Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 1
M Á N U D A G U R 2 8. J Ú L Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
205. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
LISTIR
ÞORSKURINN LÝSIR
GESTUM Í LEIFSSTÖÐ
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Íslenskt hjólabretti
á teikniborðinu
FÓTFRÁASTA frjálsíþróttakona landsins, Silja Úlfarsdóttir úr FH, vann
fimm gullverðlaun á Meistaramóti Íslands um helgina. Hún hefur ákveðið
að hætta keppni en hér kemur hún í markið í síðustu greininni, þar sem
hún tryggði FH sigur í 4x400 metra boðhlaupi. „Ég kveð mjög sátt,“ sagði
Silja við Morgunblaðið en FH varð Íslandsmeistari félagsliða. | Íþróttir
Morgunblaðið/hag
Síðustu metrar Silju?
„Það er engin trygging fyrir því að sá brothætti
pakki sem byrjaði að verða til á föstudagsnótt
muni lifa af,“ sagði Peter Mandelson, sem fer
með viðskiptamál í framkvæmdastjórn ESB, um
samningsstöðuna í Genf þar sem tekist er á um
nýjan samning um heimsviðskipti.
Þó lengi hafi verið deilt um viðskipti með
landbúnaðarvörur á vettvangi WTO er ekki síð-
ur ágreiningur um markaðsaðgang fyrir iðn-
aðarvörur. Tekist er á um gífurlega flókin mál.
Ekki er um það að ræða að ljúka samningum um
hluta málsins. Það er annaðhvort allt eða ekk-
ert.
Brothættur pakki
Peter Mandelson
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
NÁIST samkomulag í Doha-viðræð-
unum á þeim nótum sem rætt hefur
verið um síðustu daga má búast við
að heimilt verði að flytja til landsins
helmingi meira af svínakjöti, kjúk-
lingum, nautakjöti og ostum á lág-
markstollum en leyft hefur verið til
þessa. Innflutningurinn gæti þá
numið 7-10% af innanlandsneyslu.
Mjög tvísýnt er hvort samkomu-
lag náist í Doha-viðræðum en samn-
ingalota hefur staðið í Genf undan-
farna daga. Á föstudag þokuðust
samningamenn í átt til samkomulags
og var þá ákveðið að halda viðræðum
áfram. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðu-
neytisstjóri í sjávarútvegs og land-
búnaðarráðuneytinu, segir að gerist
ekkert í dag muni þessi lota líklega
renna út í sandinn. „En það er engin
leið að átta sig á hvernig þetta fer.“
Viðkvæmar vörur
Í þeim samningsdrögum sem
samningamenn eru að takast á um
hefur verið rætt um 70% lækkun á
tollheimildum. Það þýðir ekki að toll-
ar á búvörum muni almennt lækka
um 70% vegna þess að álagðir tollar
eru mun lægri en heimildirnar.
Samningsdrögin gera ráð fyrir að
aðildarþjóðir WTO geti skilgreint
6% af „tollalínum“ sem viðkvæmar
vörur, en það þýðir að tollar á þeim
lækka minna en á öðrum vörum.
Ganga má út frá því að Ísland muni
skilgreina svínakjöt, kjúklinga,
nautakjöt og osta sem viðkvæmar
vörur. Tollar á þessum vörum munu
því líklega lækka um 23-46%. Sig-
urgeir segir að þrátt fyrir þessa
lækkun muni tollarnir áfram fela í
sér mikla vernd fyrir íslenskan land-
búnað. Það sem skipti hins vegar
meira máli er að Ísland kemur til
með að þurfa að tvöfalda þann inn-
flutningskvóta sem fluttur hefur ver-
ið inn á lágmarkstollum. Fram að
þessu hefur hann verið um 5% af inn-
anlandsneyslu, en Sigurgeir segir að
hann muni fara upp í 7-10%. Þetta
myndi því auka markaðsaðgang er-
lendra landbúnaðarvara að íslenska
markaðinum umtalsvert, þ.e.a.s. ef
samningar takast í Genf.
Tvöfalt meiri
innflutningur?
Ögurstund að renna upp í Doha-viðræð-
unum um aukin viðskipti með búvörur
Í HNOTSKURN
»Í núgildandi WTO-samningum eru viðmið-
unarárin 1986-88. Náist samn-
ingar verður hins vegar miðað
við árin 2003-05. Neysla á
kjúklingum og svínakjöti hef-
ur aukist mikið hér á landi og
því myndi þessi breyting fela í
sér að heimildir til að flytja
inn svín og kjúklinga á lág-
markstollum ykjust talsvert.
Bjarni Guð-
jónsson, fyrirliði
knattspyrnuliðs
Skagamanna,
samdi í gær-
kvöldi við KR-
inga til fjögurra
ára. Hann getur
leikið með þeim
strax annað
kvöld þegar þeir
mæta Fjölni.
Bjarni var í liði ÍA í síðasta sinn í
gærkvöldi en þá steinlá það á
heimavelli gegn FH-ingum, 2:5.
Strax að leik loknum hélt Bjarni í
Vesturbæinn og skrifaði undir hjá
KR. » Íþróttir
Bjarni Guðjónsson samdi
við KR til fjögurra ára
Lögð hefur
verið inn hjá
Hlutafélagaskrá
samrunaáætlun
vegna samruna
Byrs sparisjóðs
við hlutafélagið
Byr sparisjóður
hf. Slíkur sam-
runi er nauðsynlegur eigi að breyta
sparisjóði í hlutafélag.
Stjórn Byrs tilkynnti í upphafi
júlímánaðar að athugun á kostum
þess að breyta sjóðnum í hlutafélag
stæði yfir. Með stofnun áðurnefnds
hlutafélags má ætla að undirbún-
ingur að hamskiptum sjóðsins sé
vel á veg kominn.
Hluthafafundur Byrs þarf að
sameina tilhögunina með 2⁄3 at-
kvæða og sömuleiðis er hún háð
samþykki Fjármálaeftirlitsins. » 14
Verður sparisjóðurinn
Byr brátt að hlutafélagi?
Sprengingar í Ahmadabad á Ind-
landi á laugardagskvöld urðu að
minnsta kosti 45 manns að bana og
160 eru slasaðir. Óþekktir hryðju-
verkamenn sprengdu 16 sprengjur
nær samtímis víðs vegar um borg-
ina. Í gærkvöldi létust minnst 15 og
154 slösuðust í tveimur spreng-
ingum í Istanbúl á Tyrklandi. » 13
Tugir manna látnir eftir
margar sprengingar
Reiði Maður í Allajabad mótmælir.
„ÉG held að tími sé kominn til að
láta verkin tala. Það eru ekki mörg
ár til stefnu, því að óbreyttu lifir
þetta sveitarfélag ekki lengi,“ segir
Oddný Þórðardóttir á Krossnesi,
oddviti Árneshrepps, um nýút-
komna skýrslu Byggðastofnunar
um byggðarlög, sem búa við viðvar-
andi fólksfækkun.
Oddný segist ekki vera viss um,
að synir hennar muni setjast að í
Árneshreppi og hún bendir á, að
unglingarnir þar hafi undantekn-
ingarlaust farið úr grunnskóla í
framhaldsskóla.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir í Bæ,
sem þar hefur búið alla tíð, segir,
að þetta snúist um fimm ár að sínu
mati:
„Ef ekkert jákvætt gerist á þeim
tíma, þá fjarar byggðin út, svo ein-
falt er það.“ | 8
Ef ekkert jákvætt ger-
ist þá fjarar byggðin út
Óvissa um framtíðina í Árneshreppi
ÍÞRÓTTIR
Kristján Þór Einarsson og Helena
Árnadóttir urðu í gær Íslandsmeist-
arar í golfi eftir gífurlega spenn-
andi keppni í Vestmannaeyjum. Úr-
slit réðust í bráðabana, bæði hjá
körlum og konum.
Kristján og Helena
Íslandsmeistarar
Það voru skoruð 15 mörk í tveimur
leikjum í fótboltanum í gærkvöld
þegar FH vann ÍA, 5:2, á Akranesi
og Valur vann Grindvíkinga suður
með sjó, 5:3. Helgi Sigurðsson gerði
þrennu fyrir Valsmenn.
FH skoraði fimm
mörk á Akranesi
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik tapaði öllum þremur
leikjum sínum á móti í Frakklandi.
Síðast fyrir Egyptum í gær, 30:33.
Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálf-
ari hefur um margt að hugsa.
Íslendingar töpuðu
fyrir Egyptum