Morgunblaðið - 28.07.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 28.07.2008, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ZophoníasKristjánsson fæddist á Ísafirði 27. júlí 1931. Hann lést á Vífilsstöðum 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Pálsson, múrarameistari frá Akureyri, f. 31.7. 1899, d. 21.5. 1978 og Ingibjörg Sveins- dóttir frá Gillastöð- um í Reykhólasveit, f. 16.12. 1896, d. 15.2. 1973. Systkini Zophoníasar eru Páll, f. 1922, lést ungabarn, Salvar, f. 1923, d. 2001, Guðmund- ur Sveins, f. 1925, d. 2003, Páll, f. 1927, lést þriggja ára og Sveinsína Valgerður, f. 1928. Zophonías kvæntist Ingibjörgu Kristjánsdóttur, f. 11.8. 1927. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Hörð- ur, rafvirkjameistari, f. 12.5. 1955, d. 19.9. 1999, kvæntur Solveigu Jóhannsdóttur ljósmóður. Þau skildu. Dætur þeirra eru a) Hrönn, f. 1974, í sambúð með Þor- steini Lýðssyni. Þau eiga tvö börn, Solveigu Þóru, f. 2002 og Jökul Erni, f. 2005. b) Erna, f. 1983. 2) Kristján, framkvæmdastjóri, f. 19.4. 1957, kvæntur Björk Ólafs- dóttur matsfræðingi. Synir þeirra eru a) Ingi Þór, f. 1992, b) Arnar Breki, f. 1999 og c) Hugi Snær, f. 2006. 3) Viðar, mat- reiðslumaður, f. 5.6. 1963. Dóttir hans og Sigríðar Brynjólfs- dóttur er Valgerður Brynja, f. 1985, í sambúð með Júlíusi Ágústi Jakobssyni. Sonur þeirra er Jak- ob Máni, f. 2008. Dóttir Valgerðar Brynju og Hjalta Snæs Heiðarssonar er Ylfa Rán, f. 2003. Zophonías var í sambúð með Sigríði Möggu Steingrímsdóttur, f. 12.12. 1931. Þau slitu sam- vistum. Dóttir þeirra er Steinunn Kristbjörg, ljósmóðir, f. 14.6. 1973, gift Árna Hauki Árnasyni upplýsingafræðingi. Synir þeirra eru Bergsteinn Kristján, f. 1992 og Birkir Blær, f. 1998. Zophonías flutti 16 ára með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og vann ýmis störf uns hann lærði blikksmíði og vann lengst af í blikksmiðjunni Glófaxa og síðar í blikksmiðjunni Gretti. Auk þess starfaði hann á skemmtistaðnum Glaumbæ um árabil. Útför Zophoníasar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Margar góðar minningar á ég frá fjölmörgum samverustundum okk- ar pabba. Minningar sem standa þó upp úr eru frá því að ég var átta ára og pabbi starfaði á heilsuhælinu í Hveragerði við leirböð og nudd. Ég fékk að dvelja hjá honum af og til í nokkra daga í senn á einhverri und- anþágu sem honum var einum lagið að fá. Þarna á heilsuhælinu áttum við feðgar margar gæðastundir og dunduðum okkur við ýmislegt svo sem leðurföndur, smíðar og teikn- ingar. Svo fórum við í langar göngu- ferðir um nágrenni Hveragerðis og áðum í Gróðurhúsinu Eden, fengum okkur ís og nutum augnabliksins í ró og næði. Seinna, þegar pabbi bjó í Teigaselinu, fór ég oft til hans í kvöldkaffi. Þá sátum við saman og ræddum þau málefni sem vöktu áhuga okkar þá stundina og nutum augnabliksins líkt og í Eden forð- um. Pabbi var greindur og vel lesinn og hafði mótaðar skoðanir á þjóð- málum og ábyrgð einstaklinga í vel- ferðarsamfélaginu. Hann hafði megnustu skömm á vaxandi efnis- hyggju og græðgi í hinu nýja hag- kerfi okkar Íslendinga. Sérstaklega fannst honum miður hvernig sjáv- arþorp eyddust og sveitir landsins lögðust af í skjóli hagræðingar. Að vera alinn upp á Ísafirði og dvelja sem barn og unglingur í sveit að Ár- múla við Ísafjarðardjúp markaði hrifningu hans á náttúru Íslands og lífi manna til sveita. Pabbi hafði einnig sterka trú sem reyndist honum haldreipi í erfiðum veikindum hans. Hann las biblíuna mikið og kunni innihaldið vel og naut þess að ræða trúmál við aðra sem voru vel að sér í þeim efnum. Ennfremur kynnti hann sér önnur lífsviðhorf svo sem hindúatrú og búddisma. Ég minnist pabba míns sem jákvæðs, yfirvegaðs og upp- byggjandi manns með hlýja og kær- leiksríka nærveru. Hafðu hjartans þökk mér horfin stund er kær. Í minni mínu klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, þá glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. (Páll Janus Þórðarson.) Kristján Zophoníasson. Það var friður yfir þér þegar ég kvaddi þig. Og svoleiðis var það líka í lifanda lífi þegar þú varst meðal okkar. Þegar ég fór frá þér leið mér betur en þegar ég kom. Þú gafst. Þú gafst mér mörg fordæmi, til dæmis að dauðir hlutir gefi aðeins stund- argleði, að sælla sé að gefa en að þiggja. Þáði ég marga fyrirbænina frá þér, þegar á móti blés hjá mér, fyr- irbæn og hjálp. Trúin var þinn styrkur og skjól. Og nú hrannast upp minningar, sem ég varðveiti þar til leiðir liggja saman aftur. Takk og bless, elsku pabbi minn. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Viðar Zophoníasson. Elsku hjartans pabbi minn er lát- inn eftir löng og ströng veikindi. Ég fylgdist náið með þessari þrautar- göngu hans og unni honum hvíldinni langþráðu af öllu hjarta. Engu að síður nístir sorgin og söknuðurinn er mikill. Pabbi var maður með stórt hjarta og hlýjan faðm. Þar sem ég var bæði örverpið hans og einkadóttirin naut ég ríkulega þessara kosta hans. Foreldrar mínir slitu samvistir þeg- ar ég var átta ára gömul. Ég bjó hjá mömmu minni en eyddi ekki færri stundum hjá pabba. Húsakostur hans var margur og misjafn fyrst um sinn. Ég man eftir okkur sofandi á dýnum á gólfum hér og þar en það skipti ekki máli, því það var nærvera hans sem ég sóttist eftir og ekki að- búnaðurinn. Þegar hann svo var kominn með rúm, bjó hann um mig í því og svaf sjálfur á gólfinu. Þar er honum pabba mínum best lýst. Hann var einnig óspar á hrós og fal- leg orð og hjá honum ólst ég upp í þeirri sannfæringu að ég væri heimsins besta og fallegasta dóttir. Pabbi var einstaklega gjafmildur og bóngóður. Hann gaf ekki mikið fyrir veraldlegan auð og gaf gjarnan öðrum hluti sem honum hafði áskotnast og hann taldi aðra hafa meiri þörf fyrir. Þannig hurfu ör- bylgjuofnar, vídeótæki og jafnvel heilu húsgögnin út af heimili hans. En þótt pabbi væri ekki mikill efn- ishyggjumaður þá skipti hann samt máli að vera alltaf á nýlegum og fín- um bílum. Hann var snyrtimenni og vildi hafa hreint og fínt í kringum sig. Fyrir um það bil fjórum árum tókum við pabbi höndum saman og gerðum andlitslyftingu á litlu íbúð- inni hans í Teigaselinu. Og þá var eins gott að vanda til verks því pabbi var vægast sagt vandvirkur. Þegar við hjónin vorum að koma okkur fyr- ir í húsinu okkar var pabbi settur í nákvæmnisverk eins og að festa höldur á innréttingarnar. Ég man að hann ergði sig yfir því að á einum stað skeikaði hálfum millimetra. Eftir starfslok dundaði pabbi sér við að búa til ýmis listaverk, einkum úr tré. Fallegur skúlptúr í formi fugls eftir hann prýðir heimili mitt að ógleymdum skartgripaskrínunum sem hann hannaði og smíðaði svo listilega vel. Börn og dýr voru pabba afar hug- leikin enda hændust þau sérstak- lega að honum. Þar voru synir mínir engin undantekning. Það þótti ekki leiðinlegt að fá að gista hjá afa og vera kóngurinn í ríki hans, enda bar hann þá á höndum sér. Þeir voru báðir miklir afastrákar og eiga um hann góðar og hlýjar minningar sem munu fylgja þeim gegnum lífið. Trúin á Jesú Krist var haldreipi pabba í lífsins ólgusjó, þar sem veð- ur voru afar misjöfn. Trú hans var sterk og styrktist við mótlæti. Undir lokin talaði hann oft um, hversu miklum innri friði hann fyndi fyrir. Trú hans hjálpaði honum án efa að takast á við veikindi sín með því æðruleysi sem raun bar vitni. Þegar ég var að fara í gegnum dótið hans nýlega, fann ég gulnað spjald með eftirfarandi áletrun: „Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja.“ Þú lifir pabbi minn. Þín elskandi dóttir, Steinunn (Dadí). Með þessum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Zophoní- asar Kristjánssonar, sem lést hinn 18. júlí síðastliðinn. Lauk þá tæp- lega tveggja áratuga samfylgd okk- ar, en ég kynntist Zófa, eins og hann var venjulega kallaður, þegar ég hóf sambúð með Kristjáni syni hans. Minningarnar streyma fram. Fyrst kemur upp í hugann hvað hann var drengjunum okkar ein- staklega góður afi og okkur Krist- jáni mikil stoð og stytta. Hann var einstaklega bóngóður og alltaf tilbú- inn að rétta okkur hjálparhönd. Þegar drengirnir voru lasnir var iðulega hringt í Zófa afa til að hlaupa undir bagga og sitja yfir sjúklingnum svo foreldrarnir gætu sinnt vinnu og námi. Oft þurfti ekki einu sinni að biðja um aðstoð því hann var búinn að bjóða hana fram að fyrra bragði. Þá sagði hann ein- faldlega þegar hann var að fara heim til sín eftir að vera búinn að sitja hjá barnabarninu sínu allan daginn; „hvenær viltu að ég komi á morgun?“ Eitt atvik er mér minn- isstætt og lýsir tengdapabba vel. Þá var mikill pestagangur á heimilinu og flestir eitthvað lasnir. Zófi hring- ir til að heyra í okkur hljóðið og ég bið hann að vera ekki að heimsækja okkur næstu daga því ég vilji ekki að hann sæki sér pestina. Fimm mín- útum síðar hringir dyrabjallan og úti stendur tengdapabbi. Ég varð satt að segja dálítið pirruð yfir því að hann skyldi ekki fara að mínum ráðum og spyr önug hvort ég hafi ekki beðið hann að vera ekki að koma. Hann svaraði því til að það hlyti nú aldeilis að vera þörf fyrir aðstoð fyrst allir væru lasnir. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann veiktist, hann borðaði bara hvítlauk og þá ynni ekkert á honum. Og þar með var hann byrjaður að hita jurtate og saxa niður hvítlauk til að reyna að koma lífi í okkur hin. Auðvitað var þetta kærkomin um- hyggja. Zófi var ekki aðeins til taks til að hjálpa okkur með strákana. Ófáum stundum eyddi hann með okkur við að mála og standsetja áður en við fluttum inn í núverandi heimili okk- ar. Einnig hjálpaði hann okkur við að mála húsið að utan og smíða pall í garðinum. Zophanías var fróðleiksfús og stúderaði gaumgæfilega það sem var áhugamál hans í það og það skiptið. Oft tengdust hugðarefnin börnunum hans eða tengdabörnum á einn eða annan hátt. Þannig fékk hann um tíma mikinn áhuga á Borg- arfirði og öllu sem því héraði við kom af því að þar átti ég rætur mín- ar. Hann sökkti sér niður í bókina Byggðir Borgarfjarðar og lærði svei mér þá öll bæjarnöfn og ábúendur. Þegar hann síðan datt inn í kaffi þá spurði hann gjarnan: „Segðu mér, Björk, hvað heitir bærinn við hliðina á …?“ Stundum vissi ég svarið og stundum ekki. Það gilti einu, hann vissi alltaf svarið. Þetta var bara hans leið til að hefja samræður. Á sama hátt las hann Ljósmæðratalið þegar dóttir hans lauk ljósmæðra- námi og hefur sjálfsagt þekkt allar ljósmæður frá upphafi með nafni. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og við skulum öll muna að sá er ekki horfinn sem lifir í huga okkar og hjarta. Minning um góðan mann lifir. Björk Ólafsdóttir. Nú er tengdapabbi minn hann Zófi farinn yfir móðuna miklu. Ég kynntist honum Zófa fyrst þegar ég og Steinunn fórum að draga okkur saman. Ég man það á þessum fyrstu dögum tilhugalífs okkar þá kom ég upp í Vesturberg til Steinunnar. Zófi var þá í heimsókn hjá þeim mæðgum, eins og títt var á þeim tíma. Hann kallaði mig inn í eldhús, setti mig á koll og fór að rekja úr mér garnirnar, hverra mann ég væri, hvar ég byggi o.þ.h., við lítinn fögnuð dóttur hans. Tilgangurinn var ekki einungis að athuga bak- grunn þessa stráklings, heldur líka einskær áhugi hans á ættfræði og ættartengslum fólks. Fyrst um sinn var hann ekki alls kosta ánægður með þennan dreng, sem var í óðaönn að stela sólargeisl- anum, henni Steinunni, frá honum. En það bráði nú fljótt af honum og þá sérstaklega þegar nýir sólar- geislar komu í heiminn, fyrst hann Bergsteinn okkar og seinna hann Birkir Blær. Zófi var strákunum frábær afi. Þeir sóttust eftir að vera hjá honum, dunda sér með honum. Hjá honum voru þeir algerir prinsar sem dekrað var við í hvívetna. Zófi var einstaklega góður og hlýr mað- ur. Ég man þegar við strákarnir komum að horfa á fótboltaleik með honum þá var ekki annað tekið í mál en að við fengum bestu stólana. Síð- an rauk hann til og hellti upp á kaffi, því leikurinn skipti ekki lengur máli, heldur að okkur liði vel hjá honum. Hann vildi öllum vel og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa ef hann gat, það eru nú ófá handtökin sem hann á í húsinu okkar á Nesinu. Elsku Zófi minn, nú ertu hjá þeim sem þú lagðir traust þitt á í lífinu og ég veit að þér líður vel þar, með hin- um englunum. Árni Haukur Árnason. Nú er hann Zófi afi allur. Hann var búinn að vera mjög veikur síð- ustu tvær vikurnar og því gott að hann fékk að fara. Ég náði að kveðja hann morguninn sem hann dó og er mjög feginn að hafa gert það. Afi var mér alltaf mjög kær. Hann var frábær afi, hress, góður og gjafmild- ur. Það koma margar minningar þegar ég hugsa til baka um afa. Ég man eftir fiskibollunum hans sem hann eldaði svo oft þegar ég var að gista hjá honum … eftir hestinum Mími sem afi var alltaf að hugsa um … eftir ferðalaginu með honum þegar hann varð sjötugur … að hann horfði oft á box langt fram á nætur … að hann fylgdist með ensku deildinni og hélt með Man- chester United … að hann átti einu sinni páfagauk sem hann geymdi inni á klósetti … að hann var alltaf að spyrja hvort mig vantaði pening og hvort hann ætti að kaupa eitt- hvað handa mér … að hann var mjög trúaður … að hann fór oft með mér að kaupa ís … að hann passaði mig þegar ég var lasinn og nuddaði hvítlauk á nærbolinn minn. Þetta eru góðar minningar um Zófa afa og ég kveð hann með þakk- læti fyrir tímann sem við áttum saman. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Ingi Þór Kristjánsson. Elsku afi minn, þú getur ekki ímyndað þér hvað ég sakna þín mik- ið. Ég man hvað ég var rosalega mikill afastrákur. Við vorum alltaf bestu vinir. Við fórum oft í bíltúr saman að kaupa ís og rúnta eitthvað og síðan þegar við komum heim fékk ég bestu fiskibollur í heimi sem þú bjóst til handa mér. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín. Við gerðum alls konar skemmtilega hluti saman eins og að fara í hest- húsið og gefa Mími, hestinum þín- um, að borða og moka hestaskít saman. Ég man hvað þú elskaðir hann Mími þinn og bara hesta al- mennt, þeir voru uppáhaldsskepn- urnar þínar. Ég sakna þess alveg svakalega mikið að vera hjá þér. Þú varst langbesti afi sem maður gæti óskað sér í öllum geiminum. Þú gerðir alltaf allt fyrir mann og hugs- aðir alltaf rosalega vel um mann. Sérstaklega þegar ég gisti hjá þér, þá var bara veisla með gosi og snakki og nammi og síðan gláptum við á sjónvarpið saman þangað til að við sofnuðum báðir. Ég sé samt aðallega eftir því að hafa ekki komið og heimsótt þig oft- ar þegar þú varst á Vífilsstöðum. Ég var samt alltaf heima þegar þú komst í mat til okkar og það var allt- af gaman að fá þig, en samt finnst mér það ekki hafa verið nóg. Ég veit að þú varst mjög trúaður og trúin var mjög sterk hlið af lífi þínu og þess vegna veit ég að þú hvílir í friði það sem eftir er og að guðs englar vernda þig fyrir öllu illu. Zophonías Kristjánsson ✝ Elsku hjartans drengurinn okkar, bróðir, barnabarn og frændi, BJARNI PÁLL KRISTJÁNSSON, Ægisíðu 107, Reykjavík, sem lést á krabbameinslækningadeild Land- spítalans við Hringbraut þriðjudaginn 15. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarsjóð skáta hjá Bandalagi íslenskra skáta. Kristján Geirsson, Droplaug Guðnadóttir, Anna Björk, Birkir, Baldvin, Anna Gísladóttir, Geir Kristjánsson, Ásta Ólafsdóttir, Guðni Þ. Valdimarsson, Margrét Geirsdóttir, Haukur K. Bragason, Guðrún A. Guðnadóttir, Sigurjón H. Hauksson, Valdimar Guðnason, Páll Guðnason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.