Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 23
ÞAÐ hillir nú undir
að langþráður draumur
rektors Listaháskóla
Íslands verði að veru-
leika. Draumurinn um
það að Listaháskólinn
verði virkur hluti af
menningarlífi miðborg-
arinnar.
Draumalandið er
Reykjavík 101, gamli
bærinn þar sem ungt fólk og lista-
menn hafa sóst eftir að dvelja eins og
svo fjölda margir aðrir. Þar sem kaffi-
hús og gallerí og lífleg mannlífsflóra
þrífst á götunum.
Listaháskólinn vill samkvæmt orð-
um rektors vera með í og styrkja
þennan bóhemanda og er það vel.
Vera með í partíinu, grasrótinni. Og
hver er ekki velkominn sem vill halda
uppi góðri stemningu. Skólanum var
því mikil gæfa að fá lóð á sínum
draumastað og nokkur reisulegustu
húsin við Laugaveg í kaupbæti.
Því kom val vinningstillögunnar
mjög á óvart með nánast algjöru nið-
urrifi upp á gamla mátann og bygg-
ingamagn langt umfram samþykkt
skipulag. Það verður ekki annað sagt
en svo virðist sem skólinn vilji gera lít-
ið úr því umhverfi sem hann segist
vilja verða hluti af. Í það minnsta end-
urspeglar stærð vinningstillögunnar
ekki kurteisi og virðingu fyrir sögu,
stað og umhverfi. Það er sem hér sé
mætt uppáklædd boðflenna í yf-
irstærð.
Forsögn samkeppninnar bar í sér
fyrirheit um mun meira viðunandi nið-
urstöðu. Þar sagði meðal annars:
„Vakin er athygli á bókun skipulags-
ráðs Reykjavíkur frá 28. júní 2006,
sem er svohljóðandi: Ráðið leggur
einnig mikla áherslu á að lóðahafar at-
hugi sérstaklega útlit húsa við Lauga-
veg 41 og 45 og skoði möguleika á því
að leyfa upprunalegri götumynd að
halda sér.“
Þetta er ekki torskilið. En það
tungumál sem notað er við kynningu
vinningstillögunnar virðist á köflum
sérstakt sölulingó. Oft
virðist mynd og hljóð
ekki fara saman. Því
vekja furðu þær um-
sagnir dómnefndar um
tillögur sem unnu með
gömlu húsin að þau séu
ekki annað en leik-
myndir. Því vakna
spurningar. Hvernig
geta upprunaleg hús og
rótgróin í bæjarmynd-
inni orðið að leik-
myndum, falsi? En ný-
bygging, hönnuð sem
ímyndarlegt endurvarp
„frumleika“ og „skapandi hugsunar“
eins konar spegilmynd eiganda síns,
er ekki leikmynd heldur sannleikur?
Voru þeir sem fylgdu forsögninni
teymdir á asnaeyrum í gegnum
keppnina?
Við skoðun allra tillagnanna verður
ljóst að menn eiga í vandræðum með
að koma öllu byggingarmagninu fyrir,
þó að margir leysi það ágætlega og
haldi Laugavegshúsunum heilum. Til-
lögur 9, 12, 15, 16 og 18 sýna það
ágætlega hver með sínum hætti. Það
er merkilegt að tillaga Páls Gunn-
laugssonar (nr. 9) hafi ekki verið tekin
inn í seinna þrep samkeppninnar.
Hún sýnir einna skýrast að hægt er að
samlaga skólabygginguna sögulegu
umhverfi sínu svo að vel fari. Áherslur
dómnefndar hafa legið annars staðar
og þá á kostnað gamla bæjarins. Það
er því augljóst að vel er hægt að sam-
eina gamalt og nýtt, hafi menn bara
vilja til og opinn huga. Í raun líða allar
tillögurnar fyrir þrengsli, vinnings-
tillagan meðtalin.
Spurningin hlýtur því að vera: Með
hvaða hætti ætlar skólinn að prjóna
sig inn í byggðina í framtíðinni?
Stendur skólinn virkilega fyrir því að
rífa og ryðja burt gamla bænum eins
og honum einum hentar? Er það með
þessari umgengni um íslenska bygg-
ingararfleifð sem Listaháskóli Íslands
vill minnast síns helsta akademíska
fræðimanns Harðar Ágústssonar? Á
sama tíma og menn eru almennt að
falla frá niðurrifshugmyndum gamla
módernismans og það telst eftirsókn-
arvert tækifæri fyrir góða arkitekta
að vinna með sögulegt samhengi, þá
færir rektor okkur draugagang frá
skipulagi Reykjavíkur 1962 og segist
vera í takt við tímann. Uppbygging
skólans getur vel orðið lyftistöng fyrir
þann sögulega kjarna Reykjavíkur
sem skólinn hefur kosið sér að heimili
en ekki stærsta skipulagsslysið í 40
ár. Lóðin kringum Vínberið mun aldr-
ei rýma nema fyrsta áfanga skólans.
Við afhjúpun vinningstillögunnar
fimmtudaginn 17. júlí sl. varð rektor
tíðrætt um mikilvægi innra skipulags
skólans fyrir skólastarfið sem vissu-
lega er réttmætt. En sú innri áhersla
veldur því einnig að byggingin verður
ágeng í því umhverfi sem henni er
ætlað að taka þátt í og tengjast. Stað-
setningin, sem rektor hefur lagt ofur-
kapp á.
Samt má skilja orð rektors í
Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag
þannig að fái hann ekki að rífa og
blása út deiliskipulagið við Laugaveg
að vild sinni sé hann tilbúinn að fara
með skólann í eitthvert nágranna-
sveitarfélag Reykjavíkur. Þau séu al-
veg til í tuskið. Þessi hótun í garð
borgaryfirvalda er skemmtileg þver-
sögn. Í einu orði er það upp á líf og
dauða fyrir sálarheill skólans að kom-
ast í hjarta gamla bæjarins en fái
hann ekki allt sitt fram þar sé hann al-
veg til í að fara í Kópavog eða upp á
Akranes? Ef svo er í pottinn búið
hvers vegna var Lauganesið, með
mörg þúsund fermetra byggingarlóð,
úti í hundsrassi og Vatnsmýrin pyttur
glötunar? Höfðu listnemar ekki gott
af samgangi við verkfræðinema og
heimspekinema? Eða hefði hinn aka-
demíski samanburður orðið LHÍ
óhagstæður?
Eftir það sem á undan er gengið í
lóðamálum skólans hefur rektor ekki
efni á hótunum.
Hvítur fíll með hótanir
Snorri F. Hilm-
arsson skrifar um
nýbyggingu
Listaháskólans
» Það eru vonbrigði en
svo virðist sem skól-
inn vilji gera lítið úr því
umhverfi sem hann seg-
ist vilja verða hluti af.
Snorri Freyr
Hilmarsson
Höfundur er formaður
Torfusamtakanna.
Í FJÖLMIÐLUM
sumarsins hefur fátt
farið hærra en umræða
um gjaldmið-
ilsvandræði og Evrópu-
sambandsaðild. Mikið
er gert úr vandræðum
okkar hérna á Íslandi,
mikilli verðbólgu og
kreppu. Lausnin sem
helst er nefnd er að
varpa gjaldmiðlinum okkar – krón-
unni – út í hafsauga og ganga í Evr-
ópusambandið. Það á að vera það sem
bjargar okkur. Ég ætla aðeins að tjá
mig um þetta:
Í fyrsta lagi langar mig að benda á
það að þegar evran var innleidd á Ítal-
íu lækkaði ekki vöruverð heldur
hækkaði um upp undir 50% (á mörg-
um vörum 100% til nokkurs tíma en
leiðréttist svo aðeins). Launin hækk-
uðu hins vegar lítið sem ekkert. Margt
fólk lenti í miklum vandræðum og
ástandið er rétt um það bil að ná sér á
strik núna – mörgum árum seinna.
Svipaða sögu er að segja um önnur
Evrópusambandsríki.
Í öðru lagi eru skilyrðin fyrir upp-
töku evrunnar m.a. stöðugleiki í efna-
hagsmálum, lítill viðskiptahalli, lítil
verðbólga og litlar erlendar skuldir.
Þannig að þegar við mættum taka upp
hina æðislegu evru sem á að lækna
alla okkar kvilla – þurfum við að vera
búin að losa okkur við kvillana sjálf.
Það er eins og ef maður kæmi með
veikt barn til læknis og hann segðist
eiga frábært lyf til að lækna það. Það
eina sem þyrfti að gera
væri að vera orðinn heil-
brigður til að fá lyfið!
Í þriðja lagi velti ég
því oft fyrir mér hvað
það er sem fólk telur sig
fá út úr evrunni. Lægri
vextir? Engin verð-
trygging? Ok, má vera.
En hvað þá? Getur fólk
þá haldið áfram að lifa
um efni fram á lágvaxta-
kjörum? Heldur fólk í
alvöru að það verði ekk-
ert mál að fá peninga og
aftur peninga, án þess að borga nokk-
uð fyrir það? Heldur fólk að bank-
arnir láni óverðtryggða milljón og
sætti sig við að fá aðeins andvirði 900
þúsunda til baka? Í hvaða drauma-
heimi lifir fólk eiginlega?
Í fjórða lagi vil ég benda á það að
Evrópusambandið er ekki gjaldmiðill.
Ýmsir aðilar hafa lýst því yfir að þeir
vilji aðildarumsókn að ES til lausnar á
gjaldmiðilsvanda okkar. Það er nokk-
uð ljóst að krónan okkar er ekki galla-
laus. En að ganga í Evrópusambandið
er ekki bara að taka upp annan gjald-
miðil. Það fylgir því svo óendanlega
margt annað – svo miklar hömlur, svo
margir gallar, fullveldisframsal,
sennilegar launalækkanir og síðast en
ekki síst óendanlegt reglugerðarf-
argan og hömlur á stærri og sér-
staklega smærri fyrirtæki. Ég vil sér-
staklega vara ferðaþjónustufyrirtæki
við aðild. Hvaða sérstöðu eiga ferða-
menn að sækjast í hér á Íslandi þegar
allt verður komið undir samræmda
Evrópusambandsstaðla?
Mér finnst það í rauninni lúalegt
bragð Evrópusambandssinna að nota
sér efnahagslægðina til að ýta okkur
inn í Evrópusambandið. Efnahags-
lægðin er úti um allan hinn vestræna
heim og eldsneytisverð og mat-
vælaverð hefur alls staðar rokið upp í
hæstu hæðir. Kreppan hérna heima
er ekki tilkomin vegna þess að við er-
um ekki í Evrópusambandinu og
lausnin er ekki sú að ganga þar inn.
Fyrir svo utan það að kreppan verður
löngu búin þegar við gætum tekið
upp evruna. Þetta gerist ekkert á
einni nóttu! Ég óttast hins vegar að
með Evrópusambandssinna við
stjórnvölinn gangi hægt að vinna í
öðrum lausnum vandans. Sá von-
arneisti hefur nefnilega kviknað að
kreppan geti verið nothæf átylla til
að sannfæra okkur um nauðsyn að-
ildar.
Við þurfum að líta í eigin barm.
Hætta að eyða um efni fram, enda
hlýtur það að vera augljóst að það
gengur ekki upp til lengdar að eyða
meiru en maður aflar. Sennilega
verður þetta sársaukafull aðlögun en
hún er óumflýjanleg og vonandi lær-
dómsrík. Evran er engin undraelexír
enda þarf efnahagslífið að ná heil-
brigði til að mega njóta hans. Það er
hins vegar markmið sem verður að
nást.
Evran: Undraelexír
Örvar Marteinsson
skrifar um efna-
hagsmál
» Það eina sem þarf að
gera er að vera orð-
inn heilbrigður til að fá
lyfið!
Örvar Marteinsson
Höfundur er áhugamaður
um stjórnmál.
JÁ, þó undarlegt
sé, þá eru þau til
staðar og þá eru
einnig tengsl gjaf-
sóknarnefndar við
VÍS. Í Morg-
unblaðinu 21. maí
skrifar Anna G. Júl-
íusdóttir hdl. um það
óréttlæti að ein-
staklingur sem hafi
meira en 130.000 kr. í
mánaðarlaun geti
ekki fengið gjafsókn.
Á forsíðu 24 stunda
hinn 17. maí segir
orðrétt: „Þrengt að
réttinum til gjafsókn-
ar. Hæstarétt-
arlögmaður segir
reglugerð skerða að-
gengi einstaklinga að
dómstólum. Brot á
mannréttindum, segir
þingmaður.“
Hvað segja þessir
aðilar um það að
gjafsóknarnefnd lýg-
ur að dóms-
málaráðherra í nið-
urstöðu sinni og það í þeim eina
tilgangi að koma í veg fyrir að ég
geti fengið yfirmat og bætur eftir
umferðarslys þar sem ég var í
100% rétti. Gjafsókn yfir mati þar
sem ég fékk 5% miska og um
400.000 kr. í bætur. Kostnaður
vegna lögfræðings, læknis, sjúkra-
þjálfunar og lyfja er miklu meiri
en nemur þessari upphæð. Þetta
er brot á skaðabótalögunum, en
þar er skýrt kveðið á um að ég á
fullan rétt á að fá allt fjártjón mitt
bætt.
Í gjafsóknarnefnd sem skipuð
er af dómsmálaráðherra eru þeir
Þorleifur Pálsson sýslumaðurinn í
Kópavogi, skipaður af ráðherra,
Ólafur Gústafsson, hrl. (varamað-
ur og lögmaður Lífeyrissjóðs
verslunarmanna) tilnefndur af
Lögmannafélagi Íslands og Helgi
I. Jónsson, héraðsdómari (dóm-
stjóri), tilnefndur af Dómarafélagi
Íslands.
Í bréfi frá dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu dags. 21. júní
2007 þar sem greinarhöfundi er
hafnað um gjafsókn fyrir hönd
ráðherra er vísað í umsögn gjaf-
sóknarnefndar þar sem hún mælir
ekki með gjafsókn og þar segir
orðrétt: „Niðurstaða dómkvaddra
matsmanna árið 2001 var að var-
anlegur miski umsækjanda vegna
slyssins 1999 væri 5% en varanleg
örorka engin þar sem hann naut
bóta úr lífeyrissjóði og hafði auk
þess verið metinn 75% öryrki hjá
Tryggingastofnun ríkisins. Kom
þar og fram að umsækjandi hefði
enn ekki farið út á vinnumark-
aðinn.“ Þarna segir gjafsókn-
arnefndin ekki satt og rétt frá.
Sannleikurinn er að í niðurstöðu
dómkvaddra matsmanna árið 2001
segir orðrétt: „Miðað við þær for-
sendur sem nú hafa verið raktar
telja matsmenn ekki líklegt að af-
leiðingar þess slyss, sem hér er til
skoðunar, komi til með að breyta
þeirri varanlegu örorku sem þegar
hefur verið ákvörðuð. Er þá sér-
staklega tekið fram að matsmenn
gera einnig nú þá kröfu að mats-
beiðandi afli sér beinna eða
óbeinna atvinnutekna í framtíðinni
í þeim mæli sem getið er um í
matsgerðinni frá 9. ágúst 1999 og
rakið er hér að framan.“
Gjafsóknarnefndin segir ekki
satt og rétt frá er hún
fullyrðir um að var-
anleg örorka sé engin
vegna bóta frá Lífeyr-
issjóði verslunar-
manna og bóta frá
TR. Í gjafsókn-
arnefndinni er hæsta-
réttarlögmaður sem
vinnur fyrir Lífeyr-
issjóð verslunarmanna
(LV). Lífeyrissjóður
verslunarmanna á í
Exista og tengdum fé-
lögum, en Vátrygg-
ingafélag Íslands
(VÍS) er að fullu í eigu
Exista. Læknir VÍS-
Exista segir ósatt í
áliti fyrir þá í hvaða
bifreið ég var til að
gera mig að tjónsvaldi
og einnig ósatt er
hann talar um lágor-
kuáverka. Þá segir
þessi læknir VÍS yf-
irmönnum sínum hjá
Landspítalanum að
hann hafi ekki farið
ólöglega í sjúkra-
skrárupplýsingum um
mig frá spítalanum og
notað í álitinu fyrir
VÍS-Exista. Þetta er
síðan notað af VÍS sem heilagur
sannleikur til að fá matið 2006. En
þar er ég talinn 100% öryrki, en
auðvitað ekki krónu í bætur. Tug-
milljóna bætur mínar verða áfram
í bótasjóði VÍS sem eign þeirra?
Það var gerð krafa í matinu
2001 um að ég færi að vinna sem
svari til 1/3 af fullri vinnu, en í
matinu 2006 er ég sagður 100%
öryrki og læknirinn sem kom að
því mati sagði fyrir dómi orðrétt:
„Sko, við komumst aldrei svo
langt ég og Stefán Már að ræða
það okkar á milli, sko, hvað það
væri mikið í prósentum en það var
alveg ljóst eins og ég sagði við
Stefán Má að þessi maður er gjör-
samlega óvinnufær til allra starfa
og kemur til með að vera það sem
eftir er.“
Gjörsamlega óvinnufær til allra
starfa og kemur til með að vera
það sem eftir er en ekki króna
meira í bætur?
Aðalmaðurinn Ásgeir Thorodd-
sen hrl. sagði sig vanhæfan í gjaf-
sóknarnefndinni í mínu máli og
því kom Ólafur Gústafsson, hrl. í
hans stað. Var það vegna starfa
Ásgeirs fyrir VÍS? Til að fá yf-
irmat yfir öllum ósannindunum fór
ég fram á gjafsókn hjá fyrr-
nefndum gjafsóknarnefnd-
armönnum og niðurstaðan var
höfnum og það með lygi.
Lögmennirnir Árni P. SF og
Atli Gíslason VG voru sammála
um það í þætti fyrir síðustu kosn-
ingar að það yrði þeirra fyrsta
verk á þingi að koma gjafsókn-
arnefndarmálunum í lag. Þá var
þörf, en nú er nauðsyn.
Þessir gjafsóknarnefndarmenn
mundu aldrei gefa mér gjafsókn
og það þó ég ætti fullan rétt á
henni. Það eina sem ég gæti gert
væri að stefna þeim fyrir Hér-
aðsdóm Rvk. Við það verður allir
héraðsdómarar dómsins vanhæfir
vegna þess að dómstjórinn er í
nefndinni. Eru þá ekki allir sem
tengjast dómarafélaginu og lög-
mannafélaginu einnig vanhæfir? Á
það mun ég næst láta reyna og
það fyrir dómi, með stefnu á fyrr-
nefndu gjafsóknarnefndarmenn,
en fyrir hvaða dómi? Ekki er öll
vitleysan eins?
Eru tengsl á milli
gjafsóknarnefndar
og Dómara- og lög-
mannafélags Íslands?
Guðmundur Ingi
Kristinsson fjallar
um gjafsóknir
Guðmundur Ingi
Kristinsson
» Til að fá yf-
irmat yfir
öllum ósannind-
unum fór ég
fram á gjafsókn
hjá fyrrnefnd-
um gjafsókn-
arnefndarmönn-
um og
niðurstaðan var
höfnum og það
með lygi.
Höfundur er öryrki.