Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 16
Í sjoppunni: „Ég ætla að fá eina kók,“ segir unglingurinn. „Í dós, plastflösku, venjulega eða létta,“ þylur afgreiðslumaðurinn svipbrigðalaust upp í Jón má vita hvaða skipti. „Venjulega, í plastflösku,“ svarar unglingurinn og rómurinn gefur til kynna að hann hefur líka oft farið með sína þulu. „170 kr.“ „170 kr.?“ „Já, 170 kr.,“ endurtekur af- greiðslumaðurinn „Hefur kókið hækkað svona mik- ið,“ spyr unglingurinn sem skyndi- lega var orðinn meðvitaður um verðgildi hluta. „Fer ekki allt hækkandi með hækkandi sól?“ svarar afgreiðslu- maðurinn og laumast til þess að brosa að eigin fyndni á þessum ann- ars mæðulega mánudagsmorgni. „Hmmm,“ var svar unglingsins sem opnaði gosflöskuna og tók gúl- sopa áður en hann gekk út úr sjoppunni. Heima: „Mamma, veistu að ég held að kókflaskan hafi bara hækkað um 5 eða 10 krónur síðan í síðustu viku,“ segir unglingurinn hneykslaður. „Það er ekkert ótrúlegt,“ segir mamman sem vildi svo til að starf- aði sem þjónustufulltrúi í banka og ákvað að grípa þetta óvænta tæki- færi til þess að ræða við son sinn um fjármál. Það var nú ekki oft sem hann hafði áhuga á því. „Þetta er m.a. það sem gerist þegar það geisar verðbólga.“ ,,Hvað þýðir eiginlega þetta orð, verðbólga. Bólgnar þá verðið á öllu eða hvað?“ „Já, það má eiginlega segja það. Markmið Seðlabanka Íslands og stjórnvalda er að verðlag sé stöð- ugt. En þegar meðalverð á vörum og þjónustu á markaði fer viðvar- andi hækkandi yfir lengri tíma, t.d. nokkra mánuði eða ár þá er talað um að það sé verðbólga.“ ,,En af hverju bitnar það á mér? Ekki hef ég gert neitt af mér! Ég er bara 15 ára.“ „Nei, það er hárrétt, þú hefur ekkert gert af þér en verðbólga bitnar á öllum, háum sem lágum, ríkum sem fátækum. Verðbólga fel- ur í sér að verðgildi peninga minnk- ar, þ.e.a.s minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Tökum kókflöskuna sem þú keyptir þér sem dæmi. Þú færð 2.000 krón- ur í vasapeninga á viku. Þú kaupir þér oftast 2 flöskur á dag, og gefum okkur að flaskan hafi hækkað um 10 kr. Þá er 20 krónum dýrara fyrir þig að kaupa flöskurnar á degi hverjum en var fyrir viku. Kaupið þitt hefur ekkert hækkað, því það fylgir ekki verðbólgunni og hækkar þá sjaldnast, en þú borgar 140 krónum meira fyrir gosið á viku. Það þýðir að kaupið þitt hefur rýrn- að sem því nemur miðað við áfram- haldandi neyslu. Það er kallað kaupmáttarrýrnun.“ „En ógeðslega óréttlátt.“ „Já, en svona er þetta. Það er hins vegar ýmislegt sem þú getur gert til þess að draga úr áhrifum kaupmáttarrýrnarinnar.“ „Já, eins og hvað?“ „Þú gætir breytt neyslumynstr- inu þínu og hætt að drekka kók.“ „Glætan.“ „Hugsaðu þig aðeins um. Er kók lífsnauðsynlegt til þess að komast af? Er það hollt þótt þér þyki það gott? Hverjir eru kostir þess að drekka kók og hverjir eru ókostir þess? Það er t.d. mikill sykur í kóki. Unglingurinn í verðbólguskóginum Morgunblaðið/G.Rúnar Gossopinn vinsæli Þær eru fljótar að safnast upp krónurnar sem flestir unglingar eyða í gosdrykki á ári hverju. Verðhækkanir og verð- bólga eru hugtök sem unga fólkið veltir sjaldn- ast mikið fyrir sér – nema e.t.v. að þau komi við pyngju þess sjálfs. Unnur H. Jóhannsdóttir veit vel hvernig spara má við gos- drykkjarkaupin. Ég á mér nýjan uppáhaldsstað. Égkom í fyrsta skipti í Seljavallalaugundir Austur-Eyjafjöllum um páskana. Það er dásamlegur staður,“ segir Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir, list- fræðinemi við Háskóla Íslands. „Seljavallalaug er ótrúlega notaleg og friðsæl og býr yfir afskekktum töfrum. Laugin stendur inni í fjalladal með drama- tískum fjöllum. Heita vatnið rennur úr stein- um fyrir ofan laugina og grænt slý umlykur hana.“ Hún segist hafa farið þrisvar í laug- ina síðan hún uppgötvaði hana um síðast- liðna páska. „Það er helst friðsemdin sem heillar; fjöllin, áin og fuglarnir. Ég gleymi mér þarna.“ „Margir virðast tilbúnir að borga heil- mikið fyrir ferðir erlendis en allt sem kostar á Íslandi fær á sig neikvæðan stimpil,“ segir Jóhanna Björk sem vill sjá fleiri nýta sér það sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. „Jöklagöngur eru til að mynda í miklu uppáhaldi hjá mér. Til að fara á jökul þarf reynslu og því er sjálfsagt að fara með sérþjálfuðum leiðsögumanni. Fjallaleið- sögumenn eru með dásamlegar ferðir frá Skaftafelli og það er synd að sjá hve fáir Ís- lendingar taka þátt í þeim.“ Hún segir að jöklaáhuginn tengist áhuga sínum á listamönnum á borð við Ólaf Elías- son og Roni Horn. „Ég sé myndlist þeirra í öðru ljósi og skil fullkomnlega hvers vegna þau hafa heillast af íslensku landslagi.“ Jóhanna Björk segir þó aðalatriðið ekki hvert hún fari heldur skipti félagsskapurinn og náttúran mestu. Að fara í fjallaferðir, keyra um strandir, fara upp á jökul og út á fjörð á kajak sé öllu öðru stórkostlegra. „Ég gæti ekki þrifist án þess.“ gudrunhulda@mbl.is Jöklaferðir og Selja- vallalaug í uppáhaldi Ljósmynd/Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir Friðsæl Seljavallalaug var myndræn í húmi sumarnætur þegar Jóhanna tók þessa mynd. Stórbrotið Hin rauðklædda Jóhanna fór ásamt vinum sínum í jöklaferð á dögunum. ferðalög daglegtlíf |mánudagur|28. 7. 2008| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.