Morgunblaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÁTTU dót á tombólu?“ er setning sem heyrist á ófáum dyraþrepum þessa dagana, enda sumarið að venju mikil tombóluvertíð hjá íslenskum börnum. Rauði kross Íslands hefur ekki farið varhluta af tombólumennningunni því þangað fara börnin með ágóðann og þótt um smáar upp- hæðir sé að ræða hverju sinni safnast sann- arlega þegar saman kemur, því í lok árs hafa iðu- lega safnast fleiri hundruð þúsund krónur. Til viðbótar við tombólurnar eru krakkarnir mjög hugmyndaríkir við að finna upp nýjar leiðir til að safna pening og fær þá sköpunargáfan oft að njóta sín. Þrjár vinkonur á Hólum í Hjaltadal seldu til dæmis ferðamönnum minjagripi sem þær bjuggu sjálfar til úr perlum og skeljum. Margir krakkar bæta við söfnunina með því að skila flöskum í endurvinnslu og í Hveragerði tóku nokkrar stelpur sig til, gengu í hús og seldu kort sem þær höfðu teiknað sjálfar til styrktar Rauða krossinum í kjölfar jarðskjálftanna. Rauði krossinn safnar ágóðanum sem er ár- lega varið í ýmiskonar verkefni til stuðnings fá- tækum börnum og fá íslensku börnin að fylgjast með því hvernig framlag þeirra nýtist, því Rauði krossinn sendir þeim bréf sem segir frá því verkefni sem valið er, auk viðurkenningarskjals. Tombóluféð mikilvægt framlag Íslenskir krakkar eru framtakssamir í góðgerðarmálum og safna árlega hundruðum þúsunda króna að eigin frumkvæði fyrir Rauða krossinn með tombólum til styrktar bágstöddum börnum Í HNOTSKURN »Árlega halda 200-300börn á Íslandi tombólur að eigin frumkvæði og safna þannig peningum til hjálpar öðrum börnum víðs- vegar í heiminum » Í fyrra söfnuðu tom-bólubörn alls 570.000 krónum fyrir Rauða kross- inn og það sem af er þessu ári hafa safnast um 250.000 krónur. »Síðast var söfnunarféðnotað til að kaupa borð og stóla, leikföng, skóladót og fleira fyrirbörn í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Dugleg Dagmar Kaldal hélt tombólu í Laugaráshverfi og keypti Steinunn Gísladóttir nokkra miða. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LANDSNET á enn í viðræðum við sveitarfélögin á Suðurnesjum um lagningu nýrrar háspennulínu á Reykjanesi og eru áætlanir komnar nokkra mánuði á eftir áætlun. Helstu ágreiningsefnin eru í sam- bandi við umfang jarðstrengja og flutning spennistöðvar í Hafnarfirði. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir að viðræður við fulltrúa sveitarfélaganna hafi gengið ágætlega. „Allir leggja sig fram við að finna lausn,“ segir hann og bætir við að vel miði þó ekkert sé enn frá- gengið. Tekist á um tíma Samkomulag hefur ekki náðst um nokkrar aðgerðir við Hafnarfjörð. Þórður segir að svigrúm sé til þess að verða við óskum bæjarins, en ekki öllum í upphafi, heldur eftir því sem kerfið þróist. Það sé til dæmis erf- iðleikum bundið að færa spennistöð- ina við Hamranes, sem sé til þess að gera nýleg stöð, út fyrir skipulagt svæði og út í hraunið. Samkomulag sé um staðsetninguna en spurning um tímasetningu framkvæmdarinn- ar. Nýju háspennulínunni er meðal annars ætlað að flytja rafmagn til ál- vers í Helguvík og samkvæmt samn- ingi við Norðurál á framkvæmdum að vera lokið eftir rúmlega tvö ár. Þórður segir að tíminn sé orðinn mjög knappur en vonir séu bundnar við það að samkomulag við sveitar- félögin náist í ágúst og í framhaldinu verði hægt að vinna upp tapaðan tíma. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyr- ir að verklegar framkvæmdir hefjist á seinni hluta næsta árs. Þórður seg- ir að Landsnet sé tilbúið með útboðs- gögn en eðlilega sé ekki hægt að bjóða út framkvæmdir á meðan heimildir séu ekki fyrir hendi. Lausna leitað um háspennulínu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Möstur Loftlínur eða jarðlínur. FARIÐ verður yfir síðustu útfærslur og tillögur vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets við Hafnarfjörð á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar með fulltrúum skipulags- og byggingaráðs og Landsnets í næstu viku. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að málið sé stórt og flókið. Það snúist ekki aðeins um Suð- urnesjalínu í gegnum Hafnarfjörð heldur framtíð- arskipulag á raflínum í landi bæjarins, meðal annars færslu á aðveitustöð vel út fyrir framtíðarbyggð sam- kvæmt núverandi skipulagi, þ.e. töluvert upp með Krísu- víkurveginum. Tengingarnar verði síðan þaðan og áhersla lögð á að línurnar inn í bæinn verði í jörðu. „Þetta er heilmikið mál sem við viljum hafa uppi á borðinu,“ segir Lúð- vík. „Við erum að horfa til heildarlausnar til komandi framtíðar, ekki bráðabirgðalausna.“ Í þessu sambandi bendir Lúðvík á að fyrir minna en 20 árum hafi verið sett upp aðveitustöð ofan við bæinn. Nú sé hún nánast í miðju íbúðahverfi. Af þessu og sambærilegum málum vilji menn draga lær- dóm. Að sögn Lúðvíks hafa viðræður þokast í rétta átt og spurningin sé um að ná niðurstöðu í málinu. Heildarlausn til framtíðar Lúðvík Geirsson FERÐAMENN voru margir hverjir fegnir því að komast undir úðann sem barst frá Gullfossi á dögunum, enda verið sérlega hlýtt á Suðurlandi. Að sögn Svavars Njarðarsonar á Gullfoss kaffi hefur verið stríður straumur ferðamanna í sum- ar og jafnast á við undanfarin ár. Þó segir hann hafa dregið nokkuð úr hópferðum; fleiri komi á einkabílum. Hvað varðar sölu hjá sér segir Svav- ar að heilt yfir beri meira á sölu í minjagripum, en þegar veðrið leikur svona við landann standi starfsfólkið aðallega við ísvélina, eða rétti kalda gosdrykki. Í blíðviðrinu segir hann hvergi betra að vera en við Gullfoss og hvetur ferðafólk til að kíkja við á næstu dögum. Morgunblaðið/RAX Færri hópferðir en sami fjöldi ferðamanna ÞEGAR viðskiptavinir Icelandair nýta sér svokallaða vildarpunkta til að fljúga til útlanda þurfa þeir oft að greiða á þriðja tug þúsunda fyrir farið. Í þeirri upphæð eru margs konar gjöld, t.d. bókunargjöld og flugvallargjöld, en bróðurpart- urinn eru engu að síður eldsneyt- isgjaldið, oft um 15 þúsund krónur fyrir farmiða fram og til baka. Í almennum farmiða er eldsneyt- isgjaldið innifalið í fargjaldinu. Hvers vegna slítur Icelandair þá gjaldið frá þegar um vildarklúbbs- farmiða er að ræða? „Í fyrsta lagi er [gjaldið] breyti- legt, en það hefur farið hækkandi. Í staðinn fyrir að vera að breyta vild- arpunktunum er þetta gert svona,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair. „Í öðru lagi teljum við að fleiri í hópi vild- arklúbbsfélaga kjósi að hafa þetta svona, að hafa tiltölulega fáa punkta til að öðlast rétt á ferð og borga þetta að auki, heldur en að það kosti fleiri punkta.“ Hann bendir enn fremur á að þetta gjald hafi ekki hækkað frá því í vor. andresth@mbl.is Punkta- notkun dýr Vildarkortshafar greiða tugþúsundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.