Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 3
Stórsveit Frumflutt verður nýtt verk eftir Benna Hemm Hemm fyrir hljómsveit hans og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Eftir Gunnstein Ólafsson gol@ismennt.is Þjóðlagahátíðin á Siglufirðiverður haldin dagana ann-an til sjötta júlí. Að þessusinni ber hátíðin yfirskrift- ina Fjallatónlist og dansar. Kenndir verða dansar frá Appalaichan-fjöllum í Bandaríkjunum, námskeið verður haldið í jóðli og leikin verður tónlist frá fjallahéruðum Balkanskaga og austurlöndum. Ragnheiður Gröndal ríður á vaðið og flytur íslensk þjóðlög ásamt Guð- mundi Péturssyni gítarleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleik- ara. Þá heldur norska „fiðlunornin“ Susanne Lundeng tónleika þar sem hún fléttar saman eigin tónlist við norska þjóðlagahefð á meistaralegan hátt. Sítarleikarinn Hanan El- Shemouty frá Egyptalandi er einnig afburðatónlistarmaður á sínu sviði. Hún drakk í sig arabíska tónlistar- hefð en leitaði síðan á vit indverskrar og balkanskrar tónlistar. Hún starfar með tónlistarmönnum um víða veröld en á þjóðlagahátíðinni koma til liðs við hana Hilmar Örn Agnarsson org- anleikari og Steingrímur Guðmunds- son slagverksleikari. Hanan heldur einnig námskeið í austrænum trommuleik. Meðal annarra erlendra gesta má nefna Phil Jamisson frá Bandaríkjunum, sérfræðing í „flatfo- od“-dönsum frá Appalaichan-fjöllum, Syðrifjalla balalækuhljómsveitina frá Stokkhólmi sem leikur tónlist frá slóðum kósakka í Rússlandi og spunahópurinn Voces spontane frá Vínarborg kemur fram á tónleikum. Auk Ragnheiðar Gröndal koma fjölmargir íslenskir tónlistarmenn fram á hátíðinni og ný íslensk verk verða frumflutt. Herdís Jónsdóttir og Steef van Oosterhout halda tvenna tónleika, aðra fyrir börn en hina fyrir fullorðna, þar sem þau frumflytja m.a. nýtt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson. Benni Hemm Hemm sem- ur nýtt verk fyrir hljómsveit sína og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Michael Jón Clarke söngvari og tón- skáld frumflytur eigin útsetningar á íslenskum þjóðlögum ásamt Þórarni Stefánssyni píanóleikara. Þá munu þeir félagar í Hundi í óskilum, Hjör- leifur Hjartarson og Eiríkur Steph- ensen, taka þjóðlagaarfinn í nefið, eins og þeir orða það, Háskólakórinn heldur sjálfstæða tónleika og þrír trúbadorar heimsækja hátíðina, þau Samantha Burke og Peter Uhlen- bruch frá Ástralíu ásamt Svavari Knúti Kristinssyni. Að venju eru fjölbreytt námskeið í boði á hátíðinni. Auk dansa frá Ap- palaichan-fjöllum og austræns trommunámskeiðs verður boðið upp á námskeið í jóðli, raddspuna, rímna- kveðskap, íslenskri glímu, blómst- ursaumi og ullarþæfingu. Leiklist- arnámskeið og tónlistarnámskeið verða fyrir börn og sérstakt nám- skeið í stompi fyrir unglinga. List- rænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson en helstu sam- starfsaðilar eru Síldarminjasafn Ís- lands, Siglufjarðarkirkja og Fjalla- byggð. Fjallatónlist og dansari www.siglo.is/festival. SAMHLIÐA Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði er haldið alþjóðlegt námskeið um íslenska þjóðlaga- tónlist, svokölluð Þjóðlagaaka- demía. Námskeiðið var fyrst haldið fyrir íslenska nemendur sumarið 2007 en er að þessu sinni með alþjóðlegu sniði. Nemar úr þjóðlagadeildum tón- listarháskóla á Norðurlönd- unum og úr Eystrasalti sækja það heim auk íslenskra tónlist- arnema. Á námskeiðinu kenna auk íslenskra fræðimanna og tónlistarmanna erlendir lista- menn sem koma fram á þjóð- lagahátíðinni. Námskeiðið er samvinnu- verkefni Þjóðlagahátíðar, Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi og Kennaraháskóla Ís- lands/Háskóla Íslands. Alþjóðleg akademía samhliða Þjóðlagahátíð Tríóið Hyvä frá Finnlandi er meðal þátttakenda í akademíunni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 3 Landslag! það hljómar í sal undir himninum, sungið af dætrum mínum, þeim tjörn og tó, fit, mýri og mörk: leiðarstef til þín, gegnum þokur tímans! Þú vissir ei hver þú varst í raun, fyrr en þar; þú sættist hvergi við sjálfan þig betur en þar; þú villtist hvergi jafn voðalega, jafn þakksamlega sem þar! Svo kliðmjúk, höfug er kveðandin sú að heyra. Þorsteinn frá HamriMorgunblaðið/G.Rúnar Fjallkona Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 2008 Fjallkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir flutti ljóð Þorsteins frá Hamri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.