Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 27

Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 27 Allt þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Og ég á aldrei eftir að gleyma þér. Ég elska þig, elsku besti afi minn, og það mun aldrei breytast. En núna ertu vonandi orð- inn engill uppi á himnum að horfa niður á mig og vernda mig frá öllu slæmu því ég veit að þú elskar mig líka. Síðan einn daginn kem ég upp til þín og þá getum við farið að gera eitthvað skemmtilegt saman eins og við gerðum áður. Þinn, Bergsteinn Kristján. Nú er afi dáinn. Hann var mjög skemmtilegur afi. Hann fór oft með mér í bíltúra og gaf mér ís. Ég gisti líka oft hjá honum. Ég þakka fyrir allar stundirnar sem við afi áttum saman og ég veit að við munum hittast aftur einhvern tíma. Barnið bíður við glugga: „Hvar er afi minn?“ Barnið bíður við glugga, biður um afa sinn. Afi minn er allur, aldurinn sigraði hann. Afi minn er allur, maðurinn sem ég ann. Mín fyrstu spor og fyrstu orð, lærðust í návist þinni. Öll þín viska og vitur orð situr fast í mínu minni. (Höf. ók.) Ég sakna þín afi. Arnar Breki. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ingibjörg Kristjánsdóttir. Elskulegur móðurbróðir minn, Zophonías Kristjánsson, hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Á kveðjustundum hrannast upp í hug- ann ótal minningar um notalegar samverustundir, hjartagæsku hans og ljúft viðmót. Zófi og Inga byrjuðu búskap í fjölskylduhúsinu svonefnda á Suð- urlandsbraut 99. Þar bjuggu líka amma og afi, Salli frændi og Alla. Þar var oft glatt á hjalla og voru þetta skemmtileg ár. Á þessum tíma eignuðust frændi minn og Inga sína tvo eldri syni, Hörð og Kristján. Síð- ar fluttu þau í stærra húsnæði og nokkrum árum síðar fæddist Viðar. Alltaf var ég að heimsækja þau og strákana, frændur mína. Zófi var mikið tryggðatröll, hann stóð þétt við bakið á mér þegar son- ur minn veiktist. Þá sýndi hann vel sitt stóra og yndislega hjarta. Hann herti mig upp og jók komur sínar til mín eða hringdi. Mér fannst ég vera meira eins og barnið hans en syst- urdóttir. Hann sýndi líka vel hvað hann var góður afi. Barnabörnin voru mikið hjá honum þegar foreldr- arnir voru í námi, í vinnu eða þurftu að sofa eftir næturvaktir. Svo vildu þau líka bara vera hjá afa og fundu hlýjuna frá honum. Afi var duglegur að elda uppáhaldsmatinn þeirra sem þeim þótti nú ekki ónýtt. Frænda mínum var margt til lista lagt. Hann var góður kokkur, bjó til dýrindis rjómatertur sem maður fékk þegar hann bauð í kaffi. Ekki var hann síður góður smiður. Hann bjó til skúlptúra af ýmsum gerðum og flottu skartgripaskrínin hans eru hin mestu meistaraverk. Eitt af áhugamálum frænda var að ráða krossgátur. Hann spurði mig oft hvort ég væri búin að ráða mína krossgátu. Yfirleitt var ég strand og þá setti hann inn í orðin sem vantaði og ég gat haldið áfram. Frændi minn átti lifandi trú á Jesú Krist. Sonur minn Valgarð Bjartmar átti góðan bróður í trúnni þar sem ömmubróðir hans var. Þeir báðu saman og ræddu um trúmál því hjá Zófa gat hann fengið svör við öllu er laut að trúmálum. Valgarð bað stöðugt fyrir Zófa eftir að hann veiktist. Strákarnir mínir Vésteinn og Kristján minnast góðs frænda sem alltaf bar hag þeirra fyrir brjósti. Síðustu æviárin reyndust frænda mínum erfið. Hann fékk blóðtappa og lamaðist á vinstri hluta líkamans. Hann tók þessu af miklu æðruleysi. Sagði þó í eitt skipti við mig að sér fyndist erfitt að sætta sig við að þurfa hjálp við alla hluti. Ég skildi hann svo vel, hann var ekki sá sem vildi láta stjana við sig. En börnin hans og tengdabörn hugsuðu vel um hann. Nú er móðurbróðir minn allur og komið er að okkar hinstu kveðju. Ég kveð hann með söknuði og mun ætíð varðveita í minningasjóði mínum þær ótalmörgu dýrmætu ánægju- stundir sem ég átti með honum. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur, elsku Kristján, Viðar og Steinunn og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Lokaorð mín og hinsta kveðja til frænda míns er: Dagur lífsins endar oft svo skjótt, áður en varir kemur dauðans nótt. Þannig endaði æviferill þinn, allt of snemma, látni vinur minn. Þín viðkynning þótti mér svo góð, þín skal minning geymd í hyggju-sjóð. Það er svo margt sem ég vil þakka þér, þakka allt það gott er sýndir mér. Ég kveð þig nú, og kveð í hinsta sinn, klökk í anda látni vinur minn. Meðan blóðið yljar æðum mín, ætíð þakklát skal ég minnast þín. (Guðlaugur Sigurðsson.) Blessuð veri minning Zophonías- ar Kristjánssonar. Guðrún Kristjánsdóttir. Með söknuði langar mig að kveðja ástkæran ömmubróðir, Zófa, eftir erfið veikindi. Ég reyni að vera ekki sorgmæddur af því að ég veit að hann er kominn til Himnaríkis. Ég minnist allra sameiginlegu stunda okkar er við ræddum um Jesú Krist og hve hann hjálpaði frænda mínum og styrkti síðasta spölinn hans hér. Sú minning hlýjar mér um hjarta- rætur. Fátækleg orð mín, einlæg og sönn mega sín lítils en eiga að sýna hve vænt mér þótti um frænda minn. Þeim fylgja orð í bundnu máli sem er ætlað að fylla hinstu kveðju mína til elskulegs frænda míns enn frekar. Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta, gæfu, lán og marga daga bjarta. Nú er sál þín svifin heimi frá, sett til nýrra starfa Guði hjá. Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta. Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta. Blómgist þar um eilífð andi þinn innilegi vinur minn. (B.B.) Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Valgarð Bjartmar. Ég man það ekki glöggt lengur, hvort það var sumarið sem ég varð ellefu eða tólf ára, þegar Hörður frændi minn í Holti stöðvaði Landroverinn við gatnamótin á Stokkseyri, þar sem innfæddir skilgreina höfuðáttirnar, „austrúr“, „vestrúr“ og „uppúr“, þ.e. þar sem skiltið er sem á stendur „Holtsvegur“, og spurði mig hvort ég ekki vildi taka það að mér að sækja kýr. Þessi stund, sem enn er greypt í huga mér, varð upphafið á margra sumra dvöl minni á heimilinu í Holti, þar sem ég gekk í gegnum það sem ég stundum kalla „háskóla lífsins“ – ég varð sem sagt vinnumaður í Holti á sumrin, sem varð mitt annað heim- ili, þar sem þær húsmæður Anna Guðrún, Gyða og Jóna fóstruðu mig af sinni alkunnu umhyggju sumar eftir sumar, hver um sig, sumar í senn, og háskóli þar sem verklegur undirbúningur undir lífið fór fram. Bræðurnir, Vernharður, Hörður og Jón voru húsbændur mínir eftir að út á hlað var komið, og þaðan út um tún og engi, allt eftir árstímum – vor, sumar haust, og verkefnum. Það sem ég lærði af samverunni við allt þetta frændfólk mitt og vini, og börn þeirra Jón Sigurgrímsson ✝ Jón Sigur-grímsson fædd- ist í Holti í Stokks- eyrarhreppi 7. maí 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 29. júní síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Selfoss- kirkju 10. júlí. eftir því sem þau fædd- ust, mótaði mig sterkt í öllu því sem ég síðar átti eftir að takast á við í lífinu. Alla tíð síðan hef ekki svo mikið sem gripið í snærisspotta án þessa að reynsla mín sem af því sem tekist var á við í Holti nýttist ekki. Þó svo bræðurnir allir hafi verið hús- bændur mínir, hver á sinn hátt – í fjósi, á vinnuvélum, við hey- skap, við jarðvinnslu, girðingarvinnu, vélaviðgerðar, eða hvar sem nú gripið var niður í störfum, tengdist ég Jóni frænda – sem í raunar hét í mínum huga, og svo margra annarra, Nonni í Holti, sterkari böndum en öllum öðr- um – mér finnst að Jón hafi verið ein- stakur vinur minn alla tíð – vinur sem gaf mér svo mikið umfram aðra. Í skemmunni í Holti, þar sem allar vélaviðgerðir fóru fram, lærði maður að handleika skiptilykil, hve mikið mátti taka á topplykli með skafti án þess að rær skemmdust eða boltar slitnuðu – hvernig sjóða mátti málm, eða brenna með gasi – hvernig hnýta mátti snæri á ýmsan hátt – gjarnan undir handleiðslu Jóns. Eitt áttum við sameiginlegt fremur öðrum – tónlistina. Barnsminnin frá Holti eru mörg; á jólum hjá afa og ömmu þegar bornir voru fram ávext- ir í sérstakri skál, þar sem hnífarnir voru geymdir í vösum á hliðinni; við tækifæri þegar systkinin öll stóðu við píanóið og Hákon lék á og leiddi raddaðan söng fjölskyldunnar – allt ilmar þetta af fögrum minningum. En nú þegar ég kveð Jón frænda minn hinsta sinni, þá eru stundirnar við flygilinn efstar í huga, þar sem dægurtónlist stríðsáranna flaut und- an fingrum hans úr flyglinum, sem hann kom eitt sinn með heim á vöru- bílnum frá Selfossi, hljómaheimur sem alla tíð síðan fylgdi mér. Hljóma- heimur sem ég reyndi að gera að mín- um, en náði aldrei á sama hátt og Jón – hljómaheimur sem ég á í minning- unni og mun varðveita. Einnig hve næmur hann var á svo margt – ekki síst fólk. Hann kunni fjöldann allan af sögum og vísum. Oft heyrði maður af mönnum sem áttu erfitt með svefn vegna þess hve þeir voru sterkir – gátu ekki borið létt vegna krafta, eða sögðu einhverja vitleysu. Og þá var hlegið með í hvert sinn sem sagan var sögð, og ekki síður þegar hann fór með vísur, sem hann kunni svo marg- ar. Jón dvaldi löngum frá heimilinu sem bílstjóri á vörubílnum, í vega- vinnu hér og þar. Oft kom hann heim seint á kvöldin, og tóku þá oft við vélaviðgerðir og viðahald á bílnum sem og vinnuvélum búsins, langt frá á nótt. Þá voru helgar og frídagar gjarnan notaðar til hins sama, og þá fékk maður að vera með og læra. Ekkert var svo smátt né stórt að Jón gæti ekki lagað það. Jón skráði sögu samtímans með þúsundum ljósmynda sem hann tók, og sýndi gjarnan á samverustundum fjölskyldunnar, og einnig tók hann marga kílómetra af kvikmyndafilmu. Þessar ómetanlegu heimildir varð- veitir fjölskyldan í dag. Með þessum fáu orðum kveð ég einlægan frænda. Ég votta Jónu, hans sterku stoð og styttu í áratugi, og börnunum öllum, mína innilegustu samúð við fráfall hans. Bjarki Sveinbjörnsson. Meira: mbl.is/minningar Hún amma er dáin. Mikið held ég að hún sé hvíldinni fegin og loksins hittir hún hann pabba minn aftur, en ég veit að hann hefur tekið vel á móti henni, sem og Einar afi. Hún amma gaf mikið af sér alla tíð og var frábær við okkur barnabörnin og síðar barnabarnabörnin sem eru orðin 11 talsins. Minningar um heim- sóknir til ömmu í Álfheimana hafa streymt fram síðustu daga og kallað fram yl í hjarta og bros á vör. Mér eru sérstaklega minnisstæð- ar heimsóknir mínar til ömmu og Margrét Pétursdóttir ✝ Margrét Péturs-dóttir fæddist á Hákonarstöðum á Jökuldal 29. nóv- ember 1917. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram 7. júlí Einars í Álfheimana, þar sem ég fékk að gista frá laugardegi til sunnudags meira og minna í heilan vetur þegar ég var 11 ára. Þá var amma á fullu að kenna mér hina ýmsu handavinnu, en amma var mjög handlagin og mikil saumakona. Ég horfði dáleidd á ömmu og Einar gera fallegar myndir í flos, sem var það eina sem mér var bannað að fikta í. Í staðinn mátti ég sauma, hekla og perla eins og ég vildi. Á meðan var hlustað á óskalög sjúklinga og óska- lög sjómanna, sem setti ávallt punkt- inn yfir i-ið og við amma sungum með. Þegar amma var svo að passa Gísla Einar og Möggu Unni var ekk- ert sjálfsagðara en að hjálpa ömmu við verkið og þá var hjólað úr Breið- holtinu í Sólheimana til að fá að leika við krakkana. Veit ekki hvort hjálpin var mikil en alltaf var amma jafn kát að sjá mann og að launum fékk mað- ur að fara í búðina og kaupa eina litla kók og smá gotterí. Þennan tíma met ég mikils og fannst mér alltaf gott að koma til ömmu. Hún vissi líka oft meira en aðrir um framtíðina, því nösk var hún á að lesa í bolla og spil. Þegar ég átti von á börnunum mínum vissi hún það jafnvel áður en ég vissi það sjálf. Og fyrir akkúrat einu ári kom ég í heimsókn til hennar og þá segir hún mér að það sé nú gaman að hún Vala eigi von á barni. Vala mágkona mín hafði sagt mér frá væntanlegum erf- ingja 2 dögum áður og var ekki búin að láta neinn vita, þar sem hún var einungis komin örfáar vikur á leið. Þessi spádómsgáfa var svo lýsandi fyrir ömmu og alltaf reyndi maður að skyggnast inn í framtíðina þegar lit- ið var í heimsókn í Álfheimana. Núna er amma einn af fallegu englunum á himninum og ég er viss um að hún kemur til með að fylgjast með okkur þaðan. Guð geymi þig, elsku amma mín. Takk fyrir allt það góða sem þú kenndir. Silja. Elsku afi. Hafðu þökk fyrir brosin blíð blessun má þau kalla hafðu þökk fyrir horfna tíð og hlátrana þína alla Það er sárt að þurfa að kveðja þig, mér finnst það allt of snemmt en ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma sem við höfðum þig hjá okkur. Ég á eftir að sakna afa í Kópavog- inum eins og við kölluðum þig alltaf þó svo að þú ættir alls ekki heima þar Sveinbjörn Kristinn Eiðsson ✝ SveinbjörnKristinn Eiðs- son bifreiðasmiður fæddist á Raufar- höfn 20. október 1933. Hann lést á bráðadeild Land- spítalans við Hring- braut 7. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram 16. júní. lengur, en nafnið bara festist við ykkur ömmu. Ég mun geyma hjá mér allar skemmti- legu minningarnar sem ég átti um þig og ömmu, eins og þegar ég fékk að koma og vera hjá ykkur á sumr- in. Þá var ýmislegt skemmtilegt brallað svo ekki sé talað um þegar þú spilaðir fyrir okkur á harmonikk- una, það var svakalegt fjör, og þegar við feng- um senda frá ykkur ömmu pakka af glænýjum lakkrís frá þér og allt það nýjasta í prjónaskapnum frá ömmu. Ég var mikið öfunduð af því að eiga ömmu og afa í Reykjavík. Mig langar að þakka fyrir allan þann stuðning og hjálp sem ég fékk hjá ykkur í öllum þeim ferðum sem ég þurfti að fara til Reykjavíkur áður en Anton fæddist. Þú varst alltaf tilbúinn að keyra mig og sækja hve- nær sem var. Ég er ofsalega ánægð að strákarnir mínir og Doddi fengu tíma til að kynnast þér og við munum segja þeim fá langafa sínum þegar þeir verða stórir. Það er frá nógu að segja og þeir munu fá að vita að þeir áttu harðasta og hraustasta langafa sem til er. Það eru ekki margir menn sem ég þekki sem skera nánast af einn putta en bara teipa hann aftur á svo að þeir geti klárað að vinna. Þú varst alveg einstakur maður og verð- ur alltaf. Ég veit þú verður hjá okkur og fylgist með okkur og styrkir okkur. Blessað ljós ég bið þig nú að brjóst oss innra fyllir þú af heitum kærleik og hreinni trú. Anna Dögg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.