Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 9
Nóg að gera Edda Hafsteinsdóttir
og Guðlaugur Ágústsson í kaffihús-
inu í Norðurfirði.
MYNDARLEGT kaffihús tók til
starfa í Norðurfirði í Árneshreppi í
vor. Húsnæðið er í eigu hreppsins,
en áður var þar aðstaða fyrir menn
sem unnu í sláturhúsinu á staðnum
meðan það var rekið og síðar gistu
þar sjómenn sem reru frá Norð-
urfirði.
Húsnæðið hafði staðið autt í
nokkur ár, en til að nýta það um
leið og störfum var fjölgað var ráð-
ist í endurbætur á húsinu síðastlið-
inn vetur. Þau Edda Hafsteinsdóttir
og Guðlaugur Ágústsson eru með
húsnæðið á leigu og reka kaffi-
húsið. Auk Eddu vinna tvær ung-
lingsstúlkur frá Melum á staðnum.
Á þennan hátt tókst að skapa 2-3
störf og hefur kaffihúsið verið vin-
sælt meðal ferðamanna í sumar og
aðsókn verið góð.
Vinsælt kaffihús
ÞAÐ er sérstakt að sitja á spjalli með mæðg-
unum í Bæ í Árneshreppi á Ströndum og
hugsa til þess að tólfti ættliðurinn undir þessu
sama fjalli, að minnsta kosti, kom í heiminn í
ársbyrjun. Heimasæturnar Magnea Fönn,
fimm mánaða, og Aníta Mjöll, tæplega tveggja
ára, eru yngstar í þessum hópi undir Finn-
bogastaðafjalli. Eftir 50 ár verður fjallið
örugglega á sínum stað, en spurningin er
hvernig byggðinni reiðir af á næstu áratug-
um.
„Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ef ég
flyt héðan úr sveitinni verð ég alla vega með
þeim síðustu til að fara í burtu,“ segir Guð-
björg Þorsteinsdóttir í Bæ. Hún hefur alla tíð
búið á sömu torfunni; fædd og uppalin á Finn-
bogastöðum, en flutti árið 1972 að Bæ. Þar
byrjuðu hún og eiginmaður hennar, Hjalti
Guðmundsson, búskap með tengdaforeldrum
hennar árið 1972, en Hjalti lést árið 2005.
Nú hefur Pálína dóttir þeirra tekið við bús-
forráðum ásamt Gunnari Helga Dalkvist Guð-
jónssyni, eiginmanni sínum. Þau eiga dæt-
urnar Magneu Fönn og Anítu Mjöll. Nöfnin á
stelpunum hafa ekkert með fannfergi vetr-
arins að gera, foreldrunum fannst nöfnin ein-
faldlega falleg.
Pálína og Gunnar eru yngstu bændurnir í
hreppnum, en með stærsta býlið. Í Bæ eru
rúmlega 500 fjár, en eingöngu er búið með
sauðfé í Árneshreppi.
Ekki lausar við öfund
„Það er yndislegt að vera hérna,“ segir Pál-
ína. „Flestar vinkonur mínar eru ættaðar héð-
an úr hreppnum og þær hafa skilning á því að
ég vilji búa hér í Bæ. Það er reyndar ekki
laust við að þær öfundi mig stundum þegar
þær eru þreyttar á stressinu og tímaleysinu í
bænum.
Það hefur gengið mjög vel með stelpurnar,
þær hafa verið hraustar, 7-9-13. Annars kem-
ur læknir hingað á tveggja vikna fresti, en
fólk hér um slóðir er ekkert að kvarta nema
eitthvað alvarlegt sé að.
Vonandi verður skóli enn hér á Finn-
bogastöðum þegar stelpurnar komast á skóla-
aldur. Fækkunin hefur verið ótrúlega hröð
eins og sést á því að þegar ég var í skólanum
vorum við yfir tuttugu. Núna eru tvær stelpur
í skólanum og að óbreyttu verða nemendur
1-2 næstu 15 árin. Við verðum að fá fleira
fólk hingað til að byggðin fjari ekki út. Ég
trúi ekki öðru en að þetta lagist,“ segir Pál-
ína, sem verður leiðbeinandi í skólanum
næsta vetur og sér um ýmsa verklega
kennslu.
Pálína og Guðbjörg móðir hennar nefna
báðar að bætt netsamband myndi breyta mjög
möguleikum sveitarinnar. Með slíkri nútíma-
væðingu mætti bæði stunda vinnu og nám í
höfuðborginni frá tölvu á Norður-Ströndum.
Fjarar út hægt og rólega
„Ef ekki kemur ungt fólk inn í þetta sam-
félag okkar þá fjarar sveitin bara út hægt og
rólega, við erum nú ekki beinlínis að yngjast
þessir bændur hér,“ segir Guðbjörg.
„Það er bara jákvætt að Árneshreppur sé í
umræðunni og vonandi kemur eitthvað já-
kvætt úr þessum skýrslum. Best væri ef hægt
væri að styðja við bakið á ungum bændum svo
þeir geti komið sér af stað í rekstrinum. Eins
og þetta er núna þá gerist það ekki nema með
því að ungt fólk taki við af foreldrum sínum.
Ferðaþjónustan er góð eins langt og hún nær
en hún er takmörkuð við sumartímann.
Þessi sveit hefur svo margt að bjóða um-
fram þéttbýlið; kyrrðina, náttúruna, feg-
urðina. Það er meira að segja fallegt hérna í
blindbyl að vetrarlagi. Ég þekki heldur ekki
annað, fædd hér og uppalin, hef búið hér alla
mína tíð og vildi ekki skipta. Að mínu mati er
þetta spurning um fimm ár. Ef ekkert jákvætt
gerist á þeim tíma fjarar byggðin út, svo ein-
falt er það,“ segir Guðbjörg í Bæ.
Tólf ættliðir undir sama fjalli
Mæðgur Þær Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Pálína Hjaltadóttir, Magnea Fönn og Aníta Mjöll í blíðunni
fyrir framan íbúðarhúsið í Bæ í Árneshreppi á Ströndum.
„VISSULEGA var veturinn oft erf-
iður og langur en ég segi það alveg
satt, að ég er farinn að hlakka til
næsta vetrar,“ segir skólastjórinn í
Finnbogastaðaskóla, Elín Agla
Briem. Skólinn er annar tveggja fá-
mennustu skóla landsins en bæði í
Finnbogastaðaskóla og í skólanum í
Mjóafirði voru tveir nemendur síð-
astliðinn vetur.
Elín Agla segir tilviljun hafa ráðið
því að hún fluttist norður í Árnes-
hrepp. „Ég sat á kaffihúsi í miðborg-
inni í júní í fyrra og fletti gömlum
Mogga. Þá rak ég augun í auglýs-
ingu með fyrirsögninni: „Ertu göldr-
ótt/ur.“ Þannig var auglýst eftir
skólastjóra í Finnbogastaðaskóla og
eftir samtal við Jóhönnu í Árnesi,
formann skólanefndar, var ég ráðin
hingað norður og sé ekki eftir því.
Hvort ég er göldrótt? Þessu er
ekki hægt að svara, hvorki játandi
né neitandi, þá væri enginn galdur
eftir.“
Elín Agla er gift Hrafni Jök-
ulssyni, sem m.a. hefur starfað sem
blaðamaður, ritstjóri og skákfröm-
uður og skrifaði meðal annars bók-
ina Þar sem vegurinn endar og kom
út fyrir síðustu jól.
„Við Hrafn komum hingað í apríl í
fyrra til að gifta okkur. Ætlunin var
að þetta yrði allt mjög einfalt en
þegar fólkið í sveitinni frétti af
þessu tilstandi okkar, kom ekki ann-
að til greina en að slá upp veislu.
Heimamenn mættu með stórkost-
legar veitingar og gerðu sér glaðan
dag með okkur. Þannig kynntist ég
fólkinu í Árneshreppi í fyrsta skipti
og ber eðlilega sterkar taugar til
þessa dags og þessa samheldna
fólks.“
Fúlgur fjár fyrir einangrun
Elín Agla er heimspekingur frá
Háskóla Íslands en fór síðan í fram-
haldsnám í Englandi. Þar lagði hún
m.a. stund á búddísk fræði og heim-
speki og bjó um tíma í Búddamið-
stöð. Hún segir að búddisminn hafi
að mörgu leyti nýst henni síðastlið-
inn vetur.
„Að mörgu leyti er þetta eins og
að setjast fyrir framan spegil og
skoða það sem þú sérð og læra að
þekkja sjálfan sig. Í kringum
páskana var ég til dæmis ein í skól-
anum í fimm daga. Það var kafalds-
bylur allan tímann, ófært innan
sveitar, húsin nánast á kafi í snjó og
eðlilega varla nokkur maður á ferð.
Eftir fimm daga einangrun kom
Jón Björn í Litlu-Ávík með póstinn.
Það var gott að sjá hann en svo var
hann rokinn og við tóku tveir dagar í
viðbót án þess að ég sæi nokkra
hræðu. En veistu, þetta var stór-
merkilegt og í útlöndum er fullt af
fólki sem borgar fúlgur fjár til að
komast í svona aðstöðu.“
En tilheyra hún og Hrafn ekki 101
Reykjavík?
„Núna er staðan þannig að við er-
um hluti af samfélaginu hérna og
eigum ekki annað heimili. Sennilega
blundar 101 Reykjavík líka í okkur
en við vorum eiginlega búin að fá
nóg. Ég er ekki að segja að það sé
betra hér og verra annars staðar.
Það er einfaldlega svo mikilvægt að
hafa fjölbreytni og mismunandi
möguleika fyrir fólk til að lifa lífinu.
Auðvitað er ekki alltaf eintóm
sæla að vera hérna; dimmt á vetr-
um og kalt og ekki hægt að skreppa í
bíó. Það er bara svo margt annað.“
Samfélagið má ekki deyja út
Elínu Öglu er umhugað um að
byggð haldist í Árneshreppi og nái
að dafna á komandi árum. Hún
bendir á að lítið þurfi til að styrkja
stoðirnar. Með komu fjögurra
manna fjölskyldu í hreppinn yrði um
10% fjölgun. Ef börnin væru á skóla-
aldri þýddi það tvöföldun á nem-
endafjölda.
„Samfélagið hérna stendur völt-
um fótum og við þurfum fleira fólk
hingað til að viðhalda sögunni,
menningunni og lifnaðarháttum sem
gengið hafa mann fram af manni.
Þetta samfélag má ekki deyja út.
Það er svo ótrúlega lítið sem þarf að
gera, fyrst og fremst er það betra
netsamband, í öðru lagi þyrfti að
bæta samgöngur og moka veginn
oftar eftir áramót en gert hefur ver-
ið og í þriðja lagi bráðvantar hér 2-3
leiguíbúðir. „Flest annað getum við
séð um sjálf,“ segir Elín Agla að lok-
um.
„Þá væri enginn
galdur eftir“
Í sveitinni Elín Agla er að hefja sitt annað starfsár sem skólastjóri í Finn-
bogastaðaskóla. Henni og heimalningnum Urðarketti kemur vel saman.
Elín Agla Briem skólastjóri á Finn-
bogastöðum hlakkar til vetrarins
AUKIN ferðaþjónusta er meðal
þess sem talið er til tækifæra í at-
vinnuuppbyggingu í Árneshreppi.
Valgeir Beneiktsson, bóndi í Árnesi
í Trékyllisvík, og Hrefna Þorvalds-
dóttir, kona hans, hafa byggt upp
og reka minja- og handverkshúsið
Kört og var húsnæði safnsins ný-
lega stækkað. Hrefna starfar í Kört
ásamt dótturinni Rakel Valgeirs-
dóttur sem stundað hefur nám í
þjóðfræði við HÍ.
Minjasafnið er í einkaeigu og
einnig eru handverksgripir eftir
fólk í sveitinni boðnir þar til sölu.
Húsið sjálft er sérstakt og gaman
að koma þar við, en það er að mestu
byggt úr rekaviði. Opið er alla daga
í Kört og þar er einnig rekin upp-
lýsingaþjónusta um Árneshrepp.
Handverkshúsið Kört –
minjasafn í einkaeigu
MIKIL samheldni er meðal íbúa í
Árneshreppi. Elín Agla nefnir
dæmi: „Annan hvern laugardag er
haldinn saumaklúbbur í sveitinni,
sem sannarlega ber nafn með
rentu. Þá mæta allir frá Kjörvogi
að Krossnesi og gera sér glaðan
dag.
Þessi saumaklúbbur stendur und-
ir nafni því konurnar virkilega
sauma og prjóna en kallarnir taka í
spil. Veitingar eru síðan fram born-
ar svo borðin svigna. Húsmæður
hér í sveit kunna sannarlega að
taka á móti gestum. Þessar sam-
komur eru haldnar á bæjunum til
skiptis og eru eftirminnileg manna-
mót. Sem betur fer er röðin ekki
komin að mér alveg strax.“
Mikil samheldni
HRAFN Jökulsson heldur úti
starfsemi Skákfélagsins Hróksins
norðan frá Trékyllisvík og hefur
haldið fjölmenn skákmót í sveitinni.
Í haust hyggst hann, sér til gamans,
vera með 7 gimbrar og lambhrút á
fóðrum hjá Guðmundi bónda á
Finnbogastöðum.
Hrúturinn hefur fengið nafnið
Urðarköttur, nafn sem Finnbogi
rammi bar fram á unglingsár.
Finnbogi var borinn út sem ung-
barn og var í fyrstu kenndur við
urðina þar sem hann fannst og
nefndur Urðarköttur.
Hrafn hefur jafnframt falast eftir
tveimur gimbrum frá Bæ. Þær eru
undan á sem ber nafnið Ill. Hún
gekk úti í síðastliðinn vetur með
dætrum sínum en til þeirra sást í
Drangavík þegar komið var fram á
vor.
Urðarköttur og 7 gimbrar
unni lýkur um ástand og horfur í hreppnum?