Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Side 6
6 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is George Clooney hóf leikstjórafer-ilinn af öryggi með Confes- sions of a Dangerous Minds og sló í gegn með Good Night, and Good Luck. En fregnir að utan herma að leikstjórinn Cloo- ney hafi komið harkalega niður á jörðina með Leatherheads (sem enn er ósýnd hér). En silfurrefurinn lætur ekki bugast og er með tvö leikstjórnarverkefni í vinnslu. Það fyrra er Farragut North og sver sig í ætt við þær há- pólitísku myndir sem Clooney hefur helst blómstrað í. Myndin fjallar um ungan mann uppfullan af hug- sjónum sem kemst að sem starfs- maður hjá forsetaframbjóðenda – og lærir fljótlega öll lúalegustu trikkin í bókinni. Myndin er byggð á samnefndu leikriti Beau Willimon sem var svo aftur byggt á framboði Howard Dean til þess að vera for- setaefni demókrata fyrir fjórum ár- um, en nafn myndarinnar og leik- ritsins kemur frá neðanjarðar- lestarstöð í Washington í hverfinu sem flestir lobbíistarnir halda sig. Það er Leonardo DiCaprio sem leikur aðal- hlutverkið en enn hefur ekki heyrst hvort Clooney verði báðum megin við myndavélina. Í framhaldinu leik- stýrir Clooney The Boys of Bel- mont, mynd sem minnir helst á Ocean’s-myndir kappans, enda fjallar hún um til- raun sjö ræningja til þess að klára stærsta rán lífs síns – þrjátíu árum eftir að sama rán mistókst. Loks er aldrei að vita nema þriðja verkefnið verði Escape From Tehran, en þá mynd hefur Clooney þegar skrifað handritið af en enn er óvíst með leikstjóra á þessari sér- stæðu mynd sem fjallar um leyni- þjónustumann og förðunarsérfræð- ing frá Hollywood sem í sameiningu látast vera að gera stórmynd í Te- hran árið 1979 sem yfirvarp til þess að smygla Bandarískum gíslum úr landi.    Spike Lee hafði haft nokkuðhægt um sig þar til hann æsti sig lítillega yfir afturhaldsamri söguskoðun Clint Eastwood ný- lega. En það virðist einungis hafa verið upp- hitun fyrir stífa törn í leik- stjórastólnum. Fyrst er hin um- talaða stríðs- mynd Miracle at St. Anna’s, sem miðað við fyrstu stiklur lítur mjög vel út, en í kjölfarið koma myndir um ekki minni menn en Michael Jordan og James Brown, en á með- an Jordan-myndin verður heimild- armynd þá verður saga sálarsöngv- arans Spike efni í leikna mynd. Hann fer svo (hugsanlega) hálfa leið aftur í skáldskapinn með Time Traveler, ævisögu Ronald Mallett. Mallett er vissulega raunverulegur eðlisfræðingur, einn af fyrstu bandarísku blökkumönnunum til þess að fá doktorsgráðu í kenninga- eðlisfræði – en þekktastur er hann þó fyrir skrif sín um tímaferðalög og tilraunir sínar til þess að búa til tímavél, þráhyggja sem rekja má til þess þegar hann las Tímavél H.G. Wells barnungur rétt eftir að faðir hans dó og hét því að byggja eitt stykki til þess að bjarga lífi föð- urins. Sögur herma hins vegar að í mynd Lee virki tímavélin hins veg- ar ólíkt betur en hún hefur gert hingað til, enda smávegis fantasía ávallt nauðsynleg til þess að fanga raunveruleikann. KVIKMYNDIR George Clooney Spike Lee Leonardo DiCaprio Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Þar sem ég sat og velti vöngum yfir þvíhvað ég ætti að eyða plássinu mínu íþessa vikuna frétti ég að grínistinn,spekingurinn og andmenningarlega þjóðhetjan George Carlin væri látinn. Það kann að hljóma undarlega, en mér brá nokkuð í brún við fréttirnar og fór á dálítinn bömmer. Ég vissi vel að hann hafði verið fíkill lengi vel og væntanlega ekki farið best manna með líkama og sál. Hann var ný- skriðinn yfir sjötugt og búinn að vera lengur að en flestir. En það var slíkur kraftur í honum, sem virtist aukast með hverju ári ef eitthvað er að marka sýningarnar hans, ekki ósvipað Tom Waits eða öðru munaðarvíni sem verður betra og betra með aldrinum. En hjartað var þreytt eftir áratuga neyslu hinna og þessarra efna og brast síðastliðið sunnudagskvöld. Daginn eftir var netið fullt af virðingarvottum og þrátt fyrir að ég búist ekki við öðru en að einhver muni birta Moggagrein um karlinn á þeirri tæpu viku sem líður þar til þessi pistill lítur dagsins ljós, þá vil ég samt tileinka meistaranum þetta litla pláss sem ég hef. Fyrir þá sem þekkja ekki til hans þá hefur Car- lin verið einn áhrifamesti grínisti Bandaríkjanna og staðið virkur í uppistandi stöðugt síðan hann kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann vakti snemma athygli fyrir andúð sína á hvers kyns ritskoðun og komst í fréttir og á blöð sögunnar með hinu almræmda „Sjö orð sem aldrei má segja í sjónvarpi“-atriði. Hann hefur sent frá sér fjöldann allan af albúmum og bókum í gegnum árin og var á sviði fram til dauðadags, en seinasta uppistandið hans var sýnt á HBO fyrr á árinu. Gangandi þráður í verkum hans er að ráð- ast gegn ráðandi hugmyndum (einkum hvað varð- ar trúarbrögð, stjórnmál og almenna samfélags- hegðun) með röklegri hugsun sem er jafnt frumleg sem fyndin og fær mann umsvifalaust til að efast um hlutina. Hann gróf undan öllu sem hann gat og ef nafn George Carlin stendur fyrir eitthvað þá er það að fá áheyrendur sína til að taka engu sem gefnu, heldur hugsa sjálfstætt og láta ekki mata sig gagnrýnislaust á einu eða neinu. Þannig er merkilegt að líta yfir feril Carlin og sjá hvernig áhersluatriði sem voru aukahlutir í gríninu fyrr á árum hafa færst smám saman yfir í sviðsljósið eftir því sem hann varð eldri. Í uppi- standi sem kom út fyrir 3 árum hverfur grínið á köflum gjörsamlega og gamli maðurinn tekur ein- faldlega kast á öllu því sem honum þykir rangt við ónýtan heiminn og misheppnað mannkynið með því að láta sprengjum rigna yfir salinn, líkt og gríma grínistans hafi fallið augnablik og hann sendi boðskapinn hreinan og beinan út. Þetta eru uppáhaldsatriðin mín og ég fæ alltaf jafnmikið út úr því að heyra hann taka góð skítköst. Kannski ekki að furða hjá manni sem hefur gagnrýnt sömu atriðin í áratugaröð. Ég man þegar ég horfði á uppistand hjá honum og hélt fyrsta hálftímann að þetta væri glænýtt, enda Íraksstríðið í fullum gangi og mikið talað um Bush og illa rekið stríðs- brölt. Svo fattaði ég að þetta var frá 1992. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði þreytandi að predika um galla heimsins ár eftir ár og sjá allt standa í stað eða versna. Ætli Bill Hicks hefði ekki endað með svipuðum æðisköstum hefði hann lifað jafnlengi. Fyrir mér var persóna George Carlin þó aldrei annar en Rúfus, geðþekki framtíðartöffarinn úr Bill & Ted-myndunum, síðan ég var lítill og þar til fyrir alls ekki svo löngu síðan, þegar ég fór loks að átta mig á hver hann var í raun. Ég hafði aldrei fylgst neitt að ráði með uppistandi, en það er ef- laust engin afsökun. Ég hvet alla lesendur til að kynna sér efni Carlin ef það hefur farið fram hjá nokkrum hingað til. Hann var aldrei hræddur við að hneyksla og hefur gjarnan verið kallaður arf- taki Lenny Bruce, einkum hvað varðar tilhneig- ingu hans til að tala um og gantast með hvað sem er. Ég játa það alveg að hafa fengið prakkarahroll við að heyra hann grínast um ákveðna hluti, en til þess er leikurinn gerður – Carlin neitaði að nokk- uð væri til sem ekki mætti grínast með og kallaði á fullkomlega opna umræðu um alla þætti mann- legrar og jarðneskrar tilvistar. Hann þreyttist aldrei á látunum. Um leið og ég frétti af dauða Carlin fór ég á net- ið og lenti nærri umsvifalaust á vefsíðu með við- talsbroti sem var sett upp í minningu hans. Þar ræddi hann um stíl minningargreina og hvernig hann hefði viljað haga sinni eftir dauðann. Hann talaði einnig um feril sinn og hvort hann hefði vilj- að breyta einhverju varðandi líf sitt. Það eina sem hann nefndi af alvöru voru áhrifin sem eitur- lyfjaneysla hans og eiginkonunnar höfðu á dóttur þeirra – hann sá eftir því, en engu öðru. Það var óneitanlega mjög skrítið að heyra þetta, líkt og hann væri sjálfur að tala að handan. En Carlin trúði ekki á neitt að handan og einmitt í nýjasta uppistandinu er löng einræða um fáránleika þess að halda að dauðir forfeður skuli standa uppi á himnum og brosa niður til okkar hinna. Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvar Carlin sé núna. Ef ég þekki hann rétt stendur hann niðri í helvíti og öskrar upp á okkur hin. Ekki hætta að hlusta! Andþjóðhetjan dauð Carlin „Ef ég þekki hann rétt stendur hann niðri í helvíti og öskrar upp á okkur hin.“ GEORGE Carlin lést á dögunum. Hann hefur ver- ið í sviðsljóðinu síðustu áratugi, kunnur sem einn beittasti og gagnrýnasti grínisti Bandaríkjanna. Hann komst ungur í fréttir fyrir andúð sína á alls- kyns ritskoðun og auk þess að koma fram á sviði og í sjónvarpi, skrifaði hann fjölda bóka. Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com H vernig ætli það væri að sitja í myrkum bíósal og heyra skyndi- lega viðbót við hljóðrásina koma úr glænýrri átt? Það hlýtur ein- hver róttæklingur að hafa gert tilraunir með þetta áður. Annars varpa ég hugmyndinni fram fyrir hvern þann sem langar að gera góðan bíógjörning. Sinfóníuhljómsveit Íslands ruglaði mig all- verulega í ríminu á lokatónleikum starfsársins nú fyrir skemmstu. Flutt var glæsileg Alpasinfónía eftir Richard Strauss og blásturssveitin gríðarstór með hvorki meira né minna en 20 horn á sviðinu. Þegar leikurinn hófst taldi ég hornin og sá ekki betur en að það vantaði nokkur þeirra. Einhver misskilningur hjá mér, hugsaði ég, og pældi ekki meira í því. Ekki þar til í miðju verki þegar blást- ursómur tók að heyrast í salnum, en ekki frá svið- inu. Þetta sló mig alveg út af laginu. Í nokkur vel valin andartök skildi ég hvorki upp né niður í því hvaðan hljóðið kom og hélt að ég væri orðinn rugl- aður í veruleikaskynjuninni. Þá áttaði ég mig á að hluti sveitarinnar var staddur frammi á gangi, við salarinnganginn, á bak við mig, þar sem þau spiluðu í dásamlega furðulegu stereói við sveitina á sviðinu. Því fylgir ákveðinn ótti að heyra hljóð án þess að þekkja uppruna þess. Maður þarf ekki annað en að ímynda sér ókunnugt væl heima í stofu til að falla djúpt í gryfju hins ókennilega og komast í bein- kynni við versta hrylling. Þetta minnir á kenningar um samspil hljóðs og myndar í kvikmyndum, sem Tom Gunning hefur meðal annars skrifað um og haldið fram að hljóð sem á sér ekki sýnilegan upp- runa innan kvikmyndarammans veki upp mikla óþægindatilfinningu hjá áhorfanda. Þannig leið mér þessar fáeinu sekúndur í Háskólabíói þegar lúðrarnir þeyttust baksviðs og brutust í gegnum tálsýn tónleikasviðsins. Það sama gildir um kvik- myndahús, þar sem apparatið og uppsetningin er svo formföst og niðurnjörvuð að það þarf lítið til að slá mann út af laginu. Hvernig ætli það væri að sitja í myrkum bíósal og heyra skyndilega viðbót við hljóðrásina koma úr glænýrri átt? Það hlýtur einhver róttæklingur að hafa gert tilraunir með þetta áður. Annars varpa ég hugmyndinni fram fyrir hvern þann sem langar að gera góðan bíó- gjörning. Þessar vangaveltur tengjast einnig grundvall- arpælingu um kvikmyndaformið sem blöndu af hljóði og mynd, eða öllu heldur hvort kvikmynd verði nauðsynlega að vera blanda af báðu til að geta raunverulega kallast kvikmynd. Hugmyndin snýst þá um hvort hægt sé að aðskilja þessa tvo þætti – hljóðrásina og myndræna þáttinn – án þess að slíta sundur merkinguna. Það gefur augaleið að meiri líkur eru á að geta upplifað hefðbundna kvik- mynd hljóðlaust heldur en öfugt. Þöglar myndir koma strax upp í hugann, en reyndin er sú að þögl- ar myndir voru sjaldnast þöglar í sýningu, heldur fylgdi tónlistarflutningur, hljóðeffektar og jafnvel performansar með á sviðinu. Þegar við horfum á þöglar myndir án allra aukahljóða, erum við þá raunverulega að horfa á kvikmynd, eða einungis hálfklárað verk? Að sama skapi má spyrja sig hvort hægt sé að horfa á talmynd með slökkt á hljóði – má kalla það kvikmyndaupplifun? Hin hliðin á pælingunni er enn furðulegri í hugs- un. Er hægt að upplifa kvikmynd aðeins í gegnum hljóð? Það er áhugavert að lesa dóma um kvik- myndatónlist á vefsíðu á borð við Amazon.com, þar sem fjöldi fólks telur það jákvæðast af öllu ef mús- íkin kveikir á kvikmyndinni í huga þeirra og býður upp á endurupplifun. Hér vantar enn og aftur nýtt hugtak innan kvikmyndafræðinnar. Svona voru kvikmyndatónlistarplötur líka markaðssettar lengi vel, stútfullar af effektum og samtalsbrotum, minjagripir um myndrammann frekar en sjálfstæð verk. Fyrir tilkomu myndbandstækninnar voru hljóðplötur og bækur það sem komst næst því að horfa aftur á kvikmyndir. Þannig var hægt að fletta myndabókinni og hlusta á sándtrakkið – og hvað kallar maður það? Hljóð, mynd og kvikmynd ’Er hægt að upplifa kvikmyndaðeins í gegnum hljóð? ‘ SJÓNARHORN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.