Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 34

Morgunblaðið - 28.07.2008, Side 34
34 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Hancock kl. 10:20 B.i. 12 ára Meet Dave kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára Big Stan kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára The Incredible Hulk kl. 10:10 B.i. 12 ára The Strangers kl. 8 - 10 B.i.12ára Hellboy 2 kl. 6 - 10:10 B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára 650kr. SÝND SMÁRABÍÓI SÝND SMÁRABÍÓI650kr. 650kr. 650 kr. 650k r. 650k r. SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King SÝND HÁSKÓLABÍÓI "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR ÞESSARI MYND! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BALDUR Björnsson, myndlist- armaður og hjólabrettahönnuður, verður 32 ára á árinu og verður því ekki annað sagt en hann hafi blómstrað seint í hjólabrettasport- inu sem hann uppgötvaði fyrir um 5 árum. „Ég hafði fengist við graffití og fylgdist vel með því sem var að gerast í brettunum. En það var ekki fyrr en mér áskotnuðust nokkur gömul bretti til að leika mér á að ég fór að stunda þetta sjálfur og þegar ég fékk mitt fyrsta longboard-bretti varð ekki aftur snúið.“ Það er umfram allt notagildi og þægindi sem hefur laðað Baldur að hjólabrettinu og segir hann að það hafi gert gæfumuninn hve fullorðinn hann var þegar hann byrjaði að renna sér á brettunum: „Ég slapp snyrtilega við það að þurfa að vera klár í að gera kúnstir á brettinu og gat einbeitt mér að því sem mér finnst skemmtilegast, sem er að þeysa niður brekkur.“ Hraði og stöðugleiki Baldur vinnur nú að nýrri hönnun á hjólabrettinu sem byggist einmitt á longboard-hönnuninni, en eins og nafnið gefur til kynna eru þau bretti töluvert lengri en hefðbundin hjóla- bretti. „Þetta eru bretti með þykk- ari dekkjum, breiðari öxlum og al- gengt að þau séu um metri að lengd. Þessi gerð bretta er ekki hugsuð til að gera trikk og stökk heldur gerð til að „krúsa“ og fara hratt og greitt milli staða,“ útskýrir Baldur sem áður hefur fengist við skreytingar og breytingar á brettum en aldrei með jafnrótækum hætti og nú. Brettið sjálft, þ.e. fjölina, smíðar Baldur sjálfur og velur síðan við öxla og hjól sem best henta notk- unarmöguleikum brettisins. „Brett- ið er óvenjustórt og breitt, engin sveigja er í brettinu og hornin horn- rétt og skörp en ekki rúnnuð. Hugs- unin er að gera bretti sem er ofur- stöðugt og þægilegt til að fara hvort heldur sem er hratt eða hægt milli staða,“ útskýrir hönnuðurinn. „Hönnunin miðar líka að því að brettið sé nothæft í rigningu og leið- indum. Helsta vandamálið við venjuleg bretti er að þau eru við- kvæm fyrir vætu en þessi eru gerð úr efni sem á að þola bleytu vel.“ Reiknar Baldur með að fyrstu tvö brettin eftir nýju hönnuninni verði tilbúin að mánuði liðnum og geta áhugasamir sett sig í samband við hann með tölvupósti á blald- ur@gmail.com. Hannar nýja tegund hjólabrettis  Baldur Björnsson hannar nýja gerð hjólabrettis sem er óvenju stórt og breitt  Lipurt samgöngutæki sem hentar íslenskum aðstæðum og þolir bleytu vel Morgunblaðið/Valdís Thor Hraður „Ég gat einbeitt mér að því sem mér finnst skemmtilegast, sem er að þeysa niður brekkur,“ segir Baldur. Ótal gerðir Til eru ýmsar gerðir og út- færslur af brettum og reglulega koma fram róttækar nýjungar. Til dæmis slógu samanfellanleg hlaupabretti í gegn fyrir nokkr- um árum og nú nýtur Ripstik- brettið svokallaða mikilla vin- sælda víða um heim, en á því eru aðeins tvö hjól. Óvíst um upprunann Lítið er vitað með vissu um uppruna hjólabrettisins. Sumir telja að hjólabrettið hafi orðið til í tengslum við kassabíla- kappakstur og að fyrsta brettið hafi þá „orðið til“ þegar krakk- ar reyndu að renna sér áfram standandi á hálfsmíðuðum kassabílum. Önnur tilgáta er að brim- brettagæjar hafi fest hjólin undan rúlluskautum á viðarfjöl til að reyna að fá útrás fyrir brettahvötina þegar góðu brimi var ekki til að dreifa. Góð hreyfing Talið er að meðalmanneskja brenni 272 hitaeiningum með því að skauta um eina klukku- stund á hjólabretti, sem er álíka brennsla og í tvíliðaleik í tennis. Stækkandi hópur Hjólabrettin eru nátengd unglingamenningu og -tísku en ná til æ fleiri hópa með hverju árinu. Verðbréfasalar hafa t.d. sést á hlaupabrettum á þeyt- ingi milli skrifstofuturna í stór- borgum heimsins og hafa jafn- vel verið gerðar tilraunir með notkun hjólabretta í hernaði. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.