús þar sem á vegi þeirra
urðu margvíslegar leikhús-, mynd- og hljóðupplif-
anir. Í Carriage Discreteness eftir Yvonne Rainer
hlýddu tíu dansarar skipunum um talsstöð sem þeir
báru á úlnliðnum, um að flytja kubba, plötur og bita
úr frauði, viði og gúmmíi, á milli afmarkaðra svæða á
sviðsgólfinu á meðan kvikmyndabrotum var varpað
á skjái og fjarstýrðir hlutir svifu um í loftinu.
David Tudor breytti Armory í hljóðfæri með gríð-
arlega flóknum rafeindabúnaði í Bandeonon! (a
combine) og John Cage notaði umhverfishljóð sem
voru flutt inn í höllina í gegnum hljóðkerfi og heim-
ilistæki sem hljóðfæri, í Variations VII. Gjörningur
Alex Hay, Grass Field, gekk út á endurteknar at-
hafnir og mögnun hljóða á starfsemi hans eigin lík-
ama. Í Vehicle sveiflaði Lucinda Childs rauðum föt-
um, sem Alex Hey færði henni svífandi á loftpúðum,
í gegnum hátíðnihljóð í sérsmíðuðu Doppler-
hljóðkerfi. Hreyfingin braut geisla hljóðsins og var
endurvarp þess heyranlegt í hátölurum. Robert
Whitman sendi sjö bíla, innpakkaða í plast, með sýn-
ingarvélar inn á sviðið í Two Holes of Water – 3. Þær
tóku á móti sjónvarpsmyndum af Trishu Brown og
Mimi Stark sem dönsuðu uppi á svölum og frá lítill
ljósþráðsmyndavél sem Les Levine handlék í vasa
sínum. Öyvind Fahlström setti fram flóknar, laus-
tengdar frásagnir í gjörningum um stjórnmál, fé-
lagsleg samskipti og poppmenningu í Kisses are
Sweater Than Wine þar sem leikarar gengu um í
rjúkandi búningum og „snjókorn“ ögruðu þyngd-
araflinu. Loks var það Deborah Hay sem notaði
hljóðfæraleikara til að fjarstýra pöllum sem liðu um
sviðið með dansara.
Viðtökur 9 Evenings og stofnun E.A.T.
Þótt lýsingarnar hér á undan séu brotakenndar má
ljóst vera að þarna voru á ferðinni óvenjulegir list-
viðburðir sem féllu misvel í kramið hjá gagnrýn-
endum og almennum áhorfendum. Lucy Lippard
sagði að vísu að helmingur verkanna hefði verið vel
þess virði að sjá þau og taldi verkefninu það til tekna
að listamennirnir skyldu ekki nota tæknina með
skemmtanagildi í huga eingöngu heldur til að þenja
mörk listgreina12. Það er helst að henni hafi ekki
fundist nógu langt gengið og tæknin hafi á stundum
Verkfræðingurinn sem
Billy Klüvers er minnst sem frumherja í nýmiðlalistum. Í myndlist samtímans er iðulega notast við alls-
kyns tækni- og verkfræðilausnir, en ein mikilvægasta uppákoman í þeirri þróunarsögu er viðburð-
urinn 9 Evenings: Theater and Engineering sem Klüver stóð fyrir í New York haustið 1966. Í framhald-
inu stuðlaði hann að frjóu samstarfi verkfræðinga og listamanna auk þess að vinna sjálfur með ýmsum
kunnum sýningastjórum og listamönnum, eins og Pontus Hultén, Jasper Johns og Rauschenberg.
Forvígismaðurinn Billy Klüver fylgist með undirbúningi fyrir gjörning Roberts Whitmans úr
Endurtekningar Alex Hay með nema á bakinu í Grass Field.
»En þótt ein
ennþá lifan
trúðu Klüver
til að opna aug
8 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók