Morgunblaðið - 28.07.2008, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞEGAR núverandi
ríkisstjórn var mynduð
í maí, fyrir rétt rúmu
ári, ríkti góðæri á Ís-
landi. Stjórnarsáttmál-
inn bar þess vott hvað
efnahagsmálin varðaði
og áhersla lögð á stöð-
ugleika og áframhald-
andi hagvöxt. Hjáróma
raddir töluðu um blik-
ur á lofti og Samfylkingin var í þeim
hópi. Ég hef enn í höndunum úttekt
á efnahagsmálum sem nefnd innan
flokksins undir forystu Jóns Sig-
urðssonar, fyrrverandi ráðherra Al-
þýðuflokksins, sendi frá sér, þar sem
bent var á hætturnar framundan.
En þjóðin lét sér ekki segjast og
ekki heldur stjórnvöld og ég minnist
enn umræðunnar í þinginu í nóv-
ember á liðnu ári, þar sem borið var
sérstakt lof á ástandið í efnahags-
málum Íslendinga og vísað til álits
þróunarnefndar Sameinuðu þjóð-
anna, sem komst að þeirri nið-
urstöðu að velsæld og hagsæld á Ís-
landi væri í efsta sæti meðal þjóða
heimsins.
Nú er fjarri mér að benda á söku-
dólga og kenna einum eða öðrum um
þá erfiðleika sem nú steðja að, en
minni á að það eru ekki nema örfáir
mánuðir frá því allt lék í lyndi.
Mönnum hættir til að gleyma timb-
urmönnunum, þegar þeir eru komn-
ir á fyllirí. Ég rifja
þessa hröðu atburðarás
upp, meðal annars til
að vekja athygli á að
stjórnarsáttmáli rík-
isstjórnarinnar var
saminn við allt aðrar og
ólíkar aðstæður og nú
blasa við. Þá gengu
menn að efnahags- og
atvinnumálum með
bros á vör og verð-
launapeninga á brjóst-
kassanum. Þá var
þensla á vinnumark-
aðnum slík að mönnum var helst í
hug að draga úr framkvæmdagleð-
inni, hvort heldur í byggingariðnaði
og/eða stórvirkjunum. Þátt datt eng-
um í hug að skipta krónunni út fyrir
evru. Þá höfðu fæstir áhyggjur af
lausafjárstöðu bankanna, háu gengi
krónunnar eða stýrivöxtum Seðla-
bankans. Aðkoma Samfylking-
arinnar inn í ríkisstjórn stafaði ekki
af óánægju út í efnahagsstefnu frá-
farandi ríkisstjórnar. Samfylkingin
fékk hinsvegar fylgi fyrir að leggja
áherslu á velferðarmál. Það mætti
enginn verða útundan þegar þjóðin
nyti almennrar velsældar. Það var
lykillinn að stjórnarsetu Samfylk-
ingarinnar.
Nú hafa aðstæður og ástand held-
ur betur breyst. Sem þýðir öðrum
þræði að stjórnarsáttmáli og póli-
tískar ákvarðanir frá því maí í fyrra
hafa litla sem enga þýðingu. Nú er
það verkefnið að styrkja efnahags-
ástandið og stýra okkur út úr
kreppu. Það skiptir öllu og hlýtur að
kalla á nýja stefnumörkun. Auk þess
er ljóst að umræður um evru og
Evrópusambandið séu á dagskrá,
hvað sem líður hálfs annars árs
landsfundarályktunum. Það sér hver
heilvita maður, sem ekki vill daga
uppi í lifandi stjórnmálum.
Það er sömuleiðis ljóst að svipti-
vindar efnahagslífsins hljóta að hafa
veruleg áhrif á afstöðu manna til
virkjanaframkvæmda og nýtingu
auðlinda, sem styrkja kunna atvinnu
og tekjur þjóðarinnar. Það er margt
heilagt á þeim vettvangi en ekki allt.
Með sama hætti fá áherslur í vel-
ferðarmálum nýja og þyngri merk-
ingu, að því leyti að stjórnvöld verða
að verja rétt og hagsmuni aldraðra,
öryrkja og efnalítilla af meira afli en
nokkru sinni fyrr.
Með öðrum orðum: ekki binda
okkur við úr sér gengnar ályktanir
flokka eða landsfunda. Skoðum
stjórnarsáttmálann upp á nýtt og
gerum það sem gera þarf við gjör-
breyttar aðstæður. Til þess eru
stjórnmálin og til þess er þroskinn
og vitið að hugsa upp á nýtt.
Breyttar aðstæður, gamall
stjórnarsáttmáli
Ellert B. Schram
skrifar um efna-
hagsmál
» Til þess eru stjórn-
málin og til þess er
þroskinn og vitið að
hugsa upp á nýtt.
Ellert B. Schram
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
ÞAÐ eru nemend-
urnir sem gefa kenn-
arastarfinu gildi. Þessi
grein er skrifuð í
minningu Lárusar
Stefáns Þráinssonar
sem fyrirfór sér nú á
björtum sumardögum.
Lárus var nemandi
minn í Fjölsmiðjunni í
Kópavogi, hann var
gefandi nemandi, með óvenju bjart
bros og sérstaka kímnigáfu sem
gáfu vinnudögum lit. Hans raunir
voru ekki daglegt umræðuefni en
voru mér ljósar upp að því marki
sem hægt er að setja sig í spor ann-
arra.
Í lífi barna og unglinga skiptir
öllu máli hvort vel eða illa gengur í
skólanum. Það dugar ekki til að eiga
góða og nána foreldra ef skólagang-
an er jafnvel martröð líkust. Til
þess að ná árangri í námi þarf nem-
endum að líða þokkalega vel. Sjálfs-
traustið þarf að vera í lagi eða trúin
á að geta náð árangri ekki síður en
aðrir. Langflest börn hefja sína
skólagöngu í fyrsta bekk með til-
hlökkun og bjartsýni í huga og þá
trú að þau séu bara í lagi. Þau hafa
ekki ástæðu til annars.
Það að setja einstakling til hliðar í
jafningjahópi er bara ljótt, þetta
þurfum við uppalendur að kenna
börnunum okkar hvort sem við er-
um mömmur, pabbar eða afar og
ömmur. Einelti felur í sér að sá sem
fyrir því verður fær reglubundin
skilaboð um að hann eða hún sé
ekki gjaldgeng í hópnum. Skilaboðin
geta verið á alla vegu og hópurinn
getur verið skólafélagar, vinnu-
félagar, íþróttafélagar eða bara
saumaklúbbsvinkonurnar. Afleiðing
þess að vera settur til hliðar, að
vera lagður í einelti er niðurbrotin
sjálfsmynd. Niðurbrotinni sjálfs-
mynd fylgja stöðugar vangaveltur
um að allt sem gert er sé rangt, við-
komandi finnst hann stöðugt vera
að gera mistök. Hvort sem börn eða
fullorðir eiga í hlut þá
eru sjálfsgagnrýni eða
sjálfsásakanir settar í
fyrsta sæti. Það er
nefnilega miklu nær-
tækara að sjá sjálfan
sig sem ómögulegan
heldur en alla hina.
Á nokkuð löngum
starfsferli hef ég
kynnst börnum og
ungmennum sem hafa
misst trúna á eigin
getu eða ekki fengið
tækifæri til að þrosk-
ast með eðlilega trú á að þau geti
hlutina ekki síður en aðrir. Í Fjöl-
smiðjunni var lærdómsríkt að vinna
með ungmennum sem höfðu lengst
af sinnar grunnskólagöngu mætt í
skólann með kvíðahnút í maganum.
Hugsunin snerist um að lifa daginn
af, láta hvorki á vanlíðan né van-
mætti bera, kannski með því að
gera sig nær ósýnilegan eða með því
að vekja athygli á annan hátt en
ætlast var til. Orkan fór í annað en
nám, þau bara náðu ekki tökum á
stærðfræðinni eða öðrum grunn-
þáttum námsins eins og til var ætl-
ast. Ég vek hér með athygli á því að
brotinni sjálfsmynd fylgir van-
metakennd sem getur orðið hindrun
í því að ná eðlilegum tökum á námi,
vinnu eða samskiptum. Vítahring-
urinn lokast.
Einelti er dauðans alvara. For-
eldrar eiga þá heitustu ósk að börn-
unum þeirra gangi vel í lífinu, skóla-
göngunni fylgi góðar minningar og
velgengni í náminu. Það á að vera
markmið okkar uppalenda hvort
sem við erum kennarar eða for-
eldrar að börnin fái notið sinna
hæfileika á eigin forsendum. Við
verðum að kenna börnunum okkar
að bera virðingu hvert fyrir öðru. Í
skóla án aðgreiningar sem er skóli
framtíðarinnar eykst fjölbreytileik-
inn, nemendur hafa ekki allir sama
móðurmál, nemendur koma saman í
skólanum með ólíkan bakgrunn og
reynslu, námskröfur eru mismun-
andi út frá getu hvers og eins, hver
og einn leggur sitt af mörkum í fjöl-
breytilegu samfélagi. Það er ekki af
illvilja að börn taka þátt í því að
leggja skólafélaga í einelti. Það er
miklu frekar vegna öryggisleysis og
hugsunarleysis. Allir geta orðið
fórnarlömb eineltis og allir geta orð-
ið þátttakendur í að leggja einstak-
ling í einelti. Viðhorfin þurfa að vera
á þann veg að slíkt sé ekki liðið. Við
þurfum að kenna börnunum okkar
að allir geta gert mistök sem má
leiðrétta. Barnið okkar gæti verið
að leita leiða af vanmætti til að
lenda ekki sjálft í sömu stöðu og
fórnarlambið í hópnum. Ég fæ alltaf
hnút í magann þegar ég heyri ein-
hvern halda því fram að það sé ekk-
ert einelti í gangi í bekk viðkom-
andi, skóla eða vinnustað.
Afleiðingar eineltis eru þess eðlis
fyrir þann sem fyrir verður að um-
ræðuefnið má helst ekki komast á
dagskrá. Ég hef hitt ungmenni sem
halda sinni slæmu reynslu leyndri
til fullorðinsára.
Móðir Lárusar Stefáns Þráins-
sonar sagði frá því í blaðaviðtali að
hann hefði ekki sagt frá sínum
vanda til að valda ekki foreldrum
sínum áhyggjum. Fórnarlamb ein-
eltis áttar sig smátt og smátt á því
hvað er að gerast, fyrstu viðbrögð
eru afneitun og sjálfsásakanir og að
vilja ekki valda mömmu og pabba
vonbrigðun. Okkur uppalendum ber
skylda til að horfa í kringum okkur
opnum augum, við berum öll ábyrgð
á því að viðhorfin í okkar samfélagi
leyfi ekki mismunun, líti á fjöl-
breytileikann sem auð.
Afleiðingar eineltis sem geta ver-
ið langvarandi þunglyndi, kvíði, fé-
lagsfælni og vanmetakennd eru
dauðans alvara.
Einelti á að taka alvarlega
Guðlaug Teitsdóttir
skrifar um afleið-
ingar eineltis
»Einelti felur í sér að
sá sem fyrir því
verður fær reglubundin
skilaboð um að hann eða
hún sé ekki gjaldgeng í
hópnum.
Guðlaug Teitsdóttir
Höfundur er kennsluráðgjafi á Þjón-
ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.
NÚ ER sumar og
gaman að ærslast ut-
an dyra og í góðum
félagsskap. Eitt af
þeim sumartækjum
sem eru hvað vinsæl-
ust eru trampólínin.
Trampólínum á íbúð-
arsvæðum hefur
fjölgað síðustu ár. Röng staðsetn-
ing og notkun þess hefur þó gert
það að verkum að trampólínið er
eitt af hættulegustu sum-
artækjum landans.
Samkvæmt tölum úr sjúkra-
skráningakerfi frá Landspítala –
háskólasjúkrahúsi voru komur á
slysa- og bráðadeild af völdum
trampólína alls 85 árið 2007 en
árið áður, 2006, voru komurnar
alls 129. Þeir sem hafa komið
vegna áverka af völdum notkunar
á trampólíni frá janúar til júní á
þessu ári voru samtals 61. Lang-
flest þessara slysa eiga sér stað á
íbúðarsvæðum, en einungis örfá
slys á svæði fyrir keppnis- og
almenningsíþróttir.
Algengustu áverkar vegna
notkunar trampólína eru tognanir
og beinbrot en einnig sár og mar.
Helstu orsakir slysa eiga sér stað
á trampólíninu þegar fleira en
eitt barn er á trampólíninu í einu
og þau skella saman eða þau rek-
ast á og annað dettur á gorma
eða út af eða að léttara barnið
skýst út af vegna þyngd-
armismunar. Alvarlegir áverkar
geta komið við það að börn reyna
að stökkva heljarstökk og lenda á
höfði, baki eða hnakka.
Á Norðurlöndunum eru tram-
pólín einnig vinsæl. Í Danmörku
hefur til dæmis orðið töluverð
fjölgun áverka af notkun tram-
pólína milli ára. Þrátt fyrir það
telja sumir læknar þar í landi að
trampólín eigi ekki að banna því
að það að hoppa á trampólíni
stuðlar að hreyfingu.
1. Árið 2005 vildu þó læknar í
Bandaríkjunum, sem rannsakað
höfðu trampólínslys sl. 12 ár,
halda því fram að trampólín væru
íþróttatæki en ekki leiktæki og
ætti því ekki að selja til einka-
nota.
2. Tölur frá Íslandi um hvar
slys verða sýna einnig að fæst
slysanna eiga sér stað á svæði
fyrir keppnis- og almenn-
ingsíþróttir þar sem eftirlit með
notkun er meira.
Um trampólín gilda ákvæði
laga nr. 134/1995 um öryggi vöru
og opinbera markaðsgæslu. Sam-
kvæmt 2 gr. lagana mega fram-
leiðendur (innflytjendur/
dreifingaraðilar vöru) einungis
markaðssetja örugga vöru. Í 8
gr. laganna segir m.a. að við mat
á öryggi vöru skal einkum haft til
hliðsjónar: eðli vörunnar, þ.m.t.
samsetning hennar, umbúðir og
samsetningarleiðbeiningar og,
þar sem við á, uppsetningar- og
viðhaldsleiðbeiningar. Einnig
skuli taka tillit til framsetningu
vörunnar, merkingar og, ef við á,
varnaðarorð og leiðbeiningar um
notkun og förgun auk hvers kyns
ábendinga eða upplýsinga um
vöruna.
Á hverju sumri berast
Lýðheilsustöð og Neytendastofu
erindi frá einstaklingum sem eru
að leita ráða varðandi trampólín.
Yfirleitt er ástæðan sú að tram-
pólín er staðsett á hörðu und-
irlagi og alltof nálægt hús-
veggjum eða grindverki og oft án
öryggisnets. Börnin eru stundum
að hoppa mörg í einu samtímis
og án eftirlits. Af þessu hafa
margir áhyggjur og telja það ein-
ungis tímaspursmál að einhver
stórslasist vegna rangrar notk-
unar og skorts á eftirliti húseig-
enda sem bera ábyrgð á leiktæk-
inu.
Annað sem fólk spyr mikið um
er hver beri ábyrgð á því að börn
hoppi á trampólíni sem eru án ör-
yggisnets og eftirlits, og er það
löglegt? Það eru engin lög sem
mæla svo fyrir að það sé ólöglegt
að setja upp trampólín án örygg-
isnets. Það er undir trampól-
íneigendum sjálfum komið að
setja upp öryggisnet sem telja
má að sé eðlileg öryggisráð-
stöfun. Í leiðbeiningum með
trampólíninu kemur m.a. fram að
það skuli staðsett á mjúku und-
irlagi með nægt pláss í kringum
og fyrir ofan. Eigandi trampól-
ínsins er ábyrgur fyrir því að
tryggja að notendur þess fylgi
reglum og fyrirmælum leið-
arvísis. Hoppað skal fyrir miðju
og aldrei fleiri en einn í einu.
Eigendur og umráðamenn tram-
pólína bera því mikla ábyrgð. Það
er umfram allt mikilvægt að for-
eldrar beri ábyrgð á börnum sín-
um en ennfremur að eigandi
trampólíns beri þá ábyrgð að
kenna notendum þess rétta notk-
un.
Þrátt fyrir að ekki séu til lög
sem skylda eigendur trampólína
að setja á þau öryggisnet vill
Lýðheilsustöð og Neytendastofa
hvetja neytendur til að hafa ör-
yggisnet á trampólíninu. Netið
dregur úr þeirri hættu að not-
endur trampólína hoppi eða falli
út af því og lendi á harðri jörð-
inni, kastist á húsvegg eða lendi
á grindverki. Það að hafa örygg-
isnet þýðir þó ekki að hægt sé að
hafa börn eða unglinga eftirlits-
laus á trampólíninu.
Rétt er að minna á það að selj-
endur trampólína skulu ávallt
fylgja lögum um markaðsetningu
á vöru og gæta þess að koma
nauðsynlegum upplýsingum um
vöru til neytenda líkt og segir í
lögum nr. 134/1995 sem vísað til
hér að ofan. Í staðlinum ÍST EN
13219:20013 má finna upplýsingar
um öryggisviðmið trampólína.
Lýðheilsustöð og Neyt-
endastofa vilja eindregið hvetja
neytendur til að kynna sér leið-
beiningar og fara eftir þeim og
minna seljendur trampólína á að
fylgja ákvæðum laga um öryggi
vöru og gæta þess að nauðsyn-
legar upplýsingar vöru fylgi til
neytenda. Frekari upplýsingar
um örugga notkun trampólína má
m.a. finna á Lydheilsustod.is. og
Neytendastofa.is.
Trampólín: Neyt-
endur og seljendur
Sesselja Th. Ólafs-
dóttir og Rósa Þor-
steinsdóttir brýna
notendur trampól-
ína að fylgja örygg-
iskröfum
Sesselja Th.
Ólafsdóttir
» Þrátt fyrir að ekki
séu til lög sem
skylda eigendur tramp-
ólína að setja á þau ör-
yggisnet vill Lýðheilsu-
stöð og Neytendastofa
hvetja neytendur til að
hafa öryggisnet …
Sesselja er sérfræðingur á Örygg-
issviði Neytendastofu. Rósa er verk-
efnastjóri slysavarna á Lýðheilsustöð
Rósa
Þorsteinsdóttir