Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Qupperneq 5
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Þ H: Er þér ekkert heilagt? HD: Jú, margt er mér heilagt. En kannski skil ég ekki alveg hvað heil- agt þýðir. Ég gæti alveg elskað Jesú og gert grín að honum samtímis. Ég er reyndar langt í frá einn um það enda veiðileyfi á hann, ólíkt múslímskum starfsbróður hans. En ekkert í heimi hér er ósnert- anlegt þegar kemur að kímni. Kímni er náttúrulega bara ákveðið form af um- ræðu og umræða er alltaf nauðsynleg. ÞH: Já, einmitt umræða. Þú hefur tekið ýmislegt úr samtímamenningunni til umræðu í bókum þínum, allt frá póli- tík til sifjaspella. Er kímni ef til vill eins konar aðgöngumiði að viðkvæmum um- ræðuefnum, eins og sifjaspellum og of- beldi af ýmsu tagi? HD: Það er hægt að segja það. Póli- tíkin er sköpuð til að grín sé gert að henni. Ofbeldið í kringum okkur er of áberandi til að það sé hægt að láta það framhjá sér fara. Þess vegna tönglast ég á því. Maður þarf þó að fara varlega, þ.e.a.s. vera viss um að skilaboðin séu skýr. Sérstaklega ef um viðkvæmt mál- efni og/eða tabú er að ræða. Ég tel mig hafa hjartað á réttum stað og því sjald- an hræddur um eigið ágæti þó að ég særi einn og annan. Það er alltaf ein- hver sem móðgast, en það er líka allt í lagi. Áhyggjur hefði ég ef svo væri ekki. ÞH: Færðu mikil viðbrögð við bók- unum? Hringingar? Tölvupósta? Hót- anir? HD: Ekkert af þessu. Einhver Kani sagði mér einu sinni að ég ætti von á hrúgu af hatemail um leið og bókin kæmi út í Bandaríkjunum, en svo varð ekki. Þó að bókin mín seldist þar ágæt- lega. Sem betur fer er raunin enn að myndasögur svífa undir ratsjánni. Ef Da Vinci Code hefði verið myndasaga hefði kaþólska kirkjan aldrei mótmælt henni. Fólk lítur ekki á myndasöguna sem ógn. Ekki enn. Á fimmta áratugn- um var veður gert út af hryllings- myndasögum í Bandaríkjunum, en það hugarfar rann smátt og smátt út í sand- inn. Líklega því postularnir fundu eitt- hvað annað til að kvarta yfir. Örfáir hafa kvartað yfir verkum mínum, en aldrei við mig. Ég vildi að einhver gerði það því ég er með fullt af svörum á reiðu. ÞH: Hvernig myndirðu svara gagn- rýni á þann veg að með því að ganga jafn langt og þú gerir í gríninu sértu í raun að gera lítið úr umfjöllunarefni þínu? HD: Mér finnst bara umræðuefni á borð við nauðgun, sifjaspell og barna- morð of stór og hræðileg til að hægt sé að gera lítið úr þeim. Þó að ég búi til „brandara“ úr þeim þýðir ekki að mér finnist viðfangsefnið sjálft fyndið. Ég ber enga ábyrgð á því hvernig fólk túlk- ar myndirnar. Ég afsala mér henni al- veg. Stundum finnst mér eins og mynd- irnar mínar séu í raun einkonar Rorschach-blekmyndir. Það er undir skoðandanum komið hvað hér sé á ferð- inni. Til eru dæmi um að lesandi hafi lesið eitthvað mun skelfilegra í teikn- ingu en ég meinti. ÞH: Ætlun þín er þó talsvert atriði. Líturðu á þig sem gagnrýnanda eða þjóðfélagsrýnanda? HD: Rýnandi frekar en gagnrýn- andi. Ég fattaði reyndar ekki að sá stimpill ætti við mig fyrr en mér var sagt það. Mikið af því sem ég geri byggist á þjóðfélaginu. En ég vil ekki vera dómari og böðull. Ég skal vera litla barnið í nýju fötum keisarans. Mér líður samt alltaf hálfasnalega þegar ég svara svona spurningum um mig. Jú, víst er ég að stinga á kýlum og snúa steinum en er ég ekki samtímis bara að prumpa með pennanum? Ég þori ekki að stimpla sjálfan mig því þá er ég sold- ið að hindra mig líka. ÞH: Þú nefndir Bandaríkin. Þú byrj- ar nýja bók þína, Ókei bæ tvö, á banda- rískum umgangsbrandara sem þar- lendur myndlistarmaður, Richard Prince, hefur gert ódauðlegan í einu af verkum sínum. Prince hefur einmitt unnið mikið með ímyndir amerískrar menningar og oft verið gagnrýndur fyrir að ganga of langt. Ertu að vísa til Prince? HD: Bíddu aðeins meðan ég fletti Prince þessum upp á Wikipedia … hmm … Jú ég skil. Hann er svona skemmtilegur. Þær myndir eftir hann sem sjást hér á Google eru flottar. Ég get þó því miður ekki sagt að ég sé und- ir áhrifum frá honum. Ég hef bara not- að sama brandara og hann. Það er allt- af hættan meðal brandarakarla. Ég hef líka áður verið spurður hvort ég væri undir áhrifum frá Don Hertzfeld og David Shrigley. Þá þurfti ég líka að go- ogla þá. Eignaðist nýjar hetjur um leið. ÞH: Það má sjá skyldleika milli þín og myndasöguhöfundarins Roberts Crumbs sem er líka bandarískur. Hann er einnig frægur fyrir að ganga langt í írónískri og gróteskri sýn sinni. Ertu undir áhrifum frá honum? HD: Tvímælalaust. Ég hef allavega dáð hann lengi. Mér finnst t.d. mjög skemmtilegt hvernig hann var hluti af ’68 kynslóðinni en kúkaði á hana engu að síður. Það er aðdáunarvert. ÞH: Hvernig byrjaði þetta hjá þér? HD: Ég hef teiknað asnalega kúka- og drepubrandara síðan ég var lítill. Ég og frændur mínir teiknuðum heilu spýtukarlaheimana þegar við vorum börn. Með þá reynslu að baki teiknaði ég fyrstu „okkur“ brandarana í gríni þegar ég var enn í LHÍ. Þær teikningar slysuðust á myndlistarsýningu og við- brögðin þar voru svo góð að ég ákvað ári síðar að troða þeim í sjálfútgefna bók sem ég hefti og límdi ásamt Frið- riki Sólnes, formálahöfundi mínum. Það gekk í þrjú jól, þangað til JPV sýndi þessu áhuga. Þá kom þetta út hjá því forlagi og stuttu síðar sýndi Pengu- in þessu áhuga. 50% af velgengninni er heppni en restin hlýtur að hafa eitthvað með tíðarandann að gera. ÞH: Ertu sjálfur hneykslaður á tíð- arandanum? HD: Já. En samtíminn hefur sjálf- sagt alltaf verið hneykslandi. Það er líka það sem heillar. Ég væri töluvert þyngri í lund ef ekki væri fyrir allar björtu hliðarnar. Eins og til dæmis ketti, börn og Gilmore Girls. ÞH: Hvað myndirðu segja við gagn- rýni um að þú værir að gera út á það ástand sem þú ert að gagnrýna? HD: Æ, ætli ég myndi ekki bara vera sammála. Þetta er algert explotation hjá mér. Við búum í heimi þar sem hryðjuverk gærdagsins eru has- armyndir morgundagsins. Skrímsli á borð við Josef Fritzl eru Hannibalar Lecterar framtíðarinnar. Ég teikna einfalda einrömmunga um þetta og lifi á því. En það er ekkert sérstaklega meðvitað. Ég tek bara það sem ég sé og framleiði úr því, ekki ósvipað öllum öðr- um listamönnum. Gott dæmi er búseta mín í Amsterdam, þar sem allt er fullt af klámi og dópi. Ókei bæ tvö litaðist talsvert af því. ÞH: Hefur það komið þér á óvart hversu vel Íslendingar hafa tekið verk- um þínum? HD: Já, það kom þægilega á óvart. Ég reyndi ekki einu sinni að pranga þessu á forlag því ég var viss um að það yrði hlegið að mér. Ekki með mér. Og svo þegar Forðist okkur kom út samhliða samnefndu leikriti fékk ég al- mennt mjög jákvæða athygli. Það var gaman. Stundum, ekki oft, fæ ég vonda dóma. Það er ekki jafn gaman en samt smá gaman. ÞH: Íslensk fyndni er köld og írónísk en kannski ekki mjög grótesk og gróf. Hefurðu velt fyndni fyrir þér? HD: Já soldið, en niðurstöðurnar eru oftast mjög óskýrar sökum hversu af- stætt þetta er. En einu sinni þegar ég var að horfa á „The Aristocrats“, sem er heimildarmynd um ógeðslegan brandara, upplifði ég það sem Oprah kallar „aha-moment“. Þá fattaði ég að húmor er æðsta listform í heimi. Góðir grínistar eins og Bill Hicks, Eddie Izz- ard og Billy Connely eru einu mólikúli frá að vera heimspekingar. Fyrsta listaverkið í sögu mannkyns hefur verið einhver aulabrandari sem frummaður sagði við varðeldinn. ÞH: Út á hvað gengur þín fyndni? HD: Fyrir mér gengur hún aðallega út á að vera fyndinn. Af og til fer ég út af sporinu og geri eitthvað sem er bara sorglegt eða súrt. En útlit spýtukarl- ana gerir það að verkum að það verður samt smá fyndið. Viðfangsefnin eru stundum myrk og óþægileg en líklega því slíkt er mér ofarlega í huga. Margar sögurnar eru um mannleg samskipti, allt sem getur þar farið úrskeiðis. Ég fjalla helst um fjölskylduvandamál, lík- amsvessa og morð. Þetta er allt voða mannlegt. Það kemur oft fyrir að fólk sem ég hitti á förnum vegi segi mér dóna- brandara, haldandi að ég lifi á vibba- skap. Einu sinni dró íslenskur prestur mig afsíðis til að segja mér afar ras- ískan brandara. Mér fannst brandarinn ekkert fyndinn en presturinn sjálfur var fyndinn brandari. ÞH: Fyndni er afstæð. Það sem ein- um finnst fyndið finnst öðrum ófyndið. Og eftir því sem þú gengur lengra í fyndninni er kannski meiri hætta á að fólki finnist þú ekki fyndinn heldur bara ógeðslegur. Þú óttast þetta aug- ljóslega ekki. En hefurðu velt fyrir þér hvar mörkin liggja? Hversu langt er hægt að ganga? HD: Ef brandari sem ég teikna er ógeðslegur og ekkert annað, þá sleppi ég honum. En reyndar gerist það nán- ast aldrei hjá mér. Ég held líka að ég hafi gengið lengst í fyrstu bókinni og síðan haldið mér á þeirri línu. Það er hægt að ganga eins langt og ímynd- unaraflið leyfir. Sjálfum finnst mér abs- úrdismi og aulabrandarar fyndnastir. Því asnalegra, því fyndnara. En hugsa sjaldnast um tilgang eða merkingu þess sem ég geri fyrr en blekið er þorn- að. „Okkur“ og „Ókei bæ“ bækurnar eru bara útrás. Allar mínar fíflalegu pælingar í bland við heimskvíða og pirring. Í rauninni er þetta bara þe- rapía. Kímnismörkin eru frekar óljós. Kannski liggja þau samsíða siðferð- ismörkunum. Ég er ekki perri, kven- hatari, rasisti eða djöfladýrkandi og ég held að það sjáist skýrt í bókunum. ÞH: Að lokum. Þú teiknar sjálfs- mynd á forsíðu Lesbókar í dag. Hvers vegna teiknaðir þú þig svona? HD: Ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig. Ég er alltaf að teikna augu, tennur og tungur þessa dagana. Ég er soldið undir áhrifum frá Lovecraftískum myndasögum. Kolkrabbaarmar og slím og kýli og svoleiðis heillar mig. Ég er voða ánægður með þessa mynd bara.Morgunblaðið/Frikki Í rauninni er þetta bara þerapía Fyndni Hugleiks Dagssonar gengur aðallega út á að vera fyndinn. Svo seg- ir hann. Samt tekur hann á ýmsum samfélagsmeinum sem margir veigra sér við að tala um, og gengur býsna langt í teikningum sínum að mati flestra. „Það er alltaf einhver sem móðgast, en það er líka allt í lagi,“ seg- ir Hugleikur og bætir við að ofbeldið í kringum okkur sé of áberandi til að hægt sé að láta það fara framhjá sér. »Mikið af því sem ég geri byggist á þjóðfélaginu. En ég vil ekki vera dómari og böðull. Ég skal vera litla barnið í nýju fötum keisarans. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 5 Hugleikur Dagsson samdi myndasögu í Símaskrána 2008. Uppátækið hefur vakið talsverða athygli. Símaskráin „seldist“ upp fljótlega eftir að hún kom út. Myndasagan samanstendur af um 500 römmum sem birtast á annarri hverri síðu í stórum hluta skrárinnar. Sagan heitir Garðarshólmi og fjallar um Ísland í dag. Hún hefst á því að strákur er sendur í sveit en berst svo til borgarinnar á forkrepputíma, byggingarkranar skaga upp í himininn á milli skýjakljúfanna, fólk er firrt, sjálfselskt, grimmt. Þjóðsagnapersónur, eins og nykur og jólakötturinn, koma við sögu. Samtímanum virðist þrátt fyrir allt einna helst stafa ógn af þeim. ÞH: Þetta er sennilega eins íslensk myndasaga og hugsast getur, ekki satt? HD: Jú, ætlunin var að fanga eins mikið af íslenskum minnum og hægt var að setja í eina sögu. Ég skrifaði þetta án þess að hafa hugmynd um hvert hún stefndi eða hvort hún stefndi eitthvað yfirleitt. En svo þegar ég var kominn af stað fór einhvers konar saga að púslast saman. Það hjálpaði mik- ið að nappa hugmyndum úr íslenskum samtíma, þjóðsögunum, Laxnesi og Snorra-Eddu. ÞH: Fórstu sjálfur í sveit þegar þú varst lítill? HD: Jú, ég er að hluta til alinn upp í sveit. Ættaður úr Svarfaðardalnum og þangað fer ég reglulega til að skrifa. Þarna má finna Nykurtjörn og ég hef heyrt óljósar sögur af útburði. En því miður hef ég ekki hitt nein skrímsli sjálfur. Ekki enn. ÞH: Þú byrjaðir með eins konar neðanjarðarútgáfu á okkur-bröndurunum og varst jaðarmaður lengi vel, síðan hefurðu vakið æ meiri athygli og verið gefin út af markaðsdrifinni Penguin-forlaginu. Og nú birtist þú í síma- skránni! Ertu þar með orðinn almenningseign? Ertu allra? HD: Ég er þeirra sem kaupa mig. ÞH: Ertu ekki hræddur um að bitið fari úr bröndurunum þegar þeir fara í aldreifingu? HD: Nei, nei, Garðarshólmi átti aldrei að bíta neitt rosalega, enda með jórt- urtennur. Flest annað eftir mig er vígtennt. Símaskráin var kærkomin hindrun fyrir mig, því nú fékk ég loks tækifæri til að sjá hvort ég gæti gert eitthvað án vessana og ofbeldisins. Það tókst samt ekki alveg því sagan byrjar á að jólasveinn drepur kind með sveðju. Engu að síður lít ég á þetta sem ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Næstum því barnabók. Vissulega leynist þarna grimmd og firring, en ég kæri mig ekki um að fegra veröld- ina um of. Sérstaklega ekki fyrir unga lesendur. Með jórturtennur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.