Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.07.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 15 MENNING ÞAÐ má sennilega kalla þýska tón- skáldið Richard Wagner frumkvöðul á sviði tónlistarhátíða, en óperuhá- tíðin sem hann lagði grunninn að í Bayreuth í Þýskalandi lifir enn góðu lífi, þrátt fyrir deilur erfingja hans og uppákomur af ýmsu tagi. Stóri draumurinn hans var að Bayreuth- hátíðin væri öllum aðgengileg án til- lits til fjárhags. Nú hafa hátíð- arstjórnendurnir séð sér leik á borði og nýta nú í fyrsta sinn tölvutæknina til að senda óperusýningar út á net- inu. Fyrsta sýningin sem hlaut þessa náð var uppfærsla Katrínar Wagner á Meistarasöngvurunum í Nürn- berg, en frumsýning var nú á sunnu- daginn. Það þótti lán að þessi stór- viðburður var ekki fyrr á hátíðardagskránni, því vígsla enskr- ar heimasíðu hátíðarinnar fáeinum dögum fyrr, reyndist allsherjarkl- úður vegna þess hve enskan í text- anum var léleg. En þótt fleiri hafi nú aðgang að sýningum í Bayreuth, þykir gjaldið fyrir að horfa á dýrðina heiman úr stofu ekki lágt, en það er 49 evrur, andvirði um 6.200 íslenskra króna, sem er svipað miðaverði í góð sæti í óperuhúsum víða í Evrópu. Netútsendingin frá frumsýningu byrjaði brösuglega, en hún átti að hefjast baksviðs fimmtán mínútum fyrir sýningu og vera eins konar upptaktur og stemning fyrir þá sem horfðu heima. Umsjónarmennirnir með þessu þáttarkríli baksviðs sáust þó ekki fyrir framan myndavélarnar fyrr en örstuttu áður en tjaldið var dregið frá, og kynningar þeirra voru á þýsku, ótextaðar, sem fór fyrir brjóstið á þeim sem höfðu keypt net- aðgang í Englandi og fleiri löndum þar sem þýska er ekki töluð. Kynnarnir þóttu þó standa sig vel þegar hjólin fóru loks að snúast, og í hléum á sýningunni ræddu þeir við söngvara, hljómsveitarstjórann og aðra þá sem taka þátt í uppfærslunni – allt þó einungis á þýsku. Tekið á þjóðernishyggju Það fór þó ekki svo að allt færi í vaskinn, og gagnrýnandi breska tón- listarblaðsins Gramophone, Mike Ashman sagði í umsögn sinni um netsýninguna, að það sem sést hafi á sviðinu hafi verið róttækt, heillandi og oft á tíðum ógnvekjandi leikhús, sem hafi án efa skelft þá strang- trúuðu í sviðsuppfærslum ópera, þá sem ekki vilja breyta út af hefð- bundnum uppfærslum. Ashman sagði meðal annars: „Katharina Wagner snýr verkinu á hvolf í upp- færslu sinni, og án þess að skamm- ast sín, tekur hún á því sem margir hafa kallað þjóðernishyggju og ras- isma í rótum verksins. [...] Hún er ekki orðin þrítug, en með frábæru liði hönnuða og dramatúrgs hefur hún sýnt gífurlegt hugrekki og skap- að framúrskarandi leikhús, heillandi myndmál og nýtt samhengi sem réttlætir framhaldslíf Bayreuth- hátíðarinnar. Nú spá margir Þjóð- verjar því að hún muni leiða þessa frægu hátíð ásamt Evu systur sinni, sem sýnt hefur yfirburði sína bæði í stjórnsýslu hátíðarinnar og því að veðja á rétt fólk í hlutverk.“ Þá er að sjá hvort sú spá gengur eftir, en í nokkra daga í viðbót er hægt að skoða Meistarasöngvarana fyrir umrætt gjald á vefnum www.bayreuther-festspiele.de. Wagner á vefinn Barnabarnabarnið bjargvættur Bayreuth Katharina Wagner TÓNLEIKAR verða í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld kl. 20.30, er tónlistarhópurinn La Corda syngur og leikur. Sérsvið hópsins er falleg tón- list, auðveld áheyrnar, bæði af trúarlegum og veraldlegum toga frá 13. til 18. aldar. Aðal- áherslan er á tónlist eftir kon- ur frá 17. öld, helstu tónskáldin eru Barbara Strozzi og Fran- cesca Cacci. Nafn sveitarinnar La Corda er ítalska og þýðir raddstrengur eða strengurinn. Leikið er á hljóðfæri sem eru eft- irlíking af 17. aldar hljóðfærum og hljómsveitin klæðist búningum frá þessu tímabili. Hópurinn spjallar einnig við gesti um tónlistina og fleira. Tónlist Strengurinn þaninn í Bláu kirkjunni Bláa kirkjan FJALLVEGIR í Reykjavík er yfirskriftin á stundarlangri bókmenntagöngu Borgarbóka- safnsins sem farin verður ann- að kvöld kl. 20. Leiðsögumenn eru Úlfhildur Dagsdóttir og Margrét Árnadóttir. Gengið verður um Kvosina, staldrað við og lesið úr nokkrum nýleg- um bókum. Markmiðið er að bjóða þátttakendum upp á að upplifa kunnugleg kennileiti borgarinnar á nýjan hátt í gegnum sögur og ljóð íslenskra rithöfunda. Útgangspunkturinn er í ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Fjall- vegir í Reykjavík, en þar er borginni einmitt lýst sem óvæntu náttúruundri. Allir velkomnir. Bókmenntir Gengið um ljóðræna fjallvegi Óvissuganga Á LISTATORGI Sandgerðis er búið að opna sýningu á verkum Dagmarar Róberts- dóttur úr Keflavík, sem kallar sig Döllu. Dalla er frístunda- málari sem byrjaði að mála ár- ið 2001. Dalla segir í frétta- tilkynningu að hugmyndirnar komi bara til hennar og hún máli þær í akrýl en hún notar einnig blandaða tækni með steypu ofl. Henni finnst skemmtilegast að mála fólk og fígúrur en sýning hennar nefnist einmitt Fólk og fígúrur. Sýningin hófst föstudaginn 25.júlí og lýkur sunnudaginn 3.ágúst. Opið er alla daga á Listatorgi Sand- gerðis frá klukkan 13 til 17. Myndlist Fólk og fígúrur í Sandgerði Fígúrur Döllu Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er eins og hringrásin, maðurinn verður að mold, og kemur upp aftur.“ Ég er að horfa á grafíkmyndir Magdalenu Margrétar Kjart- ansdóttur myndlistarmanns, myndir af trérist- um sem verða á sýningu með verkum hennar sem opnuð verður í Start Art á Laugavegi á morgun. Myndirnar sýna verur, samofnar nátt- úrunni; moldinni, trjánum, regninu, himninum. Jú, þannig er víst hringrásin: af moldu ertu kominn... Magdalena Margrét vinnur núna bara í tré. „Þegar ég er að vinna viðinn, þá glápi ég oft mikið á hann. Ég nota misjafnan við, með kvist- um og allavega. Ég reyni að notfæra mér allt sem ég sé í honum – leyfi viðnum að ráða ferð- inni.“ En hvers vegna er svo mikið talað um að svartlistin eigi ekki lengur upp á pallborðið í myndlistarheiminum; það virðist vera að í þeirri grein myndlistarinnar sé enn mikil orka. Magdalena Margrét hefur langa reynslu í graf- íkinni, og kveðst taka eftir því núna, að lista- menn séu farnir að vilja nota prent með öðrum miðlum. „Mér sýndist til dæmis stelpurnar sem eru að sýna í Ibiza Bunker vera með prent í bland, og önnur listakona að nota tréristur ann- ars staðar. Ég held að ungir listamenn séu að gera sér grein fyrir möguleikum svartlist- arinnar.“ Ég verð að viðurkenna að það hreif mig sem Magdalena segist horfa á viðinn áður en hún ræðst í verkið. Það kemur mér því á óvart þegar hún segir, að við kennslu í Listaháskóla Íslands, hafi nemendur hennar í svartlistinni frekar vilj- að vinna verk sín fyrst í tölvu, og yfirfæra svo á efnið. „Það fóru allir beint í tölvuna. Ef krakk- arnir voru með teikningu, þá skönnuðu þau hana inn í tölvuna, fiktuðu í henni, prentuðu svo út og yfirfærðu á efnið. Tölvan er orðin stórt atriði í allri list.“ Ég freistast til að spyrja hvort lista- maðurinn sé ekki þar með að fjarlægjast efnið. „Nei, það held ég ekki. Tölvan er efniviðurinn í dag. Þetta er nútíminn og fólk lagar sig að hon- um. Það deyr aldrei neitt – allt heldur áfram, og það er sú hringrás sem ég fæst við.“ Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir tréristur í listamannahúsinu Start Art Ég leyfi viðnum að ráða Dögun Krýndur sigurvegari Dropar regnsins Hvísl Þögull ótti Í HNOTSKURN » Magdalena Margrét Kjartansdóttir laukprófum frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1984. » Utan Íslands hafa verk hennar verið sýndá Norðurlöndunum, í Japan, Kína, Bras- ilíu, Bandaríkjunum og víða í löndum Evrópu. » Verk Magdalenu eru í eigu einkaaðila, op-inberra stofnana, gallería og safna, m.a. Alþingis Íslendinga og Listasafns Íslands. SJÖ myndhöfundar eru tilnefndir til Myndstefsverðlaunanna 2008 sem forseti Íslands afhendir í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands, 7. ágúst 2008. Myndstefsverðlaunin – hvatning- arverðlaun höfundarréttarsamtaka myndhöfunda – nema að þessu sinni 1,5 milljónum króna og eru veitt fyrir afburða framlag til myndsköpunar, framúrskarandi myndverk eða sýningu. Helmingur verðlaunaupphæðarinnar kemur úr sjóðum Myndstefs en Landsbank- inn, sem er fjárhagslegur bakhjarl Myndstefsverðlaunanna, leggur til hinn helminginn, að því er segir í fréttatilkynningu Myndstefs. Leitað var eftir ábendingum frá aðildarfélögum Myndstefs, og ein- stökum félagsmönnum og hefur þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Guju Dögg Hauksdóttur arki- tekt, Kristjáni Pétri Guðnasyni ljósmyndara og Björgólfi Guð- mundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, valið sjö myndhöf- unda sem tilnefndir eru til Mynd- stefsverðlaunanna 2008. Þeir eru: Eggert Pétursson, myndlistarmaður, Sigurgeir Sig- urjónsson ljósmyndari, hönn- uðurnir Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir, Stein- unn Sigurðardóttir tískuhönnuður, Studio Granda arkitektar, Vík Prjónsdóttir vöruhönnuðir og Vy- tautas Narbutas sviðsmyndahönn- uður. Þetta er í fjórða sinn sem mynd- stefsverðlaunin eru veitt. Myndstef tilnefnir til verðlauna Morgunblaðið/Kristinn Verðlaun Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður hlaut Myndstefs- verðlaunin í fyrra. Hvatning fyrir afburða framlag til myndsköpunar Kynslóðir dönsuðu í krónum trjánna. Í regninu heyrði hún hvísl dauðans sem sagðist líka skapa nýtt líf, heyrði angistina innan úr trjánum meðan umbreytingarnar áttu sér stað, þegar hið góða tókst á við hið vonda, í þöglum ótta, æpandi skelfingu. Uns náttúran tók völdin, skapaði, valdi og hafnaði. Úr texta Kristínar Marju Baldursdóttur í sýningarskrá. Uns náttúran tók völdin ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.