Morgunblaðið - 28.07.2008, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR fyrir hluta-
félagavæðingu Byrs sparisjóðs virð-
ist vera langt á veg kominn. Stofnað
hefur verið hlutafélagið Byr spari-
sjóður hf. auk þess sem stjórn spari-
sjóðsins hefur undirritað samruna-
áætlun Byrs sparisjóðs og Byrs
sparisjóðs hf. Samruninn mun mið-
ast við 1. apríl 2008.
Eins og fram kom í fjölmiðlum fyr-
ir nokkru hefur þrálátur orðrómur
verið á kreiki í viðskiptalífinu um
nokkurt skeið þess efnis að til stæði
að sameina Byr Glitni banka. Þess-
um orðrómi hafa talsmenn beggja
fyrirtækja neitað en orðrómurinn er
enn til staðar og fékk hann töluverð-
an vind í seglin þegar stjórn Byrs til-
kynnti nú í byrjun júlí að sjóðurinn
hefði látið kanna kosti hluta-
félagavæðingar. Þess má geta að
samrunaáætlunin er dagsett 30. júní
sl.
Samrunaáætlun samþykkt
Fjallað er um hamskipti spari-
sjóðs í hlutafélag í 73. grein laga nr.
161 frá árinu 2002. Þar segir m.a. að
slík breyting skuli framkvæmd
„… þannig að sparisjóðurinn sam-
einist hlutafélagi sem sparisjóðurinn
hefur áður stofnað í því skyni að taka
við rekstri sparisjóðsins og öllum
eignum hans og skuldum, réttindum
og skuldbindingum.“ Eins og áður
segir hefur slíkt hlutafélag þegar
verið stofnað og í greinargerðum
stjórna Byrs sparisjóðs og hluta-
félagsins, sem nálgast má hjá Fyr-
irtækjaskrá, kemur fram að stjórn-
irnar – sem eru skipaðar sama fólki –
hafi samþykkt sameiginlega áætlun
um samruna félaganna. Þar segir
jafnframt að Byr sparisjóður hf. sé
„stofnaður í þeim tilgangi að breyta
félagsformi Byr sparisjóðs í hluta-
félag og mun hlutafélagið hafa með
höndum sömu starfsemi og Byr
sparisjóður hefur nú.“
Því má fastlega gera ráð fyrir að
Byr verði innan tíðar breytt í hluta-
félag en eins og fram kom í frétta-
skýringu í Viðskiptablaði Morg-
unblaðsins hinn 15. maí sl. þarf að
taka nokkur skref til viðbótar áður
en hlutafélagavæðing sparisjóðs
verður endanlega að veruleika.
Samkvæmt áðurnefndri lagagrein
þarf fundur stofnfjáreigenda að sam-
þykkja slíka breytingu með 2⁄3 hluta
greiddra atkvæða. Að því loknu þarf
að óska eftir samþykki Fjármálaeft-
irlitsins á breytingunni og að því
loknu er leiðin greið. Aðeins einu
sinni hefur reynt á þetta ferli, þegar
Spron var breytt í hlutafélag í fyrra,
og fékkst leyfi FME fyrir því án at-
hugasemda.
58 milljarðar króna
Verðmat óháðs aðila á sparisjóðn-
um er hluti af því ferli sem lög kveða
á um þegar honum skal breytt í
hlutafélag. Eins og fram kom í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins á
fimmtudag hefur Capacent metið
Byr á 58 milljarða króna en þar kem-
ur jafnframt fram að áætlað sé að
halda stofnfjáreigendafund þar sem
fjallað verður um málið hinn 27.
ágúst nk.
Þar sem forsendur verðmatsins
eru ef til vill ekki allar ljósar er erfitt
að leggja á það mat en eðlilegt er að
menn velti vöngum yfir því og beri
það saman við verðmat sem Capa-
cent gerði á Spron fyrir breytingu
þess sjóðs í hlutafélag. Verðmatið á
Spron hljóðaði upp á 60 milljarða
króna en eins og kunnugt er hefur
gengi Spron hrapað síðan þá og verði
af sameiningu sjóðsins við Kaupþing
verður hann keyptur á 19 milljarða.
Á ekkert í Existu
Benda má á nokkra þætti sem
ekki eru nákvæmlega hinir sömu og
ber þá fyrst að nefna að eigið fé Byrs
í lok mars var töluvert meira en eigið
fé Spron í lok sama mánaðar árið
2007. Að sama skapi var efnahags-
reikningur Byrs nú öllu stærri en
efnahagsreikningur Spron ári áður.
Ennfremur á Byr ekki jafnmikið
undir því að þróun á hlutabréfa-
mörkuðum sé hagstæð og Spron en
eins og margoft hefur komið fram
kom gengisfall Existu sér mjög illa
fyrir Spron. Að lokum má nefna að
ólíklegt verður að teljast að Byr fari
inn á hlutabréfamarkað á næstunni,
hvort sem af samruna við Glitni
verður eða ekki. Því er markaðsvirði
sjóðsins ekki á sama hátt háð skap-
sveiflum hlutabréfamarkaðarins og
sumir vilja meina að raunin hafi orð-
ið með Spron.
Undirbúningi að ljúka?
Morgunblaðið/G.Rúnar
Byr Sjóðurinn varð til við samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar í ársbyrjun 2006.
Hlutafélagið Byr sparisjóður hf. hefur verið stofnað og samrunaáætlun við Byr
sparisjóð samþykkt en samþykki stofnfjáreiganda hefur enn ekki fengist
Í HNOTSKURN
» Breyta verður sparisjóði íhlutafélag eigi hann að
sameinast öðru hlutafélagi.
» Stjórn Byrs segir hluta-félagavæðingu gera fjár-
mögnun auðveldari en spari-
sjóðsformið.
» Hlutabréf eru einnig talinfýsilegri fjárfesting-
arkostur.
TAP af rekstri 365 hf. á fyrri helm-
ingi þessa árs nam 2,1 milljarði
króna. Þetta er mun verri afkoma
en á sama tíma-
bili í fyrra, en þá
var tap félagsins
80 milljónir.
Skýrist aukið tap
að stærstum
hluta af tveimur
þáttum, annars
vegar stóraukn-
um fjármagns-
kostnaði, og hins
vegar afskrift á viðskiptavild vegna
dótturfélagsins Pósthússins.
Fjármagnskostnaður 365 hf. á
fyrri helmingi þessa árs var 1.782
milljónir en 170 milljónir í fyrra. Á
árinu hafa verið afskrifaðar 438
milljóna króna á viðskiptavild
vegna Pósthússins, sem dreifir
Fréttablaðinu.
Tekjur 365 hf. jukust um 27% á
milli ára. Má rekja það annars veg-
ar til þess að Pósthúsið var tekið
inn sem dótturfélag frá og með apr-
ílmánuði síðastliðnum, og hins veg-
ar til nýrrar áskriftarsjónvarps-
stöðvar, sem hóf göngu sína á
seinni hluta árs 2007, og sýnir
enska fótboltann.
Heildareignir 365 hf. námu um
14,2 milljörðum króna í lok júní-
mánaðar og höfðu lækkað um rúm-
ar 400 milljónir frá síðustu áramót-
um. Vaxtaberandi skuldir höfðu
hins vegar aukist um liðlega 1.400
milljónir á sama tíma og námu tæp-
um 8,7 milljörðum í lok júní. Segir í
tilkynningu 365 hf., sem birt var á
vef Kauphallarinnar á Íslandi rétt
fyrir klukkan 10 síðastliðið föstu-
dagskvöld að aukning vaxtaberandi
skulda skýrist af gengisfalli krón-
unnar og vaxandi verðbólgu.
gretar@mbl.is
Afkoma
365 hf.
versnar
mikið
BANDARÍSK fjármálayfirvöld lok-
uðu tveimur bönkum í Bandaríkj-
unum síðastliðinn föstudag. Hins
vegar tókst að koma í veg fyrir að
viðskiptavinir bankanna, sem áttu
innlánsreikninga í þeim, yrðu fyrir
skaða, að því er fram kemur í frétt á
fréttavef Wall Street Journal.
Þar með hafa sjö bankar hætt
starfsemi vestanhafs það sem af er
þessu ári en þrír þeirra hafa verið
með eignir yfir einum milljarði doll-
ara. Þetta eru fleiri bankar en lokað
var samanlagt á tímabilinu frá 2004
til 2007, en þó langt í frá að vera
eins margir bankar og hættu starf-
semi á níunda áratug síðustu aldar
og í byrjun tíunda áratugarins.
Mikið tap
Bankarnir sem lokað var síðast-
liðinn föstudag, sem eru nýjustu
fórnarlömb fjármálakreppunnar
vestanhafs, eru First National Bank
of Nevada í Reno í Nevada og First
Heritage Bank á Newport Beach í
Kaliforníu. Báðir voru hluti af eign-
arhaldsfélaginu First National
Bank, en báðir bankarnir höfðu tap-
að háum fjárhæðum að undanförnu
vegna hárra afskrifta á lánamark-
aði.
Samkvæmt frét WSJ voru eignir
First Nationa Bank of Nevada um
3,4 milljarðar dollara. Segir í frétt-
inni að þetta há fjárhæð gefi til
kynna að um nokkuð umfangsmikið
bankahrun sé að ræða. Þó sé þetta
töluvert minna en þegar IndyMac-
bankanum var lokað fyrr í þessum
mánuði, en eignir hans námu um 32
milljörðum dollara.
First National Bank of Nevada
var með 25 útibú.
Hinn bankinn, First Heritage,
var töluvert minni en First National
Bank of Nevada, með einungis þrjú
útibú og eignir upp á 254 milljónir
dollara.
Fjármálayfirvöld í Bandaríkjun-
um hafa verið undirbúa sig fyrir enn
frekara hrun á bankamarkaði þar
með því að fjölga starfsfólki hjá eft-
irlitsstofnunum, að því er fram kem-
ur í frétt WSJ. gretar@mbl.is
Tveir til við-
bótar á hausinn
Reuters
FDIC Sheila Bair er stýrir stofn-
uninni sem leggur bankana niður.
Sjö bankar vestanhafs hafa hætt á árinu
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„ÞESSI samningur markar ákveðin
tímamót hjá okkur,“ segir Björn
Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Skandinavia leikja ehf.
Skandinavia mun útvega Coca
Cola í Svíþjóð, Danmörku, Finn-
landi og Noregi PC-tölvuleiki fyrir
vildarkerfi fyrirtækisins á vefnum í
hverju landi. Samningurinn gengur
út á að leikirnir verða auglýstir á
flöskum Coca Cola á öllum Norð-
urlöndunum. Notendur geta nálg-
ast leikina á sérstökum leikjasvæð-
um þar sem hægt verður að kaupa
leikina á góðu verði að sögn Björns.
Skandinavia mun alfarið sjá um
rekstur þessara leikjasvæða.
Tók nokkur ár
Björn segir að það hafi tekið nokk-
ur ár að landa þessum samningi.
Hann er afskaplega ánægður með
að starfa með einu þekktasta vöru-
merki heims sem muni auglýsa
þessa þjónustu. Viðskiptavinir Coca
Cola skipti tugum milljóna.
Hann vill ekki upplýsa hvaða
fjárhæðir liggja að baki samn-
ingnum. Það sé trúnaðarmál.
Samkvæmt upplýsingum frá
Birni er takmarkið að gera Coca
Cola leiðandi í stafrænni dreifingu
á tölvuleikjum á netinu og gefa við-
skiptavinum drykkjarvörufram-
leiðandans bestu leikina á góðu
verði.
„Takmark okkar er að nýta þetta
tækifæri eins og mögulegt er í sam-
starfi við þekktustu tölvuleikja-
framleiðendur heims,“ segir Björn.
Aðgangur að þekktasta vörumerki
heims, dreifikerfi þess og auglýs-
ingum, opni fjölmarga möguleika.
Björn segir að Skandinavia leikir
ehf. hafi verið stofnaðir árið 2001.
Þar séu fjögur stöðugildi. Fyr-
irtækið reki eitt stærsta dreifikerfi
Norðurlandanna á netinu fyrir PC-
tölvuleiki. Það sé í samstarfi við
flest stærstu netsvæðin, sem selji
leiki frá Skandinavia. Leikirnir
koma frá þekktustu tölvuleikja-
framleiðendum heims.
Á svæði Skandinavia á Íslandi,
www.mega.is, getur fólk náð í leiki,
bæði ókeypis og til prufu, til að
spila.
Íslenskt fyrirtæki dreifir
leikjum fyrir Coca Cola
Leikjasvæði Skandinavia auglýst á milljónum kókflaskna
Morgunblaðið/Jim Smart
Coca Cola Skandinavia leikir ehf. hefur gert stóran samning við gos-
drykkjaframleiðandann sem er meðal stærstu fyrirtækja heims.