Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2008, Síða 9
 Kanarek og Frank Stella var fyrsti hluti gjörningsins Open Score eftir Robert Rauschenberg. verið of fyrirferðarmikil og bilanir tíðar. Brian O’Doherty var mun harðorðari13 og taldi framtak- inu nánast allt til foráttu.Viðtökur þeirra og fleiri gagnrýnenda hafa eflaust átt sinn þátt í því að draga úr réttu mati á áhrifum viðburðanna á viðstadda og sögulegu mikilvægi þeirra. Samt var fullt út úr dyr- um öll kvöldin og 10.000 áhorfendur höfðu séð sýn- ingarnar þegar yfir lauk. Klüver sagði síðar að væntingar áhorfenda hefðu ekki verið alveg í takt við raunveruleikann. Fólk hafi búist við áhrifamiklu sjónarspili, en sá í staðinn framúrstefnulega gjörninga, dans- og raftónlist- arverk byggð á tækni sem það skildi ekki. Nú hefur komið í ljós að Klüver var á móti því að veita fyrir fram of nákvæmar upplýsingar um hverju áhorf- endur máttu eiga von á tæknilega séð og því voru þeir ekki alltaf með á nótunum um það sem fram fór. En þótt einhverjir hafi orðið fyrir vonbrigðum voru uppákomurnar ennþá lifandi í minningu við- staddra mörgum árum síðar. Listamenn trúðu Klü- ver fyrir því að þrátt fyrir ýmis mistök og bilanir hafi kvöldin orðið til að opna augu þeirra fyrir því að tækni og listir gætu átt frjóa samleið. Hvernig Klüver fór að því að fá 30 verkfræðinga til samstarfs og nálgast tækni sem var varla komin út af rannsóknarstofunum skýrist af velvilja yf- irmanns hans hjá Bell. Pierce var sjálfur frum- kvöðull á sviði raftónlistar og hafði engan áhuga á að stöðva þá orku sem hann taldi undirbúning kvöld- anna níu hafa leyst úr læðingi. Það var þessi orka sem varð til þess að Klüver og Rauschenberg ákváðu ásamt Fred Waldhauer og Robert Whitman í framhaldinu af 9 Evenings að stofna félag er hefði að markmiði að auðvelda listamönnum og verkfræð- ingum í Bandaríkjunum að starfa saman. Félagið fékk heitið Experiments in Art and Technology (E.A.T.) og var fyrsti fundur þess haldinn í New York þann 30. nóvember árið 196614. Á hann mættu um 300 listamenn, en tæpur þriðjungur þeirra glímdi við tæknileg vandamál sem þörfnuðust úr- lausnar. Næsta skref var að sannfæra verkfræðinga á fleiri tilraunastofum en Bell um að taka þátt og kom það í hlut Klüvers að ferðast um Bandaríkin og kynna verkefnið. Kynningarstarfið skilaði sér í því að árið 1969 var E.A.T. komið með 2000 listamenn á skrá og jafnmarga verkfræðinga. Tveir menningarheimar mætast Aðeins ári áður en Klüver vann að sjálfseyðileggj- andi hreyfiskúlptúrnum með Jean Tinguely gaf eðl- isfræðingurinn og rithöfundurinn C. P. Snow út bókina Two Cultures and the Scientific Revolu- tion15. Hann lýsir þar áhyggjum sínum yfir gjánni sem hann taldi hafa myndast milli bókmennta- og vísindamanna. Þótt Snow minnist aðeins lítillega á aðrar listgreinar bergmáluðu áhyggjur hans í áhyggjum Klüvers sem hafði kviðið því að ekki yrði hægt að sannfæra verkfræðinga og vísindamenn um að þeir hefðu hag af því að starfa með listamönnum. Sjálfur taldi hann nauðsynlegt að fá þessa ólíku hópa til að vinna saman svo eyða mætti ótta, tor- tryggni og misskilningi hvors um sig í garð hins. Klüver trúði því einnig að tæknin yrði mannlegri ef verkfræðingar fengju tækifæri til að kynnast sýn listamanna. Verkefnið var ekki eins erfitt og Klüver óttaðist því bók Snows hafði hrundið af stað almennri vit- undarvakningu um mikilvægi þess að brúa bilið milli tækni, vísinda og lista16. Allan sjöunda áratuginn gætti stigvaxandi áhuga hjá listamönnum á mögu- leikum tækninnar og verkfræðingar voru meira en viljugir til að leggja sitt af mörkum með því að gera sínar eigin fagurfræðilegu tilraunir. Lok þessa fyrsta mótunartímabils í sögu tækni- og nýmiðla- lista markast af nokkrum stórum listsýningum þar sem útgangspunkturinn var samband tækni og lista. Ein þeirra var sett upp í Nútímalistasafninu í New York árið 1968 í sýningarstjórn Pontusar Hul- tén, samlanda og vinar Klüvers. Sýningin fékk yf- irskriftina The Machine as Seen at the End of the Mechanical Age en með henni vildi Hultén skoða samband lista og tækni í gegnum vel valin listaverk frá ýmsum tímum. Listaverkin á sýningunni voru ekki nærri því öll tæknilegs eðlis heldur fjölluðu þau um áhrif tækninnar á manninn og þá ógn sem marg- ir töldu stafa af henni. Á sama tíma var gefið í skyn að nú væru runnir upp nýir og breyttir tímar. Öld véltækninnar var að baki og í hennar stað runninn upp tími rafeindatækni með nýrri afstöðu lista- manna til vélar og tækni. Til að undirstrika þetta var hluti sýningarinnar gerður í samstarfi við E.A.T. Komið var á fót samkeppni um bestu verkin, og var hún unnin í samstarfi verkfræðinga og lista- manna. Alls bárust 140 verk frá fjölmörgum lönd- um. Voru níu þeirra valin af Hultén til að vera hluti af sýningunni í MoMA. Öll hin verkin voru sýnd samtímis á annarri sýningu í Brooklyn Museum of Art í sýningarstjórn Klüvers undir heitinu Some More Beginnings: An Exhibition of Submitted Works Involving Technical Materials and Proces- ses. Sama ár var hin fræga sýning sýningarstjórans Jasia Reichardt, Cybernetic Serendipity, sett upp í Institute for Contemporary Art í London og árið 1971 opnaði Maurice Tuchmann Art and Techno- logy, sýningu byggða á samstarfi listamanna við iðnfyrirtæki í Los Angeles, í Los Angeles County Museum. Ári áður hafði Jack Burnham sett upp Software Information Technology : Its Meaning for Art í Jewish Museum í New York, sem var tilraun til að sýna fram á tengsl konseptlistar og tækni- listar. Þessar sýningar eiga það sameiginlegt með 9 Evenings að hafa vakið mikla athygli og áhuga al- mennings. Þær voru vel sóttar en viðtökur voru blendnar. Líkt og áður beindist gagnrýnin að tækni- legri ásýnd verkanna og skorti á listrænum metn- aði. Áhugi safna á að setja upp sýningar af þessu tagi dvínaði og listamenn sneru sér að gerð „hefð- bundnari“ verka. Sænski safnstjórinn Ef við hverfum aftur til Billys Klüvers þá var sýn- ingin í MoMA ekki eina samstarfsverkefni hans og Pontusar Hultén, sem átti einstakan feril sem sýn- ingar- og safnstjóri í bæði Bandaríkjunum og Evr- ópu17. Hultén varð fyrsti safnstjóri Moderna Mu- seet í Stokkhólmi árið 1960 og síðar fyrsti forstöðumaður Pompidou-menn- ingarmiðstöðvarinnar í París. Hultén var frumlegur og áræðinn í sýningarhaldi og breytti ásýnd sænsks listalífs. Hann hélt fyrstu evrópsku yfirlitssýn- inguna á amerískri poplist árið 1964 í Stokkhólmi og titlaði þá Billy Klüver sem aðstoðarsýningarstjóra. Þegar hann ákvað að Moderna þyrfti að eignast verk eftir bandaríska samtímalistamenn valdi hann Klüver til að vera tengiliður sinn í New York. Hul- tén kallaði aftur í Klüver þegar hann var ráðinn til Pompidou og fékk hann til að aðstoða sig við und- irbúning opnunarsýningar safnsins á verkum Mar- cels Duchamp. Sjálfur yfirgaf Billy Klüver fast starf sitt hjá Bell Laboratories árið 1968 til að geta gefið sig allan að E.A.T. Félagsskapurinn var fjölmennastur fram til ársins 1973 en þá tók áhuginn á sambandi lista og tækni að dala og meðlimum fækkaði18. Starfsemin hélt engu að síður áfram með virkri þátttöku fjölda listamanna og verkfræðinga, sem unnu saman að einstökum verkefnum. Undir lok tíunda áratugarins var áhuginn á tæknilist skyndilega endurvakinn og Billy Klüver varð eftirsóttur í viðtöl og til fyrirlestrahalds við bandaríska háskóla. Tímasetn- ingin er engin tilviljun og má rekja til bylgju nýrrar margmiðlunar- og fjarskiptatækni sem þá gekk yfir heiminn. Billy Klüver lést á heimili sínu í New Jersey þann 11. janúar árið 200419.  Tilvísanir: 1 Með nýmiðlum er átt við forritaða, stafræna miðla. 2 Hér er vísað til erinda og umræðna á ráðstefnunni Re:place sem haldin var í Berlín dagana 15 - 18. nóvember 2007. 3 Sjá http://fondation-langlois.org 4 9 Evenings Reconsidered: Art, Theatre and Engineering, 1966 var uppi í Tesla í Berlín í fyrtravetur og verður næst sett upp í Mu- seum für Gestaltung Zürich í Sviss frá 29. júlí til 9. september í sum- ar. 5 Frásögn að finna í grein um Klüver sem birtist í IEEE Spectrum Magazine í júlí 1998. 6 Titill verksins er Hommage á New York. 7 Verkið er í eigu Nútímalistasafns Frakklands, MNAM. 8 Fylkingin er félag um tilraunir í tónlist og listum, stofnaði í Stokk- hólmi árið 1993. 9 Á sama stað var haldin fræg sýning á evrópskri nútímalist árið 1913. 10 Í viðtalifrá árinu 1995 segir Klüver að „nánast allir listamenn New York borgar“ hafi tekið þátt. Viðtalið birtist í Archée - cyber- mensuel, 02/2002. 11 Robin Oppenheimer er að vinna að doktorsritgerð þar sem hún skoðar m.a. hlutverk skýringamynda í samskiptum listamanna og verkfræðinga. Þær voru hluti af sýningunni 9 Evenings Reconside- red. 12 „Total theater?“, 9 Evenings Reconsidered, bls. 65. 13 „new york: 9 armored nights“, 9 Evenings Reconsidered, bls. 75 - 79. 14 Sylvie Lacerte hefur tekið saman heimildir um stofnun E.A.T. og er þær að finna á Leonardo On line/Olats. 15 Cambridge University Press, New York, 1959. 16 Christoph Klutsh kemur inn á þetta í greininni „Computer Grap- hic-Aesthetic. Experiments between Two Cultures,“ Leonardo, Vol. 40, No.5, pp 421 - 425, 2007. 17 Þetta kom fram í fjölmörgum greinum sem voru birtar eftir and- lát Hulténs 26. október 2006. 18 Minnkannd áhugi hefur ekki aðeins verið rakinn til „misheppn- aðra“ sýninga. Hann tengist einnig andúð á Víetnamstríðinu og ol- íukreppunni í upphafi áttunda áratugarins. 19 Hann var þá að vinna að útgáfu heimildamynda um 9 Evenings en ekkja hans, Julie Martin, hefur haldið því starfi áfram. Helstu heimildir: Herz,Garnet „Le Parrin de l’art et de la technologie: un entretien avec Billy Kluver du groupe E.A.T. (Experiments in Art and Technology)“, Archée – cybermensuel, 02/2002. Lacerte, Sylvie „E.A.T., Experiments in Art Technology“, Leonardo On line/Olats, júní 2002. Miller, Paul „The engineer as catalyst : Billy Klüver. On working with artists.“ í IEEE Spectrum, júlí 1998. Morris, Catherine, 9 evenings reconsidered: art, theater, and eng- ineering, 1966, MIT List Visual Art Center, Cambridge, 2006. Obrist, Hans-Ulrich „Turning to Technology. Legendary Billy Klüver on artist-engineer collaboration.“ Art Orbit, 3. tölublað, 1998. tengdi tækni og list Ljósmyndir © Peter Moore. Birt með góðsfúslegu leyfi. Höfundur er fagurfræðingur og stundar rannsóknir á nýmiðlalist. stjórnstöð verkfræðinganna á svölunum í Armory. nhverjir hafi orðið fyrir vonbrigðum voru uppákomurnar ndi í minningu viðstaddra mörgum árum síðar. Listamenn fyrir því að þrátt fyrir ýmis mistök og bilanir hafi kvöldin orðið gu þeirra fyrir því að tækni og listir gætu átt frjóa samleið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2008 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.