Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Blandaðir ávextir Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Það er til marks um hnattvæð- inguna að á Evrópumótinu í knatt- spyrnu 2008 skuli maður sem heit- ir Ibrahimovic leika með Svíþjóð, Mario Gómez vera þýskur og ar- abísk nöfn eins og Khalid Bou- lahrouz vera letruð á landsliðsbún- ing Hollands. Þetta er svipað og að maður sem héti Haarde væri forsætis- ráðherra Íslands. Á sama hátt og ekki er hægt að alhæfa um að allir íslenskir karl- menn séu -son, er ekki lengur hægt að giska á þjóðerni leikmanna á EM út frá nöfnum þeirra. Umfangsmikil og vinsæl íþróttagrein (eða viðskiptagrein) eins og fótbolti birtir okkur menningartísku og samfélagslegar hrær- ingar. Svipað gera staðbundnar deildir, eða var það ekki einmitt daginn sem handknatt- leikskappinn Julian Róbert Duranona smeygði sér í íslenska landsliðstreyju sem almenningur áttaði sig á hugmyndinni um Íslendinga af erlendum uppruna? Tilkoma hans var hvorki tilviljun né einangrað ör- væntingartilvik liðs sem vildi gera betur. Hún var tímanna tákn og síðan hafa æ fleiri íþróttamenn, fæddir annars staðar, keppt fyrir Íslands hönd. Þetta truflar suma („ji, hann kann ekki einu sinni þjóðsönginn!“) en endurspeglar þá einföldu staðreynd að 11 prósent íbúa á Íslandi komu í heiminn utan landsteinanna. Ég held að alþjóðlegi fótboltinn sé magn- að tæki til þess að vinna gegn kynþátta- fordómum og hvers kyns hatri. Börn sem fylgjast með knattspyrnu falla fyrir leik- mönnum sökum hæfileika og velgengni, óháð því hvernig þeir líta út. Í herbergjum á Íslandi, Nígeríu og El Salvador hanga myndir af Henry og Messi og Ronaldinho og Rooney, bleikum og blökkum, og í ljós kemur að samstaða liðs á velli veltur á trausti en ekki þjóðerni. Þá er ég að tala um atvinnufélagsliðin, sem mörg eru orðin svo alþjóðleg að heimamenn eru í minni- hluta. Nema Athletic Bilbao, sem hefur þá stefnu að kaupa aldrei útlendinga. Auglýsendur leggja sitt af mörkum til þess að brjóta niður múrana, ýmist af sjálfsdáðum eða bara til að stökkva á póli- tískt-réttþenkjandi-vagninn. Í McDonald’s auglýsingum á EM er teflt fram strákum, stelpum, hvítum og hörundsdökkum – bolt- inn er fyrir alla. Auglýsing Pepsi Max er lúmskari og þar með kannski áhrifameira lóð á vogarskálina: Ungt fólk skiptist á að lýsa draumaauglýsingunni með helstu hetjum í aðalhlutverkum og ekki einasta eru hetjurnar af mismunandi þjóðerni, held- ur talar unga fólkið ensku með ýmiss konar hreim (þetta er samhljóða ábending Félags kvenna af erlendum uppruna um að Íslend- ingar þurfi að venjast því að heyra íslensku talaða með mismunandi framburði). Þótt unnið sé að niðurrifi kynþáttamúra innan knattspyrnuheimsins vill þó enn svo einkennilega til að rasísk atvik blossa þar reglulega upp. Sjá t.d. sögulega viðureign Marco Materazzi og Zinedine Zidane á HM 2006, sem af spekingum ýmsum var rakin til menningartengdrar tortryggni. Þegar upp úr sýður – líka á Íslandi – er gripið til upprunatengdra móðgana og einum of vel þekktur er aðsúgur að erlendum leik- mönnum liða í ýmsum deildum. Knattspyrnan kristallar nefnilega þá staðreynd að við erum enn í eins konar transisjón, eða deiglu. Landamæri hafa opnast, jafnvel galopnast, og ferðamenn, flóttamenn, farandverkamenn, skiptinemar, hælisleitendur og hermenn giftast inn í nýj- ar hefðir og eignast börn sem fara í fót- bolta. Á sama tíma er rótgróin menning heildarinnar enn svo ríkur þáttur á hverjum stað að stranglega valin landslið eru send út á velli til þess að keppa við önnur strang- lega valin landslið. Þjóðsöngvar eru sungnir og þjóðfáninn heiðraður. Á meðan málum er þannig háttað verðum við á víxl vitni að stórbrotnu samlyndi og harkalegri mis- munun. Hvort tveggja er – eins og mað- urinn sjálfur – stórmerkilegt rannsókn- arefni. Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@naiv.is M agnús Þór Jónsson heitir listamaður og er nefndur Megas. Aldrei hefur ríkt sérstök lognmolla í kringum manninn. Hann hefur átt sér sterka fylg- ismenn frá byrjun en eftir því sem árin líða hafa fleiri og fleiri áttað sig á einstökum hæfileikum hans þegar kemur að tón- og ritlistum. Hann hefur meira segja hlotið verðlaun íslenskrar tungu og þakkað fyrir sig með orðunum „böns of monní“. Eiginlega hefur verið rólegt í kringum Megas síðustu misserin fyrir utan nær sam- felldan hyllingarkór sem hefur hljómað þeg- ar hann gefur út plötur eða heldur tónleika. Skiljanlega. Í byrjun sumars, nánar tiltekið á 17. júní árið 2008, komst Megas í sviðsljósið og virð- ist hafa hneykslað einhvern hluta þjóð- arinnar. Þeir sem voru fyrir löngu búnir að sætta sig við lagið um litlu sætu strákana og fílahirðinn frá Súrín rak í rogastans. Í aug- lýsingu frá Toyota þar sem fjallað er um samlífi Toyota og íslensku þjóðarinnar síð- ustu 40 árin hljómaði hin undurþýða rödd meistara Megasar. Hún söng: „Ef þú smæl- ar framan í heiminn smælar heimurinn framan í þig.“ Er nú karlinn búinn að selja sál sína, sögðu margir á bloggum sínum og á kaffistofum landsins hneykslaðist fólk yfir því að auðvaldið hefði keypt síðasta heið- virða poppara landsins. Sellát. Megas. Auglýsingar eru sérstakt fyrirbæri í menningu samtímans. Eftir því sem sam- félagið verður fjölbreyttara og miðlarnir fleiri og fjölbreyttari, til dæmis með tilkomu netsins, verður erfiðara að ná til fólks með auglýsingum. Þeir tímar eru liðnir sem það dugði að skella einni heilsíðu í Moggann til að ná til alls landslýðs. Það gerist æ erf- iðara að ná til fólks, sérstaklega ungs fólks sem er ekki sérlega hneigt til hinna hefð- bundnu miðla. Ný tegund af neyslu afþrey- ingar og fjölmiðlaefnis breytir eðli auglýs- inga. Líklega verður það svo að á næstu árum þróast auglýsingar æ meira yfir til þess að hafa mikið afþreyingargildi og í sumum tilfellum nánast listrænt gildi. Nán- ast. Í íslenskri samtímamenningu held ég að sjónvarpsauglýsingar hafi sérstakt gildi miðað við margar aðrar þjóðir. Á einstökum tímabilum hafa auglýsingar líklega verið nánast eina leikna íslenska efnið í sjónvarpi og þannig verið stór hluti af „innlendri dag- skrárgerð“. Erlendis hafa auglýsingastofur, auglýs- endur og tónlistarmenn umgengist auglýs- ingar og tónlist í auglýsingum á annan hátt en hefðbundið þótti. Sumar hljómsveitir hafa til dæmis náð vinsældum með því að lög þeirra hafa verið áberandi í herferðum fyrirtækja. Gott dæmi um það er þegar Vodafone notaði lag Dandy Warhols, Bohemian Like You, í auglýsinga- herferð árið 2001 og gerði hljómsveitina um- svifalaust heimsfræga. Ég hef unnið á auglýsingastofu. Vann meira að segja á þeirri ágætu auglýs- ingastofu, Íslensku auglýsingastofunni, sem gerði auglýsinguna umtöluðu með Toyota. Fyrir marga tónlistarmenn eru auglýs- ingastofur eftirsóknarverður samstarfsaðili því þær koma tónlist á framfæri og greiða einnig fyrir afnotin af tónlistinni. Það kallast víst viðskipti. Andy Warhol sagði einhvern tíma: „Að græða peninga er list og vinna er list og góður bissness er besta listin.“ Þessi gagn- rýni á Megas snýst um ímynd listamanna. Þetta er hluti af upphafinni ímynd sem á líklega í nútímasamfélaginu við lítil rök að styðjast. Frá upphafi vega hafa virtustu listamenn heimsins haft mikinn áhuga á að miðla list sinni til sem flestra. Sumum tókst það á snilldarlegan hátt. William Shake- speare er gott dæmi um listamann sem náði til fólks og fórnaði ekki listrænum metnaði sínum eins og oft er talið að menn geri þeg- ar þeir ná almannahylli. Shakespeare bjó til leikhús sem virkaði bæði fyrir aðalinn og pupulinn og lifir enn í dag, mörg hundruð árum síðar. Leikhúsið var afþreying þess tíma. Var Shakespeare sellát? Ef einhver hefur samband við mig og spyr hvort hann megi nota lagið mitt í auglýsingu er það þá siðferðisleg spurning frekar en viðskiptalegs eðlis? Hefur listamaðurinn meiri skyldur við samfélagið en aðrir borgarar? Var Megas að svíkja einhvern þegar hann ákvað að segja „vottðe fokk, ég tek dílnum“. Megas syngur ekki „ef þú smælar framan í heiminn, smæl- ar Toyota framan í þig“. Megas syngur gamla góða lagið sitt, endurgerir það meira að segja, og þúsundir nýrra hlustenda heyra það og raula það í hversdagslegu amstri sínu, kynnast Megasi. Og Megas á lokaorðin. „Þú sem lætur hvunndagsraunirnar ríða þér á slig. Ef þú smælar framan í heiminn þá smæl- ar heimurinn framan í þig.“ Morgunblaðið/Kristinn Smælar Var Megas að svíkja einhvern þegar hann ákvað að segja „vottðe fokk, ég tek dílnum“? Hann smælar framan í heiminn. Sellátur »Ef einhver hefur samband við mig og spyr hvort hann megi nota lagið mitt í auglýs- ingu er það þá siðferðisleg spurning frekar en viðskipta- legs eðlis? Hefur listamað- urinn meiri skyldur við sam- félagið en aðrir borgarar? FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Aug- lýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.