Morgunblaðið - 28.07.2008, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Einar Jónssonstýrimaður til
heimilis á Laugar-
nesvegi 89, fæddist
í Bolungarvík 6.
maí 1933. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi sunnudag-
inn 20. júlí síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Þorgerð-
ar Einarsdóttur frá
Hesti í Hestfirði, f.
21. apríl 1913, d. 2.
febrúar 1996, og
Jóns Guðfinnssonar
frá Litla Bæ í Skötufirði, f. 11.
september 1911, d. 15. desember
1979.
Einar kvæntist 10. október 1956
Veru Einarsdóttur frá Ísafirði, f.
21. apríl 1938. Foreldrar hennar
voru Aðalbjörg Bjarnadóttir frá
Tunguhaga á Völlum, f. 9.10.
1915, d. 10.3. 1992 og Einar Magn-
ús Kristjánsson frá Ísafirði, f.
19.12. 1910, d. 15.8. 1982. Börn
þeirra Einars og Veru eru: A)
Þorgerður Jóhanna, f. 24.1. 1957,
Mjöll, f. 13.10. 2004, Arnar, f.
16.11. 1989, Eva Rún, f. 24.8. 1991
og Alex, f. 11.1. 2001.
Einar fæddist í Bolungarvík og
ólst þar upp til átján ára aldurs en
fluttist þá til Reykjavíkur ásamt
foreldrum sínum. Einar stundaði
sjó á bátum og togurum, fyrst frá
Bolungarvík og síðan frá Reykja-
vík. Hann lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1957.
Ári síðar réð hann sig sem 2.
stýrimann á togarann Karlsefni,
varð 1. stýrimaður þar 1961 og
skipstjóri 1963. Árið 1965 tók Ein-
ar sér hlé frá sjómennsku einn
vetur en fór svo aftur til sjós og
var á hinum ýmsu bátum til ársins
1972. Þá réð hann sig sem 1. stýri-
mann á skuttogarann Ögra frá
Reykjavík og leysti af sem skip-
stjóri til ársins 1985. Frá árinu
1985 starfaði Einar í landi og var
skipaeftirlitsmaður hjá Siglinga-
málastofnun ríkisins þar til hann
lét af störfum vegna veikinda árið
1998. Einar starfaði með Lions-
hreyfingunni í Hafnarfirði og var
gerður að heiðursfélaga Lions
2005.
Útför Einars fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
maki Snorri Hildim-
ar Harðarson. f. 16.
nóvember 1953. Börn
þeirra eru Hörður, f.
7.4. 1975, maki Ewa
Szuba, f. 29.7. 1976,
dætur þeirra eru Jó-
hanna Wiktoria, f.
29.9. 2007 og Kristín
Natalia, f. 29.9. 2007,
Einar Jón, f. 14.1.
1980 og Vera Dögg,
f. 1.4. 1985. B) Ólaf-
ur, f. 6.6. 1960, maki
Sólveig Björnsdóttir,
f. 12.7. 1961. Börn
þeirra eru Vera Sólveig, f. 1.9.
1980, Einar Björn, f. 23.3. 1985,
Jón Atli 24.10. 1993 og Ársól
Drífa, f. 27.5. 1995. C) Hrönn, f.
11.4. 1962, maki Óskar Bjartmarz,
f. 13.8. 1960. Börn þeirra eru Þór-
dís Katla, f. 21.8. 1983 og Hilmar,
f. 24.5. 1986, unnusta Hugrún
Hannesdóttir, f. 31.10. 1988. D)
Jón, f. 2.12. 1967, maki Guðný Jó-
hannsdóttir, f. 6.4. 1967. Börn
þeirra eru Ingunn Þóra, f. 20.2.
1985, dóttir hennar er Tinna
Ég var svo heppin að kynnast
Einari fyrir rúmum 8 árum, þegar
ég kom í þessa yndislegu fjöl-
skyldu. Einar var góður og
skemmtilegur sögumaður og hafði
einstakan húmor, hann var alltaf
léttur og hress þrátt fyrir veikindi
sín. Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja góðan og yndislegan mann
sem er nú farinn frá okkur í betri
heim.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku tengdapabbi, takk fyrir
allt sem þú gafst mér og mínum.
Guð blessi þig og minningu þína.
Þín tengdadóttir
Guðný.
Elsku besti afi, það er skrítin til-
finning að setjast niður og skrifa
mín hinstu orð til þín. Að vita til
þess að ég fái ekki knús og þúsund
kossa frá þér afi þegar ég kemur
suður stingur mig í hjartað. Dauðs-
fall þitt bar svo snöggt að þó að þú
hefðir verið búinn að berjast við
veikindi þín lengi og hetjulega var
þessi niðurstaða alltaf svo fjarstæð.
Afar og ömmur eru ávallt í huga
manns ódauðleg. Á marga vegu
ertu það, elsku afi, það býr partur
af þér í okkur öllum, afkomendum
þínum. Þú varst svo stoltur af fjöl-
skyldunni þinni allri saman, elsk-
aðir okkur öllu svo heitt, en heitast
elskaðirðu samt ömmu. Ó, þú elsk-
aðir hana svo heitt og innilega og
það er sjaldan sem maður sér svona
mikla og fallega ást. Þið voruð
sköpuð fyrir hvort annað. Þú tókst
alltaf í höndina á henni og gafst
henni léttan koss. Mér hlýnar um
hjartarætur þegar ég hugsa um
þetta og allar þær stundir sem ég
hef fengið að njóta með þér. Því
margar eru minningarnar og þær
mun ég varðveita í hjarta mínu um
ókomin ár.
Þú varst gull af manni, fróður um
marga hluti og þá sérstaklega ef
það snerti sjóinn. Þú varst sjómað-
ur mikill. Ég gleymi aldrei þegar ég
var yngri hvað ég var montin að
eiga afa með tattú upp báða hand-
leggina og ég montaði mig svo af
því í grunnskóla. Afi minn var sko
ekta sjómaður. Ég er enn í dag
montin af þér, elsku afi, og ekkert
getur breytt því. Þú varst stoltur
Bolvíkingur, það var nokkuð sem
margra ára dvöl í Reykjavík gat
aldrei breytt. Þú varst Bolvíkingur
í húð og hár og talaðir alltaf svo fal-
lega um Víkina okkar, vatnið og
loftið sem er ávallt best þar. Já, þar
undir þú þér vel.
Víkin mín fríða í fjallanna sölum
Víkin svo fögur við ólgandi haf.
Víkin sem skartar svo fallegum dölum
Víkin sem Drottinn af góðmennsku gaf.
Víkin sem vonir í brjóstunum vekur
Víkin mun vandlega hlúa mér að.
Víkin sem huga minn alfarið tekur
Víkin í hjarta mér ætíð á stað.
(Ragna Jóhanna Magnúsdóttir.)
Ég sakna þín nú þegar, elsku afi,
og á eftir að sakna þín alla ævi. En
ég mun varðveita ást þína, um-
hyggju og alúð í brjósti mér. Rækta
þær minningar sem ég á. Ég veit að
þú munt fylgja mér hvert fótspor
hvort sem það er þarna uppi eða
einfaldlega í hjarta mér.
Þú munt vaka yfir okkur öllum
og þá sérstaklega ömmu. Veita okk-
ur styrk á þessum erfiða tíma. Þú
veist að öll okkar ást er hjá þér.
Þín dótturdóttir,
Vera Dögg.
Seinasta sunnudag fengum við
þær fréttir að afi væri farinn. Sein-
ustu dagar hafa verið fjölskyldunni
erfiðir enda söknuðurinn mikill. Við
hugsum til baka, um afa og allt það
góða og skemmtilega sem við áttum
saman. Einar afi var einstaklingur
sem litið var upp til, vinnusamur og
duglegur, jákvæður og spaugsamur
og gátum við alltaf fengið einhverj-
ar spaugilegar setningar í samtöl-
um við afa.
Þegar við fengum okkar fyrstu
húðflúr var afa kennt um að hafa
þessi áhrif á börnin, enda sjómaður
til margra ára og húðflúr því til
staðfestingar. Okkur börnunum
þótti það flott að vera eins og afi.
Einar afi hafði verið veikur um
langt skeið en alltaf náði hann að
harka af sér, svo sterkur var hann
og lífsviljinn mikill og ekki var
langt í spaugið hjá honum. Þrátt
fyrir súrefniskút og hjólastól sá afi
hið jákvæða og fyndna í lífinu.
Lífið verður ekki eins án þín afi,
bananar og Bónus-ís munu alltaf
minna okkur á þig sem og Spaug-
stofan og Raggi Bjarna, sjómanna-
lög og húðflúr. Við eigum margar
góðar minningar sem við leitum til
þegar söknuðurinn verður sár,
styrkur fjölskyldunnar mun hjálpa
okkur í gegnum sorgina og umræð-
ur um skondin atvik og setningar
létta lífið. Afi, þín verður sárt sakn-
að, þín verður ávallt minnst. Guð
geymi þig.
Hilmar og Þórdís.
Mig langar að kveðja mág minn
Einar með örfáum orðum. Einar
hefur átt við illvígan sjúkdóm að
stríða um árabil og var sú barátta
hörð. En hann gekk í gegnum þá
baráttu af krafti og dugnaði og
ótrúlegt hversu lengi hann gat bar-
ist. Ég hef þá trú að sjómennska
frá unga aldri, við erfiðar aðstæður
oft á tíðum, efli menn og herði, því
aldrei var kvartað.
Ég kynntist Einar fyrir hálfri öld
þegar hann var að stíga í vænginn
við Veru, eldri systur mína, og
fylgdist spennt með þeim sam-
drætti eins og von var og vísa fyrir
stelpugopa á unglingsaldri. Þau
trúlofuðu sig fljótt eftir fyrstu
kynni enda var þetta ást við fyrstu
sýn og sú ást entist til hans dauða-
dags. Þau voru afar náin og til gam-
ans vil ég segja frá því að sjómaður
nokkur sem var með Einari á Ögra,
þar sem hann var stýrimaður um
árabil, sagði að Einar hefði ávallt
sagt að „Vera mín“ hefði sagt þetta
og hitt. Strákarnir um borð fóru í
gamni að kalla hana Vera mín. Þeg-
ar ókunnugir hásetar komu um
borð héldu þeir að hún héti Vera
mín. Þetta sýnir þvílíka ást Einar
bar til hennar.
Einar var til sjós í mörg ár og þá
var hann oftast frá í það minnsta
mánuð í senn með stuttu sólar-
hringsstoppi í landi á milli. Á með-
an stóð Vera í brúnni á heimili
þeirra og sá um börn og bú af
myndarskap og þrautseigju. Það
var og er erfitt að sjá ein um fjögur
börn og taka allar ákvarðanir ein.
Einu samskiptin við skipin voru í
gegnum loftskeytastöð sem allir
gátu hlustað á. Þegar Einar hætti á
sjónum fyrir um 20 árum og fór að
vinna í landi sagði hann að það
hefði verið mikil gæfa, því nú gæti
hann lifað eðlilegu fjölskyldulífi.
Einar var einbirni og þótti það leitt
og vildi sjálfur eignast stóra fjöl-
skyldu sem og gerðist. Vera og Ein-
ar eignuðust fjögur börn sem eru
öll mannvænleg og undur góð við
foreldra sína og hafa staðið styrk
við hlið þeirra og veitt þeim alla þá
hjálp sem þeim hefur verið unnt.
Einar og Vera voru ekki bara
hjón, þau voru bestu vinir sem er
það nánasta og besta sem hjón upp-
lifa og tryggast í öllum hjónabönd-
um. Þau stóðu saman í öllu. Vera
var ætíð vakin og sofin yfir líðan
hans og sýndi fádæma umhyggju
og þolinmæði í þessu veikindastríði.
Einar var mikill húmoristi og hélt
því til dauðadags.
Vertu sæll, kæri mágur, og megi
þjáningum þínum vera lokið.
Ég og fjölskylda mín sendum
þér, Vera mín, og fjölskyldu þinni
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og megi almættið gefa ykkur styrk
í ykkar sorg.
Sigríður Einarsdóttir.
Frændi minn og góður vinur er
látinn eftir langvarandi veikindi.
Við Einar vorum systkinabörn og
ólumst upp í Bolungarvík. Foreldr-
ar okkar voru perluvinir alla tíð og
var væntumþykja og virðing þar á
milli augljós. Feður okkar voru
gamansamir menn og var oft glatt á
hjalla þegar þeir hittust. Þessu
andrúmslofti vöndumst við systk-
inabörnin og vitnuðum oft í samtöl
þeirra og samskipti.
Einar átti því ekki langt að sækja
glettnina. Hann hafði sterka kímni-
gáfu og gat gert góðlátlegt gys að
mönnum og málefnum og ekki síst
sjálfum sér. Hann var beinskeyttur
og opinskár og laus við tepruskap
en afskaplega hlýr og einlægur
maður í viðmóti. Ég fékk aldrei
minna en tvo kossa þegar við hitt-
umst, einn á hvora kinn. Mér þótti
vænt um þessa kossa því þeir voru
svo innilegir. Hann var uppörvandi
í tali enda þótt heilsan væri orðin
slæm og maður stendur gjörsam-
lega gáttaður yfir þeim styrk sem
fólki er gefinn undir þessum kring-
umstæðum.
Einar var gæfumaður í einkalífi
með Veru sína sér við hlið og þar
fór glæsilegt par sem geislaði af um
götur og torg.
Við systkinin óskum Veru og
börnunum alls hins besta og kveðj-
um Einar Jónsson frænda okkar.
Megi hann hvíla í friði.
Halldóra Sigurgeirsdóttir.
Fallinn er nú frá frændi minn og
vinur, Einar Jónsson, eftir langvar-
andi baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Við ólumst upp saman í Bolung-
arvík og var heimili hans sem mitt
annað heimili. Við brölluðum margt
saman á æskuárunum og var Einar
alltaf fús að leyfa mér að koma með
þó að ég væri yngri. Einar fékk
meðal annars lánaðan árabát hjá
gömlum manni í Víkinni. Stundum
fékk ég að fara með og draga kol-
anetin sem mér þótti mjög spenn-
andi að fá að taka þátt í. Síðar, þeg-
ar hann fór að róa með föður sínum,
sem þá var skipstjóri í Bolungarvík,
fékk ég að fara með, bæði í línuróð-
ur og einnig í kolkrabbaveiðar í
Arnarfirðinum. Snemma beygðist
krókurinn enda varð sjómanns-
starfið ævistarf Einars. Hann var
bæði stýrimaður og skipstjóri á
togurum frá Reykjavík. Eftir að
fjölskyldan flutti suður fékk ég að
fara til þeirra í heimsóknir. Síðan
urðum við skipsfélagar á togaran-
um Hvalfelli í rúmlega eitt ár þar
sem faðir hans var bátsmaður.
Við hjónin eigum góðar minning-
ar um Einar sem okkur fannst allt-
af svo glaður og gamansamur og
það breyttist ekki þó að hann væri
orðinn mjög veikur. Við áttum allt-
af samastað hjá Einari og Veru í
Safamýrinni þegar við vorum að
koma til Reykjavíkur með börnin
okkar lítil til læknis eða í öðrum er-
indagjörðum. Þau reyndust okkur
vel og voru alltaf boðin og búin að
keyra okkur um borgina sem við
erum mjög þakklát fyrir.
Elsku Vera, við Addý sendum
þér og fjölskyldunni innilegar sam-
úðarkveðjur. Megi guð styrkja ykk-
ur á erfiðri stundu.
Einar Guðmundsson.
Okkur hjónin langar til að minn-
ast Einars Jónssonar, tengdaföður
Óskars, sonar okkar. Kynni okkar
Einars og Veru hófust fyrir um það
bil 50 árum, svo það var áður en
börnin okkar fæddust, Óskar og
Hrönn, sem eiga silfurbrúðkaup á
þessu ári. Í „dagbók barnsins“ sem
Óskar á stendur skrifað: náttföt frá
Veru og Einari. Skrýtin tilviljun
það.
Einar er búinn að glíma við erfið
veikindi nú um langt árabil, en allt-
af verið jákvæður og tekið því sem
að höndum hefur borið með miklum
sóma. Hann var einstaklega ljúfur
maður, mikill fjölskyldumaður og
sérstaklega barngóður, þó hann
væri mikið frá heimilinu meðan
börnin voru að vaxa úr grasi vegna
vinnu sinnar sem sjómaður og
stýrimaður til margra ára.
Þrátt fyrir veikindi Einars síð-
ustu árin hafa þau hjón getað
ferðast töluvert og átt margar
gleðilegar stundir bæði með vinum
og fjölskyldu.
Nú þegar leiðir skilur í bili viljum
við þakka Einari fyrir samfylgdina.
Veru og allri fjölskyldunni viljum
við senda okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Þórdís Katla Sigurðardóttir
og Hilmar Bjartmarz.
Nú er genginn góður vinur og
Lionsfélagi, Einar Jónsson. Glettni
hans og góðvild mun ávallt ein-
kenna minningu mína um þennan
góða dreng. Okkar kynni hófust
fyrir alvöru þegar hann sem vara-
ritari, hljóp í skarðið fyrir forfall-
aðan ritara minn árið 1994.
Mættur og til þjónustu reiðubú-
inn án alls undirbúnings, var Einar
Jónsson settur ritari Lionsklúbbs
Hafnarfjarðar. Hann þjónaði í því
embætti í tvö ár sem er einstakt í
okkar klúbbi. Þetta er bara eitt
dæmi um þá mannkosti sem Einar
bjó yfir. Þegar leið á samstarf okk-
ar fann ég hvað hann unni því vel
að vinna fyrir þá sem minna mega
sín. Trúmennska hans og þörfin
fyrir það að láta gott af sér leiða
var alltaf í fyrirrúmi. Eitt skiptið
var boðaður fundur í stjórninni í
síma. Einar var alveg í öngum sín-
um og sagði að það væri barna-
afmæli (barnabarn) í fjölskyldunni.
Þá sagði ég að fjölskyldan gengi
fyrir Lions. Þessu gleymdi Einar
aldrei, minnti mig alltaf á þetta og
það varð til þess að ég gerði það að
mínum einkunnarorðum sem um-
dæmisstjóri Lions.
Einar kenndi manni að bera virð-
ingu fyrir öllu og ekkert var und-
anþegið. Alltaf að vera varkár í
gagnrýni og hvetja frekar en að
deila á það sem gert er. Ef við gæt-
um tileinkað okkur þessa lífsspeki
væri veröldin önnur en hún er í
dag. Það að deila á það sem gert er,
án þess að koma með lausnir til úr-
bóta, var ekki í anda Einars Jóns-
sonar. Einar hlaut þónokkrar við-
urkenningar á þeim tæpu 20 árum
sem hann þjónaði sem Lionsmaður.
Árið 2005 hlotnaðist honum ein sú
mesta viðurkenning sem Lions-
félagi getur fengið, Melvin Jones-
viðurkenningin. Viðurkenningu frá
umdæmisstjóra fékk hann ásamt
fjölda viðurkenninga fyrir trú-
mennsku og skyldurækni. Einar
þjónaði í flestum nefndum og einnig
í stjórn Lionsklúbbsins okkar.
Enginn gengur einn í svona
starfi. Einar var ríkur maður hvað
varðaði fjölskyldu og maka og feng-
um við hjónin að kynnast þeim
Veru og Einari enn betur þegar leið
á. Vinskapurinn jókst og þegar leið
að lokum samverustunda okkar
fann ég hvað ég átti góðan vin, Ein-
ar Jónsson. Ég vil þakka fjölskyldu
Einars fyrir lánið á þessum góða fé-
laga sem lagði sitt af mörkum fyrir
þá sem minna mega sín í samfélag-
inu. Hugsjónir hans og lífsskoðun
munu alltaf fylgja okkur og styrkja
í starfi. Ég get talað fyrir hönd
Lionshreyfingarinnar á Íslandi
þegar ég segi að missir okkar er
mikill. Félagi er fallinn sem hafði
alla þá kosti sem góður Lionsfélagi
getur haft. Lítillæti og trúmennsku,
ásamt sinni alkunnu kímni sem allt-
af lyfti upp andanum á fundum. Ég
mun sakna þess að fá klapp á bakið
frá Einari á fundum í klúbbnum
okkar og hlusta á hvatningarorð
hans.
Veru, eiginkonu hans vottum við
okkar dýpstu samúð og allri fjöl-
skyldunni, sem syrgir föður og afa.
Munið bara það að hann lagði mikið
til samfélagsins sem ekki gleymist.
Megi góður Guð vernda minningu
vinar okkar.
Fyrir hönd Lionsklúbbs Hafnar-
fjarðar
Björgúlfur Þorsteinsson
og María Davíðsdóttir.
Einar Jónsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800