Morgunblaðið - 28.07.2008, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Efnahagsástandið í
landinu er nú orðið
þannig að jafnvel al-
vitrustu menn þora
ekki lengur að segja
neitt og er þá sama
hvar menn standa í
pólitík. Allar hug-
myndir um lagfær-
ingar á ástandinu virð-
ast vera gagnslausar
og ekki eru enn sjáan-
legar neinar aðgerðir
sem gætu haft afger-
andi áhrif á stöðu mála
eins og þetta er í dag.
Jafnvel þó við mundum
ganga inn í Evrópu-
sambandið í kvöld þá
mundi það ekki laga
ástandið.
Valgerður Sverr-
isdóttir og reyndar
margir stjórn-
málamenn sem yf-
irleitt hafa opinbera
skoðun á málinu hafa
agnúast út í meint aðgerðarleysi rík-
isstjórnarinnar og oftar en ekki er
Seðlabankanum kennt um og ónefnd-
um stjórnanda á þeim Svörtuloftum.
En hvað sem fólk tautar mikið og
kennir núverandi yfirvöldum mikið
um þá virðist málið vera það að nú
eru menn að súpa seyðið af áratuga
pólitísku sukki og svínaríi sem hefur
viðgengist í meðferð opinberra fjár-
muna á Íslandi, hagsmunapoti og öllu
því óeðli, hroka og illgirni sem fylgir
þessu ástandi.
Hin erlenda kreppa skall á og ís-
lensku útrásarfyrirtækin lentu í
hremmingum erlendis eins og önnur
fyrirtæki á þeim erlendu mörkuðum.
Útrásarfyrirtækin leituðu þá til Ís-
lands í skjólið heima og tóku með sér
allmikla kreppu frá útlöndum í formi
verðlausra eigna í verðlausum verð-
bréfum og fyrirtækjum sem þau
höfðu keypt með lánsfé erlendis í út-
rásinni en hin erlendu bréf og fyr-
irtæki féllu í verði í fríu falli í skulda-
bréfavafningahruninu mikla.
Allt endaði þetta í allsherjar geng-
isfalli hérna heima og enn harðari
kreppu en annars hefði orðið ef hin
erlenda kreppa hefði ekki verið flutt
inn í svona risaskömmtum. Í þessari
stöðu eru góð ráð dýr.
Í íslenska „skálka“skjólinu sitja ís-
lenskir stjórnmálamenn sem hafa
hingað til unnið í samræmi við ára-
tuga þegjandi íslenskt fjórflokka-
samkomulag um hvernig eigi að
skipta kökunni hér heima. Þeir sitja í
þingflokkum stjórnmálaflokkana og
hafa margir frekar verið eins og um-
boðsmenn ákveðinna hagsmunahópa
eða fyrirtækja eða fyrirtækja-
samstæða í samfélaginu frekar en að
vera stjórnmálamenn eða jafnvel al-
þingismenn Íslands.
Þetta er fólkið sem átti
að bregðast við þegar
hin erlenda kreppa var
flutt inn í landið í risa-
skömmtum.
Í dag er kreppan því í
fanginu á þessum þing-
flokksfulltrúum sem
ekki geta komið sér
saman um lausnir þar
sem ekki er lengur unnt
að leysa núverandi ís-
lenska og innflutta
kreppu með gömlu með-
ulunum og ekki án þess
að hrekkja einhvern eða
jafnvel gera einhvern
gjaldþrota úr gamla
góða fjórflokkahópnum.
Eignir sumra þessara
aðila hafa þó nú þegar
nánast verið þurrkaðar
út.
Allar lausnir sem eru
í boði munu fjárhags-
lega tæta sundur hluta
úr hópnum og því er nú-
verandi alkul og kyrr-
staða í lausn efnahags-
vandans.
Mesta andstaðan við
breytingar virðist vera innan Sjálf-
stæðisflokksins enda sitja þar innan-
búðar flestir „máttarstólpar“ sam-
félagsins. Það voru ófagrar lýsingar í
sumum minningargreinum nýlega
þar sem fjallað var um Hafskipsmál
og endurspegla bara angann af þess-
um undirheimum þar sem óboðlegir
menn voru „grillaðir“ þó að þeir
væru innanbúðar.
Þegar bankarnir voru einkavædd-
ir þá var þessum einkavæðing-
arbönkum skipt nokkurn veginn til
helminga milli þeirra flokka sem þá
sátu í stjórn. Í dag er stór banki í
eigu Baugs sem hefur nýlega verið
„grillaður“ í örbylgjuofni þeirra sem
vilja ráða mest og Framsókn er utan
stjórnar. Meirihluti ráðandi afla
bankakerfisins er því „utan stjórn-
ar“.
Í stuttu viðtali við Tryggva Þór
sem var fyrir nokkrum dögum ráðinn
helsti efnahagsráðgjafi forsætisráð-
herra kom fram að eina leiðin út úr
núverandi fjárhagskreppu væri að
fjármagna bankana vel. Gott mál
nema þar sem meirihluti bankakerf-
isins er hinsvegar núna í meiri-
hlutaeign eða undir valdaáhrifum frá
fólki sem styður takmarkað rík-
isstjórnina, hvernig á þá ríkisstjórnin
að fara í aðgerðir til að fjármagna
bankana vel eins og nýi ráðgjafinn
vill og þetta virðast allt meira og
minna vera aðilar sem eru stjórn-
völdum lítið þóknanlegir? Eiga
stjórnvöld að taka risalán til að
bjarga þeim?
Hefði ekki verið betra að selja
bankana í einkavæðingunni til hópa
sem voru minna tengdir pólitík og
geta því núna tekið ákvarðanir án
þess að þurfa bæði að taka tillit til
efnahagsástandsins og einnig gæta
þess á hvaða pólitísku tám er verið að
troða hverju sinni? Það er von að allt
sé fast.
En eins og Hafskipsmálið hefur
kennt okkur þá er ekki nóg að vera
innanbúðarmaður í íslenskum stjórn-
málum til að vera laus við „grillið“
heldur þurfa menn að vera „innmúr-
aðir og innvígðir“ sem hefur miklu
dýpri merkingu en að vera félagi eða
innanbúðar í einhverjum flokki eða
jafnvel einn af toppunum. Þetta kom
fram til dæmis þegar Davíð og Hall-
dór stjórnuðu landinu. Þegar þeir
þurftu afleysingamenn þá leystu þeir
hvorn annan af en ekki einhverjir úr
þeirra flokkum. Það var enginn
nægilega „innmúraður og innvígður“
til að leysa af þá a.m.k. Gamli góði
innanbúðarinnmúrinn heldur því
ennþá og allt stendur fast.
Bankakerfið á
að standa
utan við pólitík
Sigurður
Sigurðsson
skrifar um
efnahagsmál
Sigurður Sigurðsson
»Ekkert er
hægt
gera núna sem
er ásættanlegt
fyrir alla í hópn-
um og skítt með
fólkið í landinu,
skítt með fyr-
irtækin og skítt
með landið í
heild.
Höfundur er verkfræðingur.
ÞAÐ ER einkenn-
andi fyrir helstu þétt-
býlissvæði á Íslandi,
ekki síst höfuðborg-
arsvæðið, að byggðin
er dreifð. Að þessu
leyti svipar höfuðborg-
arsvæðinu frekar til
lítt tengdra smábæja
eða þorpa sem ekki
tengjast nema óbeint.
Þetta hefur í för með sér að mikill
meirihluti íbúanna nýtur ekki kosta
þess sem felast í þéttri borgarbyggð,
almenningssamgöngur eru dýrar og
óhagkvæmar, umferð einkabíla er
álíka mikil og í margfalt stærri borg-
um erlendis og fáir ganga úr einu
hverfi í annað. Íslenskt veðurfar
skiptir vissulega máli í því sambandi
– en það gerir ekki gæfumuninn
nema fáa daga á ári.
Byggð allt of dreifð
Á undanförnum árum hefur höf-
uðborgarsvæðið haldið áfram að
vaxa í allar áttir – og enn eru byggð-
ir tiltölulega litlir þéttbýliskjarnar
sem eru slitnir úr samhengi við um-
hverfi sitt. Íbúarnir eru oft ungt fólk
sem hefur kynnst kostum borg-
arsamfélagsins við nám og störf í út-
löndum. Við upphaf fjölskyldulífs
hefur þetta fólk takmörkuð fjárráð
en neyðist engu að síður til að fjár-
festa í einkabílum til að komast í og
úr vinnu, sem oftar en ekki er utan
nýja svefnhverfisins.
Skipulagsmál snúast um fleira en
hraðbrautir, hátæknisjúkrahús og
gangstéttar. Í eðli sínu snúast þau
um líf og lífshætti íbúanna. Um
skipulagsmál er fjallað í skipulags-
og byggingarlögum sem að vísu hafa
þann megingalla að þau eru mjög
„ferilmiðuð“, þ.e. þau fjalla „fyrst og
fremst um aðferðir við gerð skipu-
lagsáætlana, en lítið sem ekkert um
það hvernig tryggja megi gæði inni-
haldsins“ svo vitnað sé í ritið „Bú-
seta – lífsgæði – lýðræði“, stefnu-
mörkun Sambands íslenskra
sveitarfélaga um skipulagsmál.
Efasemdir um
landsskipulag
Þess ber og að geta
hér, að nú stendur yfir
umfangsmikil vinna um
gerð svonefnds lands-
skipulags sem um-
hverfisráðuneytið vinn-
ur í samráði við
sveitarfélög, opinberar
stofnanir og fleiri. Efa-
semdir hafa komið
fram um þessa stefnu-
mörkun, meðal annars
af hálfu Sambands íslenskra sveitar-
félaga, sem óttast að hin nýja laga-
setning muni svipta sveitarfélögin
forræði í skipulagsmálum. Slíkt má
auðvitað ekki gerast því það er
grundvallaratriði að íbúarnir sjálfir,
og kjörnir fulltrúar þeirra, hafi úr-
slitaáhrif um mótun síns nánasta
umhverfis. Og ef marka má orð um-
hverfisráðherra á málþingi Skipu-
lagsstofnunar um landsskipulag í
byrjun apríl sl. er ekki ástæða til að
ætla annað en að svo verði.
Sú góða þróun sem hefur orðið
hér á undanförnum árum með vax-
andi umræðu um íbúalýðræði og
stuðningi við slíkar hugmyndir úr
ýmsum áttum er vonandi til merkis
um að smám saman verði tekið
meira tillit til hagsmuna íbúa borg-
arsamfélagsins í heild, fremur en
hagsmuna ferlisins. Það eru til að
mynda hagsmunir íbúa borgarsam-
félags að geta nýtt kosti þéttbýlisins
– greiðan og auðveldan aðgang að
verslun, þjónustu og menning-
arstofnunum. Og það eru jafnframt
augljóslega hagsmunir íbúa borg-
arsamfélagsins, í þessu tilviki höf-
uðborgarsvæðisins, að þeir komist
daglega leiðar sinnar án þess að
þurfa að kosta til þess stöðugt vax-
andi hluta tekna sinna.
Íbúalýðræði – í þágu fárra á
kostnað margra?
Augljósir kostir íbúalýðræðisins
eru margir og þeirrar hug-
myndafræði má að skaðlausu gæta í
mun meiri mæli og á fleiri sviðum en
nú er. En í því felast einnig hættur –
ekki síst sú að fámennir hópar, eða
jafnvel fáeinir einstaklingar, hrifsi
til sín það dýra egg og ráðskist með
það í þágu þröngra einkahagsmuna.
Um slíkt eru mörg dæmi: ein-
staklingar nýta sér rétt, sem lög-
gjafinn hefur ætlað að vernda hags-
muni heildarinnar, til að koma í veg
fyrir að aðrir geti notið sinna lífs-
gæða á eðlilegan hátt. Pólitísk skipu-
lagsyfirvöld óttast fátt meira en að-
finnslur og gagnrýni almennings og
af því leiðir, allt of oft, að hávær mót-
mæli eða kröfur fámennra hópa eða
einstaklinga bitna á þeim sem fleiri
eru og hafa sig minna í frammi.
Þessi veruleiki á sinn þátt í því að
höfuðborgarsvæðið er eins og það er
– samsafn illa tengdra og hálfein-
angraðra byggðakjarna. Reykjavík
er því ekki borg í eiginlegri merk-
ingu þess orðs. Það sjá allir sem
komið hafa út fyrir landsteinana. En
þessu er hægt að breyta. Víða eru
auð og opin svæði á milli þessara
byggðakjarna, og jafnvel í þeim
miðjum, sem hafa verið ætluð undir
byggð – en hafa lent í því pólitíska
limbói sem yfirgangur einstaklinga
og smáhópa getur skapað með kröf-
um um að ekki megi byggja svona
eða hinsegin á þessum tiltekna stað
vegna þess að það sé ljótt eða að þeir
vilji bara hafa þetta svona. Á þann
hátt má ræna íbúalýðræðinu, svo
ekki sé nú minnst á ákvæði gildandi
skipulags- og byggingarlaga, í þágu
fárra á kostnað margra. Fyrir
bragðið verður mun dýrara en ella
að byggja ný hverfi, nýja þjón-
ustukjarna og nýja götur sem í þétt-
ari byggð þyrfti ekki að leggja. Það
getur ekki verið í þágu hagsmuna al-
mennings sem borgar brúsann.
Skipulag og þétting
byggðar í þágu borgarbúans
Baldur Þór Bald-
vinsson skrifar um
skipulagsmál
» Á þann hátt má ræna
íbúalýðræðinu, svo
ekki sé nú minnst á
ákvæði gildandi skipu-
lags- og byggingarlaga,
í þágu fárra á kostnað
margra.
Baldur Þór Baldvinsson
Höfundur er formaður Meist-
arafélags húsasmiða.
UM NOKKURT
skeið hafa mörg fyr-
irtæki átt í vanda við að
fjármagna rekstur sinn
og fjárfestingar. Um-
fang þessa var stað-
reynt í nýlegri könnun
Samtaka atvinnulífsins
sem sýndi að 28% fyr-
irtækja glíma við láns-
fjárskort. Áhrifa þessa
er einnig farið að gæta
út fyrir landsteinana þannig að láns-
traust fyrirtækja ber skaða af. Fyr-
irtæki sem eru almennt í góðum
rekstri virðast ekki fá fyrirgreiðslu í
banka til að standa í skilum við er-
lenda birgja vegna útlántregðunnar.
Það sem fæst er á slíkum kjörum að
lækningin sýnist verri en sjúkdóm-
urinn.
Í byrjun mars í ár var gengi evr-
unnar um 100 krónur eftir töluvert
fall frá fyrra ári. Seinni hluta júní-
mánaðar hafði gengið fallið enn frek-
ar og var orðið um 130 krónur. Geng-
ið hefur að nokkru styrkst síðan þá,
en er enn að sækja í sama farið og er
nálægt 127 krónum. Þegar haft er í
huga að um 75% af útlánum við-
skiptabankanna til fyrirtækja er í er-
lendri mynt má sjá hversu alvarleg
þessi gengisþróun er.
Þetta segir þó bara
hálfa söguna. Fyrirtæki
sækja einnig fjárfest-
ingar- og rekstrarlán
(vörukaupalán) beint til
erlendra lánastofnana
og fyrirtækja. Geng-
isþróunin skellur einnig
með fullum þunga á
þessi lán.
Erlendur gjald-
frestur vegna vöru-
kaupa er afar mikilvæg
fjármögnunarleið hjá
öllum fyrirtækjum sem flytja inn að-
föng jafnt sem fullunnar vörur. Á ár-
um áður náðu þessi lán einvörðungu
til aðfanga og hráefna, en eftir að höft
á erlendum greiðslufresti voru af-
numin hefur þessi leið til fjármögn-
unar orðið almenn. Henni fylgir að
vísu áhætta, en fyrirtæki hafa haft
nokkra tryggingu í vöru- og hráef-
nabirgðum sem eru til mótvægis. Það
tekur hins vegar í að greiða erlendum
birgjum þegar skuldin hefur á nokkr-
um vikum hækkað um 25% til 30%
þegar engin eða lítil aðstoð kemur frá
viðskiptabanka fyrirtækisins.
Þegar innlendar lánastofnanir
halda að sér höndum geta við-
skiptavinir þeirra hæglega komist í
vanskil. Ef dráttur á greiðslum verð-
ur verulegur og langvinnur getur
hann valdið niðurfellingu gjaldfrests
erlendis sem aftur eykur á vandann ef
staðgreiða þarf aðföng. Enn eru þess-
ar aðstæður vandamál fyrirtækjanna,
en haldi bankarnir áfram að styrkja
gjaldeyrisstöðu sína ótæpilega og
standa á bremsunni í aðstoð við við-
skiptavini sína verður þessi staða fyrr
eða síðar vandi bankanna sjálfra. Nú
þegar er þessi útlánatregða farin að
leiða til vanskila erlendis. Þau vanskil
virðast svo staðfesta það sem erlendir
aðilar kynnast í eigin fjölmiðlum að á
Íslandi sé hvorki að treysta fyr-
irtækjum né lánastofnunum. Ef láns-
traust fyrirtækja okkar erlendis bíður
verulega hnekki vegna vanskila stefn-
ir í ærinn vanda, ekki bara fyrir at-
vinnulífið, heldur ekki síður fyrir
bankana sjálfa.
Eru bankarnir að
skjóta sig í fótinn?
Árni Árnason skrif-
ar um efnahagsmál »Útlánatregða bank-
anna er að skaða er-
lendan gjaldfrest fyr-
irtækja. Tapað
lánstraust fyrirtækja
okkar erlendis verður á
endanum vandi bank-
anna.
Árni Árnason
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
@
Fréttir
á SMS
www.sjofnhar.is