Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN barst ein tilkynning um hópuppsagnir í júlí- mánuði. Það var Byggingafélagið Kambur sem tilkynnti uppsagnir 23 starfsmanna af 70 sem starfa hjá fyr- irtækinu. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar er 1.281 maður at- vinnulaus á höfuðborgarsvæðinu sem þýðir rúmlega 1% atvinnuleysi. Á landinu öllu eru 2.212 manns án at- vinnu. Um hópuppsagnir gilda ákveðin lög þegar fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á 30 daga tímabili fer yfir ákveðin mörk. Þumalfingursreglan er að lögin gildi ef einum af hverjum tíu er sagt upp. Í slíkum tilvikum er atvinnurekanda skylt að hafa sam- ráð við trúnaðarmann stéttarfélaga eða annan fulltrúa starfsmanna í því augnamiði að ná samkomulagi. Trúnaðarmaður skal fá allar upplýs- ingar sem máli skipta um uppsagnir og fá skriflegar ástæður fyrir þeim. orsi@mbl.is 23 sagt upp hjá Kambi 2.212 manns án atvinnu á landinu Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FORMAÐUR skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og fulltrúar Listaháskóla Íslands (LHÍ) og Samson properties fund- uðu í gær um verðlaunatillögu +Arkitekta að nýbyggingu skólans við Laugaveg. Bæði Hanna Birna og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ, hafa lýst yfir ánægju sinni með fundinn. „Ég átti mjög góðan fund með fulltrúum Listaháskólans,“ segir Hanna Birna. „Við fórum í gegnum tillögurnar og þeir skýrðu sín sjón- armið og ég fór yfir sjónarmið borgaryfirvalda. Við komumst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að hefja samvinnu varðandi vinnings- tillöguna með það að markmiði að mæta þörfum skólans sem líka taka mið af sjónarmiðum borgaryfir- valda.“ Kynnt í skipulagsráði fljótlega Að sögn Hönnu Birnu var afar jákvæður tónn á fundinum en nú hefjist vinna skipulagsyfirvalda og aðstandenda samkeppninnar. Vinn- ingstillagan verður kynnt í skipu- lagsráði í næstu viku en á fundinum var rætt um að reyna að ljúka öll- um viðræðum í byrjun hausts. „Við erum fullviss um að skólinn mun reisa sér gott húsnæði við Lauga- veginn og starfa þar til framtíðar.“ Að sögn Hjálmars höfðu aðstand- endur keppninnar óskað eftir mál- efnalegri og fagmannlegri viðræðu við skipulagsyfirvöld um vinnings- tillöguna. „Fundurinn sem við átt- um við formann skipulagsráðs er í raun bara upphaf að því ferli sem við höfum óskað eftir.“ Hjálmar segist vona að fram- haldið gangi hratt og vel fyrir sig. „Í raun vitum við ekkert hverjar niðurstöðurnar verða en við erum bjartsýn á þetta enda er vinnings- tillagan að okkar mati afar sterk, bæði fyrir borgina og skólann.“ Vinningstillaga unnin áfram Formaður skipulagsráðs og aðstand- endur nýbyggingar LHÍ funduðu í gær Í HNOTSKURN»Eftir töluverða umfjöllunfjölmiðla um sjónarmið borgaryfirvalda og aðstand- enda var loksins fundað um málið í gær. »Niðurstaðan var að vinnatillöguna áfram en hún verður lögð fyrir skipulagsráð í næstu viku. Eftir Andra Karl andri@mbl.is STAÐGENGILL lögreglustjórans á Selfossi, Gunnar Örn Jónsson, gaf í gær út ákæru á hendur sjö einstak- lingum sem handteknir voru við bor- holu Hellisheiðarvirkjunar á mánu- dag. Brotin eru talin varða við almenn hegningarlög, lögreglulög og lög- reglusamþykkt Árnessýslu. Málið var þingfest samdægurs í Héraðsdómi Suðurlands og aðalmeðferð frestað til 19. ágúst nk. Ekki var talin ástæða til að fara fram á farbann. Fólkið sem kemur frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð var sleppt úr haldi lögreglunnar í gærdag eftir um sólarhringsdvöl í fangaklefa og skýrslutökur. Allir ákærðu neituðu sök fyrir dómi og fá því tækifæri til að taka til varna. Sakfellt í sambærilegu máli Fólkið er ákært fyrir að ryðjast heimildarlaust inn á vinnusvæði Hellisheiðarvirkjunar (húsbrot), hlýða ekki fyrirmælum lögreglu auk þess að brjóta gegn lögreglusam- þykkt Árnessýslu (134/1939). Orkuveita Reykjavíkur og Klæðn- ing hf. gera kröfu um 500 þúsund króna bætur vegna vinnutaps, en mót- mælendur stöðvuðu vinnu jarðbors. Dómur var upp kveðinn í sambæri- legu máli 30. júní sl. í Héraðsdómi Suðurlands, en í því var ákært fyrir mótmæli við Hellisheiðarvirkjun fyrir ári. Þá voru níu einstaklingar ákærðir og allir dæmdir til sektar, átta til að greiða 50 þúsund krónur og einn til að greiða 100 þúsund krónur. Neituðu sök og aðalmeð- ferð frestað Sjö ákærðir vegna mótmælaaðgerða Stöðvuðu vinnu Mótmælendur komu sér fyrir á jarðbornum Tý. JÓN Árni Árnason og Freyr Ingi Björnsson úr Íslenska alpaklúbbnum vinna í 50 metra hæð í Hafrahvammagljúfri, en hæfileikar og búnaður austurrískra og íslenskra fjallaklifrara hafa verið nýttir við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun í sumar. Þeir eru nú að ljúka vinnu sinni við örygg- isnet sem strengja þurfti í Hafrahvammagljúfri. Ístak er að undirbúa bygg- ingu stíflu í Hafrahvammagljúfri skammt neðan við Kárahnjúkastíflu. Til- gangurinn er að búa til hyl til að taka við fossinum úr yfirfalli stíflunnar. Mikið hrun er úr hamraveggjunum og til að tryggja öryggi starfsmanna var ráðist í það mikla verk að hreinsa allt laust grjót úr gljúfurveggjunum og strengja stálnet yfir. Gilið er 105-120 metra hátt á þessum stað. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Klifrarar strengja net Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÓLAFUR F. Magnússon borgar- stjóri tjáir sig ekki efnislega um ástæður þess að Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir arkítekt og fyrrverandi varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur verið látin víkja skyndilega fyrir Magnúsi Skúlasyni, formanni húsafriðunar- nefndar. Sjálf segist Ólöf Guðný undrandi á málinu. „Ég var mjög hissa þegar ég fékk símtal frá borg- arstjóra þess efnis að ég nyti ekki lengur stuðnings hans og að nýr að- almaður kæmi inn í ráðið í minn stað,“ segir hún. „Ég fæ ekki séð að ég hafi í við- tölum sagt neitt umfram það sem hver embættis- eða stjórnmálamað- ur myndi láta hafa eftir sér miðað við stöðu þessa tiltekna máls [þ.e. að hún teldi ótímabært að taka afstöðu til vinningstillögu um Listaháskóla Íslands þar sem tillagan hefði ekki verið rædd í skipulagsráði]. Ég taldi mig ekki geta tekið af- stöðu með eða á móti tillögunni,“ bendir hún á. „Og mér var tjáð að þetta væri tilefni þess að ég nyti ekki lengur trausts borgarstjóra. Það er mér vitanlega ekkert annað sem hef- ur gefið honum tilefni til að taka þessa afstöðu til minna starfa,“ segir hún. „Ég hef unnið eftir minni bestu sannfæringu í skipulagsráði og í anda stefnu þess meirihluta sem ég var tilnefnd af og hef átt afskaplega gott samstarf við formann ráðsins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Það hefur verið góður starfsandi innan skipulagsráðs og ég hef haft mikla ánægju af að vinna innan ráðsins.“ Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir að Magnús Skúlason sé vafalít- ið mjög sammála honum um þær áherslur sem nú eru uppi um vernd- un gamallar götumyndar í miðborg- inni en tjáir sig ekki um málið frekar. Mjög hissa á símtalinu Varaformaður skipulagsráðs víkur skyndilega fyrir Magnúsi Skúlasyni Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Ólafur F. Magnússon Furðar sig á einræðistilburðum mbl.is | Sjónvarp ÝTARLEG rannsókn Náttúrufræðistofu Kópa- vogs og Umhverfis- og samgöngusviðs Reykja- víkurborgar leiddi ný- lega í ljós að Reykjavík- urtjörn er mjög menguð. Einkum er tjörnin meng- uð saurgerlum og eldri rannsóknir benda til að í botnseti hennar sé að finna töluverða þung- málmamengun. Lífríki í tjörninni hef- ur ekki farið varhluta af menguninni. Háplantan síkjamari finnst ekki lengur í tjörninni en hún hélt vatninu hreinu og tæru. Sömu sögu er að segja af ýmsum smádýrum eins og vatnaflóm sem andfuglar leggja sér til munns. Þá hafa óæskilegir bláþörungar náð þar fótfestu. Ástæður mengunarinnar eru margþættar en hún er að mestu af manna- völdum. Er í því samhengi talað um sorpurðun, eyðingu votlendis, ofanvatn frá umferðargötum og fleira. Saurmengunin er rakin til fuglalífs og skólp- losunar, sennilega frá svæði Reykjavíkurflugvallar. skulias@mbl.is Mikil saurgerlamengun í Tjörninni í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Drullupollur? Tjörnin er töluvert menguð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.