Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Neil Young var óðamála í samtalivið bandaríska tónlistar- tímaritið, vefveituna og vinsældalist- abirtarann Billboard á dögunum vegna nýrrar heimildarmyndar um „súbergrúbbuna“ Crosby, Stills, Nash and Young sem nefnist CSNY: Deja Vu. Sver hann við og sárt leggur að tónlist sú sem fylgi myndinni sé það besta sem sveitin hafi gert frá upphafi. Myndin kemur út í endann á júlí en í henni er fylgst með fereykinu á Málfrelsistónleikaferðalaginu, eða „Freedom of Speech tour“, sem haldið var árið 2006. Meðlimum var mikið niðri fyrir á þeim túr og oft skiptu þeir áhorfendum upp eftir flokkslínum. Þá var mikið spilað af mótmælasöngvum auk þess sem ný- útkomin plata Young á þeim tíma, Living with War, var oftsinnis til grundvallar, en á henni mótmælir Young stríðsbrölti Bandaríkja- manna á einstaklega kröftugan hátt. Meint gæði plötunnar segir Young stafa af því að ekkert var átt við tón- listina, henni sé leyft að hljóma ná- kvæmlega eins og hún kom út, með mistökum, hljóðtruflunum og öðrum hráleika sem venjulega er pússaður til.    Það á ekki af þeim Gallagher-bræðrum að ganga, en þeir gal- gopar Liam og Noel keyra sveit sína Oasis ótrauðir áfram og gefa skít í hvað öllum finnst að vanda. Enda hafa þeir þokka- lega innistæðu fyrir því í þetta sinnið þar sem síðasta plata sveitarinnar, Don’t Believe the Truth (2005) var nokkurs konar listræn end- urreisn, bar með sér ferska vinda eftir áralanga stöðnun. Næsta plata sveitarinnar hefur nú fengið útgáfu- dag, 7. október, og nefnist hún Dig Out Your Soul. Fyrsta smáskífan verður „The Shock of the Lig- htning“, lag sem Noel segir að hafi verið samið og tekið upp á hraða eld- ingarinnar, eins og nafnið gefi til kynna. Lagið sé hrátt og rokkandi og útgáfan sem komi út sé svo gott sem upprunalega prufuupptakan af laginu. Upptökustjóri plötunnar nýju er sá sami og síðast, Dave Sardy, og allir meðlimir Oasis leggja í lagasmíðapúkkið.    Hin ágæta indísveit The Shins ánú að baki þrjár plötur, en út- gefandi að þeim er hið gagnmerka og goðsagnakennda útgáfufyrirtæki frá Seattle, Sub Pop. Fjórða plata sveitarinnar verður þó líklega gefin út af sveit- inni sjálfri og endurspeglar það nýjustu hræring- arnar í útgáfu- veruleika rokks og popps. Leið- togi sveitarinnar, James Mercer, rekur rassvasafyr- irtækið Aural Apothecary og kemur næsta plata líkast til út á þess veg- um. Að sögn umboðsmanns sveit- arinnar er alveg eins líklegt að The Shins haldi áfram að vinna með Sub Pop að einhverju leyti, t.d. hvað dreifingu varðar og talsmaður Sub Pop segir fyrirtækið meira en til í að koma að plötunni með einhverjum hætti en sveitin hefur verið ansi öfl- ug mjólkurkýr fyrir merkið und- anfarin ár. Síðasta plata sveit- arinnar, Wincing the Night Away (2007), hafnaði þannig í öðru sæti Billboardlistans er hún kom út og hefur selst í yfir 500.000 eintökum. TÓNLIST Neil Young Noel Gallagher The Shins Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þegar ég var kominn með miðann á Mon-sters of Rock-hátíðina við Donington-kastala í Englandi sumarið 1988 í hendurvar ekki seinna vænna að vinna heima- vinnuna sína. Ég stóð raunar vel að vígi, gjör- þekkti fimm af sex sveitum sem koma áttu fram á þessari mestu þungarokkshátíð í heimi: Hello- ween, Megadeth, David Lee Roth og hans menn, Kiss og síðast en ekki síst aðalnúmerið, Iron Mai- den. Á sjöttu sveitinni þekkti ég hins vegar hvorki haus né sporð. Hafði að vísu heyrt nafnið, Guns N’ Roses, en taldi næsta víst að þarna væri um fram- lengingu á glysrokkinu að ræða en á því höfðum við þrassarnir ímugust. Ég lagði eigi að síður leið mína í Tónabúðina á Akureyri, sem sá mér fyrir öllum mínum þörfum á þessum tíma, og festi kaup á frumburði Guns N’ Roses, Appetite for Destruction. Platan var þá árs- gömul, kom út 21. júlí 1987, en hafði ekki vakið sér- staka athygli – enn þá. Skemmst er frá því að segja að ég setti plötuna einu sinni – kannski tvisvar – undir nálina áður en ég skilaði henni. Það var raunar ekki vinsælt að skila plötum en þar sem allt mitt sparifé endaði um árabil í kassanum í Tónabúðinni sáu menn gegnum fingur sér með það og tóku við ófétinu aftur. Fyrir minn smekk var efnið einfaldlega ekki nógu þungt. Framganga Guns N’ Roses á Donington gerði ekkert til að breyta því áliti. Meðan W. Axl Rose, Slash og félagar renndu gegnum prógrammið leit maður reglulega á klukkuna og sötraði Svala sem var vel að merkja vinsælasti drykkurinn á hátíð- inni þetta árið – alltént vinsælasti óáfengi drykk- urinn. Ekki var það heldur til þess fallið að auka hróð- ur sveitarinnar að tveir af liðlega hundrað þúsund tónleikagestum týndu lífi í troðningi meðan hún var á sviðinu. Það varð til þess að Guns N’ Roses var lengi á eftir kölluð „hættulegasta tónleikasveit í heimi“. Sú nafnbót var óverðskulduð enda leiddi rannsókn í ljós að Axl og félagar höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að róa æstan múginn. Allt kom fyrir ekki. Tónleikunum var samt fram haldið enda bráð hætta á því að allt færi úr böndum yrði leik hætt þá hæst hann stóð. Það er gömul saga og ný að illt umtal sé betra en ekkert umtal og í kjölfarið samþykkti MTV- sjónvarpsstöðin að spila lag af Appetite for Dest- ruction, Welcome to the Jungle, í tilraunaskini um miðja nótt. Ekki stóð á viðbrögðum, allar símalínur stöðvarinnar voru rauðglóandi. Áhorfendur vildu meira. Og af meiru var að taka. Mr. Brownstone, Para- dise City og Sweet Child o’ Mine gerðu líka storm- andi lukku og Appetite for Destruction rauk upp Billboard-listann. Linnti raunar ekki látum fyrr en á toppnum. Þá hafði skífan setið samfleytt á listan- um í 61 viku. Myndbandið við Paradise City er að hluta til tekið á Donington og tileinkað minningu hinna látnu. Verst að muna ekki eftir þeim flutningi. Það spillti ekki fyrir markaðssetningunni að upprunalegt umslag Appetite for Destruction, sem byggt var á samnefndu málverki Roberts Willi- ams, var bannað þar sem það þótti særa blygð- unarkennd almennings. Það fylgir þessum pistli svo hver geti dæmt fyrir sig. Ekki þarf að fjölyrða um gripinn nú. Appetite for Destruction mun vera fjórða söluhæsta frum- raun hljómsveitar í Bandaríkjunum frá upphafi og hefur selst í 28 milljónum eintaka um heim allan. Í seinni tíð er hún iðulega ofarlega á blaði þegar til- greindar eru bestu plötur þungarokksins. Á plöt- unni er hver klassíkin upp af annarri. Það var vissulega vandræðalegt að kveikja svona seint á perunni en ég get huggað mig við að rokkheimur var svo til allur í sömu sporum. Guns N’ Roses er greinilega seintekin hljómsveit. Smám saman mjatlaðist þetta samt inn, ekki síst söngur Axls, sem er einn svaðalegasti barki rokksög- unnar, og grenjandi gítarleikur hins óræða töffara Slash. Synd að þessir menn talist ekki við í dag. Ég lét lítið á mér bera þegar ég festi öðru sinni kaup á Appetite for Destruction einhverju síðar. Því eintaki verður ekki skilað. POPPKLASSÍK Síðbúin lyst Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is M ikil vakning varð í þýsku rokki undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og í upphafi þess áttunda þegar þýskir tónlist- arskólanemar tóku að hræra saman áhrifum frá þeirri tón- list sem þeir lærðu í tónlistarskólum og rokki og jass. Úr varð eins konar rokktónlist þar sem allt var leyfilegt og mikið lagt upp úr því að láta gamminn geysa, að vera sem framúrstefnu- og frumlegastur. Reyndar var tónlistin öllu fjöl- breyttari en þessi lýsing gefur til kynna, því ekki er bara að menn voru að finna upp nýjar gerðir af rokki, heldur voru þeir og að ryðja rafeindatónlist braut; diskó, techno og house á þýskum til- raunasveitum eins og Kraftwerk, Neu! og Ashra sitt hvað upp að inna. Þýskararokk Þessi þýska tónlistarbylgja sem menn kalla kraut- rokk, þýskararokk, en var ekki alltaf rokk reynd- ar, hafði talsverð áhrif á sínum tíma en segja má að áhrifin séu enn meiri í dag og aukast enn, enda hefur tónlistin elst einkar vel. Gott dæmi um þau áhrif af þýskararokkinu er vakningin sem varð vestur í Bandaríkjunum í upphafi tíunda áratug- arins þegar fram komu ýmsar sveitir sem fetuðu álíka braut í tónlist, tilrauna- og klifunarkennda tónlist þar sem menn blönduðu saman spuna- kenndum köflum, draumkenndri rómantík og vél- rænum kulda. Það er til að mynda sterk slík áhrif að finna í tónlist Yo La Tengo, en rétt að geta þess að fyrsta plata þeirra ágætu sveitar kom út 1984, þannig að í einhverjum tilfellum er kannski rétt að draga þá ályktun að í einhverjum tilfellum hafi ungsveitir bandarískar sótt áhrif þangað. Að þessu sögðu þá er líka sterk hefð fyrir tilraunakenndum spuna í bandarískum nýdjassi og þó hann sé á köflum mun trylltari og agaðri en sú músík sem hér er til umfjöllunar þá má gera því skóna að menn sæki líka innblástur þangað. Önnur hljómsveit sem vert er að nefna til sög- unnar er Tortoise sem stofnuð var í Chicago 1990 og hefur haft sitt hvað að segja um þróun þessara nýju bylgju bandarískrar tónlistar þó hennar helsta verk, Millions Now Living Will Never Die, hafi komið út 1996. Kjarni málsins Að loknum þessum langa inngangi komum við loks að kjarna málsins, Texas-tvíeykinu Stars of the Lid. Eins og getið er skipa það þeir Brian McBride og Adam Wiltzie en eins og þeir rekja söguna hittust þeir með plötubunka í fanginu í há- skólaútvarpsstöð og áttuðu sig á því að þeir voru meira og minna með sömu plöturnar í bunkanum. Í framhaldi af því tóku þeir að troða upp sem plötusnúðar og þóttu eðlilegt framhald á því að byrja að setja saman eigin músík; Wiltzie spilaði á gítar og McBride lagði um segulbönd og Stars of the Lid var svo stofnuð á jóladag 1992. Að sögn McBrides hafa þeir haldið þeirri verka- skiptingu meira og minna upp frá því, Wiltzie framleiðir hljóð og hljóma á tónleikum og McBride togar þau og teygir, skælir og skreytir, en í hljóðverið er verkaskiptingin óljósari. Á plötum þeirra fær mannsröddin ekki að hljóma, þó John Peel eigi sterka innkomu á skíf- unni sem getið er í upphafi, Carte-De-Visite, enda segir McBride að orð séu óþörf þegar men séu að votta ísskáp virðingu sína: „Tónlist hentar líka vel til að tjá tifinningar sem maður kemur ekki orðum að,“ en hann nefnir einnig, væntanlega í hálfkær- ingi, að svo mikið sé af lélegri sönglist í Austin í Texas, að ekki sé á það bætandi. (Því skal haldið til haga að í viðtali við menningarsagnfræðinginn Piero Scaruffi segir McBride að helstu áhrif sveit- arinnar séu frá Gavin Bryars, Brian Eno, Zbig- new Preisner, Arvo Part, Labradford, Gorecki og Talk Talk/Mark Hollis.) Til Kranky Fyrsta breiðskífa þeirra félaga, Music for Nitrous Oxide, kom út 1995, en þeir vilja víst lítið við þá skífu kannast í dag, aðallega vegna þess að sá sem á útgáfuréttinni, fyrrverandi vinur þeirra, fer með hann eins og honum sýnist. Skífa númer tvö, Gra- vitational Pull vs. the Desire for an Aquatic Life, sem kom út 1996, var reyndar gefin út á sama merki, og fyrri platan en þeir hafa haldið í útgáfu- rétt skífunnar, því hún var svo gefin út af Kranky- útgáfunni og þá gert nýtt frumeintak með al- mennilegum hljómi. Sama ár kom út The Ballasted Orchestra, tvö- föld vínylskífa með tæplega níutíu mínútum af músík, en eins og þeir rekja söguna var talsvert meira til af tónlist en upp var tekið. Maneuvering the Nocturnal Hum og Per Aspera Ad Astra kom út 1998, síðan Avec Laudenum 1999, The Tired Sounds of Stars of the Lid 2001, en síðan tóku þeir sér góðan tíma í að taka upp meistaraverkið Stars of the Lid and Their Refinement of the Decline, sem kom út á síðast ári. Þá fór sveitin líka í tónleikaferð um Evrópu, sem þótti mikil tíðindi; lék á Englandi, í Írlandi, Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, í Portúgal, Tékklandi, Þýskalandi, Sviss, Belgíu og Hollandi síðastliðið haust. Þegar þetta er ritað er sveitin á tónleikaferð um Banda- ríkin. Til að fagna tónleikaferðinni kom skífan sem getið er, Carte-De-Visite, út í takmörkuðu upplagi á síðasta ári, en á henni eru prufuupptökur, aðra útgáfur laga og sjald- og óheyrð lög. Frumleg framúrstefna Ein af þeim hljómsveitum sem aldrei er skrifað nóg um er Texas-sveitin Stars of the Lid, sem er reyndar bara tveggja manna, skipuð gítarleik- urunum Brian McBride og Adam Wiltzie. Hún hef- ur starfað í hálfan annan áratug og gefið út fimm skífur ásþekkar, og nú síðast plötu í takmörkuðu upplagi sem gefin er út í tilefni af tónleikaferð þeirra félaga, en þeir hafa farið í fáar slíkar. Draumkennt Liðsmenn Stars of the Lid - Brian McBride og Adam Wiltzie.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.