Morgunblaðið - 28.07.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.07.2008, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HVERS kyns gróður á Íslandi dafnar vel í sumar og menn eru bjartsýnir á framhaldið. Mestu skiptir að veður hefur verið að mestu verið hlýtt og stöðugt. Halldór Sverrisson, lektor við Landbúnaðarhá- skóla Íslands, segir gróður hafa tekið snemma við sér í ár. „Því fylgir reyndar að ýmsir plöntu- sjúkdómar og skorkvikindi eru einnig fyrr á ferð- inni. Þegar öllu er á botninn hvolft græðir gróð- urinn þó á því að vera svo snemma á ferðinni.“ Gunnar Sverrisson, bóndi á Hrosshaga í Bisk- upstungum, segir ástand gróðurs á þeim slóðum vera afskaplega gott. „Trjágróðurinn lítur mjög vel út og svo hefur grassprettan verið ágæt í sumar. Á heildina séð er ástandið einstaklega gott.“ Hann bendir á að hlýtt hafi verið í veðri og hlý- indin hafi verið stöðug frá því í maí. „Þetta er al- veg með bestu árum, það er á hreinu.“ Jón Loftsson, skógræktarstjóri, segir skóg- rækt í landinu ganga vonum framar. „Vorið var mjög gott í skógræktinni og sumarið hefur verið það einnig.“ Hann segir þó hafa komið á óvart að of þurrt hafi verið á Suðurlandi um tíma og menn hafi þurft að hætta gróðursetningu á meðan. Slíkt mun vera óalgengt þar. Þá virðast menn geta sammælst um að hey- skapur gangi almennt prýðilega á landinu öllu. „Það er allur gangur á hvenær menn hófu slátt en menn eru almennt jákvæðir,“ segir Sigurður Jarlsson, ráðunautur Búnaðarsamtaka Vest- urlands. Morgunblaðið/Ómar Dafnar Nánast allur gróður hefur dafnað vel í sumar. Og það sést. Gæfuríkt ár í gróðurrækt  Skógrækt gengur vonum framar á landinu  Gróður tók almennt mjög snemma við sér í ár  Heyskapur lítur prýðilega út og menn bjartsýnir ÖKUMAÐUR vespunnar sem ók út af við Víkurskarð austan Akureyr- ar sl. föstudag var að reyna að forð- ast árekstur við bifreið sem kom á móti. Ástæða slyssins var því ekki sú að hann hefði einfaldlega misst stjórn á hjólinu eins og sagði í blaðsinu á laugardag. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri var bifreiðin að taka fram úr annarri bifreið og því á öfugum vegarhelmingi. Öku- maður vespunnar sá ekki aðra leið færa til að afstýra árekstri en að sveigja frá. Lögregla veit skráningarnúmar bílsins sem olli slysinu. Keyrði út af til að forðast árekstur Ónýt Ökumaður vespunnar ók út af til að komast hjá árekstri við bíl. HANDRUKKARAR færðu mann af heimili sínu í Hafnarfirði og út í Heiðmörk aðfaranótt sunnudags þar sem þeir misþyrmdu honum, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæð- isins. Maðurinn gekk til byggða og gerði vart við sig í Garðabæ. Hann hafði hlotið nokkra áverka í andliti. Einn maður var handtekinn að morgni sunnudags og sleppt eftir yfirheyrslu. Ekki er vitað hvort hann gekkst við aðild að verkn- aðinum. Málið er í rannsókn og leit- ar lögreglan nú þriggja manna sem einnig eru grunaðir um verkn- aðinn. skulias@mbl.is Misþyrmt í Heiðmörk SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra var á laugardagsmorgun kvödd til við hús í Keflavík þar sem illa útleikinn maður lá utandyra. Grunur beindist að gestum í húsinu en þar var tölu- verð háreysti. Vildi lögregla koma veislugestum að óvörum til að hindra að þeir gætu ráðið ráðum sínum, komist undan eða stungið undan sönnunargögnum eða öðru. Tíu lögreglumenn og fjórir sér- sveitarmenn brutu upp dyr og þustu inn í húsið. Þar fann lögregla áhöld til fíkniefnaneyslu, kannabis- efni og duft sem talið er vera am- fetamín. Blóð var á klæðnaði þeirra sem grunaðir eru um árásina. Átta manns voru handteknir í húsinu og einn til var handtekinn vegna máls- ins aðfaranótt sunnudags. skulias@mbl.is Níu manns handteknir FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „VIÐ sjáum að sjóstangveiðin hefur umtalsverð veltuáhrif enda hefur hún áhrif á þjónustuna á viðkomandi stað og ýmis störf skapast í kringum hana. Þá hafa auðvitað verið gerðar miklar fjárfestingar í kringum iðn- aðinn og við vitum ekki alveg hve langur tími líður þar til þær borga sig til baka,“ segir Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Mikill vöxtur hefur verið í sjóst- angveiði á Vestfjörðum frá því hún varð hluti af ferðaþjónustu árið 2006. Talið er að um 3.000 erlendir ferðamenn heimsæki Vestfirði í sumar í þeim tilgangi að fanga fisk úr úthafinu. „Þeir voru um 2.000 í fyrra. Skýr- ingin er eflaust sú að þá veiddist svo rosalega mikið af lúðu hérna. Því koma margir veiðimenn hingað í ár,“ segir Elías Guðmundsson hjá sjóst- angveiðifyrirtækinu Hvíldarkletti ehf. Sjóstangveiði getur þó verið óstöðugur atvinnuvegur enda mis- jafnt hvert straumur veiðimanna liggur. „Hér þarf að passa að ekki gerist það sama og í Noregi. Þar fylltust smám saman allir firðir af bátum og þá misstu veiðarnar allan sjarma. Þá misstu þeir viðskiptin. Við þurfum að passa að þetta gerist ekki hérna,“ segir Shiran Þórisson hjá Atvinnuþróunarfélagi Vest- fjarða. Margvísleg efnahagsleg áhrif Hin mikla ásókn til Vestfjarða hefur margvísleg efnahagsleg áhrif. „Það er mjög erfitt að mæla veltu í ferðaþjónustu en við teljum okkur sjá áhrifin vel. Þau eru einnig afleidd – Flugfélag Íslands hefur til að mynda verið að fljúga aukalega hingað með ferðamenn. Þá höfum við einnig heyrt að erlendir ferða- menn haldi nánast uppi allri þjón- ustu í verslunum á Suðureyri,“ segir Halldór bæjarstjóri. Engar nákvæmar tölur eru til yfir hvaða efnahagslegu áhrif sjóst- angveiðin hefur haft á Vestfirði. Einn viðmælenda Morgunblaðsins sagðist þó hafa heyrt að í kringum 40 störf hefðu skapast í tengslum við iðnaðinn. Hann taldi þó líklegra að slíkt ætti aðeins við um sumartím- ann. Halldór bæjarstjóri segir ólíklegt að sjóstangveiðiiðnaðurinn geti að einhverju leyti leyst mögulega olíu- hreinsunarstöð á Vestfjörðum af hólmi. „Þetta er auðvitað árs- tíðabundinn iðnaður eins og annað í ferðaþjónustunni meðan olíu- hreinsunarstöðin væri stöðug allan ársins hring. Ég tel þetta ekkert í líkingu við hana. En því fleiri ein- ingar sem byggjast upp hérna því sterkara verður samfélagið auðvit- að.“ Sjóstangveiðimenn fylla 40-50% þess gistipláss sem erlendir ferða- menn hafa pantað í sumar á Vest- fjörðum. Flestir eru þeir frá Þýska- landi. Þurfa að passa að fylla ekki firðina „ÞETTA er nú ansi langt frá því að vera einhver gullnáma en ásóknin hefur aukist mikið frá því í fyrra,“ segir Elías Guðmunds- son hjá sjó- stangaveiðifyr- irtækinu Hvíldarkletti ehf. „Við leigjum kvóta fyrir veiði- mennina svo þetta eru alveg gríð- arlegar fjárfestingar sem hafa ver- ið gerðar.“ Elías segir ný störf hafa fylgt iðnaðinum og þá helst í upp- hafi þegar verið var að byggja allt upp. „Gríðarlegar fjárfestingar“ Hve lengi hefur sjóstangaveiði verið hluti ferðaþjónustu á Vest- fjörðum? Iðnaðurinn hófst árið 2006. Hann byggist á samstarfi erlendra ferða- skrifstofa og sjóstangaveiðifyr- irtækja. Hvað verður um fiskinn sem veiddur er? Kvótinn er leigður af fyrirtækjunum. Fyrirtækið Sumarbyggð hf. leigir til að mynda 120-130 tonna kvóta á ári. Allur fiskur sem veiddur er, fer beint í vinnslu og er þaðan seldur til útlanda. Hvaðan koma erlendu ferðamenn- irnir? Yfirgnæfandi meirihluti þeirra kemur frá Þýskalandi. S&S Fáskrúðfjörður | Mjög margir hafa sótt Fáskrúðsfirðinga heim það sem af er hátíðarhöldum og er líf og fjör um allan bæ. Um hádegisbilið var kom- ið saman í franska grafreitnum þar sem sóknarpresturinn, séra Þórey Guðmundsdóttir, flutti bæn og minntist þeirra sem þar hvíla. Blóm- sveigur var lagður að minnismerki um þá og gerðu það bæjarstýra Fjarðabyggðar og fulltrúi Gravelines, vinabæjarins franska. Því næst var kastað blómum í fjörðinn til minningar um sjómenn sem drukknað hafa. Ákveðið hefur verið að styrkja enn frekar tengsl bæjarins við franska arfinn og í því skyni á að nota gamla læknisbústaðinn, sem Frakkar reistu, sem eins konar miðstöð. Alls konar uppákomur voru í blíðunni á Fáskrúðsfirði í gær og þá var hlaupið svokallað Fáskrúðsfjarðarhlaup frá Hafnarnesi og inn í bæ. Þar sýndi þetta unga fólk í Götuleikhúsinu listir sínar á stultum. Morgunblaðið/Albert Kemp Líf og fjör á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði Langleggjaðir listamenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.